Þjóðviljinn - 19.09.1979, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. september 1979 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 3
Engin brögð í tafli
ALÞJÓÐLEG
VÓRUSÝNING
INTERNATIONAL
™RD1979
GESTAHAFPDBÆTFI
Blaðinu er kunnugt um þrálát-
an orðróm og alvarlegar ásakanir
i garö stjórnenda Alþjóðlegu
vörusýningarinnar I Laugardal,
ásakanir um að ekki hafi verið
staöiö að útdrætti vinninga i gesta
happdrætti sýningarinnar með
þeim hætti, sem viðunandi má
telja.
Við spuröum framkvæmda-
stjóra Kaupstefnunnar hf.,
Bjarna Ólafsson, sem fýrir sýn-
ingunni stóð, hvort þeir hefðu sótt
um fógetaleyfi fyrir happdrætt-
inu. Hann kvaö nei við þvi, og
Heimdallur
mótmœlir
Skorar á stjórnvöld
Tékkóslóvakíu
að leysa pólitíska
fanga úr haldi
Fulltrúar Heimdallar, samtaka
ungra Sjálfstæöismanna i
Reykjavik, afhentu utanrikisráð-
herra Tékka, sem hér hefur verið
i opinberri heimsókn, mótmæla-
orðsendingu 1 gær.
1 orðsendingunni skorar stjórn
Heimdallar á forseta og stjórn-
völd i Tékkóslóvakiu að leysa úr
haldi alla þá er f fangelsum sitja
vegna skoðana sinna og veita
þeim fullt frelsi. Heimdallur
skorar einnig á yfirvöld Tékkó-
slóvakiu og koma I raun á fuliu
lýðræði og einstaklingsfrelsi i
landinu. „Þaöer sterkasta vopniö
sem þekkist til eflingar friöi 1
heiminum”, segir í orösending-
unni.
Þá segir ennf remur að árið 1968
þegar Rússar réðust inn i Tékkó-
slóvakiu hafi enn einu sinni komið
i ljós að frjáls hugsun og almenn
mannréttindi þrifist ekki I lönd-
um kommúnista. Fangelsanir og
réttarhöld yfir meðlimum mann-
réttindahreyfingarinnar VONS
sýni að enn lifi fasismi góðu lifi i
Kommúnistaflokki Tékkósló-
vakiu.
Vörusýn-
ingin velti
200 milj.
Samkvæmt upplýsingum fram-
kvæmdastjóra Kaupstefnunnar
hf., Bjarna ólafssonar, mun
heildarvelta sýningarinnar
Heimilið 79 hafa numið á að giska
200 miljónum króna.
Bjarni sagði að ekki væri búið
að gera upp alla reikninga og enn
væru margir óvissuþættir varð-
andi uppgjöriö. Heildar veltan
kæmi trúlega til með að veröa
einhversstaðar i bilinu 160-220
miljónir króna.
-úþ
F orseta-
hjónin
til Belgíu
Forseti Islands og kona hans
hafa þekkst boö konungshjóna
Belgfu um að koma í opsnbera
heimsókn til Belglu dagana 16. tii
sagði að það hefði ekki veriö gert
fyrir happdrætti fyrri sýninga.
Fulltrúi fógeta var þvi ekki við-
staddur útdrátt vinninga.
— Voru vinningar dregnir út úr
miöum, sem ekki voru afhentir
gestum þegar aðgöngumiðasölu
lauk? spurði blaöamaöur.
— Að sjálfsögðu ekki, svaraði
Bjarni.
— Voru miðar teknir úr miða-
bunka áður en miðasala hófst?
— Ekki svo ég viti.
— Fullyrteraðmiðar hafiverið
teknir úr miðasölu og að vinning-
ar hafi fallið á þá. Er þetta rétt?
— Ég veit ekki hvernig þaö
hefði getað gerst. Gestahapp-
drættið er hluti af þvi að fá fólk á
sýninguna. Þaö er okkar hagur að
sem flestir vinningar gangi út og
að við getum auglýst um vinn-
ingshafa sem glaða og heppna
sýningargesti.
— Hvað hafa margir vinnings-
hafar gefið sig fram?
— Sjö (af 17). Sex vinningshaf-
ar höfðu gefið sig fram áður en
blööinhættu aökomaút. Eftir það
gaf sig aöeins einn vinningshafi
fram, en hann hafði heyrt ávæn-
ing af þvi að hann kynni að vera
vinningshafi i gegn um útvarps-
auglýsingar og hringdi þvi til
okkar til þess að fá það staðfest.
— Hvaö hefur hátt hlutfall af
vinningum í gestahappdrætti
fyrri sýninga veriö sóttur?
-70-80%. En það hefur oft tekið
marga mánuði að fá inn alla vinn-
ingshafana, dæmi er um að tvö ár
hafa liöið frá þvi vinningur var
dreginn útog þar til hans var vitj-
að.
— Hvernig stendur á þessu lága
hlutfalli sóttra vinninga þegar
dregið er dagiega?
— Veitingamaður, sem séö hef-
ur um veitingasöluna i sýningar-
höllinni, segir okkur að á undan-
förnum sýningum hafi starfsfólk
veitingasölunnar fundið mikiö af
happdrættismiðum á borðum
veitingaskálans, og oft er miðun-
um kastaö og þeir týnast með ein-
um eða öðrum hætti. Því gripum
við til þess ráðs að hafa miöana
svo stóra sem þeir voru aö þessu
sinni aö fólk héldi frekar i þá en
ella.
viö útdrátt vinn-
inga gestahapp-
drættis Vörusýn-
ingarinnar, segja
aöstandendur
— Get ég fengið uppgefin nöfn
vinningshafa?
— Sjálfsagt: Þau eru Halla
Guðmundsdóttir, Efstasundi 67,
Sigrún Einarsdóttir, Mosfells-
sveit, Heimir Einarsson,
Háteigsv. 12 Rvik., Guðmundur
Birgisson, Hraunkambi 5,
Hafnarf., Lára Magnúsdóttir,
Skáltúni, Mosfellssveit, Gestrún
Gestsdóttir, Lyngbraut 21, Kópa-
vogi ý og Hlöðver Oddsson,
Laugateigi 42 Rvik. Sex þeir
fýrsttölduskiluöu sérfyrir blaöa-
stoppiö.
— Er happdrættismiðinn
reiknaður inn i verð aðgöngumið-
ans?
— Allur tilkostnaður, hverju
nafni sem nefnist, hvort sem það
er aðkeypt vinna, auglýsingar
eða aðdráttarkostnaður er að
sjálfsögðu metinn þegar ákvörð-
un er tekin um það hver aögangs-
eyrir á að vera.
— Neitar þú þvi Bjarni, að ein-
hver brögð hafi verið I tafli varð-
andi útdrátt vinninga I happ-
drættinu?
— Ég neita þvi alfariö og skil
ekki af hvers konar toga slikar
aödróttanir 1 okkar garö eru
sprottnar.
Blaðamaöur hafði samband við
dómsmálaráðuneytið, sem gefur
út leyfi til happdrættisreksturs.
Samkvæmt upplýsingum þaðan,
mun ekkiþurfa að fá leyfi ráðu-
neytisins til þess að reka þess
lags happadrætti sem rekiö var I
Höllinni á meöan á vörusýning-
unni stóð samkvæmt núgildandi
lögum, en samkvæmt lögum, sem
voru samþ. á alþingi en frestað að
láta taka gildi, mundi þurfa ráðu-
neytisleyfi til sliks happdrættis-
reksturs, og fógetafulltrúa við út-
drátt vinninga.
-úþ
Slysagildrur
á skólalóð
Á lóð nýjasta skóla borgar-
innar.Seljaskóla, úir og grúir
af slvsagildrum. Frágangi
lóðarinnar er ekki lokið, bygg-
ingu skóiahússins er ekki lok-
ið. Þetta eru að sjálfsögðu
ástæðurnar fyrir þvi að við
hvert fótmál nemendanna
biasa við hættur.
Þessa mynd tók ljósm.
Þjóðviljans —eik— við Selja-
skóla i gær; ungur námsmaður
að leik á skólalóöinni sinni.
Það hlýtur að vera krafa
borgarbúa, foreldra þeirra
barna, sem Seljaskóla
sækja.svo og krafa nemenda
skólans og kennara, aö verk-
taki sá, sem aö skólabygging-
unnistendur.girði þegar i stað
af allar þær slysagildrur sem
á skólalóöinni og I nágrenni
hennar er að finna áður en slys
hlýst af. -úþ
Tveir fasteignasalar kærdir
Tveir fasteignasalar hafa verið
kærðir til rannsoknarlögreglu
rikisins fyrir aðgreinanlega mis-
notkun stöðu sinnar. Erla Jóns-
dóttir, deildarstjóri hjá ranns-
'oknarlögreglunni, sagði að bæði
væru málin það skammt á veg
komin I rannsokn, að ekki væri
unnt að gefa nánar upplýsingar
um eöli þeirra.
Þó gaf Erla þær upplýsingar að
annað máliö væri kæra seljanda
Ibúöar á hendur fasteignasala
fyrir aö hafa selt Ibúö undir
kostnaöarveröi. Hitt máliö snýst
um vinnubrögð fasteignasala þar
sem hætt var viö fasteignakaup
og greitt haföi veriö inn á
ibúöaverö.
Sala á ibúöum undir markaös-
veröi hefur á umliönum árum
helst átt sér staö ef seljanda hefur
skort reiöufé af mikilli skynd-
ingu. -úþ
Herstöðvaandstæðingar um flotaheimsóknina;
Ögrun viö hvern sem ber
fridarhugsjónir í brjósti
Ætlaö aö skapa jákvœö viöhorf til
vigbúnaöar og stuöla
aö langvarandi setu hersins
Santök herstöðvaandstæöinga
sendu i gær frá sér mótmæli
gegn „heimsókn” Natóflotans,
en eins og fram kemur i frétt á
forsiöu reistu samtökin niðstöng
á hendur Nató i gærmorgun og
efna I dag til mótmælafundar
við Sundahöfn. Mótmæli her-
stöðvaandstæðinga eru svo-
hljóðandi:
Samtök herstöövaand-
stæðinga mótmæla harölega
komu átta herskipa úr fasta-
flota Nato til landsins. Þvl vil
fulltingis hefur niðstöng veriö
reist i Laugarnesi, mögnuö og
rúnum rist, þar sem þessum
manndrápsfleytum er óskað
ófamaðar i hvivetna, svo ög
þeim myrkraöflum sem að baki
standa, Nató og handbendum
þess hérlendis og erlendis.
1 þessari flotaheimsókn felst
svivirðil’eg tilraun til að skapa
jákvæö viðhorf meðal lands-
manna til vigbúnaðar og
hernaðarbrölts. Henni er það
ætlaö að stuöla aö langvarandi
setu ameriska hersins á
Miönesheiði og þátttöku Islands
i striðsbandaiaginu.
Það er ihugunarvert, aö eitt
þeirra herskipa sem sagt er, aö
opið veröi almenningi i Sunda-
höfti, freygátan Baccante, t«Mc
beinan þátt I yfirgangi breska
flotans i islenskri landhelgi.
Landsmenn hafa ekki gleymt
þessum ofbeldisaögeröum Nato
herskipa, sem stefndu lifi og
öryggi Islenskra sjómanna I
hættu. Skipum herflotans I
Reykjavlkurhöfnum er sist
fegurra hlutverk ætlað. Þessum
stórvirku drápstólum er beint
gegn öllum framfarasinnuöum
þjóðfélagsbreytingum sem
alþýðuhreyfingar á áhrifasvæöi
Nató kunna að hrinda af stað.
Þaö er fágæt ósvifni af hálfu
rlkisstjórnarinnar og utanrlkis-
ráöuneytisins aö taka þátt i
undirbúningi þessarar heim-
sóknar. Hún er argvitugasta
ögrun viö alla þá, sem staöiö
hafa gegn hersetu á Islandi.
Hún er ögrun við alla þá, sem
staðiöhafa gegn vopnaskaki og
vigaglaumi. Hún er ögrun viö
hvern þann mann, sem ber
friöarhugsjónir i brjósti.
Herstöövaandstæðingar
munu ekki láta þessum
ögrunum ósvarað. Þvl mun efnt
til útifundar þar sem herskipin
liggja við bryggju inn við
Sundahöfn klukkan 17.30 á mið-
vikudag. Nið herstöðvaand-
stæðinga, sem hvein I rám og
reiðum skipanna á leið til
Islands, og tafði þau stórum
mun þar hrina á flotanum svo i
minnum veröur haft allt til
ragnaraka.
Miðnefnd.
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
i
■
I
i
i
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I