Þjóðviljinn - 28.09.1979, Qupperneq 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. september 1979
Jón Friöberg Hjartarson skölameistari viö húsnæöi Fjölbrautaskólans á Sauöárkröki.
Siðastliðinn laugardag
var Fjölbrautaskólinn á
Sauðárkróki settur i
fyrsta sinn að viðstöddu
fjölmenni. Meðal gesta
voru ólafur Jóhannes-
son forsætisráðherra og
Ra gnar Arnalds
mennt am ál a ráðher ra
sem flutti ávarp við
steninguna. Áttatiu og
sjö nemendur eru skráð-
ir i skólann i vetur, en
við hann starfa 12 kenn-
arar, þar af fimm i fullu
starfi, og sjö stunda-
kennarar.
Þjóöviljinn átti stutt samtal viö
Jón Hjartarson skólameistara og
greindi hann frá skólahaldinu i
vetur.
— „1 skólanum veröur í vetur
kennt á fjórum sviöum, tækni-
sviöi, bóknámssviöi, viöskipta-
sviöi og heilbrigöissviöi. Skólan-
um er fyrst og fremst ætlaö aö
starfa á tæknisviöinu og vera
jafnframt verknámsskóli. Viö
skólann er níi hafin bygging verk-
námshúss og þegar þaö veröur
tekiö i notkun mun iönnámiö aö
verutegu leyti losna úr viöjum
svokallaös meistarakerfis. Ann-
ars er stefnt aö þvi aö skólinn
veröi alhliöa menntastofnun meö
fjögurra ára námi til stúdents-
prófs.”
Vegleg heimavist
— Hvernig skiptast nemendur á
brautir og sviö á fyrsta vetrin-
um?
— Fimmtiu og þrlr nemendur
sadija um tæknisviöiö þar af 33
fyrir áramót og 18 sem hefja nám
i byrjun næsta árs. A iönbraut
húsasmiöa eru tólf, 13 á iönbraut
málmnema, 4 á iönbraut raf-
iönaöar og 4 í almennt iönnám, og
eftir áramót hefja sex nám á iön-
braut bifvéla- og vélvirkja, 5 á
iönbraut rafiönaöar og 11 á iön-
braut húsasmiöa. A bóknáms-
sviöi veröa 8 nemendur, 10 á
fyrsta áfanga viöskiptasviös og 10
stefna á almennt verslunarpróf,
og 9 nemendur taka bóklegt nám
sjúkraliöa.
— En hve margir nemendur
koma I skólann annarsstaöar aö
en frá Sauöarkróki og hvernig er
aö þeim búiö?
— Hér er veglegt heimavistar-
hús og eru 20 nemendur skráöir i
heimavist i vetur en nokkrir
leigja herbergi úti bæ. Heima-
vistarhúsiö er noíaö sem sumar-
hótel og rúmar miklu fleiri
nemendur auk þess sem þaö gæti
annaö um 500 nemendum i mötu-
neyti. Meö tiltölulega iitlum
breytingum mætti gera heima-
vistina enn stærri þannig aö viö
þurfum ekki aö kvarta yfir pláss-
leysi á næstunni.”
Vel mennt kennaralið
— Hvernig hefur tekist meö
kennaraliö?
— „Ég tel aö I þeim málum
horfi mjög byrlega i upphafi
skólastarfsins. Okkurhefur tekist
aö fá hingaö mjög vel menntaö
kennaraliö og er skólinn betur
settur en margir aörir hvaö þaö
snertir. Fastakennarar skólans
eru Baldur Hafstaö, sem einnig
aöstoöar skólameistara og fer
meö námsráögjöf, Bragi Þór
Haraldsson, Eiöur Benediktsson,
Júllana Þorsteinsson og Valgeir
Kárason. Stundakennarar eru
Anna Kristi'n Gunnarsdóttir, Elsa
Jónsdóttir, Bjarki Elmar
Tryggvason, Dóra Þorsteins-
dóttir, Oddur Eiriksson og Þor-
björn Arnason.”
— Þiö eruö enn I sambýli viö
efstu bekki grunnskólans,er ekki
svo?
— ,,Jtí, sjöundi, áttundi og
niundi bekkur grunnskóla eru I
sama húsnæöi, en stjórnunarlega
eru skólarnir aöskildir og aöeins
um samnýtingu á húsnæöi og aö
nokkru leyti á kennslukröftum aö
ræöa. Ekki er afráöiö enn hvernig
þessum málum veröur háttaö I
framtiöinni.”
Samræmt kerfi
— Er ekki námskerfiö sem þiö
takiö upp á Noröurlandi svipaö
þvi sem veriö er aö koma á víöa
annarsstaöar?
— „Þetta er sama námskerfi og
tekiö hefur veriö upp á Suöurnesj-
um, Akranesi og i Flensborg. Þaö
hefur einnig veriö fariöeftir þvi á
Austfjöröum, Vestmannaeyjum
og á Selfossi. Skólastjórar á
Siglufiröi, Sauöárkróki, Blöndu-
ósi og á Reykjum komu saman
ognáöu fullu samkomulagi um aö
samræma skólahaldiöi kjördæm-
inu. Þannig er nám á hverjum
staöaöfullu metiö milli skólanna
ognemendur geta skiptum skóla
fyrirhafnarlaust.Hiö samræmda
framhaldsskólakerfi hefur þegar
náö nokkurri útbreiöslu og I sum-
ar var 40 manna kennaraliö af
Noröurlandi i starfi viö aö sam-
ræma námsskrá fyrir Noröurland
allt. 1 rauninni hef ég þá bjarg-
föstu trú aö samræma beri náms-
skrá og skólaskipan um land allt
m.a. meö tilliti til námsgagna og
kennslubókaútgáfu. Til þess þarf
aö koma frumkvæöi frá mennta-
málaráöuneytinu.
Meöal þess sem vinnst meö
þessu fyrirkomulagi er aö
nemendur losna viö átthagafjötra
sem á þá eru lagöir meö
einangruöum skólum. I sam-
ræmdu framhaldsskólakerfi geta
þeir framvisaö menntun sinni
hvertsem er, um leiö og i flestum
tilfellum er gert ráö fyrir aö
nemendur geti dvaliö lengur i
sinu heimahéraöi ef þeir svo
kjósa meö þvi aö taka þar byrj-
unaráfanga fjölbrautanáms.
Þaö er mjög miöur ef slik sam-
ræming strandar á sérvisku eöa
misskilningi m.a. á hugmyndum
um sjálfstæöi skólanna. Aö minu
mati er sjálfstæöi skóla betur
tryggt i samræmdu framhalds-
skólakerfi þvi annars er hætt viö
aö skólahaldiö glati grundvelli
sinum.”
— Eru einhverjar aörar fyrir-
ætlanir á prjónunum hjá Fjöl-
brautaskólanum í byrjun starfs?
— „Ég hef mikla tiltrú á þvi aö
okkur takist þetta skólahald vel.
Þaö byggi ég m.a. á þvi aö
kennarakostur er góöur, þannig
við ættum aö geta veitt breiða
þjónustu og tengt skólastarfiö viö
atvinnulifiö I héraöinu. Auk þess
er ætlun okkar aö hafa náms-
flokka fyrir almenning hér i vetur
og gerakönnun á þvihve margir I
kjördæminuhefðuáhuga á námi i
öldungadeild ef leyfi fengist fyrir
slikri kennslu hér. Þá byggi ég
bjartsýni mina einnig á þvi aö þaö
er mikill þróttur i bæjarstjórninni
hér á Sauöárkróki og þar,sem og
meðal bæjarbúa og annarsstaöar
á Noröurlandi vestra,er mikill
áhugi fyrir skólahaldinu og fólk
viröist vera tilbúið til þess aö
leggja sitt af mörkum til þess aö
Fjölbrautaskólinn veröi rekinn
meö reisn.” -ekl
Ragnar Arnalds menntamálaráðherra um hina nýju skólaskipan á Norðurlandi vestra:
Stórt skref í
skólamálunum
„Ég er mjög ánægöur meö
þann áfanga sem nú hefur náöst i
skólahaldi á Noröurlandi vestra
og fagna þvi hve vel hefur tekist
til, sagöi Ragnar Arnalds
menntamálaráöherra i samtali
viö blaöiö i tilefni setningar Fjöl-
brautaskólans á Sauöárkróki.
„Noröurland vestra haföi dregist
aftur úr öörum landshlutum hvaö
framhaldsmenntun snertir og
margir óttuöust aö rigur milli
byggöarlaga kæmi I veg fyrir
nauösynlegt samstarf um skóla-
hald, þvi auövitaö vilja allir hafa
sllka skóla sem næst sinu
byggðarlagi. En nú er sam-
ræmdur framhaldsskóli á
Noröurlandi vestra kominn á rek-
spöl og þaö er stórt skref i
áttina.”
— Hver var aödragandinn aö
stofnun Fjölbrautaskólans á
Sauöárkróki?
— „1 haust sem leiö skipaöi
menntamálaráöuneytiö nefnd til
þess aö fjalla um skólaskipan
framþpldsskóla á Noröurlandi
vestra og voru i henni skólamenn
frá Siglufiröi, úr Skagafiröi og
Austur- og Vestur-Húnavatns-
sýslu. Nefndin lauk störfum sl.
vetur og náöi fullu samkomulagi
um skólaskipan á svæöinu. Þar
var gert ráö fyrir aö skólastaö-
irnir yröu fjórir, á Siglufiröi,
Blönduósi og Reykjaskóla yröi
eins til tveggja ára nám á fram-
haldsskólastigi, en þungamiöja
skólastarfsins yröi I fjölbrauta-
skóla á Sauðárkróki. I framhaldi
af þessu nefndaráliti var staöa
skólameistara við Fjölbrauta-
skólann auglýst og skipaöur I þaö
starf ungur maöur, Jón Hjartar-
son, sem veriö haföi aöstoöar-
skólameistari á Akranesi.
Þarna er stefnt aö fjögurra ára
fjölþættum framhaldsskóla meö
fjölbrautasniöi á bóknáms- og
verknámssviði sem fái nemendur
af Noröurlandi vestra. Þá hefur
tekist ágæt samvinna milli skól-
anna á Noröurlandi vestra og
eystra en I eystra kjördæminu á
Noröurlandi á hliðstæö þróun sér
staö og áfangakerfi veröur
væntanlega tekiö upp á Akureyri
annaö haust. Þá er unniö aö þvi
aö samræma námsskrá fyrir allt
Noröurland til aö auövelda sam-
starf milli skólanna.”
— Nú hefur þetta veriö þitt
baráttumál lengi og þú hefur
meöal annars flutt frumvarp um
fjölbrautaskóla á Noröurlandi
vestra á mörgum þingum. Er sú
skipan sem nú er aö komast á I
samræmi viö þlnar hugmyndir?
— ,,Já, þaö er I öllum atriöum
veriö aö koma á svipuöu skóla-
kerfi á Noröurlandi vestra og sú
tillaga geröi ráö fyrir. I þeirri til-
lögu var einmitt stefnt aö fram-
haldsskóla meö fjölbrautasniöi og
gert ráö fyrir aö skólastarfiö færi
fram á þessum fjórum stöðum. ”
—ekh
Ragnar Arnalds: Skólamálin á Noröurlandi vestra höföu dregist
afturúr en nú hefur veriö stigiö stórt skerf framáviö.