Þjóðviljinn - 07.12.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.12.1979, Blaðsíða 16
UOWIUINN Föstudagur 7. desember 1979 Aðalsimi Þjóðviljans er H1333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga. kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starís- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. C81333 Kvöldsími er 81348 r Vigfús Aðalsteinsson skrifstofustjóri BUR: Sídustu mánuðir ársins erfiðastir Samt er fyrirsjáanlegur hagnaöur af BÚR áriö 1979 Skiþt var yfir i svartoliu á þremur togurum BCR i júni si. og sparar það um það bil 300 milj. kr. á þessu ári. Misskilningur r að Island hafi stutt stjórn Pol Pots segir í frétt frá forsætisráðuneytinu Frétt Þjóðviljans sl. laugardag um hina góðu afkomu BÚR árið 1979 og þó alveg sérstaklega fyrstu 9 mánuði ársins vakti að vonum mikla at- hygli/ enda hefur verið stórfellt tap á þessu fyrir- tæki um áratuga skeið. Við ræddum við Vigfús Aðal- steinsson/ skrifstofustjóra BÚR um þessa breytingu sem orðið hefur á rekstri fyrirtækisins. Vigfús sagði að fyrstu 9 mánuð- ir hvers árs væru alltaf bestir hjá útgerðarfélögum sem BÚR og út- koman fyrstu 9 mánuði þessa árs hefði af ýmsum orsökum veriö einstaklega góð. En eins og venjulega yrði útkoman síðustu 3 mánuði ársins mun lakari og ætti það sinar orsakir. Samt er fyrir- sjáanlegt að ágóði verður af starfsemi BOR árið 1979 og er það i fyrsta sinn sem svo verður Sem dæmi nefndi Vigfús að ár- ið 1977 nam tapið á BÚR 245 milj- Þingsetning 12. desember Forseti islands hefur kvatt ný. kjörið alþingi saman tii fundar miðvikudaginn 12. desember. Aö venju verður guðsþjónusta i Dómkirkjunni kl. 14, en að þvi búnu verður settur fundur i sam- einuðu þingi. ónum króna, árið 1978 300 miljón- um króna en i ár verður hagnað- urinn um 40 miljónir. Að visu er það ekki há tala, en samt sem áð- ur er um hagnað að ræða, sem er nýtt hjá BOR. Og ástæðan fyrir þessu? Fyrstu 9 mánuði ársins i ár hef- ur afli togara BOR verið með þvi besta sem gerist. Nú væru allir togararnir i efri kantinum hvað afla snerti en áður hafa þeir verið i þeim lægri. Allt árið 1978 var afli togara BOR 15.633 lestir en fyrstu 9 mánuði þessa árs var hann 15.396 lestir, þannig er ljóst að heildarafli þeirra verður langt fyrir ofan það sem hann var allt árið i fyrra. Þá er þess að geta, að ýmsar hagræðingarframkvæmdir sem unnið hefur veriö að hjá BOR og unnið er að ennþá, hafa verið að skila árangri. Þannig er útkoman á fiskiðjuverinu með eindæmum góð, sennilega einhver besta út- koma sem frystihús sýnir i ár. 1 þvi sambandi má nefna að frysti- hús BOR mun vera eina eða eitt af örfáum frystihúsum hérlendis, sem er komið með bónuskerfi á alla þætti vinnunnar i húsinu, allt frá fiskmóttöku til útskipunar. Þetta hefði skilað betri árangri en bjártsýnustu menn þorðu að vona. Þá mætti ekki gleyma mjög svo bættum aöbúnaði starfsfólks i húsinu, sem skilaði sér i betri vinnu. Ýmsar hagræðingar varðandi togarana kæmu þarna til. Nú væri til aö mynda komnar flottrolls- trommlur i alla togarana, sem hefði mikið haft að segja við veið- arnarog værief til villein helsta ástæöa þess að þeir væru nú I hópi aflahæstu togaranna. Einnig hef- ur ýmislegt verið gert til að bæta gæði aflans þannig að togararnir kæmu með verðmætari fisk að landi. Loks er svo að geta þess aö I júní sl. var skipt yfir I svartoliu á 3 togurum BOR, Spánartogurun- um og taldi Vigfús sennilegt að það hefði sparað útgerðinni um 300 miljónir kr. það sem af væri árinu. Astæðurnar fyrir þvi að 3 siðustu mánuöir ársins koma svo illa út eru fleiri en ein. Þar má til nefna að afli er jafnan mun minni á þessum árstima. Þar ofan á bætist svo þorskveiðibann- ið, nú og ekki má gleyma þvt að veður á þessum árstima eru oft þannig að þaö hamlar veiðum. Vigfús benti einnig á að margir útgerðarmenn létu togara sina sigla með afla á þessum árstima og hagnast verulega á þvi, en slikt gerir BOR ekki, enda er að- alsmerkið þar aö halda uppi fullri atvinnu, sé þess nokiíar kostur. Þá er og að geta þess að. á þessum tima er vélarhreinsun og annað viðhald framkvæmt á togurun- um. Til að mynda voru 3 BÚR togarar að koma úr slikri klössun nú á siðustu dögum. Þar væri þvi um bein útgjöld aö ræða, en engin innkoma. Þegar allt þetta kemur saman, dregur það verulega úr þeim hagnaði sem varð fyrstu 9 mánuði ársins. Hagnaðurinn varð á þriðja hundrað miljónir kr. hjá BÚR fyrstu 9 mánuði ársins, eins og skýrt var frá i Þjóðviljanum sl. laugardag. Og þrátt fyrir þá miklu erfiðleika sem eru á 3 siö- ustu mánuðunum verður hagnað- urinn i ár um 40 miljónir, hagnaö- ur á rekstri BOR I fyrsta sinn i sögu fyrirtækisins, hagnaður sem sannar þá kenningu sem Alþýðu- bandalagiö hefur haldið fram um áraraðir, að hægt væri að reka Bæjarútgerð Reykjavikur með hagnaði ef rétt væri stjórnað. — S. dór. í frétt frá forsætisráðu- neytinu segir að það sé al- ger misskilningur að is- land hafi með atkvæði sinu hjá Sameinuðu þjóðunum stutt rikisstjórn Pol Pots í Kampútseu. Segir i fréttinni að ísland hafi einungis fylgt tillögum kjörbréfa- nefndar þingsins til að stuðla að sem mestri einingu en þar var ákveðið að mæla með að stjórn Pol Pots héldi umboði sinu sem fulltrúi Kampútseu á þinginu. Þá segir: „Það var ljóst og viðurkennt að Vietnamar höföu sent her inn i Kampútseu, náð höfuöborginni á sitt vald, og komið rikisstjórn Heng Samarins til valda. Spurningin var þvi fyrst og fremst hvort Sameinuðu þjóðirn- ar ættu þegar að viðurkenna rikisstjórn sem erlendur inn- rásarher hafði sett á laggirnar i Kampútseu. Þetta er að sjálf- sögðu algerlega andstætt sátt- mála og grundvallarhugsjón SÞ. Þær eiga að berjast gegn innrás- um en ekki viðurkenna þær þegar i stað, þegjandi og hljóöalaust.” Þá er talið að með þessari af- stöðu hafi á engan hátt verið gert upp á milli þessara tveggja stjórna. — GFr 10 miljónir til Hrafns- eyrarnefndar og til HÍB 1 tilefni af hundruðustu ártið Jóns Sigurðssonar forseta hefur rikisstjórnin ákveðið að styrkja sérstaklega framkvæmdir á Hrafnseyri fæöingarstaö forset- ans, og Hið islenska bókmennta- félag, sem hann vann manna mest um sina daga. A fundi sinum I gær ákvað rikisstjórnin að veita 10 miljón króna framlag til Hrafnseyrarnefndar og jafn háa fjárhæð til Hins islenska bók- menntafélags til aö greiða fyrir að félagið eignist húsnæði fyrir starfsemi sina, segir i fréttatil- kynningu frá stjórninni. Hafnartréö frá Hamborg tendrað 10, ársfundur MFA L. Fimmtudaginn 6. des. var 10. ársfundur Menningar- og fræðsiusambands alþýðu hald- inn i Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Fundinn sóttu rúmiega 30 fulltrúar frá Alþýðu- sambandi tslands, svæðasam- böndum og sérgreinasambönd- um ASi, auk fulltrúa frá ýmsum samtökum, sem samstarf eiga við MFA á sviði menningar- og fræðslumála. 1 fundarbyrjun lék hljómsveit barna úr Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. A fundinum flutti Karl Steinar Guðnason skýrslu um störf MFA, I forföllum Stefáns ögmundssonar, formanns stjórnar MFA og Magnús L. Sveinsson, gjaldkeri MFA, skýrði reikninga sl. árs. Aö loknum umræöum um skýrslu stjórnar og gjaldkera flutti Birna Bjarnadóttir, skóla- stjóri Bréfaskólans, fróðlegt og áhugavert erindi um fullorðins- fræðslu. 1 fundarlok var sýndur leikþátturinn „Vals” eftir Jón Hjartarson, sem hlaut fyrstu verðlaun i leikþáttasamkeppni MFA s.l. ár. Að ársfundinum loknum þágu fundargestir boð Magnúsar H. Magnússonar, félagsmálaráðh. A laugardaginn kemur ki. 15 verður kveikt á Hamborgarjóia- trénu á hafnarbakkanum við Hafnarbúðir. en tréð er gjöf frá klúbb sem ber nafnið Wikinger- runde og er félagsskapur fyrrver- andi sjómanna, blaða- og verslunarmanna i Hamborg og nágrenni. Gunnar B. Guðmundsson hafnarstjóri veitir trénu móttöku fyrir hönd Reykjavikurhafnar en Hans Hermann Schlilnz frá Noröur-þýska útvarpinu afhendir tréð. Lúðrablásarar leika við Hafnarbúðir frá kl. 15.45.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.