Þjóðviljinn - 14.11.1979, Side 13

Þjóðviljinn - 14.11.1979, Side 13
Mibvikudagur 14. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Willy Dahl í Norrœna húsinu Islensk vefjarlist á samnorrænni sýningu 8. nóvember s.l. var opnuö i Listiönaöarsafninu i Helsinki samnorræn sýning á vefjarlist, Nordisk Textiltriennale. Sýning þessi er haldin þriöja hvert ár á öllum Noröurlöndunum. Aö þessu sinni var hún fyrst haldin i Gautaborg, þar sem hún var opn- uö i jiinií sumar. Þaöan fór hún tii Kaupmannahafnar I september og er nú i Helsinki, sem fyrr seg- ir. Til Islands kemur sýningin i april 1980 og veröur sett upp á Kjarvalsstöðum, en I millitíöinni mun hún fara til Noregs og Fær- eyja. Sex Islenskir veflistamenn eiga verk á sýningunni. Viö opnun hennar i Gautaborg keypti Röhsska listiönaöarsafniö verkiö „Atlantis” eftir Asgeröi Búadótt- ur. Gagnrýnendurdagblaöa í Svi- þjóö ogDanmörku hafa fariö lof- samlegum oröum um islenska framlagiö til sýningarinnar. Þannig segir Bertil Andrén t.d. I blaöinu Vestgöta-Demokraten um „Atlantis” Asgeröar Búadótt- ur aö þaö sé „stór vefur, fullur af stemningu, táknmynd af eilífri nattúru og óendanlegum vlö- áttum af streymandi vatni.” Gagnrýnandi Berlingske Tid- ende getur sérstaklega um mynd- vef Þorbjargar Þóröardóttur og segir aö þar sé aö finna „áþreifanlegan islenskan húmor”. Myndin sýni Islending, sem situr á garöstól úti i rigning- unni og heldur á mynd af Heklu undir blaum himni. A sýningunni eru 93 verk frá öllum Noröurlöndunum þar af 8 frá tslandi. — ih Gestum heimilt að troða upp Diskótek. Kynnir Ævar Kjartansson. Aðgöngumiðinn kostar aðeins 3500 kr. Guörún Flosi Bubbi Þorlákur Fjörið verður í Sigtúni annað kvöld. Alvöruþrungnir listamenn hlusta á erindi um barnamenningu á Hótel Borg s.l. sunnudag. Ljósm.-Jón. Listamenn þinguðu um barnamennmgu Bandalag fslenskra listamanna stóö fyrir listamannaþingi um barnamenningu aö Hótel Borg s.l. sunnudag. Þingið var vel sótt, en þaö var opiö öllum meölimum aöildafélagálaga BIL. Thor Vilhjálmsson, forseti BÍL, setti þingiö kl. 10 á sunnudags- morguninn og sagöist þá m.a. vonast til aö dagurinn yröi „frjósamlegur meö framstreym- andi hugviti”. Hann sagöi einnig aö þinginu væri ekki ætlaö aö komast aö endanlegum niöur- stööum, „heldur er hér stefnt saman listamönnum af ýmsum sviöum til aö bera saman bækur slnar, og reyna aö svara nokkrum spurningum I framhaldi af umræöum sem hafa fariö fram meöal félaga á sérsviöi þeirra, sem og i blönduöum hópi lista- manna, og er nú ætlaö aö leita svaranna á sameiginlegum vett- vangi”. Aö lokinni setningarræöu Thors hófst erindaflutningur, og voru tvö erindi flutt fyrir hádegi. Fyrra erindiö var Börn og fjöl- miölar — nokkrar frumniöur- stööur könnunar. Sigurbjörg Aöalsteinsdóttir flutti, en hún vann aö könnun á f jölmiölanotkun islenskra barna ásamt Þorbirni Broddasyni. Seinna erindiö flutti Guöný Guöbjörnsdóttir sálfræö- ingurog nefndist þaö Gildi listar i uppeldi og námi barna. Nokkrar umræöur uröu um þessi erindi. Eftir hádegi voru flutt 8 stutt erindi, eitt frá hverju aöildar- félagi BÍL. Stefán Edelstein, skólastjóri Tónmenntaskólans, talaöi um tónlistaruppeldi, Edda Oskarsdóttir myndlistarkennari um my ndmenntarkennslu, Gestur ólafsson arkitekt um byggingarlist, Ingibjörg Haralds- dóttir blaöamaður um kvikmynd- ir fyrir börn, Pétur Gunnarss. rithöfundur um börn og bækur, Nanna ólafsdóttir dansari um barniö og dansinn, Þórhallur Sigurösson leikari um börn og leikhús og Atli Heimir Sveinsson tónskáld um tónsmlöar fyrir börn. Aö þessum erindum fluttum var skipt I fjóra umræöuhópa sem stungu saman nefjum nokkra stund um eftirtalin efni: menningarlega stéttaskiptingu á Islandi, vandamál dreifbýlisbúa og aöstööumun, ábyrgö lista- mannsins og loksspurninguna: er til sérstök barnamenning? ísafjöröur: Fjölmenn og fjörug kosningahátíð AB Geysifjölmenn og vel heppnuö kosningahátiö Alþýöubandalags- ins á tsafiröi var haldin sl. föstu- dagskvöld, 9. nóvember. Þetta var fjölskylduhátiö meö kvöld- vökusniöi og sótti hana fólk á öllum aldri, allt frá 6 ára upp i áttrætt. Dagskráin var löng meö fjöl- breytilegu heimatilbúnu efni, leikþáttum, látbragösdansi, upp- lestri úr bókmenntaverkum og strumpleik, sem var stæling á samræöuþáttum stjórnmálafor- sprakka I sjónvarpi. Þá voru gripnar glóövolgar þær Asa Sólveig og Auöur Haraldsdóttir rithöfundar, sem staddar voru á Isafiröi, og þær fengnar til aö lesa upp kafla úr nýútkomum bókum slnum. Veitt var kaffi og nýbakaöar pönnukökur og var mikil stemning rikjandi og vel tekiö undir fjöldasöng sem Jakob Hallgrlmsson stýröi af röggsemi milli atriöa A sunnudaginn kemur, 18. nóv. veröa dagskráratriöin endurflutt á kosningahátlö sem nýstofnaö Alþýöubandalagsfélag á Bolungarvlk gengst fyrir I Sjó- mannastofunni þar. -ÞÞ/VH. Umræöur uröu mjög íjörugar I hópunum og kom þar margt athyglisvert fram. Umræöu- stjórar skýröu siöan frá niður- stööum hópanna. I þinglok var siban borin upp og samþykkt eftirfarandi tillaga: „Listamannaþing BIL, haldiö aö Hótel Borg sunnudaginn 11. nóv. 1979, leggur til að mennta- málaráöherra skipi átta manna starfsnefnd listamanna og einn frá ráöuneyti sinu, sem hafi þaö verkefni aö f jalla um menningar- mál islenskra barna. Aöildarfélög BIL tilnefni hvert sinn fulltrúa I nefndina og einn til vara. Nefndinni sé gert kleift aö skapa sér nákvæma yfirsýn yfir islenska barnamenningu, hver sé hlutur barna I menningarlifinu, hvaö sé gert fyrir þau og hvaö þau geri sjálf. Nefndin skili tillögum til úrbóta sem hafi það markmiö aö jafna aðstööu barna og auka möguleika þeirra til aö vera njót- endur og skapendur listar. Nefnd- inni sé ætlaö fé til starfsemi sinnar og markaöur ákveðinn timi til starfa.” Erindin sem flutt voru á þinginu hafa verið gefin út i sérstakri bók, sem er fáanleg á skrifstofu BIL og Rithöfunda- sambands tslands aö Skólavöröu- stig 12, efstu hæö. Gestur Norræna húsinns um þessar mundir er norski bók- menntafræöingurinn Willy Dahl. Hann var lektor i bókmennta- sögu viö Oslóarháskóla frá 1965 og 1977 varö hann prófessor I bókmenntasögu viö háskólann I Þrándheimi. Einnig hefur hann veriö bókmenntagagnrýnandi viö blöö I Noregi og skrifað fjölda bóka. Willy Dahl hélt fyrirlestur I Norræna húsinu I gærkvöldi, og ræddi þá um norskan dægurlagatexta frá striösárunum. Slöari fyrirlestur hans veröur annaö kvöld, fimmtudag kl. 20.30, og nefnist hann Kristianiabohemen — borgerskabets uskikkelige sönner. Fjallar Dahl þar um skáldsöguna „Kristiania- bohemen” eftir Hans Jæger, sem vakti mikið hneyksli á slnum tima en varö einskonar biblta ungu skáldanna á slöasta tug nltjandu aldar. Willy Dahl mun einnig halda fyrirlestur I boöi Háskóla tslands. Þessi mynd var tekin af Jóhönnu á vinnustofu henar I sföustu viku. Ljósm. Jón. Jóhanna Bogadóttir sýnir í Vestmannaeyjum Jóhanna Bogadóttir opnar sýningu á Akógeshúsinu I Vest- mannaeyjum á morgun, fimmtudag, kl. 20.00. A sýningunni eru 32 myndir, málverk, grafík og „relief”- myndir, unnar með blandaðri tækni. Sýningin stendur aðeins I fjóra daga, eöa til sunnudagskvölds 18. nóvember. Hún er opin frá kl. 16 til 22. Kvöldvaka rithöfunda A morgun 15. þ.m. gengst Félag Isl. rithöfunda fyrir kvöldvöku á Hótel Esju klukkan 8.301 tilefni barnaárs. Eftirtaldir barna- og unglingabókahöfundar flytja stutt framsöguerindi og lesa úr verkum sinum: Eirikur Sigurösson, Indriöi tJlfsson, Bjarni Th. Rögnvaldsson, Filippia Kristjánsdóttir (Hugrún) og Ragnar Þorsteinsson. Aö lokum veröa fyrirspurnir og almennar umræöur. Þess er vænst að félagar f jölmenni á fyrstu kvöldvöku félags- ins á þessum vetri og taki meö sér gesti, segir I fréttatilkynn- ingu. Alþýðubandalagið í Reykjavík: FJÁRÖFLUNARBALL ALLIR I SIGTUN! á niorgun, fimmtudagskvöld. Húsið opið frá ki. 21.00. Guðrún Helgadóttir flytur ávarp. Þorlákur Kristinsson og Bubbi Morthens syngja og spila. Flosi Olafsson flytur framboðsræðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.