Þjóðviljinn - 19.10.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.10.1979, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. október 1979 alþýöubandalagið Alþýðubandalagið i Kópavogi Félagsfundur veröur haldinn föstudaginn 19. okt. nk. i Þinghól kl. 20.30. A fundinum fer fram tilnefning félaga til þátttöku i forvali vegna alþingiskosninganna. Stjórn AbK AbR Sjálfboðaliðar Stjórn Alþýöubandalagsins i Reykjavik hvetur félaga til þess aö skrá sig til sjálfboöaliöastarfa til undirbúnings Alþingiskosningunum. Skráning sjálfboöaliöa er I sima 17500. Stjórnin AbR Félagsgjöld Félagar i Alþýöubandalaginu i Reykjavik sem skulda árgjöld fyrir 1978 og/eöa 1979 eru hvattir til aö greiöa þau sem fyrst á skrifstofu félagsins aö Gretisgötu 3. Stjórnin Alþýðubandalagsfólk Vesturlandi AÐALFUNDUR kjördæmisráös ABL á Vesturlandi veröur haldinn i Rein Akranesi laugardag 20. og sunnudag 21. október n.k. Fundurinn hefst kl. 14.00 á laugardag. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. Nefndarkosningar, þar meö kosning upp- stillingarnefndar. 2. Lagabreytingar. 3. Stjórnmálaástandiö. Framboösmál ofl. Nefndastörf veröa á laugardagskvöld og sunnudagsmorgun. Fundi veröurfram haldiö kl. 13.30 á sunnudag. A dagskrá veröur þá: 1. Nefndaálit. 2. Skipulag kosningabaráttunnar, (iltgáfustarfsemi og verkaskipting). 3. Kosning stjórnar og fundarslit. Félagar eru hvattir til aö fjölmenna. (Þeir sem lengra eru aökomnir geta gist i Rein og hafi þá meö sér búnaö til þess.) Stjórn kjördæmaróös Alþýðubandalagsfélag Fljótsdalshéraðs Aöalfundurfélagsins veröur haldinn laugardaginn 20. október kl. 16 i fundarsal Egilsstaðarhrepps á Egilsstööum. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aöalfundarstörf. 3. Kosning fulltrúa á flokksráösfund og i kjördæmisráö. 4. Lagabreytingar. 5. Staöan i stjórnmálunum — kosningaundirbúningur. HelgiSeljan áfundinn. Félagar fjölmenniö. Stjórnin Kjördæmisþing Alþýðubandalagsins i Suðurlandskjördæmi veröur haldiö i Selfossbiói laugardaginn 20. og sunnudaginn 21. okt. n.k. og hefst kl. 14.00 20. okt. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Forvals- og framboösmál. 3. Stjórnmálayfirlýsing. 4. Otgáfumál. 5. Verkefni kjördæmisráös og komandi kosningar. , 6. Onnur mál________________________________________StJórnln Alþýðubandalagið á ísafirði Aöalfundur Alþýöubandalagsins á Isafiröi veröur haldinn n.k. sunnu- dag 21. okt. kl. 16.00 I Vinnuveri Mjallargötu. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf 2. Stjórnmálaástandiö og komandi alþingiskosningar. Kjartan Ólafs- son hefur framsögu. 3. Onnur mál. Kjördæmisþing Alþýðubandalagsins i Norðurlandskjördæmi eystra veröur haldinn i Lárusarhúsi, Eiösvallagötu 18 Akureyri, laugardag og sunnudag 20. og 21. okt..Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. For- vals- og framboösmál. 3. Atvinnumái. 4. Verkalýösmál. 5. Útgáfumál. 6. Ýmsar álytanir. 7. Onnur mál. Þingiö sett kl. 13 á laugardeginum 20. okt.. Stjórnin. Landsþing ÆnAb Reykjavik helgina 20. og 21. okt. Landsþing Æskulýösnefndar Alþýöubandalagsins veröur sett aö Freyjugötu 27 (húsnæöi Starfsmanna félagsins Sóknar ) laugardaginn 20. nk. kl. 10 árdegis. Dagskrá þingsins veröur þessi: Laugardagur: 1) Lúðvfk Geirsson form. ÆnAb fiytur skýrslu nefndarinnar fyrir liðið ár. 2) Arthur Morthens flytur framsögu fyrir tillögu ÆnAb um stofnun sér- stakra æskulýðssamtaka innan Abl. 3) Umræöur og skipting i starfshópa. a) Stofnun æskulýðssamtaka. b) Stjórnmálaástandið og fyrirhugaöar þingkosningar. c) önnur mái. Sunnudagur: 1) Starfshópar skila áliti. 2) Umræður, afgreiddar ályktanir og tillögur þingsins, kosningar og þingsiit. Félagar eru beönir aö tilkynna þátttöku sina til Starfsmanns ÆnAb Benedikts Kristjánssonar Grettisgötu 3, i sima 17500. ÆnAb. Alþýðubandalagið á Reyðarfirði Félagsfundur veröur haldinn laugardaginn 20. október kl. 17.00 i Fé- lagslundi. — Hjörleifur Guttormsson kemur á fundinn. — Fjölmenniö. — Stjórnin. M íbúð óskast 2 námsmenn óska eftir 3ja herb. ibúð, vestan Snorrabrautar. Upplýsingar i sima 40889 eftir kl. 7. MINNING Sigríður Hjálmarsdóttir frá Brandsstöðum fædd 30 des. 1898 - dáin 10 okt. 1979 Lengi býr aö fyrstu gerö. Nú munu liöin 32 ár siöan Sigriöur Hjálmarsdóttir frá Brandsstöö- um fór alfarin úr breiöfirskum byggöum. Þegar lát hennar bar aö höndum þá snart fréttin mig meö margföldu afli samanboriö viö þaö sem algengast er þegar kunningjarnir hverfa. Aftur og aftur flæöa öldur minninganna af hafi timans og taka hugann fanginn. Þá kemur á daginn hve áhrifin frá nágrönn- unum erumikillpartur af þvi sem fylgsni hugans hafa geymt frá barns- og unglingsárunum. Stúlkubarn fæddist utan hjóna- bands, var olnbogabarn alla ævi en varö samt aö vera sterkasta reipiö og bjarghringur allra fjöl- skyldustiga ættar sinnar frá bernsku til elli. Þaö er mjög meö hálfum huga sem ég verö viö kalli óviðráöanlegrar skyldu, sem krefst aö ég beri nokkra fleti sögu hennaruppaö birtunni, svominn- ing Siggu á Brandsstöðum liggi ekki óbætt hjá garði A harðindakaflanum 1880-1890 reyndi á allslausa bændur og þeirrafólk. Stundum fékkst leigu- ibúð á jaröarparti eöa koti, stund- um aöeins húsmennska. Hjálmar Markússon var harður af sér og mun litt hafa bognaö, heldur lært aö beita vægöarlausu ráöriki. Elisabet kona hans mun hafa ver- ið eldri en hann. Synir þeirra tveir dóu ungir, Nói af slysförum á unglingsárum þegar hann fékk krampa i fjallavatni. Hjálmar tók unga vinnukonu ættaða úr Strandasýslu, Guörúnu Snæ- björnsdóttur. Með henni átti hann tvö börn, Pál og Sigrfði, og var hún yngri. Guörún tók viö hlut- verki húsmóöurinnar i einu og öllu, en Elisabet lauk ævi gamal- mennis á heimilinu. Fyrsta liknarhlutverk Sigriöar var aö sinna Eli'sabetu. Páll varö fyrir slysi ómálga barn, hrapaöi í stiga og missti heyrnina. Þar með voru þau örlög ráöin, aö Sigriöur varö verndari hans alla hans ævi. Páll læröi hjá Margréti Bjarnadóttur frá Reykhólum. Hann varö liötækur og gáfur hans náöu furöanlegum þroska, þó ekki yröi hann eigin húsbóndi. örstutter milli Brandsstaöa og Hamarlands. Þar bjó ungur örlyndurbóndi, Stefán Jónsson úr Strandasýslu. Ótal sinnum lágu saman leiðir þeirra sem sinntu búsmala og ráku erindi. Ljós- móöirin á Reykjanesi, Ingveldur Pétursdóttir, sagöi seinna svo frá þegar Stefán hóf máls viö hana: ,,Ég veit þú heyrir þaö sem talaö er. Þaö er satt. Ég á þaö. Ég bið þig aö sitja yfir henni.”. Sigriður var nálægt 17 ára aldri þegar dóttir þeirra, Þórey Jónína Stefánsdóttir, fæddist. Aöur hraktist Stefán meö slna fjöl- skyldu i fjarlæga sveit og kom ekki meira viö sögu þeirra mæögna. Sigriöur sætti ótrúlegri haröýögi af fööur sinum og leiö nauöþegar fastast svarf aö vegna strangleika hans. En styrkur hennar sjálfrar var þvilikur, að óbuguö kom hún úr þeirri raun eins og öðrum. Dóttir hennar var tápmikil og hörö af sér. Undra- fljótt snerist tafliö viö. Hjálmar varö blindur og þar kom aö varla mátti Þórey sleppa af honum hendi. Aftur kom skriö á atburöa- rásina. Þegar Þórey var nálægt 10 ára aldri fluttist Jón Nielsson frá Hafnarhólmi á Selströnd aö Brandsstööum sem unnusti Sigriöar. I vorþeynum 1928 féll heytorfsspilda ofanyfir Hjálmar bónda og lét hann þar lifiö. Blind- an haföi duliö honum háskann sem dómgreind sjáandi manns hlaut aö skynja. Þvi fór sem fór. Þetta dauösfall dró þann dilk á eftir sér, aö Brandsstaöafólkiö var svipt jarönæöinu voriö 1929 og átti engra kosta völ nema aö fara i vinnumennsku. Þá var sonur Sigriöar og Jóns, Gunnar Hjálm- ar,á fyrsta ári. Þau fengu aö halda hópinn i vistinni hjá Magnúsi Ingimundarsyni á Miöjanesi, nema Páll, sem var á næsta bæ þaö eina ár. Voriö eftir fengu þau jarðnæði i Múla i Þorskafiröi. Þar héldu þau hóp- inn sex saman. Þó þetta væru kreppuárin þá grunarmig aö árin á Múlakoti, eins og alltaf var sagt, hafi veriö árin sem Sigriöi leiö best. Þetta var sterkliðað heimili. Jón ogPáll á besta aldri. Sigriöur sjálf liföi þar mestu þrek-og manndómsár sin. -Guö- rún móöir hennar enn til trausts og halds innanbæjar og Þórey aö breytast úr tápmiklum unglingi i fullþroskakonu.En Múlakotsárin urðu færri en varöi. Þórey giftist Þóröi Andréssyni frá Þórisstöð- um og bjuggu þau á Hjöllum. Leiöir skildi að fullu þeirra Jóns og Sigriöar og hann var einbúi uppfrá þvi. Banalegu Guðrúnar bar aö á Hallsteinsnesi þar sem fjölskyldan var skamma hriö. Guörún Snæbjörnsdóttir var fágæta merkileg kona. Friö haföi hún veriö. Listfeng til handanna, söngvin á kvæöavisu og kunni hverjum betur „stemmur”. Til hennar sótti Jón Leifs suma dýr- gripi sina. Guörún rtálgaöist aö vera förukona í fátækt sinni og ók mjög seglum eftir vindi. Eitt af þvhsem henni var best gefiö, var sagnalist, einkum hinna nær- göngulustu sagnanna. Þar var af auði aö ausa en engri fátækt. Nærvera hennar var skóli sem sagöi sex. Aldrei vissi ég minna hvaö dreif á daga Sigriöar en þau ár sem hún var á Hjöllum hjá dóttur sinni. Þar kom, að Þórður tengdasonur hennar veiktist af berklum og fór a heilsuhæli. Heimiliö leystist upp, leiöir skildi hjá Þóröi og Þóreyju en Sigriöur vó allt uppá sinn veika arm: Hún setti saman heimili fyrir dótturdætur sinar þrjár og Gunn- ar son sinn og Páll fylgdi henni eins og ætlö, bróöir hennar. Sein- ast man ég Sigriði hér fyrir vest- an 1947, eins og fyrr er aöeins vik- iö aö. Aöeins viö og viö skiptumst viö áorðum meöan þessi barátta var ströngust, en það vissi ég, aö þá lagöí hún mikiö á sig og neytti allra krafta. Þegar Klemens Kristjánsson á Sámsstööum var oröinn tengda- sonur Sigriöar H jálmarsdóttur þá læröi hann manna best aö meta mannsparta hennar og varö henni innan handar. A Framnesvegin- um mun ævi hennar hafa batnaö, enda fóru fósturbörnin senn aö fljúga úr hreiðrinu og ævi Palla mállausa var á enda. Sigriöur Hjálmarsdóttir bar byröar fjög- urra kynslóöa og þess er ég viss, aö eitthvaö hélt hún i hönd með fimmtu kynslóöinni. Til aö inna þvilikt ævistarf af höndum meö heiöriogsóma þarf mikið þrek og sterkan vilja. Sigriöur var snillingur i hönd- unum eins og þær mæögur allar. Hún var gædd fleiri listhneigöar- gáfum. Þannig lá opiö fyrir henni aö leika á hljóöfæri. Telpan i hjáleigukotinu gekk beint að stofuorgelinu á prestsetrinu og lék á það töfrum tekin. Þessi hæfileiki féll og I hlut sonar henn- ar. Sigriður hafði ekki yfirburöi i frlöleik en sómdi sér meö ágæt- um, stæðileg kona og vel vaxin, bar góöan þokka meö tiginmann- legu yfirbragöi. Mest finnst mér þó núoröiö til um skapstyrk henn- ar, skarpskyggni, dug og æðru- leysi. Oft miðlaöi hún samferða- fólkinu þessu angurbliöa brosi sem var sérkenni hennar. Stund- um var þaö bros I augunum lika, en stundum áttu augu hennartil aö sjá I gegnum nærstadda og þeir hlutu að finna aö hugur þeirra var lesinn. Kona meö gáfur af þannig tagi átti oröiö mikla li'fsvisku samfara allri sinni dýrkeyptu lifsreynslu. Ég var handgenginn Brands- staöafólkinu á barnsárunum, þvi oft var þar að fá hjálparhönd. Jón Nielsson kom fyrst hingaö á bæ og hér kynntust þau. Hann var mér barni afargóöur og áriö sean þau voru mér samtlða hér á mi'nu bernskuheimili varö til að rót- festa fyrri vináttu. Máltækiö segir aö svo fyrnist ástir sem fundir. Það ásannast misvel éf ég má dæma eftir hugarþeli minu, þvi samblandi af vinarþeli og virðingu gagnyart Siggu frá Brandsstööum, sem ekki hefir fölskvast á mörgum löngum áratugum. Þaö var lang- ur og bjartur sá vordagur fyrir fáum árum, þegar ég var gestur hennar á Baldursgötu 29. Seinast sáumst við á sklrdag 1978 ef ég man rétt, á samkvæmi fyrir roskna sýslunga hjá Barö- strendingafélaginu. Mikiö bar hún aldurinn vel áttræö erfiöis- konan. Bein, mjúk 1 hreyfingum, brosiö og röddin héldu ellinni enn i fjarlægö. Mikið er gott aö muna slika konu og mikiö er sjálfsagt aö heiöra minningu hennar lifs og liöinnar. Játvaröur Jökuil Júliusson. Útvarpsskákin Hv.: Hanus Joensen Sv.: Guömundur Agústsson. Hvitur lék i gær: 19. Db3 Vinningur í merkjahappdrætti berklavarnar dagsins 7. október sl. kom á númer: 29386 S.Í.B.S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.