Þjóðviljinn - 29.08.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.08.1979, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 29. ágúst 1979. Óskum eftir fólki á öllum aldri (vinna, leikur) og ungri stúlku með ljóst og sitt hár, til að leika i kvikmynd i septembermánuði. Umsækj- endur mæti til viðtals að Laugavegi 53 A (bakhús), i dag, miðvikudag.kl. 2 — 4. Kennara vantar Menntaskólann i Kópavogi vantar mann til að kenna islensku 7 stundir á viku. Upp- lýsingar i sima 43861 og 72505. Skólameistari KEFLAVIK Okkur vantar blaðbera i fjögur hverfi i Keflavik. Vinsamlega hafið samband við umboðsmann okkar i Keflavik, simi 92- 2538. Kennara vantar að Barnaskóla Vestmannaeyja. Gott húsnæði i boði. Upplýsingar veitir skólastjóri i sima 98- 1944 eða heima i sima 98-1793. Skólastjóri Orðsending frá Rauða Krossi íslands og Hjálparstofnun kirkjunnar Venga landssöfnunarinnar óskum við eftir trúnaðarmönnum sem annast geta söfnun á vinnustöðum sinum. Vinsamlegast hafið samband við Rauða Kross Islands, simi 26722, eða Hjálpar- stofnun kirkjunnar i sima 26440. FRA Nýja tónlistarskólanum Skólinn verður settur 15. september. Kennslugreinar: Forskóli fyrir börn 6 til 8 ára, pianó, orgel (sigilt), strokhljóðfæri, söngur. Eldri nemendur staðfesti umsóknir sinar fyrir 1. sept. Tekið á móti nýjum umsóknum um skóla- vist frá 3. til 7. september. Skrifstofa skólans i Breiðagerðisskóla er opin milli kl. 5 og 7, simi 39210. Skólastjóri. MINNINGARORÐ Lára Helgadóttir Eg er sannfæröur um aö engin umbun i starfi fyrir mannrétt- indahugsjónum sósialismans er meiri en langvarandi kynni af mörgu ágætisfólki, sem lengi hef- ur aukiö og bætt sina mannkosti meö þvi aö starfa af einlægni og stefnufestu i þágu þeirra hug- sjóna. Þessu til staöfestingar eru kynni min af lifsferli félaga mins og vinar Láru Helgadóttur yfir- simritara aö Brú i Hrútafiröi, sem lést 55 ára aö aldri 17. þ.m. i Borgarspitalanum. Hún haföi háö striö viö banvænan sjúkdóm i um þaöbil áratug og sýndi allan þann tima kjark og þrek, sem fáum er gefið. Meöan heilsan entist var hún meöal virkustu félaga i hreyfingu sósíalista. Hún var um langt skeið okkar „la pasionaria”, ltfiö og sálin i gleöi og alvöru stjórnmála- starfsins á svipaöan hátt og viö geröum okkur í hugarlund aö hin fræga þjóöhetja Spánarstriðsins, Dolores Ibarurri, kölluö la pasionaria, heföi veriö. Þaö var fyrir rúmum 30 árum, sem viö ungir sósialistar tókum aö venja komur okkar á heimili Láru og Steingrlms Pálssonar aö Birkimel 6. Þetta voru viöburöa- rikir timar upp úr seinna heims- striöi meö linnulausum stórpóli- tiskum deildum heima og erlend- is. Mikiö var um fundi og mara- þonumræöur bæði á kaffihúsum og i heimahúsum. Námiö vildi veröa mjög fyrir baröinu á hinum timafreka stjórnmálaáróöri og eftirsóknarveröum félagsskap vina og félaga, sem seiddu mann til sin meö hugsjónaeldi, gáfum og skemmtilegheitum. En hjá flestum okkar náöi námsstarfiö yfirhöndinni aö lokum og siöan beygðu annasöm skyldustörf menn meiraogmeira til hlýöni og stundirnar til aö frelsa heiminn urðu sifellt færri. Ég geri ráö fyrir aö háværar kappræöur og byltingasöngvar hafi á þessum tima alloft farið yfir þau mörk, sem nú eru sett um hávaöa í fjölbýlishúsum. Söngur var mikiö iökaöur af ungum sósfalistum f Reykjavik á þessum tima. Þaö var hressandi að taka lagiö meö Láru sem hafði prýöi- lega rödd og smitandi sönggleði. Hún var auk þess tónmenntuö og lék á hljóöfæri, eins og margar kynsystur hennar frá lsafiröi. Þaö er án efa mörgum minnis- vert, hve söngur setti mikinn blæ á félagsstarf sósialista um þetta leyti, sérstaklega eftir þátttöku „gömlu” Æskulýösfylkingarinn- ar i Heimsmóti æskunnar i Berlin i ágúst 1951. Sú för var á þeim tima Bjarmalandsferö vegna hinnar miklu spennu, sem rikti i Þýskalandsmálum og málefnum Berlinar sérstaklega, sem þá var mesti nornapottur stórvelda- átaka. Lára Helga var i hópi þeirra 49 sem tóku þátt i heimsmótinu i Berlin. Ég held aö merkileg reynsla sem viö fengum i þessari ferö hafi oröiö okkur mikilsvert veganesti. Nýr heimur opnaöist okkur skyndilega af tveggja vikna öflugu og vel skipulögöu kynningarstarfi æsku úr næstum öÚum heimshornum. Viö fengum aö kynnast list hennar, leik, dansi, iþróttum, hljóöfæraleik og söng I þeim mæli sem aldrei gleymist. Meöal þátttakenda voru sumir þekktustu iþrótta- menn Islendinga, sem unnu þjóö okkar frægöarsess og bundust samvinnuböndum viö iþrótta- hreyfingu Þýska alþýðulýðveldis- ins, sem ekki hafa rofnaö siöan. Frá þessum tlma átti Lára og viö feröafélagar hennar óþrjótandi uppsprettu minninga, sem treystu vináttubönd og sam- beldni. Sá kjarnahópur sem fylltist eld- móöi I Berlinarferöinni og i fé- lagsstarfinu, þegar heim kom, haföi þau áhrif meöal annars, aö um tvöhundruö mannsfrá íslandi sótti heimsmótæskunnar i Búka- rest 1953. Myndarlegt söngkver var gefiö út og notaö I þeirri ferö. t þvf var meöal annars úrval af vinsælustu baráttusöngvatextun- um frá Berlinarmdtinu. Sú ferö heppnaöist ágætlega eins og hin fyrriogáttiLára stóran þáttí þvi. Þegar ég var ráöinn til starfa sem héraöslæknir á Hvamms- tanga sumariö 1955 hittist svo vel á að Steingrimur Pálsson sim- stöövarstjóri haföi tekiö aö sér rekstur stöövarinnar aö Brú i Hrútafiröi og flutt heimili sitt þangað. Þaö jókmér litt reyndum sjálfstraust aö eiga hauka i horni i simstööinni og geta án tafa feng- iö ýmsar gagnlegar upplýsingar sem lækni voru nauösyiiegar um menn og staöi f héraðinu. Sim- stööin aö Brú var auk þess heppi- lega staösett i þjóðbraut, og þvi alloft tækifæri til aö skjótast inn I kaffisopa. Þá var heimiliskunn- ingi Láru og Steingrims Mr. Stuart, frægur sérfræöingur i' lax- ám oglaxfiskum. Lára kom þvi i kring aö hann skrifaöi meö mér kynningarbréf til vinar sins og samlandaSir Harold Gilles vegna fyrirhugaörar feröar minnar til Englands þá um haustiö. Sir Harold var ekki aöeins lang- reyndur laxveiöimaöur meö sér- þekkingu á einni kvisl Viöidalsár, heldur einn þekktasti sérfræðing- ur Breta I lýtahandlækningum og brautryðjandi á þvi sviöi. — Um tima skilduleiöir vegna fjarlægö- ar. Þegar ég hitti þau hjónin aftur 1958var Steingrimur oröinn þing- maöur. Ég býst ekki viö aö nokk- ur slikur hafi á þeim tima átt eiginkonu, sem tók eins virkan þátt 1 stjórnmálastarfi manns sins og Lára. Það var samverk- andi aö bæöi hélt hún alltaf heitri hugsjónaglóðinni og bjó þar aö auki yfir mikilli þekkingu á mál- efnum kjördæmis manns sins vegna langvarandi baráttu henn- ar og sumra nánustu ættingja fyr- ir alþýðuna i landinu og á Vest- fjöröum sérstaklega. Hún gat einnig leyst viöfangsefni og vanda simstöövarrekstrarins meö ágætum samstarfsmönnum sinum aö Brú, þar sem hún var læröur loftskeytamaöur og sim- ritari meö langa starfsreynslu. A feröum noröur I land eftir 1960 var alltaf komiö viö aö Brú og stundum áö þar. Þegar þau tækifæri gáfust varö þaö fagnaö- arhátiö vina og stundirnar of stuttar til aö rif ja upp allt sem lá á hjarta. En þaö var alltaf jafn mikil tilhlökkun aö hitta Láru og segjahenni frá stórum og smáum sigrum sinum, þvi að hjá engum óskyldum kveikti þaö meiri gleöi en hjá henni, ef eitthvaö haföi gengiö manni i haginn. Þaö verð- ur lengi varöveitt I minni, aö þessi gleöi og margir aörir persónutöfrar og andlegur þrótt- ur Láru, sem viö vinir hennar og félagar sóttumst eftir aö njóta i hennar félagsskap, varö einnig mörgum sjúklingi sem hún lá meö á löngum veikindaárum uppwfan og styrkur. Þaö er margt aö þakka á skiln- aðarstund. ólafur Jensson UTBOÐ Fjarhitun Vestmannaeyja óskar eftir til- boðum í lagningu 8. áfanga hitaveitu- dreifikerfis. Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrif- stofunum Vestmannaeyjum og verkfræði- stofunni Fjarhitun h.f. Reykjavik gegn 30 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð i Ráðhúsinu Vest- mannaeyjum þriðjudaginn 4. september kl. 16.00 Stjórn Veitustofnana Vestmannaeyjabæj- ar. Frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð Nýnemar komi til viðtals föstudaginn 31. ágúst kl. 10. Kennarafundur sama dag kl. 14. Skólasetning laugardaginn 1. sept. kl. 10. Stundaskrár afhentar að henni lokinni. Kennsla hefst 3. sept. samkvæmt stunda- skrá i dagskóla og öldungadeild.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.