Þjóðviljinn - 29.08.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.08.1979, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJOÐVILJINN Miövikudagur 29. ágúst 1979. Féiagsheimiliö á Hvammstanga. Mjólkurstöðin Nokkrar framkvæmdir standa yfir við mjólkurstöðina. Þar er i smiðum viðbygging og er búiö að dýpkun hafnarinnar fyrr en næsta ár. En hún er oröin mjög að- kallandi og einnig endurbætur á gamla hafnargarðinum. Heilsugæslustöðin V atnsmiölunargeymir stærsta framkvæmdin Rœtt við Þórð Skúlason, sveitar- stjóra á Hvammstanga — Atvinnuástand er ágætt hér á Hvammstanga og renna undir þaö ýmsar stoöir, sagöi Þóröur Skúlason, sveitarstjóri, er Land- póstur ræddi viö hann s.l. föstu- dag. Sjófangið — Þegar rækjuveiðinni hér innfjarða lauk þá var farið að veiða hörpudisk. Gengu þær veiðar nokkuð vel. Siðan þeim lauk hefur verið gert út á djúprækju. Eru það fjórir bátar, sem stunda þær veiðar og hafa aflað ágætlega. Svo er hér einn handfærabátur, sem nýlega er byrjaður að róa. Hann hefur einn- ig aflað sæmilega vel. Við þetta allt hefur verið mikil vinna. Ung-' lingar hafa mjög sinnt henni i sumar. Fastafólkiö hefur hins- vegar verið töluvert i frii en er nú að tinast að. Vatnsmiðlunargeymir Sveitarfélagið stendur auðvitað alltaf i hefðbundnum framkvæmdum, eins og lagningu gatna, vatnslagna og holræsa aö nýjum húsum. En auk þess hefur þaö ýmislegt annað með höndum. Helsta framkvæmd okkar hér nú er bygging vatnsmiðlunar- geymis hér á ásnum ofan við þorpið. Hann stendur við hliðina á gamla vatnsgeyminum en er 10 sinnum stærri en hann. Á hann að taka um 800 tonn af vatni og er steinsteyptur. ibúðabyggingar Þá er verið að ljúka byggingu 5 ibúða i raðhúsi, sem byggöar eru samkvæmt lögum um leigu- og söluibúðir sveitarfélaga1, áður höfum við byggt eftir þessum sömu lögum f jórar ibúðir og þess- ar fimm, sem við erum að byggja núna, er meiningin að selja. Þörf er á þvi fyrir okkur að byggja fleiri svona ibúöir þvi hér er mikil húsnæðisekla. Hvað ibúðabyggingar snertir að öðru leyti þá var byrjað i vor á 11 einbýlishústim og auk þess búið aö úthluta tveimur eða þremur lóðum, sem enn hefur ekki verið hafin bygging á. í smiðum eru 8 Ibúðir fyrir aldraða. Var Htillega byrjað á þeim i fyrra og þá lagður grunnur að fjórum þeirra. Kapp verður lagt á að gera þær fokheldar fyrir haustið. iþróttamannvirki Hvað þau áhrærir, erum við að koma upp búningsaðstöðu við sundlaug og iþróttahús. Er það hús fokhelt. Litið hefurverið unn- ið við það hús að undanförnu en núer ætlunin að hefjast handa við vatnslagnir, hitalagnir og múr- húðun. Þá er meiningin að ganga frá iþróttavelli, sem gerður er uppi i Kirkjuhvammi hér rétt fyrir ofan þorpið. Þar verður útivistarsvæði og Skógræktarfélagið hér hefur fengiðþarnokkra hektara til þess að planta i trjám. Eftir er enn að vinna slitlags- efniö, sem á að setja á Iþrótta- völlinn. Verið er að vinna að nýju aðal- skipulagi fyrir Hvammstanga. Er það Skipulag rlkisins, sem vinnur að þvi I félagi við heimamenn. taka hana að hluta til i notkun fyrir ostagerð. Mikil sala er á osti héðan frá Hvammstanga. Hefur verið flutt töluvert af mjólk hing- að frá Blönduósi til þess að gera úr ost. . Verið er að byggja hæð ofan á sláturhús kaupfélagsins og senni- lega verður einnig byggð f járrétt I sumar. Nýtt verslunarhús Búið er að grafa fyrir grunni nýs verslunarhúss fyrir Verslun Sigurðar Pálmasonar. Eru það raunar þrir aðilar, sem að þeirri byggingu standa: Verslun Sig- urðar Pálmasonar, Saumastof- an Drifa og svo sýslusjóður og raunar verður bókasafnið þarna einnig til húsa. Þetta er 600 ferm. hús á þremur hæðum. Dýpkunin dregst Viö eigum nú inni fjárveitingu til dýpkunarframkvæmda á höfn- inni en þvi verki verður sennilega frestað til næsta árs þvi þetta mun vera eina dýpkunin, sem fyrirhuguð var hér norðanlands nú og mun þykja dýrt að fá tæki einvörðungu hingað. Eru þvi horfur á að ekki verði unnið að Þá eigum við einnig inni fjár- veitingu til heislugæslustöðvar- innar, bæði frá þessu ári og þvi fyrra. Teikningar eru tilbúnar og búið að ákveða lóðina. Fram- kvæmdadeild Innkaupa- stofnunarinnar sagði okkur I vor að útboð gæti þá farið fram en nú virðist allt saman sitja fast og finnst okkur það mjög bagalegt. Hinsvegar er verið að vinna að smávægilegum breytingum á neðri hæð gamla sjúkrahússins. Er verið að gera þar nýtt vaktar- herbergi, fæðingarstofu og skol. Þýðingarmikið er fyrir okkur að geta haldið áfram þessum breyt- ingum á næsta ári þvi þrengsli eru mikil I sjúkrahúsinu. Þar eru miklu fleiri sjúklingar en húsið var upphaflega byggt fyrir. Þó hefur verið rýmt úr húsinu þrem- ur ibúðum, sem við þurfum að breyta svo að þær nýtist með öðrum hætti. Ýmislegt í undirbúningi Nú, auk þessa erum við svo með ýmsar framkvæmdir i undir- búningi. Hér er maður, sem hefur t.d. i hyggju að byggja 740 ferm. iðnaðarhúsnæði, stálgrindahús. Þá er fyrirhugaö að setja upp mjölvinnslu, til þess að vinna úr- gang úr rækjuskel og frá slátur- húsinu.Hafa þegar verið keyptar vélar til þessarar verksmiðju. Brýnt er einnig orðið að hefja byggingu á kennsluhúsnæði við skólann. Skólahúsið, sem við not- um nú, var byggt 1960 og siðan þá hefur ibúum fjölgað hér um lið- lega 60% svo ekki er furða þótt þar sé farið að þrengjast innan dyra. þs/mhg VIGFÚS ÓLAFSSONFRÁ GÍSLHOLTL Furðuleg björgun Grein þá, sem hér fer á eftir, færöi Vigfús Ólafsson skólastjóri frá Gislholti i letur og birtist hún i siðasta Sjómannadagsblaði Vest- mannaeyja. Hefur Landpóstur fengið leyfi Sigurgeirs Jónssonar ritstj. Sjómannadagsblaðsins tii þess aö endurprenta hér grein- ina: — Um hádegisbiiið 26. mal 1975 fóru menn i Vestmannaeyjum, sem um veturinn áttu lömb i eyj- unni Brandi sem er skammt sunnan við Heimaey,að sækja þau til aö flytja milli eyja. Þeir höföu með sér gúmbát með utanborös- vél. Atti að nota hann til lending- ar við eyjuna. Bergflái, sem báti er lagt að i útey, nefnist Steðji. Er þar að- djúpt og best til uppgöngu. Forystumaður eða kallmaður fór alltaf fyrstur upp með band, festi það I bolta á steðjanum og studd- ust hinir siðan við bandið, er þeir stukku upp hver af öörum. Ekki er hægt að festa stuðn- ingsbandi I bátinn vegna undir- öldunnar. Er oft mikill hæðar- munur við steðjann ef brimsúgur er og fyllingar. Þennan dag var nokkurt vestanbrim svo hinir vönu bjarg- menn töldu ófært og hurfu frá. Með I förinni var ungt fólk, sem ætlaöi að hjálpa til, en um leiö aö ná í nokkur sjófuglaegg, en þeirra erauðvelt aðafla i Eyjum, ef góð- ir bjargmenn eru i flokki, þótt eigi séu þeir svo margir núna sem fyrrum, en fuglaveiöar og eggja- taka var annar aöal bjargræðis- vegur eyjamanna. Þetta unga fólk var aðkomufólk og óvant björgum. Það náði nokkrum eggjum I Bládrangi, en svo nefnist gigtappinn I hinum forna glg þar sem eyjan Brandur myndar barma. Unga fólkiö vildi ná fleiri eggjum og fór þvi á und- an á gúmbátnum norður til Smá- eyja en svo nefnast fjórar eyjar fremur litlar rétt vestan við Heimaey. Heita þær Hæna, Hani, Hrauney og Grasleysa. Þær sjást vel þegar flogið er til Vestmanna- eyja- . . „ Austan á syðstu eyjunm, Hænu, er Kafhellir, sjávarhellir, sem hægt er að sigla inn I að hálffölln- um sjó. Þar sem skora, að nokkru i kafi, liggur vestur úr hellinum og gegnum eyna veröa þarna fög- ur litbrigði að kvöldlagi er sólar- ljósið brotnar I vatninu og varpar litrófinu um loft og veggi hellis- ins. Jafna þeir, sem til þekkja, þessu við Bláa hellinn á Kapri sem er viðfrægur fyrir litadýrð . Segir ekki af ferð gúmbátsins en þegar fiskiskipiö kom nokkru siðar að Hænu. Voru þau þrjú,er ráðgert var að færu upp, veifandi og hrópandi efst á eynni. Sáu skipverjar þegar að þarna var ekki allt með felldu. Stýrimaður skipsins var farar- stjóri og hafði ætlað að biöa þeirra I bátnum. Sáu menn hann hv»""' var báturinn llka horf- áv, T un( i fólkinu. Þegar þau lögðu að rétt við sprungu þá er liggur gegnum eyna inni I hellinum var þar töluvert vestan- brim. Gekk þó piltunum vel aö komast upp og stukku upp á steðj- ann er aldan lyfti bátnum. 1 ann- arri tilraun reis aldan hátt, stýri- maður ýtti undir stúlkuna sem ætlaði upp og komst hún á Steðjann. En svo var fyllingin mikil að hún stóð þar I sjó. Greip bróðir hennar I hana og hélt henni svo að útsogið tæki hana ekki. 1 þvl óiagið reið undir bátinn hafði bandið, sem hékk af boltanum, festst undir ári. Sá stúlkan að eitthvað fór úr- skeiðis I bátnum, féll stýrimaður aftur fyrir sigjlenti I útsoginu og. hvarf I brimlóörið. Bátinn hálf- fyllti en ekki drap vélin á sér er báturinn losnaði. Bjóst annar pilturinn til að stinga sér, komast I bátinn og leita stýrimanns. En I þvl sáu þau sér til skelfingar aö mannlaus báturinn sigldi frá og hvarf slðan austur með eynni. Hlupu þau I ofboði upp á eyna en I þvl bar stóra bátinn að. Sáu þeir um borö, að einhver þau tíð- indi hefðu oröið, að þau hefðu bet- ur látið þessa ferð ófarna. Sigldi báturinn þegar kringum eyjuna en ekkert var að sjá. Ekki trúðu skipverjar aö mbáturinn hefði sokkið. Héldu ir þvi stefni bátsins svo fast upp að hellismunnanum sem þeir frekast þorðu, þvi varla var um annaö að ræða en báturinn hefði siglt mannlaus inn I hellinn. Biðu allir orðvana og störðu á hellis- munnann eins og þaöan væri ein- hverra siöinda að vænta. Og sjá. Eftir heila eilifð kom gúm- báturinn út og nú reri hinn týndi stýrimaður, sem hafði horfið I djúpið vestan við eyjuna, bátnum út. Þeir höfðu snör handtök,inn- byrtu stýrimann og fóru þegar með hann niður. Létu þeir hann afklæðast og fara I þurr föt. Helltu þeir I hann slurki af gini og spýttist þá upp úr honum allmikill sjór. Fór hann siðan I koju, Skipverjar sáu að stýrimaöur var töluvert skrámaður I andliti og blóðrisa á höndum. Er bergið i skorunni og hellisveggjunum. hrjúft og bendir þaö til að hann hafi slegist harkarlega I berg- vegginn I rifunni, er sogið dró hann I gegn. Ekki lá stýrimaður lengi, held- ur hresstist brátt og var kominn upp skömmu siöar. Virtist honum ekki hafa orðiö meint af þessari dauðaferð gegnum eyna. Stýri- maður man ekkert hvað gerðist I sjónum, en telur sig hafa hrokkið útbyrðis er slinkurinn kom á bát- inn vegna fasta bandsins. Siöan veithann ekkert hvað gerðist fyrr en I Kafhelli. Rankaði hann við sér er hann sparkaði I eitthvað. Var það skrúfa bátsins, en hann var þá að sigla út úr hellinum aft- ur. Drapst á vélinni. I þvl skaut honum upp. Greip hann fram fyrir sig og lentu hendmar á bátnum. Komst hann upp t bát- Vigfús ólafsson frá Gislholti. inn, sá dagsbirtuna I hellismunn- anum og reri út. Og hversu hlálegt sem það kann að þykja virtust skipverjar, sem biðu I stafni, ekkert vera hissa, þótt þeir heimtu félaga sinn þarna bókstaflega úr helju. Þaö var ekki fyrr en seinna að þeir fóru að ihuga þau undur, sem gerðust við þessa furðulegu björgun. Var það ósýnileg hönd, sem stýrði bátnum nærri hring inni botn hellisins ? , en það eitt gat\orðið stýrimanninum til lifs, Gamlir sjómenn, haldnir hinni gömlu trú á dularöfl, segja að hinn látni sægarpur, afi stýri- mannsins, hafi þarna haldið um stjórnvöl. Hitt ver vlst, að þarna geröist það, sem ekki verður skýrt með þvl, sem kallað er hin kalda skyn- semi. Verðum við á þessari öld efnishyggjunnar að viðurkenna að þarna hafi gerst karftaverk? Eða var það aðeins furðuleg keðja tilviljana, sem bjarg llfi hans? -Vigfús Ólafsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.