Þjóðviljinn - 08.11.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.11.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 8. nóvember 1979 Fimmtudagur 8. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 sem stöövaöl fólksflóttann utan af Þaö var vinstri LÍIÐVÍK JÓSEPSSON formaður Alþýðubandalagsins Þaö hefir lengi veriö ógæfa vinstri manna aö vera dreiföir i marga stjórn- málaflokka og aö vera ósammála um ýmis aögreind og oft minniháttar atriöi þj óöm á la-ba rá ttunna r. Ósamkomulag vinstri manna, um ein- staka þætti hinna pólitisku mála, hefir þó ekki komiö i veg fyrir, aö flestir vinstri menn skilji og viöurkenni I reynd, aö þeir eiga sameiginlega afstööu til ýmissa grundvallarmálefna á sviöi stjórnmála. Vinstri menn eru félagshyggjumenn. Þeir styöja félagslega eign og félagslegan rekstur. Þeir styöja samtryggingu al- mennings I formi öflugra almanna-trygg- inga, atvinnuleysistrygginga og eftir- launatrygginga allra. Vinstri menn styöja skynsamlega sam- neyslu eins og á sviöi heilbrigöismála, menntamála og ýmissa sviöa félagsmála. Vinstri menn standa vörö um sjálfstæöi þjóöarinnar og berjast þvi gegn öllum er- lendum yfirgangi. Lúövlk Jósepsson: Vinstri menn! Þiö eigiö möguleikann. Þaö sem máli skiptir er aö láta ekki Ihaldsöflin tvistra okkur I marga flokka. Fyrir Alþýöubandalagiö var þaö harö- sótt aö koma þeim málum fram og undir- búa önnur, á sama tima og Alþýöuflokk- urinn og Framsókn lögöu i sifellu til aö setja yröi lög um kauplækkun og skerta verötryggingu launa. Vonbrigöi vinstri manna eru skiljanleg þar sem þeir sjá og finna hvernig Ihalds- öflin I landinu hafa enneinu sinni eyöilagt vinstri stjórn og lokkaö til sin hluta af þeim, sein áttu aö vera vinstri menn. Þaö sem máli skiptir nú fyrir vinstri menn er aö átta sig á því hvaö var aö ger- ast og hvaöa möguleikar eru nú fyrir hendi. Hvert stefnir Framsókn? Núverandi forystumenn Alþýöuflokks- ins hafa gjörsamlega afhjúpaö sig sem handbendi ihaldsaflanna. Vilmundur lýsir óhikaö yfir, aö hann telji viöreisnar- stjórnina gömlu bestu stjórn, sem hér hafi veriö. Vinstri menn þurfa ekki aö velta fyrir sér neinu um afstööu Alþýöuflokksins eins og nú standa sakir. Vinstri menn Vinstri menn telja sér skylt aö berjast fyrir málstaö þeirra, sem afskiptir eru i þjóöfélaginu, fyrir auknum launajöfnuöi, fyrir atvinnuöryggi og meö málstaö þeirra sem vinna aö réttlátari tekjuskipt- ingu. Vinstri menn hafna þeirri Ihaldskenn- ingu aö einkagróöasjónarmiö eigi aö ráöa athöfnum 1 þjóöfélaginu. Vinstri menn hafna erlendri stóriöju þó aö hún geti fært nokkrum einstaklingum gróöa. Vinstri menn mótmæla hernámsbraski. Vinstri menn berjast gegn óþarfa milli- liöum og öllu þvi sem veitir einstaklingum og fyrirtækjum aöstööu til aö féfletta al- menning. Ihaldsmenn kalla slika aöstööu „frelsi til athafna” en vinstri menn kalla slikt rangsnúiö frelsi, eöa arörán. Hér hefir lauslega veriö drepiö á nokkur mikilvæg málefni, sem vinstri menn eiga sameiginleg. Málefnisem tengja þá sam- an, málefni sem skilja þá frá hægri mönn- um sem trúa á „frelsi” gróöans og sem meta allan gróöa á sama hátt, þ.e.a.s. út frá þeirra einkahagsmunum. Vinstri ríkisstjórnir Nokkrum sinnum hefir tekist aö koma á vinstri rfkisstjórnum hér á landi. Þær hafa allar staöiö stuttan tima, en þó skiliö eftirsig umtalsveröan árangur á mörgum sviöum. Hér skal minnt á eftirfarandi: Þaö voru vinstri stjórnir, sem stigu áhrifamestu skrefin I stækkun fisk- veiöilandhelginnar, fyrst i 12 milur og siöan I 50 mflur. Útfærslan I þessi tvö skipti skipti sköpum og ruddi brautina fyrir framhaldinu. Þaö voru þessar tvær ákvaröanir tslendinga, sem vöktu heimsathygli og hafa hlotiö þá viöurkenningu erlendis aö hafa fyrst brotiö niöur3 mllna kenninguna og slöan 12 mflna regluna og leitt til viöurkenningar á þvi aö strandrikiö eigi fiskimiöin viö strendur sinar. Reynslan sýnir aö á timum vinstri stjórna hefir kaupmáttur launa risiö hæst hér á landi. Kaupmátturinn hefir hins vegar alltaf verið færöur niöur á tímum hægri stjórna. Vinstri stjórnir hafa lögleitt 40 stunda vinnuviku, stórbætt orlofslöggjöf, aukiö viö margvisleg félagsleg réttindi, stór- aukiö Ibúöabyggingar á félagslegum grundvelli, sett löggjöf um barnaheimili, gjörbreytt lögum um heilsugæslu og heil- brigöismál. Þaö var vinstri rikisstjórn, sem ruddi brautina meö kaupum á skuttogurum til hráefnisöflunar fyrir fiskiönaö og lagöi grundvöll aö þeirri atvinnubyltingu sem varö i frystihúsarekstri landsmanna. Þaö var vinstri stjórn, sem stöövaöi' fólksflóttann utan af landsbyggöinni og stöövaöi hina hættulegu fólksflutninga frá Reykjavik til útlanda. A tlmum vinstri stjórnarinnar 1971-1974 voru kjör aldraöra og öryrkja stórlega bætt og tekjutryggingaákvæöi trygg- ingarlaganna látin koma til fram- kvæmda. Og á þvl stjórnartimabili varö afkoma betri hér á landi en áöur haföi oröiö og betri en hún hefir slðan oröiö. Ariö 1973 skar sig úr sem eitt besta afkomu-ár al- mennings og atvinnuveganna. Fullyrðingar Ihaldsins um að allar vinstri stjórnir hafi brugöist, eru rangar. Skugginn sem á vinstri stjórnirnar fell- ur, er fyrst og fremst sá, aö vinstri menn höföu ekki skilning eöa framsýni til aö halda þeim stjórnum áfram lengur en raun varö á. I öll skiptin biluöu vissir vinstri menn. Ihaldsöflin náöu aö rugla þá og þeir gerö- ust, illu heilli, talsmenn hægri stefnu, hægriaögeröa. Vinstri stjórnin 1956-1958 bilaöi á þvi aö Framsókn kraföist þá launalækkunar hinna lægst launuöu I þjóöfélaginu. Þá eins og oftast stóö styrinn um afkomu hins almenna launamanns. Vinstri stjórnin 1971-1974 féll á þvl aö Samtök frjálslynda og vinstri manna bil- uöu. Þau létu undan áróöri ihaldsins. Fyrst höföu þau knúiö fram ástæöulausa gengislækkun samkvæmt kenningum hagfræöinga, sem siöan reyndust gjör- samlega rangar.Og I kjölfar óróleikans i Samtakamönnum kom svo Framsókn meö miklar kröfur um lækkun launa. Síöasta vinstri stjórn sprakk lika út af kröfu Alþýöuflokksins um lækkun launa. Vonbrigði vinstri manna Vinstri menn hafa skiljanlega oröiö fyrir miklum vonbrigöum meö stjórnar- slitin, sem Alþýöuflokkurinn knúöi fram nú I októbermánuöi. Vonbrigöin stafa einnig af þvl, aö sam- komulagiö I þeirri stjórn var allan timann harla lltiö. Auövitaö fór þaö ekki á milli mála aö siöasta vinstri stjórn var byggö á veikum grunni strax frá byrjun. Þegar stjórnin var mynduö lá þaö opin- berlega fyrir, aö Alþýöuflokkurinn vildi ekki vinstri stjórn, hann vildi stjórn meö Ihaidinu. Innan Alþýöuflokksins voru áhrifamenn, sem voru á móti stjórninni frá upphafi, eins og t.d. Vilmundur, Sig- hvatur, Bragi Sigurjónsson o.fl. Framsóknarflokkurinn var nýlega komin úr ihaldsstjórn, sem féll á kaup- lækkunarlögum.Hann kom sár og reiöur til stjórnarsamstarfsins og klifaöi I slfellu á aö nauösynlegt væri aö lækka umsamiö kaup. Slöasta vinstri stiórn kom þó nokkrum góöum málum fram og haföi auk þess I undirbúningi stórmerk mál eins og eitt raforkufyrirtæki fyrir allt landiö og ný húsnæöismálalög. En hvaö um Framsókn? Geta vinstri menn treyst henni? Framsóknarflokkur- inn hefir veriö þátttakandi I fyrri vinstri stjðrnum og hefir sannaö, aö hann er mislitur flokkur og vægast sagt ótryggur vinstri flokkur. En litum á þaö sem nær okkur stendur og afstööu flokksins til nokkura mála, sem nú eru ofarlega á dag- skrá. I siöustu rlkisstjórn studdi Fram- sóknarflokkurinn allar tillögur kratanna um kaupiækkun, einnig um lækkun á lægstu laununum. Sú staöreynd aö nú mæla lög svo fyrir, aö lægstu laun, undir 210 þús. krónum á mánuöi, skuli fá lægri veröbætur I prósentum 1. desember n.k. en hærri laun, eöa væntanlega 8% á móti 10%, staf- ar af þvl aö Framsókn knúöi þessa ósvlfni fram meö krötum og hótaöi aö slita stjórnarsamstarfinu aö öörum kosti. Alþýðubandalagið knúöi þaö fram, aö þessi kjaraskeröing á lægstu laun skyldi ekki veröa fyrstu 6 mánuöina frá gildis- töku efnahagslaganna eöa til 1. des. n.k. Afstaöa Framsóknar var og er sú aö leysa eigi veröbólguvandann á kostnaö launafólks. Um þaö eru tillögur Framsóknar. Framsókn studdi einnig kröfur kratanna um samdrátt.meö lækkun fjárveitinga til verklegra framkvæmda, og lækkun til félagslegrá mála. Framsókn hefir lýst yfir stuöningi viö nýjar erlendar stóriöjuframkvæmdir. Framsókn neitaöi á Alþingi meö Ihald- inu aö fram færi rannsókn á fjármálaum- svifum verktakanna á Keflavíkurvelli. Framsókn neitaöi aö standa aö fækkun banka. Framsókn hefir alltaf neitaö aö hróflaö yröi viö olíudreifingarkerfinu Framsókn hefir lýst yfir samstööu meö ihaldinu um breytingar á vinnulöggjöf- inni. Framsókn samþykkti méö Ihaldinu aö gefa mest alla verslunarálagningu frjálsa. Framsókn hefir lagt til, aö allir óbeinir skattar, eins og tollar, söluskattur og vörugjald veröi ekki látin hafa áhrif á kaupg jalds vísitölu. Og síðast en ekki sist stendur Framsókn alltaf þegar á reynir meö hernáminu og meö Nató-aöild. öll eru þessi atriöi, sem hér hafa veriö nefnd þess eölis, aö vinstri menn, hljóta aö hugsa sig vel um áöur en þeir treysta Framsókn fyrir málstaö sinum. Hvaða kost eiga vinstri menn? I upphafi þeirrar kosningabaráttu sem nú er hafin, er mikiö um þaö rætt, aö Sjálfstæöisflokkurinn muni mynda næstu rikisstjórn. Vel kann svo aö fara. Flestir telja llklegast, aö stjórn Sjálf- stæöisflokksins veröi meö krötum og þar meö veröi mynduö ný „viöreisn”. Þaö voru vinstri stjórnir, sem stigu áhrifamestu skrefin I stækkun fiskveiöilandhelginnar, fyrst 112 mflur og siöan I 50 milur. Þaö var vinstri stjórn sem ruddi skuttogaraöldinni braut og lagöi grundvöllinn aö atvinnu- byltingunni I íandinu. En vinstri stjórnin 1956-58 bilaöi á þvi aö Framsókn kraföist þá launalækkunar hinna lægst launuöu í landinu. Ekki skal þaö dregiö I efa, aö Sjálf- stæðisflokkurinn á völ á slikri stjórn, en vafasamt er aö honum þyki sllk stjórn fýsileg eöa líkleg til langra lifdaga. En ekki er heldur ósennilegt aö Sjálf- stæöisflokkurinn eigi völ á annarri stjórnarsamsetningu, þ.e.a.s. meö Fram- sóknarflokknum. Formaöur Fram- sóknarflokksins, Steingrlmur Hermannsson, hefir svaraö þvl til „aö hann úti'.Qki er.gar. möguleika”. Innan Framsóknar eru nú, eins ög oft áöur, sterk öfl, sem vilja samstjórn meö ihaiu- inu. Allir vita, aö forysta SIS vill hafa Framsóknarflokkinn I stjórn hvaö sem þaö kostar og helst meö Sjálfstæöis- flokknum. Sjálfstæöisflokkurinn og Framsókn eru sammála um kauplækkun, um nýja vinnulöggjöf, um „frjálsa verslunar- álagningu, um erlenda stóriöju, um stööu oliufélaganna, og um samdráttarstefnu og hávaxtastefnu I efnahagsmálum. Sjálfstæöisflokkurinn mun þvl mjög hvað er framundan? Reynslan sýnir aö á tlmum vinstri stjórna hefir kaupmáttur launa risiö hæst hér á landl. Vinstri stjórnir hafa lögleitt 40 stunda vinnuviku, stórbætt orlofslöggjöf, aukiö viö margvisleg félagsleg réttindi, stóraukiö Ibúðabyggingar á félagsiegum grunni, sett löggjöf um barnaheimili og gjörbreytt iögum um heilsugæslu og heilbrigöismál. En vinstri stjórnin ’71 og '74 féll á þvi aö Samtök frjálslyndra og vinstri manna biluöu og Framsókn fylgdi á eftir meö miklar kröfur um lækkun launa. allar vinstri stjórnir hafi brugöist eru rangar. 1 öll skiptln biluöu vissir vinstri menn. thaldsöfiin náöu aö rugla þá og þeir geröust, illu heilli, talsmenn hægri stefnu, hægri aögeröa. Slöasta vinstri stjórn sprakk Hka út af kröfu Alþýöuflokksins um lækkun launa. hugsa um, hvort hann eigi ekki heldur aö velja Framsókn en krata, þar sem sam- starfiö viö Framsókn sé áhættuminna og liklegra til aö haldast. Þetta er skoöun Björns Bjarnasonar, sonar Bjarna heitins Benediktssonar, sem nýlega skrifar I Morgunblaöiö, aö auö- veldara muni veröa fyrir Sjálfstæðis- flokkinn aö semja viö Framsókn en krata. Þessa stööu veröa vinstri menn aö gera sér ijósa. Komi Framsókn vel út úr kosningunum og ihaldið einnig, þá er næstum vist aö tekinn veröur upp þráöurinn frá 1978 meö kauplækkunarlögunum o.fl. — Þá kemur hér ný hægri-stjórn. Sú yfirlýsing Olafs Jóhannessonar I upphafi kosningabaráttu, aö enginn munur sé á hægriog vinstriboöar ekkert gott. — En hvaöa möguleika eiga vinstri menn þá? Er hægri stjórnin þegar ráöin? Veröur þar engu um breytt? Nei, svo illa erekki komiö Kosningarnar eru enn eftir, úrslitin liggja ekki fyrir. Möguleikar vinstri manna til aö hindra hægri stjórn og til að vinna á nýjan leik aö samstarfi vinstri manna, byggjast allir á stööu Alþýöubandalagsins og samstööu þess meö samtökum launafólks. Alþýðubandlagiö hefir sýnt, aö þaö er eini öruggi málsvari vinstri manna, þaö berst alltaf fyrir vinstri stefnu. 1 slöustu alþingiskosningum fékk Alþýöubandalagiö 14 þingmenn og um 28 þúsund atkvæöi. Þaö varö næst-stærsti flokkur landsins meö algjöra forystu yfir Framsóknarflokknum. Fái Alþýöubanda- lagiö I næstu kosningum 15-17 þingmenn og yfir 30 þúsund atkvæöi, eins og þaö á aö'• hafa alla möguleika til, þá mun þaö setja strik i allar stjórnarmyndunartilraunir ihaldsins. Slikt Alþýöubandalag á Alþingi I nánum tengslum við hin stóru og sterku samtök launafólks, mun gera alla hægri stefnu óframkvæmanlega. Viö slíkar aöstæöur veröa kratar hræddir og geta ekkert. Þeir veröa Ihaldinu eins og brotin hækja. Og Framsókn þorir ekki heldur. Hún veit þá, aö þaö vinstra sinnaöa fólk sem léö hefir henni fylgi, mun gera uppreisn og segja: hingaö og ekki lengra. Viö þessar aöstæöur kæmi upp staöa vinstri manna undir forystu Alþýöu- bandalagsins Eigi sú stefnan aö heppnast veröur slik forysta aö koma til. Vinstri menn! þiö eigiö möguleikann. Þaö sem máli skiptir er aö Iáta ekki ihaidsöflin tvistra okkur f marga flokka. í síöustu borgarstjórnarkosningum beittu vinstri menn þeirri baráttu-aöferö. Þeir fylktu sér um Alþýöubandalagiö. Arangurinn varö fall Ihaldsins I Reykja- vlkurborg. Af þeirri reynslu þurfa vinstri menn nú aö læra. vidtalldagsins Skilja nútímamenn Heilagan Frans frá Assisi? Kaþólskir menn á Islandi hafa gefið út mikla bók og fallega um Heilagan Frans frá Assisi. En heilagur Frans er einn mestur dýrðarmaður kirkjunnar og hefur verið lofaður fyrir að fylgja boðorði kærleika og fátæktar út í æsar. Texti bókarinnar var saman tekinn af sr. Frið- riki J. Rafnar á sínum tíma, en hann byggöi á riti Jóhannesar V. Jörgensens um dýrlinginn. En auk þess er bókin aukin mikl- um og glæsilegum mynda- kosti af stöðum og lista- verkum sem tengjast æfi Frans sem lést fyrir rösk- um 750 árum. Vitlaus maður? Torfi Olafsson deildarstjóri kemur manna mest viö sögu út- gáfu á vegum kaþólskra manna. Viö spuröum hann aö þvl, hvernig hann héldi aö nútimamönnum gengi aö skilja þá meinlætahug- sjón sem Frans frá Assisi er full- trúi fyrir. — Hvernig okkar tima fólki gangi aö skilja þennan undarlega mann? Nú er bókin byggö á göml- um frásögnum og ýmislegt I þeim gæti fengiö okkur til aö halda aö þetta hafi veriö þaö sem I dag- legu tali væri kallaö vitlaus maö- ur. Maöur sem stráir ösku yfir mat sinn til aö gera hann verri. Maöur sem hendir peningum á mykjuhaug ef honum voru fengn- ir. Maður sem kýs aö búa viö þrengsta kost sem unnt er aö hugsa sér. Hégómi Viö erum aö minnast 750 ára ártlöar þessa manns meö þvi aö gefa út þessa bók. En hann ætti aö mlnu viti mikiö erindi viö okkur hvort sem væri: viö erum aö hafna I öfgunum hinum megin. Eftirsókn eftir hlutum og munaöi er svo glfurleg aö maður skyldi ætla aö I henni væri llfshamingju aö finna. Því fer þó fjarri — þaö gerist ekki; ungt fólk er ekki ánægt þótt þaö lifi mjög vel miöað viö fyrri kynslóðir. Ég held aö eitt af þvl sem viö getum lært af Heilögum Frans sé einmitt þaö aö viö finnum ekki hamingjuna I þvl að salla aö okkur munaöi eöa glingri. Enda þótt okkur detti ekki I hug aö reyna allt þaö sem Frans geröi, þá getur fordæmi hans vakiö okkur til umhugsunar um aö þaö kynni aö vera rétt aö slaka á, hægja dansinn kringum gullkálfinn sem varaö hefur veriö viö allt frá timum Gamla testa- mentisins. Llf Frans er ábending um aö einfalt lif felur I sér meiri lifshamingju en allt glingriö. Reglan nú — I lok bókarinnar segir frá þvi, aö hreyfingin, reglan, sem Frans stofnaöi hefur stækkab mjög, og fara eftirmenn hans aö breyta til hver meö sinum hætti. Hvaö er af reglu hans aö frétta I dag? — Já sjálfur vildiFrans ekki aö bræöurnir ættu neinar eignir, hann haföi aukheldur tilhneigingu til aö takmarka lærdóm þeirra. En svo fór þaö sem einatt gerist, Torfi Ólafsson aö reglan varö rlk og lærö, á miklar eignir. Sjálfsagt getum viö ekki losnaö viö þetta. Systurn- ar I Stykkishólmi eru af þessari reglu. Og þaö er eins meö þær og aöra sem til grámunka eöa betli- munka teljast, aö þær eiga ekk- ert. En þaö er séö fyrir þörfum þeirra. En ef fjárráö reglunnar minnkuöu aö mun, þá ættu þær ekki aö hika viö aö betla eins og gert var fyrr á öldum. Aö því er varöar þau meinlæti sem Frans lagöi á sig og hans lærisveinar, þá er tilhneiging I kirkjunni nú til að vara viö sllkum aöferöum. Eöa eins og einn prest- ur sagöi viö mig: hann væri hræddur um aö meö sllkum aö- feröum væru menn aö refsa sjálf- um sér fyrir aö hafa brugðist þvi boðoröisem æöst er, kærleiksboö- orðinu. Móðir Teresa — En móöir Teresa I Kalkútta, er hún ekki arftaki Heilags Frans? — Jú, þaö finnst mér. Hún á um margt svipaða sögu, Hún hafnar fremur þægilegri vist I klaustur- skóla, fer allslaus út á götu til aö bjarga þeim sem eru alls vesælir, til aö llkna deyjandi fólki. Og þaö er athyglisvert, aö meö- an gömlu reglunum hnignar, þá er regla móöur Teresu I hrööum vexti. Hún starfar nú i 70 löndum, húsin eru oröin 143. Og siöast var opnaö hús reglunnar I Zagreb i Júgóslavlu, þaö fyrsta sem móðir Teresa opnar I kommúnistarlki. Nú finnst mörgum af dæmi Teresu, aö einmitt þetta undur sé aö gerast á ný: ef þú krefst alls af einhverjum manni, þá er hann fús til liös viö þig. — AB l Fordœmi um einfalt líf er brýn áminning nú

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.