Þjóðviljinn - 14.11.1979, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 14.11.1979, Qupperneq 7
Mibvikudagur 14. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Litiö inn á kosningaskrifstofuna á Akureyri Vinstrimenn ætla ekki að koma íhaldinu að — segir Arnar Björnsson kosningastjóri A kosningaskrifstofu Alþýöu- bandalagsins i Norðurlands- kjördæmi eystra hittum við fyrir að mdli Arnar Björnsson kosningastjóra. Arnar sem er 21 árs Húsvik- ingur hóf i sumar Utgáfu á hUs- visku fréttablaði sem heitir Vik- urblaðið en er nú i mánaðarfrii hjá blaðinu og hefur hreiðraö um sig á Eiðsvallagötunni þar sem kjördæmisblaö Alþýðu- bandalagsmanna er gefiö út. — Jæja Arnar, hvernig leggst slagurinn i þig? Nú að sjálfsögöu leggst siagurinn vel i mig. Ég held, að eftir sundrungu ihaldsaflanna séu menn farnir að sjá að i þessu kjördæmi eru sterkar lik- ur á að fækka ihaldsþingmönn- um um einn. — Þú telur þá slaginn standa á milli Soffiu Guðmundsd. og Halldórs Blöndal? Já ég held að við eigum mjög raunhæfan möguleika á aö fá Sofflu kjördæmakosna. Annars er það merkilegt aö Soffla er eina konan i kjördæminu sem á möguleika á að komast á þing. Það er eins og hinir flokkarnir hafi gleymt sér i prófkjörsleikj- um sinum, enda rikir þar hið mesta karlrembusjónarmiö. — Hvernig hyggist þiö haga baráttunni? Það var ákveöiö aö viöhafa ekki k jörskrárvinnu hér á Akur- eyri. Við viljum láta fólk i friði með að greiöa sitt atkvæði og munum ekki stunda neinar per- sónunjósnir. Að sjálfsögðu mun- um við gæta þess að láta menn ekki veðurteppast og því viljum við endilega hvetja menn til að kjósa um leið og utankjörstaða- atkvæðagreiðslan byrjar. Ann- ars erum við meö ýmislegt 1 pokahorninu sem ég tel ekki rétt aðsegja frá að svo stöddu. Hús- vikingar eru búnir að opna kosningaskrifstofu i Snælandi oghér á Akureyrierum við allt- af með heitt kaffi á könnunni. Viö viljum endilega hvetja menn til aö llta viö hjá okkur og leggja baráttunni liö. Við skulum veravelá verði og spyrna hraustlega viö fótum þvi það er greinilegt á ihaldinu að þeir vilja ólmir komast I ráð- herrastólana. Hvort þeir teyma kratana eða framsókn með sér ræðst ekki fyrr en búiö er aö talja upp Ur kjörkössunum. — Viltu einhverju spá um úr- slitin i kjördæminu? Við skulum fara hægt I sak- irnar I þeim efnum. En ég er þess fúllviss að vinstrimenn ætli sér ekki að koma ihaldinu að og þá er ég lika viss hvar atkvæði þeirra muni lenda. Stjórn og forstjóri Alafoss h.f. á blaðamannafundi i gær. (Ljósm. Jón). Sitjum ekki í stjórn til að selja fyrirtækið Forstjóri og stjórn Alafoss h.f. boðuðu til blaðamannafundar i gær til að gera grein fyrir rekstri og afkomu fyrirtækisins, sem hefur vaxið mjög mikið á siðustu 6 árum. A fundinum var m.a. spurt um afstöðu forráðamanna þess tii þeirrar yfirlýsingar Geirs Hallgrimssonar formanns Sjálf- stæðisflokksins að Alafoss h.f. yrði selt einkaaðilum ef Sjálf- stæðisflokkurinn kemst i rikis- stjórn. Stjórnarmenn svörðu þvi til að slikt væri að sjálfsögðu pólitisk ákvörðun stjórnvalda á hverjum tima hvaða fyrirtækið rikið ætti, en hitt væri alveg ljóst að menn sætu ekki i stjórn Alafoss h.f. til að vinna að sölu þess, heldur til að vinna að framgangi þess eftir mætti, sem og hefði vel tekist siðustu árin. A þessum fundi kom fram m.a. að jafnframt þvi, sem byggingarframkvæmdum fyrir- sögöu stjórnar- menn Alafoss h.f á blaöamanna- fundi í gær tækisins miðar vel áfram hefur orðið mikil aukning og endur- nýjun I vélarkosti Alafoss h.f. Þetta, ásamt góðu starfsfólki hefur svo orðið til þess að allt siðan 1973 hefur framleiöni fyrir- tækisins vaxið um 6% á ári aö meðaltali. A sama tima hefur framleiðslu- magn aukist um 60% og velta fyrirtækisins hefur tifaldast i krónum talið. Um það bil 80% af framleiðslu Alafoss h.f. fer til útflutnings I einu eða ööru formi og verður heildarveltan i ár um 6 miljarðar kr. sem er tvöföldun á söluverð- mæti frá þvi i fyrra. Hér munar mest um tilbúinn fatnað sem verður að verðmæti um 2.2. miljarðar kr. i ár. Allt bókhald Alafoss h.f. er nú að komast I tölvuvinnslu eftir að fyrirtækið eignaðist nýja og fullkomna tölvu snemma á þessu ári. Mun þetta hafa mikla hagræðingu bæði fyrir stjórnun, hvort heldur er fjármála eða framleiðslustjórnun. Frá 1. nóv. sl. voru gerðar nokkrar breytingar á daglegri stjórnarskipan Alafoss h.f. Starfseminni er nú skipt I þrjá megin þætti, þ.e. framleiðslu, fjármál og markaðsmál og stýrir framkvæmdastjóri hverjum þætti fyrir sig. -S.dór. Öll borðin í Helgafelli, Vegahúsastíg 7 eru nú þegar hlaðin úrvali klassískra, íslenskra bókmennta til jólagjafa, þar á meðal öll meginverk Nóbelsskáldsins. Ný bók, 20 sögur Svövu Jakobsdóttur. Allar ljóðaþýðingar Magnúsar Ásgeirssonar, 2 bindi. í Verum eftir Theódór Friðrik&^on, 2 bindi. öll verk Jónasar Hallgrimssonar, ljóð, rit- gerðir o.fl. Allar 10 ljóðabækur Daviðs frá Fagraskógi i 4 bindum. Ný bók eftir Guðberg Bergsson. Spennandi skáldsaga. Næring og heilsa, eftir Jón Óttar Ragnarsson. Helgafell Nýjasta Laxnessbókin, Vettvángur dagsins, 40 greinar, meðal annars ný ritgerð um Hallgrim Pétursson, þrungin lifsspeki og eldmóði. Virkilega efni til að lesa á jólunum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.