Þjóðviljinn - 16.10.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.10.1979, Blaðsíða 4
4 .61ÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 16. október 1979 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandl: Útgáfufélag ÞjóÖviljans Framkvcmdastjóri: Eióur Bergmann Riutjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. FrétUstjóri: Vilborg Haróardóttir Umsjónarmaftur Sunnudagsblafts: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Ulfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiftslustjóri: Valþór Hlööversson Blaftamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guftjón FriÖriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnils H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Jón Asgeir SigurÖsson Iþróttafréttamaftur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón Ólafsson útiit og hönnun: Guöjón Sveinbjömsson, Sævar Guöbjömsson Handiita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvörftur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigriöur Hanna Sigurbjömsdóttir, Þorgeir Ólafsson. Skrifstofa: GuÖrún Guövarftardóttir. Afgreiftsla: Einar Guöjónsson, GuÖmundur Steinsson, Kristín Péturs- dóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóftir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. C’tkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiftsla og auglýsingar: Slftumúla 6, Reykjavfk.simi 8 13 33. Prentun: Blaftaprent hf. Dúkkudans fyrir og eftir kosningar • Dúkkustjórn íhaidsins er nú komin á laggirnar. Sjálf- sagt munu kratabrúðurnar sprikla eitthvað fram að kosningum umfram það sem brúðuleikhússtjórinn Geir Hallgrímsson hefur formlega skrifað undir. Þó munu þær ekki geta breitt yf ir þá staðreynd að með sjónarspili sínu hefur Alþýðuflokkurinn þegar leitt Sjálfstæðis- flokkinn til valda á ný.Kosningarnar eru nánast forms- atriði, því að með stjórnarslitum, þingrofi og myndun stjórnar á ábyrgð íhaldsins er Alþýðuflokkurinn þegar kominn yfir þröskuldinn og inn í brúðuleikhús Sjálf- stæðisflokksins, þar sem kratar fá að vera í aðalhlut- verkum f ram að kosningum. Að kosningum loknum mun leikhússtjórnin skipa kratabrúðum sínum í aukahlut- verk og þær munu eins og fyrri daginn una sér vel sem vinnuhjú íhaldsins á stjórnmálasviðinu. • I kosningunum fyrir rúmu ári urðu óneitanlegar gíf ur- legar breytingar á valdahlutföllum stjórnmálaflokka. í landsstjórninni og í fjölmörgum sveitarfélögum var Sjálfstæðisflokkurinn einangraður og formlega séð að minnsta kosti voru möguleikar á framgangi vinstri stefnu miklir. Alþýðubandalagið gerði hermálið ekki að úrslitaatriði við stjórnarmyndun og því reyndi nú á hvort verkalýðsflokkarnir næðu saman um vinstri stefnu á efnahags —og félagsmálasviðinu. Frá upphafi stefndi þó hávær minnihluti innan Alþýðuflokksins á stjórnar- samvinnu við íhaldið um hægri leið í stjórnmálum. • Þjóðviljinn hélt því fram oft í fyrravetur að tilboð frá Sjálfstæðisflokknum um að styðja minnihlutastjórn Alþýðuf lokksins lægi ávallt á skrifborðinu hjá Gylfa Þ. Gíslasyni og Vilmundi Gylfasyni. Það tilboð komu þeir með inn á þann f lokksstjórnarf und Alþýðuf lokksins sem haldinn var í ágústlok fyrir rúmu ári. Það hefur verið sá grunnur sem íhaldskratarnir hafa starfað á og sem nú hefur gert samvinnu við Sjálfstæðisf lokkinn að staðreynd. Það var aðeins spurningin um heppilegan tíma og aðstæður til þess að beygja íhaldsandstæðinga í Alþýðuflokknum undir sig. Sá tími rann upp fyrr en nokkurn óraði og nú sem fyrir ári stóð tilboð Geirs Hallgrímssonar óhaggað. • Hagsmunirnir sem í veði eru, hagsmunir alþjóða auðvaldsins, NATÖ-hagsmunirnir og braskhagsmunir innanlands eru yfirsterkari atkvæðasjónarmiðum forystumanna Alþýðuflokksins og Sjálfstaeðisflokksins. Hvaða máli skiptir í Ijósi þeirra þótt Vilmundur Gylfa- son sitji sem dómsmálaraðherra á ábyrgð og í skjóli Jóns Sólness? Hvaða máli skiptir I Ijósi þessara hags- muna þótt Pálmi Jónsson, Friðjón Þórðarson, Eggert Haukdal og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins úr bændakjördæmum hafi leitt Alþýðuflokksmann f sæti landbúnaðarráðherra? Og hvaða máli skiptir það þótt kjósendur Matthíasar Bjarnasonar á Vestfjörðum fyrtist við þegar hann framlengir veru Kjartans Jóhannssonar í stóli sjávarútvegsráðherra og setur Sighvat Björgvinsson yfir fjármál þjóðarinnar? • Frá sjónarmiði vinstri manna ílandinu skiptir það eitt máli að Alþýðuflokksbroddarnir hafa gert hugmyndir um vinstri þróun í landinu að engu í einu vetfangi. Þeir hafa tryggt landsmönnum íhaldsstjórn í einu eða öðru formi á komandi árum. Sennilega verður það samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins sem tekur að sér fyrstu árin. Þeir menn eru f jölmargir sem muna við- reisn þessara sömu flokka sem endaði í stórfelldu atvinnuleysi og landflótta. Það fer heldur enginn í graf- götur með það að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að koma fram stórfelldri kjaraskerðingu með aðstoð Alþýðuflokksins. • I þeirri orrahríð sem framundan er skipta milli- flokkarnir Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur litlu máli. Baráttan stendur við Sjálfstæöisflokkinn því skipanir hans munu ráða limaburði millif lokkanna eftir kosningar. -ekh. Kötturinn sagði ekki ég 1 grein um Svarthöföa Visis ■ sem kom hér i blaöinu á laugar- I daginn var eitt missagt. Höröur " Visisritstjóri var aö sönnu einn ■ af VL-mönnum, en hann átti ■ sjálfur ekki aöild aö málaferl- Z unum gegn greinahöfundum I Þjóöviljans. .■ Þaö er annars ánægjuleg | staöreynd, aö helst vilja menn ■ ekki kannast viö þá sorp- ■ fabrikku sem kallar sig J Svarthöföa. Sem fyrr segir haföi .» Indriöi G. Þorsteinsson afneitaö I greininni „Búkovsky og J! tannkremsauglýsingin”. Nú | hefur Haraldur Blöndal bæst i ■ hóp afneitara og skildist okkur I aö sú afneitun ætti bæöi viö " þessa tilteknu grein og ■ Svarthöföahlutafélagiö allt. ■ Þetta getur oröiö löng þula áöur Z en lýkur: ■ Indriöi sagöi ekki ég. | Haraldur sagöi ekki ég. Kötturinn sagöi ekki ég. I Hundurinn sagöi ekki ég... ■ Og sem fyrr segir: siöblindan | er ekki alveg fullkomnuö i land- ■ inu fyrst mönnum þykir heldur I fyrir þvi aö vera bendlaöir viö J Svarthöföa i fullri dagsbirtu. j Haltu méi\ I slepptu mér J Leiöararar Morgunblaösins | um helgina báru vitni* um ■ nokk'ra óvissu i áróöursmálum. I A laugardag fær Alþýöuflokkur- " inn nokkuö háa einkunn, ■ Morgunblaöiö reynir eftir ■ bestu getu aö verja hann ásök- Z unum um „ábyrgöarleysi”. Nei, I segir blaöiö, þetta er mjög ■ ábyrgur flokkur úr þvi hann | vildi ekki lengur sitja I stjórn. ■ Strax daginn eftir hefur blaöiö ■ svo iörast þess aö vera aö fllka “ vinskap viö Alþýöuflokkinn eöa ■ Iáta uppi viö almenning 1 þakklæti fyrir þá greiöasemi 2 sem Sjálfstæöismenn telja aö I kratar hafi sýnt þeim. Þvi ■ byrsta ritstjórar sig og setja i 1 fyrirsögn aö „draga veröur H Alþýöuflokk til ábyrgöar”. Nú ■ er þaö allt i einu komiö á dag- * inn, aö þaö er Alþýöuflokkurinn 2 sem ber „höfuöábyrgö” á I veröbólgunni. " Þessi geöklofning á vafalaust eftir aö halda áfram meö ýms- um tilbrigöum. Ýmist veröur Alþýöuflokknum hrósaö fyrir ábyrga afstööu, eöa þá hann veröur „dreginn til ábyrgöar”. Alþýöuflokkurinn mun vafalaust leika einhvern svipaöan leik. Ein höfuöhættan fyrir þessa tvo flokka i kosningabaráttunni er sú, aö þeir renni ekki meö öllu saman i vitund kjósenda. Þaö var meöal annars þessi vandi sem lagöist svo þungt á Benedikt Gröndal, formann Maöur skilur vel aö Benedikt Gröndalhefur gaman af aö vera forsætisráöherra —en hvaö hef- ur hann viö kórónu aö gera? Halldór Blöndalstvisýnn áfangi á þingmannsleiöinni. Alþýöuflokksins, i kastljósi á föstudag aö hann mátti vart mæla. Sólnesraunir Menn voru farnir aö halda, aö einn varaþingmaöur Sjálf- Frumvarp til laga frá Svövu Jakobsdóttur: stæöisflokksins, Halldór BlöndaL væri nú þegar viss um þingsæti. Hann þyrfti meira aö segja ekki á þvf aö halda aö taka nokkur atkvæöi af krötum. Jón Sólnes, forystusauöur á D- listanum I kjördæmi Halldórs væri nú endanlega búinn aö útrýma sjálfum sér úr pólitfk meö nýjustu afrekum sinum i tvöföldu bókhaldi En nú er engu likara en aö menn hafi flýtt sér um of aö óska Halldóri til hamingju. Jón Sólnes lætur sér fátt um finnast, þótt upp komist aö Alþingi og Krafla hafi veriö aö tviborga reikninga frá honum jafnvel þótt hann geti fallist á þaö — meö miklum semingi þó — aö þaö sé „ekki.venja I bókhaldi” aö greiöa reikninga eftir ljósriti! Jón kemur i staöinn meö þá frumlegu kenningu, aö hann hafi meö þvi aö fá sim- reikninga sina tviborgaöa árum saman eiginlega veriö aö tryggja þaö aö Kröflunefnd greiddi sér fyrir skelfilegt slit á bifreiö, sem Jón notaöi til aö létta sér erfiöiö af ómældri yfir- vinnu. Loks klykkir hann út meö þvi sigilda ráöi, aö telja athugun þá sem yfirskoöunarmenn ríkis- reikninga hafa gert á hans máli sérstaka ofsókn viö sig. Þar meö skýtur Jón Sólnes beint á Halldór Blöndal, sem er I þeirri gráthlægilegu stööu aö vera I senn varamaöur Jóns og endur- skoöandi hans plagga. Bragi og bœndur Mörg gullkorn hrynja úr hárkollum stjórnmálanna þessa daga. Og þaö gat t.d. ekki fariö hjá þvi aö eins og eitt dytti út úr Braga Sigurjónssyni þegar hann var látinn taka aö sér landbúnaöarráöuneytiö. Krati sem landbúnaöarráöherra er eins og hver önnur sækýr eöa úlfaldi meö vængi, enda fann Bragi hjá sér þörf fyrir aö afsaka þessi ósköp. Hann segir viö Dagblaöiö: „Margir bestu vinir mfnir eru úr hópi bænda”. Þvi miöur áttar Bragi sig ekki á þvi, aö hann er óvart aö fara meö fræga afsökunarformúlu kynþáttahatarans. Kynþátta- hatarinn er á móti negrum eöa gyöingum — en þaö er náttúr- lega bara af hugsjónaástæöum; sjálfur tekur hann alltaf skýrt fram aö „Sumir bestu vinir mín- minir eru júöar (eöa nigg- arar)”. áb. Lyfjakostnadur líf- eyrisþega lækki um 3k ,,Þaö ætti aö vera sjálfsagöur réttur elli- og örorkulifeyrisþega aö fá nauösynleg lyf á viöráöan- legu veröi i staö þess aö leita si- felldra undanþága, ella gæti svo fariö aö þetta fólk veigri sér viö þviaö leita hjálpar I veikindum af ótta viö lyfjakostnaöinn”, segir I greinargerö meö tiilögu Svövu Jakobsdóttur um aö þeir sem njóta tekjutryggingar skuli ekki greiöa nema fjóröung lyfjagjalds en fá þrjá fjóröu endurgreidda hjá siúkrasamlagi. Lyfjakostnaöur elli- og örorku- lifeyrisþega hefur á undanförnum misserum fariö hækkandi og segir i greinargerö meö tillögu Svövu aö þaö liggi i augum uppi aö hækkanir á lyfjagjaldi bitni illa á þeim sem hafa úr litlu aö spila og þurfi jafnvel á lyfjum aö haldaaö staöaldri. Ráöherrahef- ur heimild til aö breyta fastri upphæö lyfjagjalds meö reglu- gerö einni saman og hefur lyfja- gjaldiö nokkrum sinnum veriö hækkaö meö þeim hætti frá 1972 þegar jafnaöargjaldi lyfja var komiö á. Lyfjagjaldernú 750krónur skv. veröskrá I. (innlend sérlyf) og 2000 krónur skv. veröskrá II (er- lend sérlyf). Yröi frumvarpiö aö lögum myndi lyfjagjald fyrir þá sem tekjutryggingar njóta lækka um 1500 krónur fyrir veröskrá II. Þingmenn Alþýöubandalagsins hafa áöur flutt tillögu um svipaöefni,enhún náöi ekki fram aö ganga. -AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.