Þjóðviljinn - 19.09.1979, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 19. september 1979
Umsjón: Magnús H. Gislason
Frá Saudfjár-
sjúkdómanefnd
Sauöfjárveikivarnir hafa sent
öllum sýslumönnum á landinu
bréf þar sem þvi er beint til
þeirra aö þeir hlutist til um aö
hreppstjörum og sveitarstjórnum
berist eftirfarandi tilkynning frð
Sauöfjárveikivörnum;
1. Sauöfjárflutningar yfir
varnarlinur eru stranglega bann-
aöir án leyfis. Einnig slátur-
flutningar af sýktum svæöum yfir
á ósýkt svæöi.
2. öllu óskilafé, sem fyrir kem-
ur i réttum og annarsstaöar og
ómerkingar, sem ekki finnast
eigendur aö, skal slátra en ekki
selja til llfs.
3. Skylt er hreppstjórum, fjall —
kóngum, réttarstjórum hvar sem
er á landinu, aö hlutast til um taf-
arlausa einangrun og lógun
kinda, sem fariö hafa yfir
varnarllnur (llnubrjótar). Sama
gildir um grunsamlegar og veik-
ar kindur. Viö smölun heima-
landa hvilir þessi skylda á bænd-
um almennt. Skylter, vegna bóta,
aö senda haus og önnur liffæra-
sýni til rannsókna aö Keldum, i
samráöi viö dýralækni. Gera
þarf grein fyrir marki og
auökennumm kinda og þvi, hvar
þær komu fyrir.
4. öllum kindum komnum 1
sláturrétt ber aö slátra; enga kind
má taka þaöan til lffs.
5. Sérstaka aögát þarf aö hafa
viö sundurdrátt eftir markaskrá
vegna mikils fjölda sammerkinga
og námerkinga milli aöliggjandi
varnarsvæöa.
6. Hafa skal tiltæka aöstööu til
einangrunar linubrjóta, veikra
kinda og grunsamlegra viö allar
réttir, og ganga rikt eftir þvi aö
flutningstæki séu þrifin og sótt-
hreinsuö reglulega I samráöi viö
dýralækni.
7. Leyfi þarf til allra heyflutn-
ingayfirvarnarlinur. Sama gildir
um flutning á túnþökum.
—mhg
ÆSKAN
Septemberblaö Æskunnar
hefur borist okkur. Af efni þess
má nefna:
Robert Fulton. „Neyttu meöan
á nefinu stendur,” ævintýri.
Svefnpurkubær, saga. Konungur
skógarins, ævintýri. Þeir áttu ó-
trúlega öröugt uppdráttar. Sálar-
glugginn, leikþáttur eftir Sigurö
H. Þorsteinsson, skólastjóra.
Dýrin okkar. Landamærin,
teiknimyndasaga eftir Y. Kirs-
hon. Klun-ni haföur aö fifli, eftir
Walt Disney. Kveöjur til Æskunn-
ar 80 ára. Hugleiðing um áfengis-
mál, eftir Eövarö Ingólfsson.
Heitasta ósk mín. Börnin skrifa á
barnaári. Þakklæti rauöskinnans,
saga eftir Axel Bræmer. Hérinn
Skvinti og Litli-lækur, ævintýri
Fjölskylduboö Æskunnar og
Flugleiöa. Afmælissýning bllsins.
Þekkiröu landiö? Afmælisbörn
Æskunnar. Gamlar myndir.
Hundur bjargaöi lifi hennar, sönn
frásögn. Heimsins mesti spila-
safnari. Hvaö viltu veröa? Hvers-
vegna verður maöur sjóveikur?
Feröist um landiö. Hversvegna
hlæjum viö og grátum? Hvaö eru
freknur og móöurmerki? Dásam-
legir byggingakubbar, saga.
Flugdrekakeppni. Knattspyrnu-
félagiö Vlkingur. Sagan af Stúf
litla, eftir Jónas Jóhannsson.
Hvar lifa dýrin? Ævintýri Hans
og Grétu. Ævintýri Gosa. Teikni-
þrautir, skritlur, felumyndir,
myndagáta, krossgáta o.m.fl.
Ritstjóri Æskunnar er Grimur
Engilberts.
Þðtt komnar séu göngur er ennþá mikiö úti af heyjum.
Veruleg bútjárfækkun
norðan-og austanlands
Eftirfarandi fréttir um hey-
skaparhorfur i þeim héruöum,
þar sem tlöarfar hefur veriö
hvaö haröleiknast, fengum viö
hjá Upplýsingaþjónustu land-
búnaöarins:
Strandasýsla
Heyfengur mun vera um 25-
30% minni en undanfarin ár.
Mikill munur er miili jaröa. Inn
til dala er heyfengur mun minni
en á sjávarjörðunum. Þar hefur
veriö þó nokkurt kal I túnum og
spretta lélegri þótt tún væru ó-
kalin.
A s.l. ári hirtu bændur i
Strandasýslu um 74% af heyjum
I vothey, en i ár mun þaö vera
rúmlega 80% af heyfengnum,
sem settur hefur verið i vothey.
At mati Brynjólfs Sæmunds-
sonar, héraösráöunautar
Strandamanna, hefur þessi
mikla votheysverkun bjargað
bændum i Strandasýslu frá al-
gjöru hallæri I ár. Þvlnær
ógjörningur hefur veriö aö þurri
a hey eftir aö sláttur hófst fyrir
alvöru I sýslunni. Nokkrir
bændur eiga enn hey úti og er
þaö marghrakiö og lélegt fóöur.
Dilkar veröa meö lélegasta móti
I haust. Þó er munur mjög
mikill á vænleika þeirra, en ó-
vanalega mikiö er um mjög litla
dilka.
Austur-Húnavatnssýsla
Aætlaö hefur veriö aö hey-
skapur i sýslunni sé um 20-25%
minni en undanfarin ár. Viöa
eru hey úti enn og nokkrir bænd-
ur hafa ekki lokið slætti. Minnst
hefur sprottiö á Skaga og I Ból-
staöarhliöarhreppi hefur
spretta einnig veriö mjög léleg.
Grænfóöur hefur sprottið
þokkaiega þar sem fyrst var
sáö. Úthagi er meö afbrigöumlé
legur og sáralitil beit er á tún-
um. Jón Sigurðsson héraös-
ráöunautur sagöi aö slátraö
hefði veriö dilkum úr beitartil-
raunum, en I fyrra fór fram
slátrun á dilkum úr sömu til-
raun á svipuöum tima. Nú heföi
meöalvigtin veriö 1 1/2 kg minni
en þá. Þaö benti til þess aö
meöalvigtin I héraöinu gæti ver-
iö á bilinu 10-12% minni en 1
fyrra.
Stjórn Búnaðarsambands A-
Húnvetninga hefur samþykkt aö
beita sér fyrir heykaupum inn I
héraöið.
Astandiö I vestursýslunni
mun vera aöeins betra en i
austursýslunni.
Skagafjöröur
Egill Bjarnason, ráöunautur,
sagöi aö sumariö heföi gleymt
aö koma viö hjá þeim I Skaga-
firöi aö þessu sinni. Þrátt fyrir
Heyfengur víða
lítill og lélegur
og dilkar rýrir
þaö væri heyfengur sæmilegur i
miðhéraðinu en afleitur til dala
og úti i Fljótum og Fellshreppi.
Margir bændur i Skagafirði eiga
enn mikiö af heyjum úti. Eru
þau mikið hrakin og veröa
aldrei gott fóöur, þótt einhvern-
tima rofi til.
Grænfóður hefur sprottiö
mjög illa I sumar og á þaö er litiö
treystandi, engin eöa litil beit á
túnum og úthagi hefur ekki i
mannaminnum veriö svo snögg-
ur og i sumar. Gera má ráö
fyrir aö meöalvigt dilka veröi
um 2-3 kg lægri en I fyrra.
Bændur gera sér ekki vonir um
aö geta keypt hey og þvl er
fyrirsjánleg veruleg fækkun á
bústofni Skagfiröinga I haust.
Eyjafjörður
Ævar Hjartarson ráöunautur
Eyfiröinga taldi aö ekki væri
um neyöarástand aö ræöa i sýsl-
unni. Þónokkurt kal var I túnum
i Svarfaöardal og Ólafsfirði, en
annarsstaöar i sýslunni bar litið
á kali.
Aö mati Ævars hafa bændur
nú náö inn um 70-80% af meöal-
heyfeng. Talsvert af heyjum er
úti enn og óvist hvenær tekst aö
koma þeim I hlööu. Bændur meö
mikla votheysverkun og góöa
súgþurrkun hafa flestir náö
sæmilegum heyfeng. Nokkuö af
heyi hefur þegar veriö selt út úr
héraöinu, en nú slðustu daga
hafa bændur veriö aö tryggja
sér hey þar sem þaö er falt.
Grænfóöur hefur sprottið
sáralitiö og léleg beit veröur á
túnum i haust. Dilkar eru meö
rýrasta móti og ekki er reiknaö
meö aö kartöfluuppskera veröi
meiri en aö nægi fyrir útsæöi
næsta vor.
S-Þingeyjarsýsla
Verst mun ástandiö vera hjá
bændum I Bárðardal, Tjörnesi
og Kaldakinn, aö sögn Teits
Björnssonar, bónda á Brún i
Reykjadal. Þar spratt seint og
illa og sláttur hófst seinna I
þessum sveitum en annars-
staöar I sýslunni.
Þaö hefur ekki veriö almenni-
legur þurrkur slöan um 20.
ágúst. Margir bændur eiga þvl
töluvert slegið, sem ekki hefur
tekist aö hiröa enn. Þaö snjóar
nærri á hverri nótti i Reykjadal
um þessar mundir. Gera má ráö
fyrir aö heyskapur veröi um
20% minni yfir sýsluna alla en
undanfarin ár.
Grænfóöur hefur sprottiö
sáralitiö I sumar og veröur þvi
litiö handa kúnum nú I haust.
Litil beit er á túnum en úthagi er
sæmilegur.
Teitur vigtaöi hluta af lömb-
um sfnum 13. sept. Voru þau til
jafnaöar 20% léttari en á sama
tima I fyrra en þaö gerir um 3 kg
af kjöti, sem hver dilkur leggur
sig minna. Þessi lægri meðaí-
vigt gerir um eina milj. kr.
minni tekjur hjá bónda, sem
leggur inn 20 dilka I haust, miö-
að viö meöalvigt dilka I fyrra.
Gera má ráö fyrir nokkurri
fækkun bústofns I S-Þingeyjar-
sýslu.
N-Þingeyjarsýsla
Hvergi er ástandið eins alvar-
iegt og hjá bændum I N-Þing-
eyjarsýslu. Þar hefur ekki náöst
inn meira en 40% af þvi grasi,
sem sprottiö hefur á túnum I
sýslunni I sumar, auk þess sem
spretta var mjög löleg.
Verst er ástandiö á Langanesi
og i Þistilfiröi en skást I Keldu-
hverfi. Aö sögn Grlms B. Jóns-
sonar, héraösráðunautar, hafa
aöeins komiö fjórir samfelldir
þurrkdagar eftir aö sláttur hófst
I héraöinu, annars hefur veriö
stanslaus ótiö. Flest allir
bændur hafa slegiö tún sin en
bíöa meö heyiö flatt og treysta á
aö upp stytti. Hey hefur veriö
keypt inn I sýsluna úr Horna-
firöi, en ekki er gert ráð fyrir
miklum heykaupum, svo fyrir-
sjáanleg er töluverö fækkun á
bústofni. Dilkar eru mjög slakir
nú, enda var mikill krankleiki i
lömbum i vor. Úthagi er sæmi-
lega sprottinn.
Austurland
A Austurlandi er ástandiö
verst I Bakkafiröi, Borgarfiröi
og á úthéraöi. I þessum sveit-
um liggur mikiö af heyjum úti
og hrekst. Sprettan I sumar
viröist vera einna minnst i
Borgarfiröi. Uppi á Héraöi og
suöur á fjöröum var sprettan
sæmileg og þar gat sláttur haf-
ist fyrr en annarsstaðar á
Austurlandi.
Ekki var teljandi kal I túnum
á Austurlandi. Um slöustu
mánaöamót áætlaöi Jón Atli
Gunnlaugsson, héraösráöu-
nautur, aö bændur heföu hirt um
2/3 af meöal heyfeng siöustu
ára. Sáralitiö hefur bæst I hlöö-
ur frá þeim tima sökum stöö-
ugra óþurrka.
Alitiö er aö fallþungi dilka
veröi mun minni en I fyrra. Sér-
staklega er þaö áberandi nú
hvaö dilkar eru misjafnir.
— mhg
—mhg