Þjóðviljinn - 08.11.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.11.1979, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. nóvember 1979 'ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Húsbrot lögreglunn- ar hjá leigjanda: Skýrslu- tökur hafnar I gær voru hafnar skýrslutökur I kærumálinu gegn lögreglunni I Reykjavik en eins og Þjóöviljinn skýröi frá I gær brutu þrir lögregluþjónar upp leiguibúö um miöja nótt aö beiöni húseiganda án þess aö afla sér nauösyniegra heimilda til húsbrots. Þórir Oddsson deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu rikisins sagöist i gær litiö geta sagt um málið aö svo stöddu, en ljóst væri aö þarna heföi ekkí veriö farið alveg aö lögum. Rannsóknin ætti ekki aö þurfa aö taka langan tima. Skýrslur voru teknar af kærendum og einhverjum ibúum hússins I gærdag. — AI Slysadeild flutt í nýtt húsnæði Slysadeild Borgarsjúkrahúss- ins hefur aö hluta til fiv.tt i nýtt húsnæöi, sem er 2. hæö göngu- deildarálmu Borgarsjúkrahúss- ins og standa vonir til aö slysa- deildin öli veröi komin i nýtt húsnæöi strax I byrjun næsta árs. Þaö er sú deild slysadeildarinn- ar sem nefnist endurkomudeild, sem flutt er I nýtt húsnæöi og veröur til bráðabirgöa á 2. hæö en flyst á 3. hæö þegar slysadeildin öll flyst i húsiö. Funda og kennslusalur á 1. hæö hússins hefur þegar veriö tekinn I notkun, en nú er unniö aö frá- gangi sjúkrabflainnkeyrslu, frá- gangi á fatageymslu á 1. hæö og tengibyggingu á 3. hæö og er gert ráö fyrir aö þessum framkvæmd- um ljúki á þessu ári. A árinu 1980 er gert róö fyrir aö ljúka þvi sem eftir er af göngu- deildarálmu Borgarsjúkrahúss- ms. — S.dór. Lúðvík á ftindi á Akranesi Alþýöubandalagiö i Vesturlandskjördæmi efnir til opins stjórnmálafundar i Rein á Akranesi næstkomandi sunnu- dag. Fundurinn hefst kl. 14, kl. 2 e.h. Aðalræðumaöur á fundinum er Lúövik Jósepsson formaöur Alþýöubandalagsins. Einnig flytja stutt ávörp á fund- inum frambjóöendur I efstu sæt- um G-listans i Vesturlandskjör- dæmi. Baldur Óskarsson fulltrúi á 12. þingi LIV: Ósæmilegt stéttarfélag Mikil átök urðu á þingi LIV 2.4. nóvember s.l. um aðild sambandsins um herferðina Viðskipti og verslun eins og fram kom i Þjóðviljanum í gær. Baldur óskarsson var fulltrúi VR á þinginu og var einn 10 manna sem lögðu til að aðild- inni yrði hafnað. Þjóð- viijinn hafði samband við Baldur og spurði hann nánar um þessi átök. Ég vil taka þaö fram i upphafi, sagöiBalduraöá þinginu vargóö samstaöa uA þá kjaramálaálykt- un sem samþykkt var en megin- atriöi hennar er aö leggja í kom- andi kjarasamningum megin- áherslu á aö ná fram verötryggö- um kaupmætti og hækka lægstu laun. — Hvernig stendur á þvi aö áróöursherferöin Viöskipti og verslun kom til umræöu á þing- inu? — Þannig er mál meö vexti að Félag ísl. stórkaupmanna, Verslunarráö, Kaupmannasam- tökin, Verslunarbankinn og Bil- greinasambandiö hafa ákveöiö aö efna til mikillar áróöursherferöar um þaö sem þeir kalla frjálsa verslun, óhefta verslunarálagn- ingu og fleira I þeim dúr sem viö þekkjum úr þessum herbúðum. Forystumenn VR og LIV haföu Þing Landsambands verslunarmanna: Verðbólgan ekki af vísitölubótum launa þingið skorar á öll aðildarfélög sin að segja upp kjarasamningum jrá áramótum Þing Landsambands verslunarmanna var haldlö i Stykkishólmi dagana 2. til 4. nóv. s.l. t kjaramálaályktun þingsins segir: „Þingiö beinir þvl til aöildar- félaganna, aö þau segi nú þegar upp gildandi samningum. Þingiö tekur undir þá megin- stefnu, sem mótuö var á kjara- málaráöstefnu ASÍ19. október s.l. Þingiö leggur megináherslu á „Opna kerfið” i reynd: Því midur, ráðherrann tekur ekki símann Reynt að ná sambandi við Vilmund Gylfason dómsmálaráðherra 1 hljóövarpinu I fyrrakvöld lýsti dómsmálaráðherra Vilmundur Gylfason yfir þvl, aö hann væri aö opna „kerfiö” fyrir almenning og fjölmiöla. í framtlöinni myndi aö- gangur þessara aöila aö ýmsu þvl sem lokaö hefur veriö til þessa, veröa auöveldaöur. Þessu fagnar áreiöanlega hver einasti blaöa- maöur á íslandi. 1 ööru slödegisblaöanna I gær er sagt frá þvl aö Vilmundur sé meö á prjónunum stofnun svo nefnds „skattadómstóls”. Vissulega for- vitnilegt mál. Undirritaöur geröi 5 tilraunir milli kl. 14.00 og 16.15 I gær til aö ná tali af dómsmálaráöherra Vil- mundi Gylfasyni I slma. Fyrsta svar var aö ráöherrann væri upptekinn og tæki ekki slma. Næsta svar var á sömu leiö. Þriöja svar: Ráöherrann er I simanum. — Má ég blöa? Nei, viö leyfum ekki aö beöiö sé eftir ráö- herrum I slmanum. 1 fjóröa sinn kl. 16.10 var sagt aö ráöherrann væri upptekinn I simanum og aö- eins 5 (fimm) mlnútum slöar, — þvi miöur ráöherrann tekur ekki simann meira I dag —. Þaö skal tekiö fram aö undir- ritaöur kynnti bæöi nafn og starfsheiti I hvert sinn sem hringt var, og I öll skiptin kannaði sá er I slmann svaraöi hjá stjórnarráö- inu fyrir mig hvort hægt væri aö ná tali af ráðherra. I gömlum visuparti segir: Þetta sem helsthann varast vann varö þó aö koma yfir hann. — S.dór Askriftarsími Þjóðviljans er 81333 þaö, aö trygging kaupmáttar og atvinnuöryggi eru höfuökröfur íaunpega viö næstu samninga- gerö. Kaupmáttur launa hefur rýrn- aö verulega frá þvl sem um var samið I samningunum I júnl 1977. Rýrnunin er vegna innlendra og erlendra veröhækkana, en ekki slst vegna stjórnvaldaákvaröana. Þingiö mótmælir þeirri rök- semdarfærslu aö veröbólgan stafi af visitöluhækkunum launa. Þaö áréttar þá skoðun sina, aö visi- töluhækkun launa sé eina tæki launþegans til þess aö tryggja kaupmátt launa sinna I óöaverö- bólgu. Haustiö 1977 jókst mjög mis- ræmi milli samninga verslunar- manna og annarra, sem vinna sambærileg störf. Nokkur árang- ur náöist til jöfnunar meö kjara- dómi I mai 1979. Þingiö tekur und- ir bókun fulltrúa verslunarmanna I kjaradómi varöandi þá staö- reynd, aö afgreiöslufólk nýtur mun lakari kjara en aörir sem vinna sambærileg störf. 1 kom- andi samningum veröur áhersla lögö á leiöréttingu á kjörum þessa fólks. Þingiö áréttar, aö I fjölmörgum veigamiklum kjaraatriöum standa verslunarmenn langt aö baki öörum, sem vinna sambæri- leg störf. Má þar m.a. nefna per- sónuuppbætur og sérstakar or- lofsgreiöslur. Mötuneyti og niöur- greitt fæöi jafnast eitt á viö u.þ.b. 10% af launum afgreiöslufólks I 5. launaflokki. Nauösynlegt er aö kanna, hvort æskilegt sé eöa mögulegt aö koma á hvetjandi launakerfum viö verslunar- og skrifstofustörf. Slöast en ekki slst leggur þingiö áherslu á þá meginkröfu, aö launataxtar sem samiö er um fyrir dagvinnu nægi til þess aö meðalfjölskylda geti lifaö af dag- vinnutekjunum einum.” Baldur óskarsson: Tiilagan var felld meö 35 gegn 29, en 5 seðlar voru auðir eöa ógildir. þegar ákveöiö aö veröa þátttak- endur I þessari auglýsingaherferö heildsala og kaupmanna og var m.a. lagöur fram á þinginu kynningarbæklingur þar sem kom fram aö VR og LIV væru aö- ilar þessara samtaka. — Uröu ekki margir fulltrúar á þinginu til aö mótmæla þessu? — Fjölmargir fulltrúar á þing- inu uröu til að mótmæla harölega aö stéttarfélag verslunarfólks væri meö þessum hætti aö leggja nafn sitt viö og þar aö auki veru- leg fjárútlát til þess aö auglýsa upp og reka áróöur fyrir samtök- um kaupmanna og heildsala m.a. þar sem hin félagslega verslun er ekki þátttakandi. Fjármunum stéttarfélaga væri betur variö til fræöslustarfsemi á eigin vegum svo sem félagslegrar þjálfunar verslunarfólks og siöast en ekki sist gætu kaupmenn og heildsalar rekiö sin áróöursstrlö sjálfir ef þeim þætti staöa sin 1 þjóðfélag- inu slæm. — Þiö lögöuö fram formlega til- lögu? — Já, ég ásamt Gunnari Halls- syni, Kolbeini Sigúrbjörnssyni, Heröi Steinbergssyni, Guömundi Björnssyni, Erlu Halldórsdóttur, Halldóru Vilhjálmsdóttur, Júli- önu Björnsdóttur, Asu Helgadótt- ur og Dagbjörtu Höskuldsdóttur lögöum fram svohljóöandi til- lögu: „12. þing LIV haldiö I Stykkis- hólmi2.-4.nóvember 1979 sér ekki ástæöu til aö gerast aöili aö, né leggja fé 1 herferöina Viöskipti og verslun og telur aö fremur sé ástæöa til aö efla eigin fræöslu- sjóö.” Þessi tillaga var felld meö 35 atkvæöum gegn 29 en 5 seölar voru auöir eöa ógildir. — GFf- Áskriftarsími 23060 HíjS & HíBÝLI kemur út á nýjan leik, stærra og betra blað. Kynningaráskrift að þremur tölublöðum er 3900 kr. Hringið og pantið áskrift. Tekið við pöntunum til kl. 10 á kvöldin. Sim- ar 23060 og 29985. FJÖLíXYLDAN &HIL. , hús&hibyu 1 NÖVEMöLR 1979VERÐKR. 1480.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.