Þjóðviljinn - 07.12.1979, Blaðsíða 5
Föstudagur 7. desember 1979 Í>JÓÐVILJINN — SIÐA 5
í tilefni af aldarártiö Jóns Sigurössonar
Alþýðlegt yfirlits-
rit um Jón forseta
Sögufélagið gefur út rit Einars Laxness í dag
Höfundurinn: Einar Laxness
t dag kemur út á forlagi Sögu-
félags ritiö Jón Sigurðsson for-
seti, 1811—1879 eftir Einar Lax-
nesscand. mag. Rit þetta er yfir-
lit um ævi og starf Jóns Sigurös-
sonar i máli og myndum. Það er
gefið út i tilefni aldarártiðar hans
7. desember 1979 og ætlað það
hlutverkað vera alþýðlegt yfir-
litsrit i hæfilega löngu máli fyrir
alla þá, sem vilja fræðast um
þennan fremsta son Islands, leið-
toga islenskrar sjálfstæðisbar-
35 ár frá
frelsun
Albaníu
Fundur á
Hótel Borg
Menningartengsl tslands og
Albaniu minnist þess að 35 ár eru
liðin frá frelsun landsins undan
fasisma með hátiðafundi með
fjölbreyttri dagskrá, sem haldin
verður laugardaginn 8. desember
að Hótel Borg. Einnig munu sam-
tökin gefa út rit um Albaniu i
tilefni þessa atburðar.
1 greinargerð frá félaginu er
minnt á það, að albania var
hernumin af ttölum og Þjóðverj-
um i heimsstyrjöldinni, og var
háð i landinu öflug þjóðfrelsis-
barátta gegn fasismanum undir
forystu kommúnistaflokks lands-
ins, sem stofnaður var 1941. 1 lok
nóvember 1944 hélt þjóðfrelsis-
herinn inn i Shokdra og var landið
þá frjálst. Siðan segir:
„Verkefnin voru tröllaukin.
Hátt i þrjátiu þúsund manns
höfðu fallið og landið var i rúst
eftir striðið. Mikill hluti húsa og
annarra mannvirkja hafði hrunið
og atvinnutækin voru litt þróuð.
Um 90% þjóðarinnar höfðu lifað á
landbúnaði, sem var afar frum-
stæður, enda var Albania fram að
þessum tima frumstæðasta land
Evrópu og mjög fátækt, enda
undirokað af stærri rikjum öldum
saman. Siðast en ekki sist var
menntun á svo lágu stigi að mikill
meirihluti þjóðarinnar var ólæs
og óskrifandi.
Á þessum grunni hófust Albanir
handa um uppbyggingu
sósialisma fyrir 35 árum, og er
ótrúlegt hvað áunnist hefur.
öllum Albönum eru tryggð góð
lifskjör, sem batna stöðugt með
aukinni tækni og auknum hag-
vexti. Launin hækka og verða
jafnari. öll þjónusta er efld og
skapar miklum fjölda auknar
fristundir, og aukna möguleika til
menntunar og menningarlifs, auk
pólitiskrar starfsemi. Jafnrétti
kynjanna er stöðugt og markvisst
aukið á öllum sviðum.
Verðbólgan er óþekkt fyrirbrigði
og verðhækkanir bannaðar með
öllu."
Jón Sigurðsson
áttu á liðinni öld. Stjórnmálaferill
hans og stefna i sjálfstæðisbarátt-
unni er einkum höfð i fyrirrúmi,
en auk þess er fjallað um fræði-
störf hans og ýmsa persónulega
þætti. Annar aðalkjarni bókar-
innar er fjölbreytt myndaefni
sem ætlað er að bregða ljósi á
hina fjölmörgu þætti sem varða
lif Jóns forseta, samferða- og
samstarfsmenn, fjölskyldu hans
og vini, auk mynda af umhverfi
þvi, sem hann iifði og hrærðist i
heima á Islandi og i Kaupmanna-
höfn, þar sem hann átti heimili
sitt i nær hálfa öld.
Með útgáfu þessa rits um Jón
Sigurðsson er þess freistað að
fylla upp i skarð, sem of lengi hef-
ur staðið opið á þessum sögulega
vettvangi.
Einar Laxness, höfundur þessa
rits, er fæddur árið 1931, lauk
cand. mag. prófi i sagnfræöi við
Háskóla Islands 1959 og hefur
verið sögukennari við Mennta-
skólann við Hamrahlið frá 1966.
Hann var kjörinn forseti Sögu-
félagsins 1978.
Einar Laxness hefur samið rit
um Jón Guðmundsson ritstjóra
(1960), einn helsta samherja Jóns
Sigurðssonar, og Islandssögu i
tveimur bindum i Alfræði Menn-
ingarsjóðs (1974 og 1977).
Ílíf sins ólgusjó
Ný bók eftir Jóhann J.E. Kúld.
Hún ber sannarlega nafn með rentu þessi bók.—
Enginn sem sér Jóhann Kúld, teinrétfan, kempulegan og
léttan í spori, gæti ímyndað sér að þar færi maður með
svo ævintýralegan og átakamikinn lifsferil sem raun
ber vitni. —
Hér segir f rá sjómannslíf inu á sildarárunum og á öðrum
fiskveiðum — siglíngum á stríðsárunum og kynnum af
ótölulegum f jölda manna á sjó og landi, af öllum stéttum
og standi. —
Langvarandi baráttu við berklana, dvöl á Kristnesi og
Reykjahæli, ástvinamissi, fátækt, og atvinnuleysi. —
Verkalýðsbaráttu, vinnubanni, Novu-slagnum og átök-
um í kjarabaráttunni, tilraun til að svipta Jóhann kosn-
ingarétti. —
Bóka- og blaðaútgáfu (Jóhann hefur skrifað 10 bækur),
— áætlun um stærstu ölverksmiðju í Evrópu, sem gufaði
upp vegna stríðsins. — Furðulegum dulrænum fyrirbær-
um — og f jölmargtfleira mætti nefna sem sagt er frá af
hispursleysi undanbragðalaust I þessari stórfróðlegu og
skemmtilegu bók.
Fyrri bækur Jóhanns hlutu á sínum tima einróma lof og
seldust upptil agna, en þetta er efalaust hans besta bók
— Frásagnargleði hans er mikil og lífsferillinn svo f jöl-
þættur að fáu verður við jafnað.
úr gömlum ritdómi: Hann er fæddur rithöfundur og
óvist að hann segði betur frá, þó hann hefði gengið i
annan skóla en hinn stranga skóla reynslunnar, sem
hann hefur staðist með sæmd.
Guðmundur Finnbogason, iandsbókavörður.
Ægisútgáfan
Stj ór nmálaás tandið
1*1 n K f* A 1*1 An f A I t\,
í Portúgal
hans til að fjárfesta í betrumbót-
Siðla sumars í ár, á sólrikum
degi i Portúgal þegar tibráin olli
þviaölandslagiðsýndistallt á iði,
söfnuðust nokkur þúsund land-
búnaðarverkamenn saman á
samyrkjubúinu Bento Goncalves
sem liggur fyrir austan Lissabon.
Fólkiö kom frá nærliggjandi
samyrkjubúum til að styðja mót-
mæli félag sinna á Bento
Goncalves gegn ólöglegri
ákvörðun portúgalska landbún-
aðarráðherransum að samyrkju-
búið skyldi skila aftur til
stóreignabændanna svo nefndum
„afréttum”.
Skyndilega tóku nokkur
hundruö verkamenn eftir þvi aö
stóreignarbóndinn og meðreiðar-
sveinar hans höfðu stolið naut-
gripum landbúnaðar-
verkamannanna, og voru að reka
þá til býlis stórbóndans. Það kom
fát á verkamennina og ókyrrö
greip um sig i hópnum. Nokkrir
þrifu upp grjót eða tóku með sér
prik til að reka kýrnar til baka.
Þegar þeir fremstu i hópnum
voru komnir á móts við kýrnar,
birtust allt i einu tveir jeppar frá
þjóðvarðliðinu.
Orðalaust og án aðvörunar-
skota.sendu hermennirnir kúlna-
hrið i átt að landbúnaðarverka-
mönnunum. Fólkið flúði. Tveir
verkamenn, Antonio Casqinha og
Jsé Caravela, lágu iv valnum —
myrtir. Hriðskotabyssur gegn
prikum.
Langvarandi sókn hægri
aflanna i Portúgal gegn breyttri
skiptingu jarðnæðis, Reforma
Agraria.hefur m.a. tekið á sig þá
ofbeldismynd sem hér er lýst. 27.
september 1979, fimm árum eftir
byltinguna i Portúgal, eru morðin
á Bento Concalves-samyrkju-
búinutáknræn fyrirþá ógnun sem
steðjar að einum mikilvægasta
ávinningi byltingarinnar.
Reforma Agraria.
Endurbætur i
landbúnaði
Landbúnaðarverkakona hefur
þetta um byltingarstefnuna i
portúgölskum landbúnaði aö
segja: „Reforma Agraria er góð,
skilurðu — það besta sem hefur
hent okkur. Við höfum atvinnu,
mat á hverjum degi og öryggi.
Við þurfum ekki aö óttast aö hafa
enga vinnu á morgun, eftir viku
eða eftir mánuð. Það er lfka
skemmtilegra að vinna nú en
áöur.”
1 tímum fasismans i Portúgal,
höfðu landbúnaöarverkamenn
árstiðabundna atvinnu hjá
stóreignabændunum, fyrir sultar-
laun. Fólkið þurfti oft að starfa
langt frá heimilum sinum
mánuöum saman. Verkalýös-
baráttu og andstööu við
valdhafana var mætt meö
fangelsunum og pyntingum.
Nú talar fólkið um Reforma
Agraria af ástúð og tilfinninga-
hita. Þessi breyting á landbúnaði
þýðir að menn hafa atvinnu, mat,
ánægju og áhrif á lifsskilyröi sin.
Þessi sjálfsögðu mannréttindi má
einnig nefna frelsi. Nú er þessu
frelsi ógnaö, og margir land-
búnaðarverkamenn hafa verið
sviptir atvinnumöguleikum.
Byltingarstefnuskrá Hreyf-
ingar heraflans frá 24. april 1974
tekur m.a. til jarðnæðisendur-
bóta. Eftir misheppnaða tilraun
Spinola til valdaráns i mars 1975,
tók vinstrivængurinn i Hreyfingu
heraflans til við að umbreyta
samfélaginu. Lög voru settum að
landbúnaöarverkamenn, sem
hefðu ekki yfir neinum jörðum að
ráða, mættu taka óræktað eða
misnotaö land, eignarnámi. 1
héruðunum Alentejo og Ribatejo
tóku landbúnaðarverkamenn til
óspilltra málanna að taka slikar
jarðir á sitt vald. A meðan Vasco
Concalves varforseti, settust þeir
að á flestum þeim jöröum sem
Reforma Agraria nær til. A þess-
um svæðum voru stofnuö
samyrkjubú, sem starfa á mjög
lýðræðislegan hátt, ákvarðanir
eru teknar á stórfundum og i
verkamannanefndum.
Framleiðsluaukning
Fleira fólk var fengiö til starfa,
búnaðartæknin endurbætt, meira
land ræktað og bætt við nýjum
afurðum. Með áveitum tókst að
rækta meira land en nokkru sinni
fyrr, og afurðaframleiðslan jókst.
A þeim svæðum sem Reforma
Agraria náði til, starfa nú 59.000
manns að landbúnaði og það er
margföldfjölgun frá þvi á timum
stórbændanna. Landbúnaðar-
verkamennirnir á samyrkjubún-
um hirða þó ekki allan afrakstur-
inn sem laun, heldur verja hluta
„Reforma Agraria er eina
dæmið um sósialiska fram-
leiðsluhætti I landbúnaði
auövalds-Evrópu. Út frá hags-
munum auðvaldsins, er mikil-
vægt að koma i veg fyr ir þessa til-
raun, vegna þess að jákvæður
árangur sósiaiískra búnaðarhátta
yrði lýsandi fordæmi fyrir alla
Evrópu”, segir Vasco Consalves
fyrrum forseti Portúgal.
Það var ekki sökum að spyrja
að auðvaldið bæöi innan Portúgal
og utan gripi til gagnráðstafana.
Gagnsókn auðvaldsins
Eftir að hægriarmurinn i
Hrgyfingu heraflans haföi náð
völdum 25. nóvember 1975 og
stöðvað byltingarþróunina, héldu
synir stórbændanna innreiö sína i
landbúnaðarráðuneytiö.
Sósialistaflokkurinn tók skref til
hægri og lét undan kröfum um
endurskoðun á Reforma Agraria.
Fyrsti landbúnaöarráðherra
Sóslalistaf lokksins Lopes
Cardoso, baðst lausnar vegna
stefnu flokksins. Sá sem kom á
eftir honum, Antonio Barreto,
hófst þegar handa að afhenda
stórbændunum bestu jarðirnar
aftur. Siðan hafa geröir hans
þjónaö Ihaldsstjórnum sem
mikilvægasta vopnið til að vega
að Reforma Agraria.
Upphaflega var ein miljón
hektaralögðundir samyrkjubúin,
en nú telja menn að búið sé að
afhenda stórbændunum fimmta
hlutann af þessu landi aftur.
Samyrkjubúunum hefur fækkað
úr 550 i 514.
„Sósialistinn” Antonio Barreto
setti i ráðherratfð sinni lög um
afhendingu jarðanna til
stóreignabændanna, en ihaldið
hefur gengið enn lengra og I raun
brotið gegn þessum lögum. Slikt
lögbrot var verið að fremja á
Bento Concalves-samyrkjubúinu,
þegar morðin voru framin.
Kosningarnar
Um siðustu -helgi voru
þingkosningar i Portúgal. Niöur-
staðan varð sú, að bandalag
þriggja flokka sem kalla sig
lýöræðisflokka, náði naumum
meirihluta á þingi. Kommúnista-
Framhald á bls. 13
FRÉTTA-
SKÝRING