Þjóðviljinn - 19.09.1979, Qupperneq 6
6 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 19. september 1979
Módel (íynrsæta)
óskast til starfa við Myndlista- og hand-
iðaskóla íslands.
Upplýsingar á skrifstofu skólans, simi
19821.
Sendill/Vélhjól
Óskum að ráða sendil á vélhjóli til starfa
allan daginn eða fyrir hádegi.
Upplýsingar hjá starfsmannastjóra.
— starfsmannahald.
$ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
Aðalbókari —
Reykjaiundi
Aðalbókari óskast til starfa, staðgóð þekk-
ing og reynsla i bókhaldi áskilin.
Nánari upplýsingar gefur skrifstofustjóri i
sima 66200.
Vinnuheimilið Reykjalundi
Verkfræðingur M.Sc
sem lauk námi i Englandi i ár með sér-
grein: Exploitation of Materials, oghefur
auk þess sveinspróf i vélvirkjun, óskar
eftir atvinnutilboði til lengri eða skemmri
tima.
Vinsamlega sendið uppl. til auglýsinga-
deildar Þjóðviljans merkt: „Vélaverk-
fræðingur”.
RAÐHERRANEFND NORÐURLANDA
Norræna menningarmálaskrifstofan i
Kaupmannahöfn
1 norrænu menningarmáiaskrifstofunni er laus til um-
sóknarstaöa deildarstjóra ideild þeirri er fjallarumsam-
starf á sviöi almennra menningarmála, svo og staöa full-
trúa.
Nánari upplýsingar um stööuna má fá I menntamálaráöu-
neytinu, sbr. og auglýsingu i Lögbirtingablaöi nr. 75/1979.
Umsóknarfrestur er til 1. október n.k. og ber aö senda um-
sóknir til Nordisk ministerrad, Sekretariatet for nordisk
kulturelt samarbejde, Snaregade 10, DK-1205 Köbenhavn
K- Menntamálaráðuneytið, 13. september
1979.
Felagsmalastofnun Reykjavikurborgar
1 ',A< VISTlN BAKNA' KORNHAGA 8 SlMl 27277
Staða forstöðumanns
við leikskólann Árborg er laus til uhisókn-
ar.
Fóstrumenntun áskilin. Laun samkvæmt
kjarasamningi borgarstarfsmanna.
Umsóknarfrestur er til 1. október.
Umsóknir sendist til skrifstofu Dagvistun-
ar, Fornhaga 8, en þar eru veittar nánari
upplýsingar.
Einn af sýnendum I Norræna húsinu, Valgeröur
Bergsdóttir, vinnur aö uppsetningu hinnar bráö-
skemmtilegu sýningar grafikiistamanna.
Sleikipinni úr tré ogplasti eftir Stefán Geir Karls-
son á góifi Kjarvalsstaöa. A veggjum hanga
merkingalitlar klippimyndir.
Húrra fyrir
konunum
Um þessar mundir
standa yfir tvær yfirlits-
sýningar myndlistar-
manna, önnur að Kjarvals-
stöðum, hin í Norræna hús-
inu. Og það er ekki nema
rétt mátulegt á allan þann
aragrúa menntaðra mynd-
listarmanna, sem þar
sýnir verk sin, að ófag-
lærður maðurinn gangi þar
um og skýri frá því sem
honum finnst að göngu lok-
inni. Sú umsögn verður þó
hvorki vísindaleg né fræði-
leg, og ekki þurfa lista-
mennirnir að óttast að
þessu verði fram haldið í
hvert sinn, sem þeir sýna
afrakstur vinnu sínnar.
Haustsýning FÍM er aö Kjar-
valsstööum. 1 heildina er sýningin
ófrjósemdarleg og leiöinleg. bó
eru þar undantekningar frá. Þar
er framlag kvenna. Þarna á Sig-
rún Guöjónsdóttir— Búna — sex
gullfallegar og skemmtilegar
myndir unnar i steinleir og Guöný
Magnúsdóttir fjórar myndir listi-
lega unnar i steinleir og postulin
og Matthea Jónsdóttir tvær oliu-
myndir, finlegar og hrífandi.
En þarna eru 44 sýnendur, og
margir nýir. Af verkum þeirra,
sem undirritaður minnist ekki aö
hafa séö myndir eftir áöur á
sýningum, bar af mynd númer 48,
,,45 ár sem skipasmiöur”, rauö-
bjarma oliumynd, eftir Guömund
Armann Sigurjónsson. Olfu-
myndir annarra nýliöa voru litt
eftirtektarveröar. Þaö voru
gömlu jaxlarnir Jóhannes Jó-
hannesson og Eiríkur Smith sem
hins vegar skiluöu sinu.
Af verkum annarra nýliöa þótti
mér ágæt pastelmynd
Gubmundar Björgvinssonar,
„Eldur I sinu”, svo og tvær
myndir Arnars Herbertssonar
unnar i tré.
Gylfi Gislason átti þarna
tveggja mynda samstæöu, túss-
myndir, smelina hugmynd.
Olfupastelmyndir eftir Hring Jó-
hannesson verö ég aö viöurkenna
aö hafa ekki fyrr séö og þótti mér
skemmtilegar, sérstaklega
myndin „Finnungur”. Þarna
voru tveir steindir gluggar eftir
Leif Breiöfjörö og ullarmyndir
eftir Leif og Sigriöi Jóhannesdótt-
ur. Þetta hvort tveggja staldraöi
ég viö.
Nokkrar skúlptúrmyndir voru á
strjálingi um sýningarsalinn.
Fáar eöa engar athygliveröar
nema „Stiklur” Guömundar
Eliassonar, unnin f járn, eir og
polyester.
Og er þá komiö aö þvf sem
verra var.
Klippimyndir viröast eiga vin-
sældum aö fagna meöal mynd-
listamanna; kanski f kjölfar
heimsóknar Errós fyrir rúmu ári.
En hjálpi mér Þór og Oöinn;
fjandi voru þær lélegar, merk-
ingarlitlar og ljótar. Þó var þar
undantekning: „Þversögn”
Sigurjóns Jóhannssonar I 9
myndum, býsna smelliö verk.
Ekki kann ég aö teikna mann,
fjandinn fjarri mér. En margir
læra þetta. Fáir geta þaö. Ein-
hvernveginn heföi ég 1 fáfræöi
minni haldiö aö sá sem ætlaöi aö
teikna nakinn mannslikama eöa
likamshluta þyrfti aö kunna
býsnin öll i likamsbyggingar-
fræöum, svo sem vöövafræöi (ef
til er) og beinafræöi. Þeir sem aö
Kjarvalsstööum eru aö sýsla viö
likamshlutamyndir eiga þessar
lexiur ólesnar. Þvi miöur.
Og sumt sýnir maöur ekki.
Þaö væri ótugtarlegt aö nefna
til alla þá, sem mér finnst aö
heföu átt aö geyma myndirnar
sinar heima þessa haustdaga. En
sumir þeirra hafa haröan skráp,
og þaö sem meira er: þeir eru
komnir á þann aldur i listsköpun
aö þeim væri aöeins greiöi geröur
meö þvi aö sagt yröi frá. Auk þess
sem þar eru og menn, sem læröir
listgagnrýnendur hafa hampaö i
áravis.
Þetta eru sum sé þeir tveir
Sveinn Björnsson, leynilögreglu-
maöur úr Hafnarfiröi, sem heföi
Leik-
manns
þankar um
tvær
listsýningar
átt aö leyna öllum þremur mynd-
unum sem hann þess i staö fór
meö á Kjarvalsstaöi, og hitt er
skólameistarasonurinn aö norö-
an, hann örlygur Sigurösson.
Hann heföi aö skaölausu mátt
halda annarri myndinni I felum.
Mannamyndin hans er skamm-
laus, enda fyrirsætan alklædd og
örlygur kemur þvi ekki upp um
þaö hvort hann kann eitthvaö i
llkamsfræöunum eöa ekki.
En sem sagt. Þaö sem mest
nýjabrumiö var aö, mestur fersk-
leikinn og mesta nautnin á aö
horfa og koma viö f þessari
sýningu var frá konunum komiö.
Húrra fyrir þeim!
I Norræna húsinu
17 grafiklistamenn sýna I
Norræna húsinu, og þótt nafn
sýningarinnar sé ekki hug-
kvæmnislegt —i Islensk grafik ’79
— þá er sýningin bráöskemmti-
leg: fullt af skemmtilegum hug-
myndum, prýöilega útfæröum.
Ég sé enga ástæöu til þess aö ti-
unda allt þaö ágæti, sem fyrir
augun bar I Norræna húsinu; þar
er hver hagleiksmaöurinn öörum
betri.
Og þó!
Hlutur kvennanna er aftur á-
berandi. Húrra fyrir þeim. Og af
minnisstæöustu myndum, tæpum
sólarhring eftir aö hafa litiö þær
allar 112 talsins, eru myndir Lisu
K. Guöjónsdóttur. Sérstaklega
tvær: „Vér byggjum borgir” og
„Burt, burt”. Tröllsterkar sam-
timalýsingar unnar á svo finlegan
og nostursamlegan hátt orka ó-
trúlega sterkt og kannski fyrst og
fremst sannfærandi.
En engar upptalningar. Þessi
sýning er afspyrnu góö.
Sýningarskrár fylgdu á báöum
stööum. Kjarvalsstaöaskráin er
alsver sýningarskrá kostuö meö
auglýsingum frá tveimur versl-
unarfyrirtækjum. I Norræna hús-
inu er sýningarskráin vegleg og
eiguleg bók, snyrtilega og fag-
niannlega unnin. Kannski segir
þetta tvennt allt um muninn á
þessum tveimur sýningum.
Aö lokum: Sýningu grafiker-
anna á aö setja upp vitt og breitt
um Noröurlönd. Þaö er góö uppá-
finning. Fyrir útflutning á þessari
graffklist þarf enginn Islendingur
aö skammast sfn.
Til hamingju, grafikerar!
-úþ
P.S.
1 anddyri kjallarans aö
Norræna húsinu eru vel fram
settar upplýsingar um grafik og
graffska vinnu. Fyrir þess lags
upplýsingar þökkum vér fáfróöir.
—Sami.