Þjóðviljinn - 21.10.1979, Síða 23

Þjóðviljinn - 21.10.1979, Síða 23
,*40*t<* ''ír&y-'-f •'/■'K 4tt - v •- íj.íí,*? ->?y •fcMfcer 1*79 WéÐVIUINN — MDA 23 Pétur postuli Þessa mynd sendi Berglind Heiðarsdóttir, 6 ára. Hún á heima á Hæli í Austur-Húnavatnssýslu.- Margir krakkar hafa sent Kompunni mynd af Pétri postula og þau vita öll, að hann hét í raun og veru Símon en Jesús gaf hon- um þetta nafn, þvi hann átti að vera eins og klett- ur í starfi sínu. Athyglisvert er það að engum hefur dottið í hug að teikna Pétur sem fiskimann, en það var hann áður en hann gerðist lærisveinn Jesú, eða þá með lyklakippu við beltið, því eins og allir vita gætir hann lykla himnaríkis og er stundum kallaður Lykla-Pétur. Þær fá kort frá Kompu Steinunn Arndís Auðunsdóttir, Eyri,Mjóa- firði í Reykjafjarðar- hreppi sendi rétta lausn á Talnaleik og Berglind Salvör Heiðarsdóttir, Hæli, Austur-Húnavatns- sýslusendi rétta ráðningu á krossgátunni og mynd af Pétri postula. Helga Aðalheiður Jónsdóttir, Hrauntungu 16, Kópavogi sendi svar við myndagát- unni í síðasta blaði. Auk þess sendi hún smellna sögu um Karlinn í tungl- inu og mynd líka. Það getið þið séð í næsta blaði, en svarið við gátunni kemur ekki fyrr en í næstu Kompu. Kannski fáum við fleiri svör og skemmtilegt efni með. Teikning er nú valgrein í 9. bekk Uppi í risi í Austur- bæjarskólanum hefur verið útbúin stofa handa þeim sem hafa valið sér teikningu Í9. bekk. Stofan er hentug til þessa með þakgluggum svo Ijósið fellur ofan á teikniblöðin og birtan er því góð. Kakkarnir geta farið þangað upp hvenær sem þau hafa tíma og gripið í myndina sína. Kompan spurði Jón E. Guðmundsson teikni- kennara hvernig honum líkaði þessi tilhögun. Jón E. Guömundsson: Þetta er fyrsta árið sem ég fæ til kennslu krakka sem hafa valið sér teikn- ingu. Þau eru bara úr 9. bekk. Hér finnst mér far- ið að eins og á að gera. Þetta eru börn sem ég er búinn að hafa síðan þau voru níu ára gömul, svo ég gjörþekki þau. Þessir krakkar eru með hæfi- leika og ég fæ nú tækifæri til að segja þeim til. I hópnum eru tólf börn. Þau fá að kynnast þeim efnum sem venjulega eru notuð í myndlist. Ég byrja með blýant, síðan tökum við teiknikolið fyrir, þá vatnsliti og svo olíuliti, en þá er ætlunin að vinna töluvert úti ef tir því sem veður leyfir. Og loks ef við komumst yfir það fá þau að kynna sér dúkskurð líka. Það er mikils virði að eitthvað er gert fyrir þá Dóra Berglind Sigurðardóttir, 15 ára, i 9. bekk S Dóra Berglind Sigurðardóttir, 15 ára, í 9. bekk S. Kompan: Hversvegna valdir þú teikningu? Dóra: Mér finnst bara gaman að teikna. Kompan: Ferðu upp í risið í frítímum? Dóra: Nei, ég hef aldrei farið nema í teiknitímum sem eru á miðvikudögum. Tveir tímar. Kompan: En teiknar þú ekki heima? Dóra: Jú, stundum — það sem mér dettur í hug. Kompan: Lestu myndasögurnar í blöðunum? Dóra: Já, mérfinnst Foldagóðog Stína og Stjáni. Kompan: Hvað ætlar þú að gera næsta vetur? Dóra: Ég veitekki — ég er ekkert búin aðákveða. sem eru með listræna hæfileika. Það hefur löngum verið svo- að teikningin hefur ekki skipað sama sess og bók- legu fögin, hún var köiluð aukafag og galt þess oft við gerð stundatöflunnar — teiknitímarnir stund- um á versta tíma dagsins. Þetta er í áttina, en nú f er ég bara að hætta kennslu, á ekki eftir nema 4 eða 5 ár. En ég er glaður yfir því að hafa fengið tæki- færi áður en ég hætti. Það er vissulega nokk- ur tilkostnaður í sam- bandi við þetta — en í vor þegar við höldum skóla- sýninguna fær fólkið að sjá árangurinn sem við höfum náð við þessi starfsskilyrði. Ólafur Guðbjörnsson S (samfélagsfræði) Ölafur Guðbjörnsson, 15 ára, er í 9.S (sam- félagsfræði). Kompan: Hvers vegna valdir þú teikninguna? ólafur: Það er gaman að teikna Kompan: Hefur þú farið í teikniskóla? ólafur: Þegar ég var 12 ára var ég í Myndlista- skólanum við Freyjugötu í leirmótun, en það var litil teikning. Kompan: Hvernig finnst þér þetta hérna? ólafur: Það er mjög skemmtilegt. Kompan: Notfærir þú þér það að geta skroppið hingað upp þegar þú átt frí? ólafur: Já, ég fer hingað oftast þegar ég hef tíma. Ég fór til að mynda í daa oq vann við mynd- ina mína í hálftíma, það var hálftíma, hjá mér. Kompan: Teiknar þú mikið heima? ólafur: Ég hef gert það, en það er verið að endur- byggja húsið heima, svo ég hef enga aðstöðu til að teikna þar í vetur — þess vegna skiptir það mig miklu máli að fá þessa aðstöðu í skólanum. Ég er þakklátur fyrir hana. Jón er góður kennari. Kompan: Ferðu oft á málverkasýningar? Ólafur: Já, ég gerði þaðoftáður, en nú hef ég svo lítinn tíma út af skólanum. Kompan: Er einhver sýning þér minnisstæð? ólafur: Ég varð afskaplega hrifinn af sýningu Errós á Kjarvalsstöðum á síðustu Listahátíð. Ég fór oftar en einu sinni á hana. Erró hefur svo ofsalegt hugmyndaf lug. Svovar ég Ifka hrif inn af sýningu Einars Hákonársonar. Kompan: Heídur þú áfram næsta vetur? ólafur: Ég fer í auglýsingateiknun f Handíða og myndlistaskólanum og verð þar í f jögur ár. Umsjón: Vilborg DagbjartscJóttir

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.