Þjóðviljinn - 16.10.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.10.1979, Blaðsíða 3
ÞrUkJudagur 16. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 r I ! Tómas Arnason [ fyrrum fjár- | . málaráöherra: L..þá ætlaði égað segja Tómas Arnason fyrrum I | fjármálaráðherra hefur sent * , frá sér bréf þar sem hann j reynir að afsaka þær geröir | sinar, aö svipta iönaöinn i • landinu u.þ.b. 2 miljöröum I kr. meö þvi aö gera upptækt i | rikissjóð aö mestu jöfnunar- , • gjald og aölögunargjald sem • Isett voru á til eflingar iönaöi I i landinu, eins og skýrt var | frá i fjölmiölum I siöustu , • viku. IBréfiö er heldur aumt yfir- I klór og afsakanir, en varö- | andi aðlögunargjaldiö, sem . ■ gert var upptækt I rikissjóð, i Isegir Tómas: „Þar sem tillögur um | ákveönar iönþróunaraögerö- , 1 ir lágu ekki fyrir viö gerö I Ifjárlagafrumvarpsins fyrir- I hugaöi ég aö taka fram 1 | fjárlagaræöu, aö þaö væri al- • * gjörlega opiö mál af minni I Ihálfu að ráðstafa gjaldinu I þegar á næsta ári. Enginn | ágreiningur er um aö gjaldiö • I* gangi til iönþróunar. Til þess I aö svo geti oröiö er nægilegt I svigrúm til I fjárlagafrum- | varpi aö auka lántökur á • j næsta ári til þess aö greiöa I I gjaldiö. Ég heföi veriö til- I I búinn til þess”.... Dálítiðundarleg aöferö aö • I' gera gjaldiö fyrst upptækt i I rikissjóö en segjast svo ætla I aö leggja til f fjárlagaræöu I t aö taka lán til þess aö greiöa ■ • þaö. -S.dór I Barist viö eldinn aö Laugavegi 163 sl. laugardagskvöld. (Ljósm. -eik-) Tvenni t’órst í eldsvoða aö Laugavegi 163 sl. laugardagskvöld Tvennt lét lifið sl. laugardags- kvöld, er eldur kom upp i rishæö hússins Laugavegur 163 i Reykjavik og reyksprenging varö I ibúöinni. Þau hétu Halldóra Bára Halldórsdóttir 41 árs gömui ekkja úr Garðinum, sem lætur eftir sig 5 börn, og Erlendur Guömundsson, 52ja ára gamall, ókvæntur og barnlaus. Þau voru gestkomandi i húsinu, en hús- ráöandi var ekki heima. Þaö var um kl. 19.00 á laugar- dagskvöld aö lögregluþjónn sá glugga springa f húsinu og mikinn reyk gjósa út. Hann kallaöi á slökkvilið og aöra hjálp, sem barst mjög fljótt en eldur var þá oröinn allmikill I eldhúsi I risinu og haföi einnig náö til herbergis þar innaf. Þar fannst fólkiö látiö. Taliö er liklegt aö kviknaö hafi I útfrá eldavél enda var eldurinn mestur i eldhúsinu. Einnig er taliö aö eldurinn hafi verið búinn aö krauma lengi þegar hans varö vart. Allmiklar skemmdir uröu á húsinu af eldi reyk og vatni. Slökkvistarf tók stuttan tima. —S.dór Mál og menning: Lýst efiir gömtum myndum Mál og menning lýsir eftir ljósmyndum úr Blesugróf, Selási og jafnvei úr Smálöndum, húsamyndum og hlbýla, frá árunum 1947 — 1955. Myndir þessar hyggst Mál og menning nota vegna útgáfu 3ja bindis æviminninga Tryggva Emilssonar. Þeir sem eiga myndir af þessum slóöum frá fyrrgreindum tima eru vinsamlega beönir aö hafa samband viö skrifstofu Máls og menningar, Laugavegi 18. Prójkjör hjá Sjálfstœðisflokknum um aðra helgi Nýjar reglur til höfuðs Albert Prófkjör Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik veröur um aöra helgi og rennur framboðsfrestur út á fimmtudag kl. 17,20 flokksbundna meömælendur þarf viö hvert framboö og getur enginn fiokks- maöur staöiö aö fleiri en tveimur tillögum. Nokkur átök urðu um prófkjör- iö á fundi fulltrúaráös Sjálf- stæöisfélaganna s.l. sunnudag en þar var þaö samþykkt meö yfir- gnæfandi meirihluta. Hópur fundarmanna setti sig upp á móti prófkjöri, og voru þar fremstir i flokki menn sem stutthafa Albert Guömundsson dyggilega til þessa. Albert sjálfur mun hlynnt- ur prófkjöri, þó ljóst sé aö hann mun tapa fyrsta sætinu i hendur Geirs, enda miöa hinar nýju regl- ur um prófkjöriö einmitt aö þvi. I siöasta prófkjöri i Reykjavik hreppti sá fyrsta sætiö sem flest atkvæöi fékk, næsti annaö sætiö o.s.frv. Albert hlaut flest atkvæöi sem kunnugt er, en nú hefur regl- unum veriö breytt á þann veg aö þaö mun ekki duga honum. Nú veröur mönnum gert aö númera frambjóöendur I þeirri röö frá 1-8 Framhald á bls. 13 IHótel Royal Marina, hótelið sem farþegar f Þjóöviljaferöinni koma til meö aö gista á. Þetta er gamalt hótel og virðulegt og er viöur- Z ; gerningur allur góöur þar. (Ljósm. -úþ) ■ I ■ I i ■ I i ■ Skyndiferð Þjóðviljans til írlands Góður aðbúnaður Farþegar i Skyndiferö Þjóöviljans til triands 25. þessa mánaöar munu dvelja á ágætu hóteli i úthverfi Dyfiinnar, Dun Laoghaire. Skammt frá hótelinu, minútu- gang eöa svo, er strætisvagna- stöö i miöju verslunarhverfi, og þangaö ganga strætisvagnar niöur i miöbæinn á 5-10 minútna fresti. Til leiöbeiningar fyrir farþega skal frá þvi skýrt aö vagnar þessir eru númer 7, 7a, 8 Þaö eru lika krár i Belfast ekki siöur en f lýöveldinu. Noröur til Bel- fast fara þeir Þjóöviljafarþegar sem þaö vilja föstudaginn 26. okt. (Ljósm. -úþ) og viðurgerningur og 8a, en allir þessir vagnar nema staöar i miöborginni og eru svo sem 20 minútur á leiðinni þangaö frá Dun Laogh- aire (framb. don lúri). Þá er hægt aö taka vagn númer 48, en hann er nokkuö lengur á leiöinni niöur i bæ, en hann ekur nokkuö aöra leiö en hinir vagnarnir, sem áöur voru taldinog tilvaliöaö fara svo sem einu sinni meö honum i bæinn. Ef rétt er munað kostar svo sem 35 pens i strætó niöur I bæ. J Forseta- hjónin til Belgíu í dag Forseti tslands, Kristján Eld- járn og Halldóra Ingólfsdóttir forsetafrúj fara I dag i opinbera heimsókn til Belgiu, sem stendur til 18. október. Dagskrá heimsóknarinnar veröur i stórum dráttum sem hér greinir, samkvæmt frétt Forseta- skrifstofunnar: Komiö veröur til Zaventem- flugvallar kl. 11:15 eftir staðar- tima, þar sem Baudouin Belgiu- konungur og Fabiola drottning taka á móti forsetahjónunum. Veröur siöan ekiö til konungs- hallarinnar i Bruxelles, þar sem forsetahjónin munu búa meöan á hinni opinberu heimsókn stendur. Aö loknum hádegisveröi I Laekenhöli veröur móttaka I ráö- húsi Bruxellesborgar. Siöan veröur myndlistasýning skoöuö og um kvöldið halda konungs- hjónin veislu til heiöurs forseta Islands og konu hans. 17. október verður farið til borgarinnar Tournai, eöa á flæmsku Doornik, i söurhluta landsins. Um kvöldið sitja for- setahjónin veislu rikisstjórnar Belgiu. Ardegis á fimmtudag heim- sækir forseti Joseph Luns aöal- ritara NATÖ á skrifstofu hans. Siöan veröur haldiö til borg- arinnar Tongres, eöa Tongern á flæmsku, kirkjan þar skoöuö og minjar frá dögum Rómverja. Um kvöldiö halda forsetahjónin konungshjónunum veislu i St. Anne höll i útjaöri Bruxelles aö undangengnum tónleikum strengjakvartetts undir stjórn Rutar Ingólfsdóttur og er þar meö lokiö hinni opinberu heimsókn. ^rettán krossadir Forseti Islands hefur sæmt eftirtalda 13 rikisborgara ridd- arakrossi hinnar Islensku fálka- oröu: Bergsvein ölafsson augnlækni fyrir læknisstörf, Guörúnu Eiriksdóttur Kaupmannahöfn fyrir félagsmálastörf, Ingimar Jóhannesson fv. skólastjóra fyrir kennslu og félagsmálastörf, Jóhannes Daviösson bónda Neöri Hjaröardal Dýrafiröi fyrir félagsmálastörf.Kristin Guöjóns- son forstjóra fyrir atvinnu- og fé- lagsmálastörf, Lárus Ottesen frkvstj. fyrir feröamálastörf, Sigfús Halldórsson tónskáld fyrir tónlistarstörf, Sigriöi J. Ragnar kennara á Isafiröi fyrir störf I þágu fræöslu og tónlistarmála, sr. Sigurjón Guöjónsson fv. prófast fyrir prests- og fræöistörf, Stefán Jónsson arkitekt fyrir störf aö heimilisiðnaðarmálum, Svein Zóé'ga frkvstj. fyrir störf aö iþróttamálum, Olfar Þóröarson augnlækni fyrir heilbrigöis- og iþróttamálastörf og Víglund Jónsson útgm Olafsvik fyrir störf á sviöi sjávarútvegs- og félags- mála. Fœreyjaflug FL: Þrisvar í viku Fleiri áætlunarferöir veröa milli Islands og Færeyja i vetur en nokkru sinni. Flognar veröa þrjár feröir i viku. Flugleiöir fljúga á laugar- dögum frá Reykjavík til Færeyja meö viökomu á Egilsstööum i báöum leiöum. Flugfélag Austur- lands flýgur til Færeyja á fimmtudögum og Flugfélag Noröurlands á þriöjudögum. Þriöjudags- og fimmtudags- flugin eru tengd innanlandsflugi Flugleiöa þannig aö farþegar sem fljúga þá daga komast til og frá Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.