Þjóðviljinn - 03.11.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.11.1979, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. nóvember 1979 AÐALFUNDUR Taflfélags Reykjavíkur, 1979 verður haldinn að Grensásvegi 46, föstu- daginh 9. nóvember kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Stjórnin. Selfoss — Kjörskrá Kjörskrá til Alþingiskosninga er fram eiga að fara 2. og 3. desember n.k. liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrif- stofu Selfoss Eyrarvegi 8 alla virka daga frá 3. nóvember til 17. nóvember n.k. frá kl. 9-12 f .h. og 1-4 e.h. þó ekki á laugardög- um. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist skrifstofu bæjarstjóra eigi siðar en 17. nóvember n.k. Selfossi 31. október 1979. Bæjarstjórinn á Selfossi. » í dag kl. 16:00 Norski rithöfundurinn Liv Költzow kynnir verk sin og les upp. Sýningin „Finnskar rýur og skartgripir” i sýningarsölum hússins er opin kl. 14:00 til 19:00. NORRÆNA Verið velkomin HUSIO /_ Nóvemberfagnaður MIR Félagið MÍR, Menningartengsl Islands og Ráðstjórnarríkjanna, minnist 62 ára afmælis Októberbyltingarinnar með síðdegissamkomu í Þjóðleikhúskjallaranum sunnudaginn 4. nóvember kl. 14.30. Ávörp flytja Mikhaíl N. Streltsov sendiherra og dr. Ingimar Jónsson, Baldvin Halldórsson leikari les upp og Anna Júlíana Sveinsdóttir syngur einsöng við undir- leik Láru Rafnsdóttur. Kaff iveitingar og skyndihappdrætti um eigulega listmuni og minjagripi frá Úkraínu og Kazakhstan. öllum heimill ókeypis aðgangur meðan hús- rúm leyfir. MIR ' ' ' —............. Tökum aó okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smið- um eldhúsinnréttingar, einnig viðgerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila. TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, sími 41070 Valþór Stefánsson læknanemi Blekking með tölum? Ríkisstjórn Geirs á bæði fyrsta og annað sæti í verðbólgumetum. Met íhaldsins eru 10 til 13% hærri en verðbólgutoppar vinstri stjórna 54.5% ' (rf'irsstjóm 4 ár 1974-1978 Meðalverðbólga: 11.15% □\ instri stjórn 3 ár 1 ár 1971-1974 og 1978-1979 Meðalverðbólga: 41.4% 13% fe & 20.0% i co s i 41.9% •S S» w> Eitt af þvi sem stjórnmála- menn nota hvað mest í rökstuðn- ingi sinum eru prósentutölur og eiga þá einkum við um verðbólgu. Þetta er bagalegt, þvi að margir þeirra kunna annað hvort ekki að fara með slika útreikninga eða ætla sér fyrirfram að blekkja al- menning I þeirri trú, að almenn- ingur sjálfur kunni ekki aö reikna út verðbólguna. En þetta getur sérhver ráknisfær maður gert ef hann vill og tölur tala sinu máli séuþærréttútfæröar. Eftir fyrir- mynd Sigurvins Einarssonar, sem er mjög töluglöggur maður, fékk ég mér Hagtiöindi siðastlið- inna 8 ára og settist við að reikna. Þetta getur þú lesandi góður einnig gert. Réttast er aö velja framfærsluvisitölur, sem gefnar eru upþ i ágústmánuði, þvi um þaðleyti hafa stjórnarskipti orðið á þvi timabili, sem hér um ræðir. A þann há tt kemur gleggst i 1 jós á reikning hverrar rikisstjórnar verðbólgan skrifast. Tökum sem dæmi verðbólgunai seinni vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar: Framfærsluvfsitalan i ágúst 1979 var 1649 stig, en i ágúst 1978 var hún 1162 stig. Hækkunin frá 1162 stigum upp i 1649 stig nemur 41.9%, sem er þá verðbólgan það árið ( (100x1649:1162)% — 100% = 41.9%). A stöplaritinu hér við hliðina eru niöurstööur minar. Fyrri vinstri stjórn Ólafs Jóhann- essonar sat frá árinu 1971 til 1974 eða 3 ár, en sú seinni haföi setiö i u.þ.b. ár nú i ágúst 1979. Vinstri stjórnir Ólafs hafa því setiö i samtals 4 ár. Meöalverðbólga á ári fyrir þessi 4 ár var 29.2%. Stjórn Geirs Hallgrimssonar sat frá árinu 1974 tíl 1978. Meðalverð- bólga á ári fyrir þeta 4 ára tíma- bil hans var 41.15%. Þessar tölur tala sínu máli, sérstaklega ef þú, lesandi góður, fullvissar þig um að þær séu réttar. Greinilega má af þessu álykta, að engin töluleg rök séu fyrir þvi, aö sjálfstæöismönnum gangi bet- ur aö ráöa við verðbólguna en vinstri mönnum nema siður sé. RikisstjórnGeirsá bæði fyrsta og annað sætið i veröbólgumetum, 10-13% hærri en hæstu verðbólgu- toppar vinstri stjórnanna. Þess má að lokum geta, að margir stjórnmálamenn hafa fullyrt, aö fyrrivinstri stjórn ólafshafi skil- Unglingasaga frá Afríku Út er komin á vegum IÐUNNAR unglingabókin Hlé- barðrnn eftir danska höfundinn Cecil Bödker. Margrét Jónsdóttir þýddi. Saga þessi gerist i Afriku og segir frá hugrökkum dreng, Tiberó, sem leggur af staö tíl að vinna bug á hlébaröanum ógur- lega sem rænir bændur kálfum sinum. Lendir hann i ýmsum mannraunum á leið sinni sem vænta má. Cecil Bödker er virtur barna- bókahöfundur. Hlaut hUn verð- laun í barnabókasamkeppni dönsku akademiunnar fyrir bók- ina Silas og svarti hesturinn. ið viö með um 55% verðbólgu. Þetta er greinilega alrangt. Eig- um við aö láta blekkja okkur svona meö tölum? Ég hvet al- menning til að veita stjórnmála- mönnum aöhald I þessum efnum. Valþór Stefánsson læknanemi. Hlébarðinner 164 bls. Oddi prent- aði. Bækur um forfeöur mannsins Bókaútgáfan Fjölvi er að gefa út safn bóka um forsogu manns- ins og sögu elstu forfeðra nútima- mannsins. Út eru komnar þrjár bækur. Frumlifssagan rekur upphaf lifsins og lýsir hinu fjölbreytta lífi fornaldardýra þeirra, sem enn gera tilraun til að lifa i þjóðsögum ýmissa þjóöa. Þá eru komnar út tvær bækur um forfeður manns- ins — Neanderdalsmanninn og Krómagnonmanninn, en við erum skilgetnir afkomendur beggja. Krómagnonmaöurinn var næsta svipaður mannkyninu eins og það nú er, hann ber og ábyrgð á hin- um merku listaverkum sem fund- ist hafa I hellum á Spáni og I sunnanverðu Frakklandi, og eru þeim aö sjálfsögðu gerð mikil skil I bókinni. Bækurnar eru riku- lega myndskreyttar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.