Þjóðviljinn - 14.11.1979, Síða 8

Þjóðviljinn - 14.11.1979, Síða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. nóvember 1979 Jónas Pálsson skrifar um bœkur Gunilla Ladberg: Dagvistarheimili. Útgefandi: Iðunn, Reykjavik. 1979. Þýðandi: Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi. Undirtitill þessarar bókar „Geymsla eða uppeldisstaöur” gefur nokkuð góða vísbendingu um efni hennar. — Bókin kom fyrst út i Svíþjóð árið 1974 og byggir á niöurstööum rannsóknar sem höfundurinn, Gunilla Lad- berg barnasálfræðingur, geröi ásamt tveim aöstoöarmönnum sinum. Rannsóknin var unnin að tilstuölan nefndar sem skipuö var áriö 1968 til aö kanna hag dag- DAGVISTARHEIMILI GEYMSLA EÐA UPPELDISSTAÐUR? vistunarstofnana i Sviþjóð. Rann- sóknarskýrslan sem varö uppi- staöan i doktorsritgerö höfundar ber á sænsku heitið „Barntillsyn eller barnmiljö? Om samarbete mellan hem og daghem”. Bók þessi er um margt forvitnileg og á enn i dag erindi viö islenska lesendur. Breyttir atvinnuhættir og byggöaröskun hérlendis hafa get- iö af sér nýja samfélagsgerö þar sem uppeldisskilyröi eru harla ólik þvi sem var á fyrri tiö. Neyslufjölskyldan svo nefnda (sbr. bók Per Schultz Jörgensen, Forbrugsfamilien og dens börn, Akademisk Forlag. Khöfn, 1977) er eitt helsta einkenni þessa nýja iönaöar og tæknisamfélags. Þessi fjölskyldugerö og llfsmáti hennar er knúin fram af rekstrarformum og framleiösluháttum verkskipts samfélags þar sem dríffjöörin er mest megnis hagnaöarvon eigendanna, aö visu I misjafnlega óheftum búningi. Fólk á nú yfir- leitt fleiri kosta völ og til boöa stendur ýmislegt nýtt og freist- andi, aukiö svigrúm einstaklinga aö þvi er viröist til sjálfstæöis og persónulegra og fjölbreyttara lifs. Ekki sist á þetta viö um konur, börn og unglinga, samfélagshópa sem hafa átt undir högg aö sækja hjá valdstéttum um jafnrétti á ýmsum sviöum. Þó vill misrétti þessara hópa veröa aö sumu leyti persónulega sárara og félagslega viösjárveröara viö hinar nýju samfélagsaöstæöur. Konur, a.m.k. hinar yngri, hljóta flestar aökaupa .jafnstööu’ sina á vinnu- markaöi, menntabrautum og i einkalifi viö þvi gjaldi aö þræla óhóflega, jafnvel þrefalt þ.e. sem launþegar i atvinnulifinu, mæöur og uppalendur og loks annast aö miklu leyti heimilishald fjöl- skyldunnar. Hlutverkum er hér augljóslega misskipt og slik verkáskipting fær varla staöist til lengdar enda bitnar hún grimmilega á öllum aöilum og þá einkum börnunum, en einnig á konunum sjálfum, þótt viö látum karlagreyin liggja milli hluta. Margt bendir til aö reynt sé aö koma á nýjum framleiösluháttum án þess aö sambærilegar breyt- ingar hafi oröiö á öörum sviöum mannlifs og sambúöarhátta. Engu aö slður búa hinir breyttu samfélagshættir yfir nýjum möguleikum áöurnefndum sam- félagshópum til handa. En til þess aö hinum verr settu og um- komulausari nýtist þessir mögu- leikar veröa ýmislegar viöhorfa- — og samlifsbreytingar aö eiga sér staö annars hljóta þær vonir flestar sem umbótasinnar eygja i hinum nýju atvinnu- og lifshátt- um aö reynast blekkingar einar jafnvel aöeins nýtt form aröráns og fela i sér skeröingu á þroska- möguleikum þótt meö öörum hætti sé en I sjálfsþurftarbúskap fyrritiöar. Ekki sist hljóta þessar aöstæöur aö bitna illa á börnum þar eö uppeldisskilyröi þeirra innan neyslufjölskyldunnar bein- línis versna aö ýmsu leyti. — Til- koma og rekstur dagvistarstofn- ana i þéttbýli er eitt andsvar samtimans viö þessu þjóðfélags- astandi óf ullnægjandi starfs- skilyrði Sú úrbót sem i dagheimilum felst er þó aö minu mati mjög skilyrt, ófullnægjandi á ýmsan veg og viöa gætir mótsagna. 1 þvi efni má benda á óeðlileg skil milli annars vegar leikskóla eöa forskóla (5-6 ára börn) og skylduskólans hins vegar. Dagvistunarrými eru a.m.k. hér á landi allsendis ónóg og fólki er mjög mis- munaö i sambandi viö vistun á dagheimilum. Loks er þess aö geta aö skilyröi barna til aö njóta persónulegs og félags- lega þroskandi uppeldis á dag- vistunarstofnunum eins og starfs- skilyröi þeirra eru i dag eru aö minu mati ófullnægjandi. Þessi gagnrýni á ekki siöur viö um skylduskólann þótt ég geti ekki rökstutt þaö frekar hér. Bók sú, sem er tilefni þessara hugleiöinga, fjallar einmitt um þetta efni þótt á annan veg sé. Viöfangsefniö er þar ef svo mætti segja, skoöað innan frá — ekki aöeins tilraun til umræöu úr hæfi- legri fjarlægö frá vettvangi starfsins — heldur er lesanda leyft aö skyggnast um innan veggja dagheimilanna, skoöa eig- in augum hvaö þar fer fram og veröa I huganum þátttakandi I lifi barnanna og starfi fóstranna. Af þessum sökum veröur bókin lika skemmtilegri aflestrar en al- gengt er um bækur af þessu tagi. Þeir sem á annaö borö byrja aö lesa þessa bók munu flestir lesa hana til enda. Sumir munu trú- lega eins og undirritaöur gripa niöur I einstaka kafla oftar en einu sinni og velta niöurstööum nánar fyrir sér. — Er lifiö á dag- heimilum svona i raun og veru? Er heimilisbragurinn svipaður á okkar dagvistunarstofnunum eöa er þessu aöeins svona háttaö I þvi voöalega landi Sviþjóö? Eru lýs- ingar Ladberg á daglegu starfi nærri lagi og túlkanir hennar réttmætar? Gunilla Ladberg og samstarfs- fólk hennar byggja frásögn sina á rannsókn á tveim dagheimilum i nágrenni Stokkhólms. Dag- heimili þessi nefna þær Biáuborg og Guluborg. Þær tóku þátt i störfum heimilanna, ræddu viö fóstrurnar um störf þeirra og könnuöu viöhorf foreldra. Höfundur vann mikinn hluta árs 1971 á ööru heimilinu Gulu- borg. Fóstrurnar þar voru óánægöar meö ýmislegt I starfs- háttum heimilisins. Einkum höföu þær áhuga á aukinni sam- vinnu viö foreldra barnanna. Höf- undur greinir ýtarlega frá til- raunum sem hún stóö aö meö starfsfólkinu til breytinga á sam- skiptaháttum og hvernig þeirri nýbreytni reiddi af. Þaö er ekki ætlun min aö rekja efni þessarar bókar; slikt yröi alltof langt mál og leiöinlegt. Hér skal aöeins drepiö á fáein atriöi. I hverju er samvinna fólg- in? Segja má aö flest uppeldisleg og starfsleg vandamál dagheim- ila speglist meö einum eöa öörum hætti I samvinnu starfsfólks- ins viö foreldrana eöa vöntun hennar. — Þetta kemur glöggt fram I bókinni. Fóstrurnar á Guluborg voru óánægöar meö samstarfiö viö foreldrana og fannst þaö erfiöasti þátturinn I starfi sinu. Foreldrarnir væru „áhrifalausir og óvirkir” en þær sjálfar öryggislausar hvernig haga skyldi samstarfinu. 1 rauninni lifa börnin I tveim aöskildum heim- um, annars vegar foreldraheimili hinsvegar dagheimili eöa skóli. Þarna er veggur á milli. Foreldrarnir lita á fóstrurnar (sbr. kennarana I grunnskólun- um) sem sérfræöinga — vilja ekki láta i Ijós áánægju eöa aöfínnslur — slik afskiptasemi gæti oröiö til ógagns — komið meö einhverjum hætti niöur á barninu. Eitt aöaleinkenni á þessu „hlut- lausa” og óljósa samskiptakerfi er sú varnaraöferö beggja aö af- neita vandamálum. Sérfræöinga- trú foreldranna fellur svo inn i þetta samskiptamynstur. Höfundur segist hafa búist viö aö fóstrurnar heföu raunverulega þörf fyrir samstarf og persónuleg tengsl. Henni fannst þó ekki svo vera þegar á reyndi. Ef foreldrar sýndu verulega opna afstööu og jákvæöa, reyndist slikt samband oft of krefjandi og áhættusamt fyrir starfsfólkið á Guluborg. Fóstrur og raunar foreldrar lika, töldu sig hafa slæma reynslu af foreldrafundum og jafnvel einka- viötölum einnig. Fundirnir voru aö þeirra mati formlegir og þvingandi. Niöur- staöan hjá höfundi er sú aö starfskilyröin á dagheimilum leyfi ekki raunverulega umf jöllun vandamála eöa þeirra mótsetn- inga sem tengjast annarsvegar uppeldi og gæslu barnanna á dag- heimilum og hinsvegar á einka- heimilum þeirra. Úrræöiö veröur þvi aö afneita vandamálunum. Erfiðar mótsagnir Höfundur telur aö fóstrurnar á Guluborg hafi fremur viljaö beina umræöunni inn á viö, fjalla um erfiöleikana i starfinu sjálfu, óþæg börn og sérstæö og ýmislegt i samskiptum starfsfólks og barna innbyröis. í þessu skyni voru haldnir starfsmannafundir meö reglulegu millibili og vinnu- fundir til að skipuleggja starfiö. Þessi viöleitni bar þó takmarkaö- an árangur, aö manni skilst. Markmiöiö var aö ábyrgö foreldra og fóstra yröi sameigin- leg og næöi til barnanna bæöi á einkaheimili og dagheimili. Báöir aöilar töldu þetta sjálfsagt I oröi en þaö reyndist mjög erfitt i framkvæmd. Höfundur segir berum orðum aö krafan um jákvæð viöhorf og viöbrögö (bls. 119 og 120) hafi I raun hindraö raunverulega sam- vinnu. „Ef allir væru jafn jákvæöir og hún (ein móöirin) þá þyrftum viö ekki foreldrafundi”, er haft eftir einni fóstrunni. Hér speglast sú staðreynd aö viöur- kenning og þægileg framkoma er mikilvægari en viöleitni til heildarumræöu um starfhætti og mat á viöfangsefnum. — Fyrir- myndarsamvinna foreldra og starfsfólks (fóstrur eöa kenn- arar) ætti samkvæmt þessu aö einkennast af þvi aö engin vanda- mál eöa ágreiningur geri vart viö sig. Ef allir væru ánægöir, þá þyrfti aöeins aö skiptast á kurt- eisisoröum. Hér birtist sú mót- sögn aö foreldrarnir eiga aö hafa mikinn áhuga á innihaldsríku samstarfi og þó vera ánægöir meö allt eins og þaö er óbreytt nema þá einhver minniháttar at- riöi Áhrifaleysi starfsfólksins Höfundur tekur saman á einum staö (bls. 127) nokkrar af þeim ástæöum sem liggja, aö hennar mati, til þess aö fóstrurnar eru öryggislitlar og margar undir niöri vonsviknar i starfi. Ástæöan er aö þær telja sig svo litlu geta breytt i skipulagi og starfsskil- yröum á dagheimilum. 1 fyrsta lagi er úr of litlu aö spila fjár- hagslega (of fátt starfsfólk, of litil þjónusta, of litil sérfræöiaöstoö). 1 ööru lagi beinist menntun fóstranna ekki nægilega aö grundvallaratriöum og orsökum vandamála. 1 þriöja lagi geta fóstrurnar (hér mætti eins nefna kennara) of litil áhrif haft á vinnuaðstööu og I fjóröa lagi veröa fóstrur gjarnan öryggis- lausar þar eö þær eiga ekki aö blanda sér I uppeldi foreldra á börnum sinum en samt vera um- hyggjusamar, persónulegar i viö- móti og auk þess sérfróöar um börn gagnvart foreldrum. Býsna vandasamt hlutverk!! 1 þessu sambandi ma nefna aö fóstrurnar kvarta yfir þvi erfiöa hlutverki aö láta sér þykja jafnvænt um öll börnin og sætta sig svo möglunar- laust viö aö þau hverfi á brott á aðrar deildir eöa alveg af heim- ilinu og vera alltaf glaöar og hressar. Samstaða og ágreiningur Eins og áöur segir er sam- starfsþátturinn þaö viöfangsefni sem gengur sem rauöur þráöur i gegnum bókina. Höfundur játar (bls. 134) berum oröum aö sér hafi smámsaman skilist aö sam- vinna viö foreldrana merkti ekki þaö sama fyrir sér og fóstrun- um. Hún telur aö i raun hafi þær flestar veriö ánægöar meö þaö sem hún kallar yfirborösleg kynni og já- kvæöari viðhorf foreldra til heimilisins. Viöhorf foreldranna voru meö öðrum oröum markmiö i sjálfu sér en ekki tæki til aö byggja upp frekari samvinnu. Höfundur lýsir all skilmerki- lega (bls, 134) og áfram) tvenns- konar andstæöum sjónarmiöum sem setji sviö á viöhorf manna til tilverunnar. „Lita má á átök, ágreining og mótsetningar ann- ars vegar eöa þá samstööu og jafnvægi, þ.e. engin átök hins vegar, sem eölilegt ástand”. Hiö fyrra viöhorf er stundum Framhald á bls. 17

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.