Þjóðviljinn - 16.10.1979, Blaðsíða 5
ItH!
Altt undir
einu þaki
____Þri&Judagur 16. oktéber 197» ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Landsráöstefna
S.H.A. 3.-4. nóv.
Samtök herstöövaandstæöinga
halda ráöstefnu sina i Félags-
heimili stúdenta viö Hringbraut
um helgina 3. og 4. nóvember.
Þar er ætlunin aö lita yfir farinn
veg, ræöa baráttuleiöir og starfs-
áætlun fyrir næsta ár, eins og
segir I fréttatilkynningu frá
samtökunum.
Ráöstefnan veröur sett kl. 14
laugardaginn 3. nóv..Þá veröur
flutt skýrsla miönefndar, birtir
reikningar og rætt um hvort-
tveggja. Kl» 17 hefjast umræöur
um nýja starfsáætlun og um
kvöldiö er kvöldvaka.
Morguninn eftir hefst starfiö kl.
10 á þvi aö starfshópar koma
saman. Eftir mat veröur álit
þeirra kynnt og rætt. Kl. 17 hefst
afgreiösla tillagna og ályktana og
siöan veröur kosiö til Miönefndar.
Hilmar Ingólfsson, Garöabæ, i ræöustói. T.h. sitja fundarstjórar ráöstefnunnar, Jóhann Geirdal og
Benedikt Daviösson. Ljósm. -Jón.
Ráðstefna um kjörmáliö:
Brýnt að breyta uppbótar-
þingsætum fyrir þingrof
Alþýöubandalagiö I Reykjavik
og kjördæmisráö Alþýöubanda-
lagsins í Reykjaneskjördæmi
gengust um heigina fyrir ráö-
stefnu um kjördæmaskipan og
kosningalög. t ályktun sinni for-
dæmdi ráöstefnan þau vinnu-
brögö Alþýöuflokks og Sjálf-
stæöisflokks aö efna til þingrofs
áöur en lagfæringar fáist fram i
kjördæmamáiinu, þrátt fyrir lof-
orö allra flokka um úrbætur I
þessum efniim.
Miklar umraBÖur uröu á ráö-
stefnunni um núgildandi kjör-
dæmaskipan og kosningalög og
fluttu Svanur Kristjánsson lektor
og Hjalti Kristgeirsson hagfræö-
ingur erindi um annmarka þeirra
og um kosningaskipan I ljósi lýö-
ræöisbaráttu sósialista. Gils Guö-
mundsson f jallaöi um kjördæma-
og kosningaskipan 1 nokkrum ná-
grannalöndum og Olafur Ragnar
Grlmsson gerði grein fyrir störf-
um stjórnarskrárnefndar.
Ráöstefnan samþykkti svo-
hljóöandi ályktun:
„Kosningaréttur er einn
meginþáttur almennra mannrétt-
inda. Fulltrúa á Alþingi ber þvi aö
velja á grundvelli heildarhags-
muna, en meö núveraridi skipan
er greinilega hætta á þvi' aö
landshlutasjónarmiö beri póli-
tiska heildarsýn ofurliöi. Þegar
reglur eru ákveönar um kosn-
ingaskipanveröurumfram allt aö
tryggja aö jafnaöar- og jafn-
réttissjónarmiö sitji i fyrirrúmi.
Mjög skortir á aö svo sé nú i
reynd og er brýnt aö bæta úr þvi
misrétti og þeim ójöfnuöi sem nú
rikir i þessum efnum. Má I þessu
sambandi benda á að nú er mis-
vægi atkvæða oröiö allt aö 1 á
móti 5 og hefur þvl mjög sigið á
ógæfuhliöina frá þvl aö núverandi
kjördæmaskipan var komiö á
1959, en þá voru hlutföllin nærri 1
á móti 2.
Ráöstefnan telur aö kjördæma-
og kosningaskipan veröi aö
byggjast á eftirfarandi grund-
vallaratriöum:
1) Jöfnuöur sé á milli flokka
þannig aö full samsvörun sé milli
atkvæöatölu og þingstyrks allra
flokka.
2) Atkvæöisréttur landsmanna
veröi jafnaöur án tillits til búsetu.
íkosningalögum veröi ákvæði um
breytingar á fjölda þingmanna
einstakra kjördæma, sem tryggi
aö misvægi atkvæöa veröi aldrei
meira en 1 á móti 2.
3) Flokkum sem ná tiltekinni
stærö, hljóta t.d. 4-5% greiddra
atkvæöa, veröi tryggö þingsæti,
þótt þeir fái ekki mann kosinn I
kjördæmi.
4) Kosningaréttur miöist viö 18
ára aldur.
Þessi atriöi má tryggja meö
ýmsum hætti. í þvi sambandi skal
áréttaö aö jöfnuöi veröur aldrei
náö á grundvelli einmennings-
kjördæma og hlýtur þvi aö veröa
aö hafna öllum breytingum á
kjördæmaskipan sem ganga i þá
átt. Þó ljóst sé aö komast megi
langt áleiöis i átt til jöfnunar og
aukins lýöræðis meö þvi aö gera
landíö allt aö einu kjördæmi, telur
ráöstefnan vænlegast aö um sinn
verði byggt á fjölmennum kjör-
dæmum og hlutfallskosningum.
Ráðstefnan fordæmir þau
vinnubrögð Alþýöuflokksins og
Sjálfstæðisflokkins nú aö efna til
þingrofe áöur en lagfæringar fáist
fram I kjördæmamálinu, þrátt
fyrir loforö allra flokka um úr-
bætur I þessum efnum. Þó ætti nú
aöveraunntaðknýja þegar istaö
fram breytingar áreglum um út-
hlutun uppbótarþingsæta. Felur
ráöstefnan þingmönnum Alþýöu-
bandalagsins I Reykjavlk og á
Reykjanesi að ná fram slikum
lágmarksbreytingum nú þegar
áður en þing veröur rofið.” -AI
Olafur Jónsson, framkvæmda
stjóri Alþýöubandalagsins, I
ræöustól. Ljósm. Jón.
Guömundur Guöjónsson og Sigfús Halldórsson koma fram á visna-
kvöldi á Hótel Borg i kvöld. Myndin var tekin á Þjóöhátföinni f Eyjum f
sumar. (Ljósm.árj.)
Gestir á vísnakvöldi
Vlsnavinir halda visnakvöld á
Hótel Borg i kvöld og hefst þaö kl.
8.30.
Flutt verður blandaö efni og
góöir gestir koma I heimsókn.
Meðal þeirra eru þeir Sigfús
Halldórsson og Guðmundur Guö-
jónsson og Gunnar Guttormsson,
sem syngur nokkrar vísur ættaö-
ar frá öörum Noröurlöndum viö
islenska texta. Einnig eru
væntanlegir félagar úr Kvæöa-
mannafélaginu Iöunni aö kveöa
rimur.
Hjalti Jón Sveinsson, einn for-
vlgismanna Vísnavina, sagöi I
spjalli viö Þjóðviljann, aö reynt
yröi aö stuöla aö góöri kaffihúsa-
stemmingu á Borginni I kvöld.
Góö hlé veröa á milli atriöa, og
geta menn þá rabbaö saman I
bróöerni um visnamál eöa stjórn-
mál. Salnum veröur lokaö frá
stóra barnum og aðeins hleypt inn
um hringdyrnar.
Lampar, Ijós, skermar
heimilistæki (stórogsmá)
rafbúnaóur o.fl.
iti
Raftækjadeild
Jón Loftsson hf. Hringbraut121 sími10600
Kannað fyrir Hreggvið:
Heimavarnarliðið
upp fvrir Skrýplana
Vegna umræöu nú nýveriö i
dagblööunum um flutning tón-
listar af hljómplötum I dag-
skrá hljóövarps, taldi út-
varpsráö rétt aö láta kanna
hverjar af islenskum hljóm-
plötum heföu verið mest leikn-
ar i septembermánuði, segir
Guömundur Jónsson dag-
skrárstjóri útvarpsins I bréfi
meö lista frá skýrslustjóra
tónlistardeildar yfir oftast
leiknu plöturnar I hinum ýmsu
þáttum útvarpsins.
Listinn var lagður fyrir út-
varpsráö I sl. viku og þar ósk-
aö eftir aö hann yröi sendur
blööunum.
Guömundur tekur fram, að
oft sé þaö tilviljunum háö,
hvort ein tiltekin plata er leik-
in lengur eða skemur en önn-
ur. Allar dagskrár tónlistar-
deildar eru teknar til löngu
fyrir flutningstlma og þá áætl-
uö ákveöin tlmalengd. Ekki er
þaö nýtt aö skorið sé af þeim
tima vegna tilkynningalest-
urs, og er þaö aldrei vitaö
fyrirfram. Þar kynni þvl aö
liggja I valnum hvert snilldar-
verkiö af ööru þrátt fyrir
góöan vilja tónlistardeildar tO
aö koma þessu öllu á framfæri
við hlustendur, segir hann.
Hér kemur svo listinn fyrir
september 1979:
Nýiar útgáfur:
Bjarki Tryggvason.....66.33”
Haraldur og Skrýplarnir 87.23”
Islensk kjötsúpa ....39.46”
Silfurkórinn.........49.00”
Orvar Kristjánsson .... 69.12”
Brunaliöiö...........85.40”
Heimavarnarliöiö.....89.11”
Eldri útgáfur:
Björgvin Halldórsson .. 66.23”
Helgi Pétursson......12.39”
Ljósin I bænum........17.08’ ’
Mannakorn............55.39”
Megas................32.04”
Þursaflokkurinn.......21.39”
—eös