Þjóðviljinn - 19.10.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föíttudagur 19. október 1979
Arkltekt
Ákveðið hefur verið að hefja nú þegar
gerð deiliskipulags fyrir Grjótaþorp.
Arkitektar, sem áhuga hafa á sliku starfi,
eru beðnir um að tilkynna það bréflega til
stofnunarinnar, eigi siðar en 26. október
n.k. og eruþar veittar nánari upplýsingar.
Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar
Þverholti 15, 105 Reykjavik.
Læknaritari
óskast til starfa, frá og meö 1. janiiar n.k., viö Heiisu-
gæslustööina i Arbæ, Hraunbæ 102.
Laun samkv. kjarasamningi Starfsmannafélags Reykja-
vikurborgar og Reykjavikurborgar.
Upplýsingar um starfiö veitir hjúkrunarforstjóri i sima
71500.
Umsóknum sé skilaö til framkvæmdastjóra Heilsu-
verndarstöövar Reykjavikur, Barónsstlg 47, fyrir 1.
nóvember n.k.
HEILBRIGÐISRAÐ REYKJAVÍKURBORGAR
Maður með bíl
óskast til innheimtustarfa hálfan éða allan
daginn.
Upplýsingar gefur auglýsingadeild
ÞJÓÐVILJANS, simi 81333.
Sjúkrahús á Akureyri
Tilboð óskast i að reisa og fullgera gas- og
súrmiðstöð við Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri. Húsið er ein hæð, um 600 rúmm.
að stærð og að mestu niðurgrafið. Verkinu
skal að mestu lokið 15. júni, en lóðarfrá-
gangi 15. september 1980.
Otboðsgögn verða afhent á skrifstofu
vorri og skrifstofu bæjarverkfræðings á
Akureyri gegn 50.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri
föstudaginn 2. nóvember 1979, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát
og jaröarför eiginmanns min, fööur, tengdafööur, afa og
bróöur okkar
Einars Kristins Gislasonar
Guö blessi ykkur öll.
Ellsabet Sveinbjörnsdóttir
Sesselja Einarsdóttir Steingrimur Bragsson
GIsli Einarsson Edda Guömundsdóttir
Rögnvaldur Einarsson Ragnheiöur Hjálmarrsdóttir
Eiisabet Einarsdóttir Reynir Eliesersson
Droplaug Einarsdóttir Rósa Einarsdóttir
Guöfinna, Ásgeröur og Petrina Gisladætur
og barnabörn hins látna.
Frá fundifulltrúaráösins i Sóknarsalnum aö Freyjugötu 27 á miövikudagskvöldiö. Ljósm. eik.
Forvalsreglur Alþýöubandalagsins i Reykjavík:
Forval innan félags
í tveimur umferðum
Arnmundur Bachmann lögfræöingur kynnir forvalsreglurnar.
Á fundi fulltrúaráös Alþýöu-
bandalagsins i Reykjavik var
ákveöiö aö efnaí til forvals um
skipan framboösiistans viö kom-
andi alþingiskosningar og sam-
þykktar reglur þar um.Forvaliö
fer fram innan félagsins I tveimur
umferöum á sérstökum tveggja
daga kjörfundum. Fyrri umferö
sem er tilnefningarumferö fer
fram nú um helgina og sú siöari
væntanlega um aöra helgi. Rétt
til þátttöku I forvalinu hafa full-
gildir félagsmenn i Alþýöu-
bandalaginu I Reykjavik og hægt
er aö gerast félagsmaöur viö
kjörboröiö forvalsdagana. For-
valiö fer fram aö Grettisgötu 3.
A fundi fulltrúaráösins var
einnig kjörin kjörnefnd sem skip-
uö er eftirtöldum: Formaöur
Guömundur Magnússon og aörir
nefndarmenn Sigurjón Péturs-
son, Guörún Hallgrimsdóttir,
Skúli Thoroddsen, Esther Jóns-
dóttir, Ragnar Geirdal og Þor-
steinn Magnússon.
Forvalsreglur eru þessar:
Forvalsreglur
fyrir ABR
v/alþingiskosninga
Forvaliö fari fram I tveimur
umferöum á sérstökum forvals-
fundum. Hvorumferö standii'tvo
daga ef kostur er.
Kjörnefnd kosin af fulltrúaráöi
ABR annast framkvæmd forvals-
ins I samráöi viö stjórn félagsins.
Félagsmönnum skulu kynntar
forvalsreglur i tæka tiö fyrir for-
valiö.
Fyrri áfangi
Fyrri áfangi forvalsins gegnir
þvi hlutverki rita nöfn 6 manna á
sérstakan kjörseöil og skiptir röö
nafna i þeirri umferö ekki máli
viö úrvinnslu og undirbúning
siðari umferðar. Heimilt er aö til-
nefna utanfélagsmenn og þá sem
búsettir eru utan Reykjavikur.
Kjörnefnd vinnur úr gögnum
fyrri áfanga.
Síðari umferð
Tilnefningu félagsins til siöari
umferðar hljóta þeir 12 menn sem
nefndireruá flestum kjörseölum.
Veröi tveir eða fleiri með jafn
margar tilnefningár i 12. sæti
hljóta þeir allir tilnefningu til
siöari áfanga. Auk þeirra tólf
sem þannig eru tilnefndir hefur
kjörnefnd og stjórn ABR heimild
til aö tilnefna 3 menn á listann til
siðari áfanga.
Siöari áfangi miöar aö þvi aö
velja 6 menn til framboðs af þeim
mönnum, sem tilnefningu hlutu i
fyrri áfanga.
Kjörnefnd raöar nöfnum þeirra
sem kjósa á um i siöari áfanga á
sérstakan kjörseöil aö fengnu
samþykki þeirra til þátttöku i
siöari áfanga. Nöfnum veröi rað-
aö i stafrófsröö. Atkvæöagreiösla
fer þannig fram aö kjósandi ritar
tölurnar 1, 2, 3, 4 , 5 ,6 , við sex
nöfn á listanum eins og hann ósk-
ar að mönnum veröi raðað á
framboöslista.
Ekki bindandi
Kjörnefnd teluratkvæöi i siöari
umferö og birtir félagsmönnum
niöurstööur. Niöurstööur eru ekki
bindandi fyrir kjörnefnd, sem
heldur áfram störfum aö loknu
forvali og raöar á framboöslista
til alþingiskosninga. Niöurstaöa
kjörnefndar um skipan fram-
boöslista skal lögö fyrir fulltrúa-
ráöiö.
Ef viö veröur komiö, skal gefa
þeim,sem ekki verða i Reykjavik
forvaisdagana, kost á aö kjósa
utan forvalsfundar i sérstakri
forkosningu.
Atkvæðisréttur
Rétt til að greiöa atkvæöi i for-
vali hefur hver sá félagi ABR sem
fullgildur er samkvæmt flokks- og
félagslögum og nánari skilgrein-
ingu félagsstjórnar sem kynnt
yröi meö forvalsreglum eöa
gengur i félagiö i siöasta lagi á
forvalsdegi.
Röðun
I 1. sæti er sá kjörinn sem flest
atkvæði fær i það sæti. Nú fá tveir
eða fleiri sömu tölu atkvæöa I þaö
sæti og ræöur þá úrslitum
samanlagöur fjöldi atkvæöa, án
vogar, sem viökomandi færi I
neöri sæti frá 2. til 6. sætis.
I 2. til 6. sæti er k jörinn sá sem
flest atkvæöi fær ihvertsæti. Viö
talningu atkvæöa i hvert sæti
fyrir sig, skulu talin með án vægis
þau atkvæöi sem frambjóöandi
hefur hlotiö i efri sætum.
Samþykkt á fundi i
fulltrúaráöi ABR
17.október 1979
Seyðisfjörður
Almennur stjórnmálafundur
Alþýðubandalagið boðar til almenns
fundar i félagsheimilinu Herðubreið á
Seyðisfirði sunnudaginn 21. okt. kl. 16.00.
Frummælandi Hjörleifur Guttormsson.
Allir velkomnir.
Stuðningur
20 ára stúlka, sem hefur átt við erfiðleika
að striða, óskar eftir að kynnast hjónum
eða fjölskyldu á Reykjavikursvæðinu,
sem veitt gæti húsrými og stuðning um
tima.
Upplýsingar gefur Sigrún óskarsdóttir i
sima 25500 mánudaga, miðvikudaga og
föstudaga milli kl. 11 og 12.