Þjóðviljinn - 29.08.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.08.1979, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagnr 2». ágúst 1979. OIODVIUINN Málgagn sósialisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: (Itgáfufélag Þjóöviljans Framkvemdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bérgmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Auglýsmgastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: AlfheiÖur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson. Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. (Jtlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigriöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ólafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla:GuÖmundur Steinsson, Kristin PétUrsdóttir. Sfmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. (Jtkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösia og auglýsingar: Síöumúla 6, Reykjavik, sfmi 8 13 23. Prentun: Blaöaprent hf. Nú er að duga leigjendum # Merk lög gengu í gildi 1. júní síðastliðinn. Þau veita stórum réttlausum hópi mikilvæg réttindi á pappírnum og nú veltur á framkvæmdinni hvort lagabókstafurinn verður leigjendum það haldreipi sem vonir standa til. Samningar sem gerðir eru um leigu húsnæðis eftir 1. júní falla undir hin nýju lög, en um næstu áramót gilda lögin um alla húsaleigusamninga hvenær sem þeir hafa verið gerðir, svo og skal eftir þeim farið þegar deilur koma upp út af munnlegum samningum. # Samkvæmt nýju lögunum er skylt að gera skriflega samninga um allt leiguhúsnæði og frá því er engin und- antekning eftir 1. janúar næstkomandi. Þá er og vert að vekja athygli á að húsaleigusamninga má aðeins gera á eyðublöð sem staðfest hafa verið af félagsmálaráðu- neytinu. Þau eru aðgengileg og auðskilin og samnings- eyðublöð frá öðrum aðilum hafa ekki lagagildi. # I nýju lögunum er gert ráð fyrir tvennskonar samn- ingum, tímabundnum og ótímabundnum. Mikilsverðasta nýmælið er að sé gerður tímabundinn samningur er leigjanda ekki skylt að víkja úr húsnæðinu þegar leigu- tíma lýkur. Leigjandinn getur notfært sér forgangsrétt til húsnæðisins, sem er þannig skilgreindur að húsaleigu- samningurinn framlengist í jafnlangan tíma og upphaf- lega var samið um, ef leigjandinn tilkynnir eiganda að hann vilji notfæra sér forleiguréttinn. Sé gerður ótíma- bundinn samningur um leigu íbúðar, er þriggja mánaða gagnkvæmur uppsagnarfrestur, nema þegar eigandi segir leigjenda upp eftir að hann hefur haft fbúðina á leigu lengur en f imm ár. Þá er uppsagnarf restur eitt ár. # Eitt hvimleiðasta háttalagiðá leigumarkaðinum hafa verið fyrirframgreiðslur til mánaða og ára án þess að leigjandi haf i öðlast nokkurn rétt í staðinn. I nýju lögun- um er sú regla skýr að ekki er heimilt að taka leigu- greiðslu fyrirfram til lengri tíma en sem nemur f jórð- ungi umsamins leigutíma. Sé samið til eins árs má f yrir- framgreiðsla i hæsta lagi nema þriggja mánaða leigu. Ef t.d. er samið um fyrirf ramgreiðslu til árs skal leigu- tímabil vera fþað minnsta f jögur ár. Þetta þýðir að þeir sem tekið hafa íbúð á leigu eftir 1. júní s.l. og greitt árið fyrirfram eiga skýlausan rétt á f jögurra ára leigutíma- bili og gildir einu hvað stendur í leigusamningi. Þennan rétt er ekki hægt að semja af sér. # Ýmis f leiri nýmæli eru í lögunum svo sem um trygg- ingarfé, viðhald, kvartanir og um embætti úttektar. manna er falið skal að meta ástand leiguhúsnæðis. Auk úttektarmanna eiga að vera starfandi í hverju bæjarfé- lagi þriggja manna húsaleigunefndir á vegum bæjar- stjórna. Hlutverk þeirra á m.a. að vera að fylgjast með framkvæmd húsaleigumála og efla upplýsingar um þau. # Þjóðviljinn vill hvetja allar bæjarstjórnir í landinu til þess að vinda bráðan bug að skipan húsaleigunefnda og setja í þær fólk sem hef ur hug á því að bæta úr ófremd- arástandinu á leiaumarkaðinum. Komist ekki á raun- hæft eftirlit með framkvæmd laganna svo og möguleik- ar fyrir leigjendur aðstanda á rétti sínum,sitjum við von bráðar uppi meðdauðan lagabókstaf og óteljandi smug- ur f yrir leigusala til þessaðsmeygja sér í gegnum. # Ákvæðinu um húsaleigunef ndir var skotið inn í lögin við síðustu umræðu á Alþingi í vor, einmitt af því að nokkrir alþingismenn höfðu áhyggjur af framkvæmd laganna. Bæjarfélögin verða nú að duga vel til þess að tryggja framgang þeirrar mikilvægu réttarbótar sem í lögunum felst. Þjóðviljinn hvetur Alþýðubandalagsfólk í öllum bæiarfélöqum til þess að brýsta vel á eftir málinu, og styðja viðleitni Leigjendasamtakanna. # Nýju lögin ná ekki til upphæðar húsaleigu. Enda þótt meirihluti leigusala séu síður en svo okrarar af nokkru tagi er misræmið í leiguupphæðum og einstök okurdæmi nægileg ástæða til þess að taka þau mál fastari tökum. Unnið hef ur verið að undirbúningi f rumvarps til laga um húsaleiguupphæðir og leggur Þjóðviljinn áherslu á að það verði lagt fram á Alþingi í haust til skjótrar af- greiðslu. Leigjendur í landinu hafa nógu lengi verið rétt- iaust fóik. Svíþjóð Kosningar í 1 Svíþjóö standa fyrir dyrum þingkosningar um miöjan næsta mánuö, og er kosningabaráttan þar farin af staö meö fullum skriöi. Frá þvi aö borgaraflokk- arnir lögöu sænska krataflokk- inn eftir 44 ára rikisstjórnar- þátttöku fyrir þremur árum, fyrst og fremst á nokkrum hneykslismálum, svo og á spurningunni um nýtingu kjarn- orkunnar, hefur margt gerst i Sviþjóö. Borgaraflokkarnir þrir áttu i byrjun erfiða sambiíö og sameinuöust um fátt nema aö halda áfram hinni sósialdemó- kratisku pólitik. Stjórn þeirra féll þó loks á eigin bragði, þaö er aö segja afstööunni til nýtingar kjarnorkunnar. Siöan á miöju kjörtimabili hefur minnihluta- stjórn Þjóöarflokksins veriö viö völd og stuöst ýmist við jafnaö- armenn eða hina borgarflokk- ana. Nú er spurt i Sviþjóð hvort jafnaðarmenn taki á ný viö stjórnartaumunum meö hlut- leysiVinstri flokksins kommún- istanna, eöa hvort borgara- flokkarnir halda sameiginlegu forskoti sinu. Þótt hiö síöar- nefnda yröi upp á teningnum, þarf ekki endilega aö vera aö úr þvi veröi ný samstjórn borgara- flokkanna, þvi að reynslan frá liönu kjörtimabili er ekki lokk- andi. Hinsvegar hefur deilunum um nýtingu kjarnorkunnar ver- iö visaö til þjóöaratkvæöa- greiöslu sem fram á aö fara eft- ir þingkosningarnar og eftir aö búiö er aö afgreiöa hana ættu friöarhorfur milli borgaraflokk- anna að vera betri en áður. Kapitalið kallar Og kapitalið kallar á sam- stööu borgaraflokkanna gegn verkalýöshreyfingunni og Jafn- aöarmannaflokknum sem sett hefur upp róttækan svip I stjórn- arandstööunni. Þannig hefur Sænska vinnuveitendasam- bandið hafiö „ópólitiska” áróö- ursherferö sem beinist gegn jafnaöarstefnunni og er einhliöa andsósialisk. Hér er um tvær aðgreindar herferöir aö ræöa undir kjöroröunum „Látum hjólin snúast i Sviþjóö” og „Veðjaöu á sjálfan þig”. í þess- ar herferöir hefur Sænska vinnuveitendasambandiö variö sem svarar 435 miljónum is- lenskra króna á landsvisu, auk þess sem annaö eins er taliö hafa fariö til þess aö undirbUa jarðveginn meö staöbundnum áróðri. Áróðursfé Atvinnulifssjóöurinn svokall- aði hefur einnig látiö til sin taka og variö um fimm miljónum króna til Utgáfustarfsemi sem beint eöa óbeint má telja and- sósialdemókratiskan áróður. Ungkratasambandiö i Sviþjóö hefur auk þess sett saman lista þar sem talin eru upp nokkur stærstu fyrirtækin i Sviþjóð sem reglulega leggja miklar fjár- hæöir i borgaralegan pólitiskan áróöur. Þá hefur komið fram að Hægri flokkurinn, sem nú siglir i meöbyr i Sviþjóð hafi áriö 1977 fengiö sem svarar 260 miljónum islenskra króna til starfsemi sinnar 1977. Þessi tala hefur verið birt I blaöi þeirra en ung- kratar telja upphæöirnar sem borgaraflokkarnir fá til áróöurs frá fyrirtækjunum miklu hærri þótt þeim hafi reynst erfitt að ^sannreyna þær. Miöflokkurinn neitar þvi nú aö taka viö peningum frá fyrir- tækjum ogsegistalfariö treysta á félaga i flokknum og samtök i landbúnaöi. Kratar geta líka En sænskir jafnaöarmenn eru ekki á flæðiskeri staddir. Tengsl þeirra viö verkalýöshreyfing- una eruþaö mikil aö þar verður ekki sundur greint. Flest stærstu verkalýösfélögin eru sem heild meðlimir i flokknum og aö meöaltali greiöir hver fé- lagi i Alþýöusambandi Sviþjóð- ar um 500 krónur til Jafnaðar- mannaflokksins á ári hverju. Aöeins i einu af 25 landssam- böndum Alþýöusambandsins hafa félagar ákveöið að styöja Jafnaðarmannaflokkinn ekki. Þaö var i þvi landssambandi sem hefur innan sinna vébanda starfsmenn Tryggingarfélaga. Samtals munu þær fjárhæðir sem LO-samböndin hafa ákveð- ið aö verja til Jafnaöarmanna- flokksins nema um 870 miljón- um islenskra króna. Þegar herferð Vinnuveitenda- sambandsins hófst gegn sósial- demókratiskum lausnum i at- vinnulffinu ákváöu sum verka- lýössamböndin að hækka fram- lag sitttil flokksins um helming, og hafa s varaö sókn atvinnurek- enda meö ýmsum hætti öörum en fjárstuöningi, m.a. með fundaherferðum um land allt. Eins og aö framansögöu má sjá eru miklir peningar á ferö- inni i kosningabáráttunni i Svi- þjóö og hart tekist á I áróðri milli fulltrúa verkalýöshreyf- ingarinnar og þeirra sem eru á mála hjá atvinnurekendum. Ekkiber þóá neinum ásökunum um fjárstuðning erlendis frá, þótt bæöi fyrirtækin og jafnaö- armannaflokkurinn eigi sterka bakhjarla erlendis. Herkostnaður Engar heildartölur höfum við séö um þaö hvað kosningabar- áttan i' Sviþjóð kostar, en þegar til viðbótar kemur að sænsku flokkarnir njóta mjög riflegs fjárstuönings frá hinu opinbera til starfsemi sinnar, amk. ef mælt er á íslenskan mæli- kvaröa,erljóstað þarerumenn ekki að horfa i aurinn i barátt- unni um völdin. Af þessu má einnig ráöa að sænsku verkalýössamtökin gera sér ljóst aö þaö er mjög kostn- aöarsöm barátta að standa i striöi viö lævisan nútimaáróður atvinnurekenda sem spara ekk- ertviösigogbeita fullkomnustu fjölmiðlaþeldiingu tilað auglýsa hugmyndir sinar inn i bein á al- menningi. Aðferðirnar viö aö mæta fjölmiðlaáróðri atvinnu- rekenda eru i Sviþjóö dagskrár- málefni verkalýðshreyfingar og hljóta einnig aðsækja æ meira á sem umræöuefni I islenskri verkalýöshreyfingu i ljósi þess áróöurs sem á henni hefur staö- ið linnulaust nú um skeið. —ekh. —ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.