Þjóðviljinn - 03.11.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.11.1979, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. nóvember 1979 1' Samtök herstöðvaandstæðinga Auglýsingasími Þjóðviljans er 81333 Bergmann * bókmenntir Kjarvalsstaöir Barnabókasýningunni lýkur á sunnudaginn Dagskrá kl. 15 laugardag og kl 15 og 17 á sunnudag A sunnudag lýkur á Kjarvals- stöðum alþjóðlegri barnabóka- sýningu, sem staðið hefur frá 20. október. A sýningunni eru barna- bækur frá 72 löndum en auk þess barnabókasafn með útlánsdeild og lestraraðstöðu. Góð aðsókn hefur verið að sýningunni og um helgina verður þar ýmislegt um að vera. A laugardag kl. 15 er dagskrá frá Þjóðleikhúsinu sem nefnist „Börn I bókum” og verður lesið og leikið úr þekktum barnabók- um. Á sama tima er sögustund i barnabókasafni. Á sunnudag er dagskrá nemenda úr 8.J úr Langholts- skóla. „Litið fer fyrir litlu blómi”, — kynning á verkum Kristins Reys. A sama tima er sögustund i barnabókasafni. Kl. 17 kemur Leikbrúðuland i heim- sókn á barnabókasafnið. Thorvaldsenfélagið: Lokaúthlutun úr Gjafasjóði Á 100 ára afmæli Thorvaldsens- félagsins árið 1975 stofnaði félag- ið sjóð, „Gjöf Thorvaldsens- félagsins”, með 10 miljónum króna, I því skyni að styrkja til framhaldsnáms erlendis þá, sem sérmennta sig til starfa á stofn- unum til dvalar, kennslu og þjálf- unar vanheilum og afbrigðilegum börnum og unglingum. Alls hafa 57 umsækjendur hlotið styrki úr sjóðnum fra stofnun hans samtals að upphæð kr. 14.775.000.-. Sé miðað við fram- færslukostnað á þeim timum, sem úthlutanir fóru fram á, eru þær að verðgildi i ár kr. 25.832.000.-. Lokaúthlutun úr gjafasjóðnum fór fram i miðjum ágúst s.l„ og hlutu eftirtaldir námsstyrki að þessu sinni: Anna Karin Júlíussen, Dóra Júliussen, Eyrún Isfeld Gísladóttir, Guðrun Sigurðardóttir, Gyða Haralds- dóttir, Helga St. Guðmundsdóttir, Jóhann Thoroddsen, Karl B. Benediktsson, Karla Kristvins- dóttir, Matthias Viktorsson, Rósa Steinsdóttir, Signý Einarsdóttir og Þorbjörg Sigurðardóttir. Landsráöstefna Samtaka herstöövaandstœöinga Dagskrá kvöldvöku t Félagsstofnun stúdenta kl. 20.30 í kvöld. Pétur Gunnarsson rithöfundur flytur ávarp. Bubbi Morthens „trúbador” syngur frumsamin kvæði. Vésteinn Lúðviksson rithöfundur les brot ur ófullgerðri skáldsögu „Eirikur Striðsson.” Anna Einarsdóttir leikari flytur „Fljúgandi fiskisögu” Ninu Tryggvadóttur i máli og mynd- um. Elfa Gisladóttir leikari flytur frumsaminn þátt um hersetuna. Tónofin ljóð: Ljóðaflutningur við hljómlist eftir Sigurð Rúnar Jónsson. Flytjendur: Ingibjörg Bjöms- dóttir, Ragnheiður Arnardóttir, Jón Yngvi Ingvarsson, Kolbrún Halldórsdóttir og Silja Aðal- steinsdóttir, ásamt hljómsveit undir stjóm Sigurðar Rúnars Jónssonar. Kynnir: Sigurður Rúnar Jóns- son. Að sjálfsögðu skemmta kvöld- vökugestir sjálfir með söng og að lokum verður stiginn dans. Bernskufögnuður og myrk öfl blóðsins Sigurður A. Magnús- son: Undir kalstjörnu. Mál og menning 1979. Þessi endurminningasaga segir frá fyrstu æviárum drengs sem „dettur inn i veröldina með eftirminnilegu öskri einn dag siöla vetrar I það mund aö heimskreppan mikla er að byrja að naga rætur allsnægtatrésins vestur i Ameríku”. Henni lýkur þegar hann missir móður sina sem hefur verið berklaveik ár- um saman, þá er sögumaöur að- eins niu ára. Endurminningar frá bernsku- árum eru einatt taldar þakklát- ur efniviöur, enda hafa úr þeim verið unnar margar ágætar bækur. Þessi þakkláti efniviður er ekki sist tengdur ferskleika skynjunarinnar, fögnuði þess sem er að uppgötva heiminn. Frá þeim fögnuði hefur Sigurö- ur margt skemmtilegt að segja, allt frá þvi að sögumaður hans leggur I fyrsta skipti út i heim- inn og hefur skituga kolapoka upp úr krafsinu og þegar hann sér sig allan svartan í framan af kolaryki segir hann þessa eftir- minnilegu setningu: „Breytist maður svona við að fara langt aö heiman”. Við kynnumst lfka viðleitni ungs drengs til að út- skýra fyrir sér náttúru fyrir- bæranna — englanna, sálnanna, draumanna — og ekki skal held- ur gleymt að lofa það sem rifjað er upp af viðleitni verðandi rit- höfundar til að skilja innri gerð orðanna: er ekki kommúnismi skyldur kommóöunni I stofunni? Af þessu sama kyni eru ljóðræn- ir kaflar sem lýsa samþættingu draums og veruleika i hávöxnu andi, hún er á berklahæli og sár söknuður eftir henni blandar dagana beiskju. Ekki bætir það úr skák að faðir drengsins gerir tveim systrum móöurinnar börn. 1 lýsingunni á þessu undarlega fjölskyldulifi finnst lesanda einatt sem höfundur sé kominn á ystu nöf með miskunnariausa hreinskilni — en einhvernveginn er þaö samt svo, aö honum tekst að komast hjá falli. Honum tekst einnig aö komast hjá tilgerð eða ólikinda- látum 1 lýsingunni á þeim stund- um sem erfiöastar eru I lifi þessa hálfgerða munaöarleys- ingja. Sigurður A. Magnússon gerir margt ágætlega i uppmálun bæði vongleði og sálarangistar, ekki slst þar sem hann stefnir beint að þvi að rifja upp, setja sig i spor Jakobs litla Jóhannes- sonar. En stundum finnst les- anda frásögnin trufluð ónota- lega meö einskonar fræðilegum útskýringum á atburðum og háttalagi bernskunnar, glósum úr sálarfræði og félagsfræöum. Tökum dæmi: „í minu dæmi urðu hestarnir sú orkulind sem efldi mig til átaka við fjandsam- legt umhverfi og vaxandi innra öryggisleysi”. Eða þetta hér um næmi átta ára drengs: „Skynfæri hans eru ekki orðin sljó af sibylju vanans né heldur hefur hugsun hans koðnað af sérgildum viðhorfum eða arf- tækum forsendum”. Eitthvaö af þessu heföi mátt missa sig. Fyrir utan sögumann sjálfan er faðir drengsins fyrirferðar- mest persóna. Þar hefur verið dregin upp eftirminnileg lýsing Framhald af bls. 17 grasi — og svo fyrsta reynslan af listsköpun, þegar nokkrir krakkar komast að þvi, að þaö er tilvaliö að nota hænsnakofa sem einn vegg vantar á sem leikhús. En þvi fer svo fjarri að lif hins unga sögumanns líði áfram i skemmtan og birtu. Hvað eftir annað teygja myrkir skuggar sig inn i þessa bernsku og skilja eftir sig illan grun: „mér fannst þá og oft siðar... aö við værum ofurseld myrkum öflum blöðs- ins sem brytust fram fyrirvara- laust eins og stormviðri og eng- inn réði við fremur en höfuð- skepnurnar”. Lif drengsins er ekki öfundsvert, þvi fer fjarri. Hann elst upp I sárri fátækt og fylgir henni háski og ömurleiki ekki aðeins allt um kring og i sjálfu lifi fjölskyldunnar. Móðir drengsins er lengst af fjarver- Sorp- og sjó- kœlingar- gámar Iðntæknistofnun Islands hefur hannað sorpgám úr trefjaplasti, i samvinnu viö borgarverk- fræðinginn i Reykjavik. Ætlunin er, að framleiðsla þessara gáma geti m.a. orðið sumarvinnuverk- efni fyrir skóiafólk. Þá hefur Iðntæknistofnunin og, — i samstarfi við Vélsmiðjuna Norma, hannað sjókælingargám. Hafa tveir slikir gámar verið smiðaðir. Tilraunir Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins með notkun gámanna við veiði og vinnsiu á kolmunna hafa gefið góöa raun. -mh§ Vésteinn Liiðvfksson Elfa Glsladóttir Siguröur Rúnar Jónsson Bubbi Morthens Silja Áðalsteinsdóttir Pétur Gunnarsson 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.