Þjóðviljinn - 19.10.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.10.1979, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fö$tudagur 19. október 1979 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Frnmkvcmdaitjóri: Eiöur Bergmann BiUtjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg HarBardóttir Umsjónarmaöur SunnudagsbiaBs: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: CJlfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Valþór HlöBversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefónsson, GuBjón FriBriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Jón Asgeir SigurBsson tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón Ölafsson Útlit og hönnun: GuBjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handiita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar SafnvörBur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigriöur Hanna Sigurbjömsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: GuBrún GuBvaröardóttir. AfgreiBsla: Einar GuBjónsson, Guömundur Steinsson, Kristin Péturs- dóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir HúsmóBir: Jóna SigurBardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuBmundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: SfBumdla 6. Reykjavfk.simi 8 13 33. Prentun: BiaBaprent hf. Flokksfélagar ráöi • Þjóðviljinn birtir í dag þær reglur um forval sem Alþýðubandalagið í Reykjavík hef ur sett sér í sambandi viðskipan f ramboðslista við komandi alþingiskosningar. Það er á valdi kjördæmisráða og flokksfélagsins í Reykjavík að ákveða hvort forval af svipuðu tagi skuli fara fram og mun það ráðið þegar í nokkrum kjör- dæmum. Meginhugsunin í þeim forvalsreglum sem ákveðnar hafa verið er að flokksmönnum gefist færi á að hafa áhrif að skipan framboðslista. • Aþýðubandalagið vill ekki leggja inn á braut opinna prófkjöra. Þaðtelur að þegar sé komin slæm reynsla af starfi prófkjörssigurvegara á Alþingi. Stundarvinsældir er hægt að kaupa sér með f jölmiðlasprelli eins og nú tíðkast. En þær endast ekki ætíð til flokkslegra vinnu- bragða og málafylgju fyrir hugsjónum viðkomandi stjórnmálaflokks. A tímum galopinna prófkjöra er hlutur hins almenna og virka f lokksmanns enn minni en áður. Menn úr öðrum flokkum geta ráðið meiru um framboðen flokksmaður sem lagt hefur á sigærna vinnu fyrir hugsjónir flokksins og aldrei hlaupist undan merkjum þó að móti blési. Hið ömurlega fordæmi Alþýðuf lokksins, þar sem prófkjörssigurvegarar vinna í verki gegn hugsjónum jaf naðarstefnunnan er ein af leið- ing opinna prófkjöra. • Þjóðviljinn hvetur hina f jölmörgu dyggu stuðnings- menn Alþýðubandalagsíns, sem til f jölda ára hafa lagt sitt af mörkum til þess að ef la sókn sósíalista, að ganga nú í flokkinn og taka þátt í forvali til framboðslista. Leiðin til þess að hafa áhrif á framboð Alþýðubanda- lagsins til alþingiskosninga er að gerast flokksmaður. Leiðin til þess að hefta íhaldssóknina í landinu er að berjast með Alþýðubandalaginu. Manngildi og menning • Svava Jakobsdóttir rithöfundur hefur ákveðið að gefa ekki kostá sér til alþingisframboðs eftir glæsilegan þingmennskuferil í hartnær áratug. Ritstörfin kalla. Mat hennar á stöðu mála við þessi tímamót á erindi til okkar allra. Svava segir í viðtali við Þjóðviljann: • „Þegar ég lít um öxl, er mér efst í huga þakklæti til alls þess fólks sem hefur stutt mig persónulega og flokkinn og veitt honum brautargengi. Við höfum sífellt verið að sækja á bæði hér í Reykjavík og annarsstaðar á landinu. Stefna okkar flokks og krafa okkar um efna- hagslegan jöfnuð og óskorað þjóðfrelsi á mikinn hljóm- grunn hjá þjóðinni. • Að undanförnu hafa efnahagsmál og verðbólga verið fyrirferðarmest í íslenskum stjórnmálum. Hægri öf lin í landinu, ekki síst í Alþýðuf lokknum, tala um verð- bólguna sem væri hún skrímsli sem lifði sjálfstæðu lifi óháð öðrum þáttum þjóðlífsins, einangrað fyrirbæri, skemmdtönn í annars heilbrigðum likama. En baráttan gegn verðbólgunni er auðvitað snar þáttur stéttabarátt- unnar og þess vegna hafnar Alþýöubandalagið því að ráðast gegn verðbólgunni með þeim íhaldsúrræöum sem aðrir flokkar boða. Um þetta stendur kosningabaráttan nú. • Alþýðubandalagiðá önnur úrræöi en þau, að skerða í sífellu kjör verkafólks og launafólks i landinu. Orræði Alþýðubandalagsins í efnahagsmálum sem og öðrum málum byggja á trú sósíalista á manngildi og menningu — sömu hugsjónum og leiddu til stofnunar verkalýðs- félaga á sínumtíma. Meðan við hvikum ekki frá þessum grundvallarmarkmiðum mun okkur farnast vel. Göngum ótrauð til kosninga." • Sem oft áður kemst Svava að kjarna máls. Orð hennar er gott vegarnesti í kosningabaráttu. Og við bíð- um spennt eftir næsta bókmenntaverki hennar. -ekh. Skegg Péturs Kosningatöfrar steypast rni yfir þjóöina og spara menn hvergi hugvitiö til aö efla sér lýöhylli. Frumlegastur er Pétur Sigurösson: hann kallaöi á blaöamenn og ljósmyndara frá tveim blööum sér til trausts og halds þegar hann rakaöi af sér skeggiö. Fær svo mynd af sér sléttrökuöum og baráttuglööum rétteinsoghann viljisegja: hér er kominn nýr Pétur á gömlum merg! Mátulegt væri aö kvenkyniö i pröfkjöri Sjálfstæöisflokksins, Erna Ragnars, Elin Pálmadótt- ir og Bessi Jóhannsdóttir, greiddu Pétri i sömu mynt og heföu meösér f jölmiölara þegar þær fara 1 kosningahárlagn- inguna. Farinn Birgir I viötölum viö þá ólaf B. Thors og Birgi ísleif Gunnars- son i Dagblaöinu i gær má lesa Ifróöleik sem vert er aö taka eftir. A forsföu Dagblaösins lýsir Birgir ísleifur þvi yfir aö hann ætli i prófkjör vegna þingkosn- inga. A bakslöu lýsir ólafur þvl svo yfir aö hann og hans flokksmenn hafi verk aö vinna i borgarstjórn og allavega geti þaö ekki fariö saman aö vera borgarstjóri og sitja á þingi. Þetta mun þýöa, aö Birgir ísleifur mun ekki framar gera tilraun til aö veröa borgarstjóri L............. i Reykjavik. Þaö mun falla i hlut ólafs. Dagblaðið í jylu Jónas Kristjánsson ritstjóri Dagblaösins er haröur auglýs- ingamaöur: i gær skrifar hann enn einn leiöara um áægti blaös sins. Ritstjórinn segir aö blaöiö sé gott fréttablaö og „kastljós inn i lokaö valdakerfilandsins”. Hann um þaö. Hverjum þykir sinn fugl fagur. En samt skulum viö leyfa okkur eina athugasemd aö gefnu tilefni. Dagblaöiö hefur þann sið, aö þegar þaö fyrir slys eöa hand- vömm eöa af einhverjum ástæö- um öörum missir af lestinni, veröur ögn seint fyrir með eitt- hvað mál, þá fer þaö blátt áfram i fýlu. Er ekki með. Ahuginn á málum fer ekki eftir þvi hve merkileg þau eru, held- ur eftir slikum og þvilikum uppákomum á ritstjórn. Gott dæmi er mál Jóns Sól- ness. Dagblaðið missti af lest- inni i' þeim efnum um siöustu helgi, og geröi siöan ekkert af eigin rammleik, heldur týndi saman með ólundarsvip nokkr- ar upplýsingar úr Þjóöviljanum og Morgunblaðinu. Voru þó ærnir möguleikar fyrir blaö sem hefur jafn marga starfsmenn aö finna einhvernflöt á þessu máli, sem virðist eins og skapaö fyrir þau áhugasviö sem þaö gerir tilkall til — a.m.k. i sjálfum- gleöi ritstjórans. T En þvi er ekki aö heilsa. Mál eru ekki merkileg í sjálfu sér, eins þótt þau varöi þann veiga- mikla þátt í „lokuðu valda- kerfi” sem lýtur aö þeirri hefö, að þeim sem fara frjálslega meö reikninga og peninga sem þeim er trúaö fyrir er gefinn kostur á aö reyna aö þagga mál sin niöur meö endurgreiöslu. Og margt fleira hangir á spýtum þessum. Nei — Dagblaöiö lætur sér fátt um finnast. Vegna þess að máliö bar ekki að með þeim hætti sem þvi hentaöi best. Bókmennta- hrakningar Þaö segir-frá þvi i litilli frétt, aö sögur eftir niu islenska höf- unda hafi komið út i búlgörsku safnriti. Nú vita allir, að fátt er erfið- ara en aö týna saman efni eftir mjög takmarkaöan fjölda höf- unda i safnrit — og fylgir einatt sú ábyrgö, aö óliklegt er aö aftur gefist kostur á aö koma fs- lensku efni á framfæri i bráö — eins víst aö þaö eigi einmitt viö um Búlgarfu. En þótt allt úrtak sé af þessum ástæöum gallaö, þá gildir um þessa hluti sem og aöra aö fyrr má rota en dauð- rota. Jóhannes Helgi hefur valið sögurnar. Hann velur sögur eftir sjálfan sig, Matthias Jó- hannessen, Þors tein Stefánsson, Grétu Sigfúsdóttur, Jón Björns- son, Kristmann Guömundsson — og svo ólaf Jóhann Sigurðs- son, Jón Trausta og Snorra Sturluson. Eins og hver maöur getur séö lýkur þessum lista á nöfnum sem enginn mun setja spurn- ingarmerki viö. Aö ööru leyti hefur Jóhannes Helgi framiö af- ar sérstætt afrek: honum hefur tekist aö setja saman úrval is- lenskra smásagna án þess aö þar komi viö sögu Halldór Lax- ness, Gunnar Gunnarsson eöa Gestur Pálsson — aö maður tali ekki um bersyndugu rót- tæklinga af kynslóð Jóhannesar Helga sjálfs. Þetta er ekki einu sinni sú hægri sveifla i menningu sem Ihaldið er að boöa heldur eitt- hvaö enn undarlegra. En þaö er óneitanlega meinfýsni af örlag- anna hálfu, aö þegar rauöbleikir Skandínavar kunna ekki aö meta snillinga á borö viö Jón Björnsson, Grétu, Kristmann og Jóhannes sjálfan þá er þeirra hefnt i einu höfuövirki rétts kommúnisma — I Búlgariu áb. Þorsteinn Víglundsson áttræður Attræöur er í dag Þorsteinn Vlglundsson, fyrrum skólastjóri i Vestmannaeyjum. Þorsteinn hefur látiö félags- og menningarmál Vestmannaeyinga mjög til sin taka um dagana. Hann var skólastjóri I 36 ár. Einn- ig stofnaöi hann sparisjóö og stjórnaöi honum i rúm 30 ár. Byggöasafniö I Eyjum hefur löngum notiö góös af starfskröft- um hans og áhuga. Þorsteinn var kjörinn heiöursborgari Vest- mannaeyja í fyrra. Hann er rit- stjóri ársritsins Bliks, sem gefiö er út i Eyjum og fjallar um menn- ingar- og félagsmál. Þorsteinn Viglundsson er nú staddur i Reykjavik og veröur aö Fýlshólum 6 i kvöld. Þorsteinn Viglundsson hefur veriö ötull safnari fyrlr byggöasafniö 1 Eyjum s.l. hálfa öld. Hér er hann meö byssuhólk, sem fannst viö dýpk- un I höfninni, og er taliö aö hann sé frá timum Tyrkjaránsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.