Þjóðviljinn - 07.12.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.12.1979, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Föstudagur 7. desember 1979 ^skák Umsjón: Helgi ólafsson, Einvígid: Timman - Polugajevskí Nú er nokkuö um liöiö síðan tvö mikilvægustu skákmót ársins, þ.e. milli- svæöamótin, gengu um garð. Fyrir þessi mót reyndu keppendur að undirbúa sig sem allra best, t.d. hafa nú veriö gerö opinber tvö einvígi nokkurra sigurstrangleg- ustu keppendanna. I V- Þýskalandi tefldu þeir Húbner og Hort, og í Hol- landi Timman og Poluga- jevskí. Nokkuö hefur veriö getiö um einvigi Húbners og Horts en því lauk meö sigri Húbners sem hlaut 3 1/2 v. gegn 2 1/2. t Hollandi tefldu Timman og Polugajevski 8 skákir og er skemmst frá þvi að segja að Timman sigraði örugglega með 4 1/2 v. gegn 3 1/2 v..Hann tefldi af miklu öryggi og það var ekki fyr en i siðustu skákinni sem Polu tókst að vinna. Timman vann 1. og 6. skák, Polu vann.eins og áður sagði, skák nr. 8, en aðrar urðu jafntefli. Sigurskákir Timmans voru mjög vel tefldar, einkum sú 6. Hún fer hér á eftir: Hvitt: Polugajevski Svart: Timman Grunfeldsvörn 1. d4-Rf6 <>• bxc3-Bg7 2. c4-g6 7- Bc4-c5 3. Rc3-d5 8. Re2-Rc6 4. cxd5-Rxd5 9. Be3-0-0 5. e4-Rxc3 10. 0-0-Bg4 (Venjan er að leika 10. — cxd4,ll. cxd4 Bg4 en hugmyndin mun vera sú að koma i veg fyrir framhaldið 12. f3 Ra5 13. Bd5, eða a.m.k. að trufla það með peðum c3 og c5 eins og Timman gerði gegn Spasski á stórmeistaramótinu i Montreal i vor. Eins og einhvern kann að reka minni til þá lék Fischer hér 10. — Dc7 i hinni frægu skák sinni við Spasski á Olympiumótinu i Siegen 1970.') (29. f5? er vindhögg, 29. — Bxe5 30. fxg6 fxg6 31. Df7+ Kh8 o.s.frv.) 29. .. c3 32. g5-Bg7 30. axb5-axb5 33. De3 31. Hfcl-Bh6! (33. Hxc3 strax var betra. E.t.v. var Polu hræddur við 33. — Hxc3 34. Dxc3 Rd6 og 35. — Rc4 sem ekki er ýkja hættulegt.) 33. ... h6! 35. Hxc3-Hxc3 34. gxh6-Bxh6 36. Dxc3-Hc8 (Auðvitað ekki 36. — Bxf4 37. Dc6! og svartur er glataður.) 37. Dg3-Hc4 38. Hel-e6! (Bráösnjall leikur. 39. d6 er svarað með 39. — Rxd6! o.s.frv.. Þó svartur sé þá manni undir getur hann aldrei tapað.) 39. f5-exf5 41. Df2-De7 40. Bg2-Bf4 42. d6-Rxd6! (Fyrir manninn fær svartur 3 peð, sóknarmöguleika og mjög hættulegt fripeð á b-linunni.) 43. exd6-Dxd6 44. He8 + -Kh7 45. Hd8 (Tapar skiptamun en erfitt er að benda á góða leiki fyrir hvitan i þessari stöðu.) 45. .. Bh2+! 48. Dxfl-Dxb6 46. Khl-Hcl+ 49. Hd5-Bc7 47. Bfl-Hxfl+ ! 50. Hxb5 (Svartur leikur og vinnur.) 11. d5 !? (Hvitur reynir að notfæra sér að skálinan al-h8 er ekki opin nema upp á hálfa gátt. Gallin er auðvitað sá að hvitur tapar peði á aðgerðinni.) 11. .. Ra5 15. f3-Bd7 12. Bd3-C4 16. f4-b5 13. Bc2-Bxc3 17. e5-a6 14. Hbl-Bg7 18. Rc3 (Hvitur fær að sjálfsögðu umtals- verðar bætur fyrir peðið, geysi- öflugt miðborð og allvænlega sóknarmöguleika. En peð er peð og i framhaldinu á svartur alltaf góða möguleika á að sprengja brúarsporð i miðborð hvits.) 50.. Dc6+ 52. Kh2-Dc2 + 51. Kgl-Bb6+ 53. Dg2 (Eða 53. Khl Bc7! og vinnur.) 53. .. Dc7+ ! 55. Kg2-Dc6 + 54. Dg3-Bgl+ ! 56. Kxgl-Dxb5 (Og þá er eftirleikurinn auð- veldur.) 57. Dh4 + -Kg7 61. Kg2-f4 58. Dd4 + -f6 62. Df8 + -Kg5 59. Da7 + -Kh6 63. Dc8-f3+! 60. Df7-De5 18. .. Hb8 22. Df2-Dc8 19. Ba7-Hb7 23. Ba7-Ha8 20. Bc5-He8 24. Bb6 21. Df3-Hb8 (Það er erfitt að sjá hvaða hagnað hvitur hefur af þessu biskupspoti á drottningar- vængnum. Eðlilegra virðist að koma sér að efninu og hefja aðgeröir á kóngsvæng.) 24. ... Rb7 27. g4-Bxe4 25. h3-Bf5 28. Bxe4-Hac8 26. Re4-Dd7 (Samkvæmt þeirri reglu að hrókar eigi að styðja við bakið á fripeðunum.) 29. a4 — Polugajevski gafst upp. 64. Kxf3 strandar á 64. — Df5+ og peðsendataflið er gjörtapað. Stór- skemmtileg baráttuskák, frá upphafi til enda. Auglýsið í Þjóðviljanum J Hriseyjarferjan Sævar i hátfðabúningi. — Mynd Guðjón. Ferðaáœtlun og gjaldskrá: Hríseyj arferj unnar Sunnud. Mánud. Þriðjud. (Póstf.) Miðvikud Frá Hrisey Kl. 13.30 Kl. 19.00 Kl. 23.00 Kl. 9.00 Kl. 13.30 Kl. 18.00 Kl. 10.00 Kl. 13.30 Kl. 17.30 Kl. 23.00 Kl. 9.00 Kl. 13.30 Kl. 18.00 Frá i-Arskógs. Kl. 14.00 Kl. 19.30 Kl. 23.30 Kl. 9.30 Kl. 14.00 Kl. 18.30 Kl. 10.30 Kl. 14.00 Kl. 18.00 Kl. 23.30 Kl. 9.30 Kl. 14.00 Kl. 18.30 Fimmtud Föstud. (Póstf.) Laugard. Kl. 9.00 Kl. 13.30 Kl. 18.00 Kl. 10.00 Kl. 13.30 Kl. 17.30 Kl. 23.30 Kl. 10.00 Kl. 13.30 Kl. 18.00 Sætagjöld fullorðinna Kr. 500,00 Kl. 9.30 Kl. 14.00 Kl. 18.30 Kl. 10.30 Kl. 14.00 Kl. 18.00 Kl. 23.30 Kl. 10.30 Kl. 14.00 Kl. 18.30 Sætagjöld barna Kr. 250.00 Lausar ferðir Lágmarksgjald fyrir ferð Sætagjöld Dagvinna Næturvinna Fullorð. Barna Litli-Arskógssandur ..... Kr. 12.000 Kr. 16.000 Kr. 500 Kr. 250 Dalvik................... Kr. 16.000 Kr. 20.000 Kr. 850 Kr. 400 Hauganes ................ Kr. 16.000 Kr. 20.000 Kr. 850 Kr. 400 Grenivik................ Kr. 18.000 Kr. 24.000 Kr. 1.000 Kr. 500 Gjald fyrir pakka allt að 25 kg: kr. 300,- frá 25-50 kg: kr. 600. Tima- mæld leiga ferjunnar i dagvinnu er kr. 16.000 og næturvinna kr. 20.000. Dagvinna telst alla daga, nema laugard. og sunnud. frá kl. 8 að morgni til kl. 19 að kvöldi, aðrir timar teljast næturvinna. Fari farangur farþega yfir eðlileg takmörk að mati ferjumanna, er þeim heimilt að taka aukagjald fyrir. Það skal tekið fram, að útgerðin ber ekki ábyrgð á neinu þvi sem vörueigendur geta tryggt sig gegn með venjulegri sjóvátryggingu samkvæmt A.W. skilmálum. Gjald fyrir bil i áætiunarferð er kr. 8.000,- Gjaldskrá þessi gildir frá og með 18. nóvember 1979. Simar 61717 — 61732 — 61764. Hitamyndun í fóðri frá Danmörku t haust bar dálftið á hita- myndun í lausu fóðri frá FAF i Danmörku. Olli þetta nokkrum erfiðleikum hjá þeim kaupfé- lögum sem versla með fórðið og eyðilagðist nokkuð af því af þessum ástæðum. Að sögn Sigurðar A. Sigurðs- sonar, deildarstjóra Fóðurvöru- deildar SÍS, var ástæðan til þessarar hitamyndunar sú, að. byggið, sem mest var notað i fóðrið, þoldi ekki nema tak- markaða geymslu. Var það Ut- haldsleysi rakið til þess að sl. sumar var mjög kalt og úr- komusamt i Danmörku. . Hér var þó aðeins um að ræða timabundið ástand og hafa sið- ustu sendingar af lausa fóðrinu reynst vera I fullkomnu lagi. Hinsvegar er ákveðið að kaup- félögin tryggi sig gegn þessum óhöppum i' framtiðinni með þvi að setja upp blásturskerfi i fóð- urgeymslum sinum til þess að geta kælt kornið ef svona atvik skyldu endurtaka sig. — mhg. Innflutningur á fóðurbœti Fer vaxandi I kjölfar hins erfiða tiðarfars i vor og sumar hefur innflutning- ur á fóðurbæti verið óvenju mik- ill nú undanfariö. Samkvæmt upplýsingum Sigurðar A. Sig- urðssonar deildarstjóra Fóöur- vörudeildar StS var fóðurinn- flutningur fyrstu 9 mánuði þessa árs 18.2% meir i en á sama timabili i fyrra eða 64.550 lestir. Sigurður kvað sennilegt að þessi aukning héldi áfram I sama hlutfalli árið út þannig að ársinnflutningurinn yrði um 87.000 iestir á móti 73,500 lestum i fyrra. Heimsmarkaðsverð á fóðri hefur farið heldur hækkandi nú I haust. Meðal annarserbúistvið 5% hækkun á fóðri frá FAF i Svendborg nú um áramótin. Til að tryggja sig gegn væntanleg- um verðhækkunum festi Sam- bandið nýlega kaupá 5.200 lest- um af kanadfsku byggi sem af- greitt verður á tímabilinu frá þvi í des. og f ram í júnf á næsta ári. Verð á þessu byggi er hag- stætt og raunar lægra en núver- andi heimsmarkaösverð.— mhg. Umsjón: Magnús H. Gislasor Freyr Okkur hefur borist 21. tbl. Freys þ.á.. Hefst það á forystu- greininni Efling byggðarinnar. Fjölbreyttara atvínnulif I sveitum nefnist viðtal við Aðal- björn Benediktsson, ráðunaut á Hvammstanga. Guðmundur Jónsson fyrrverandi skólastjóri á Hvanneyri skrifar um Guð- mund ölafsson bónda á Fitjum I Skorradal en hann var einn af merkustu búnaðarfrömuðum okkar á öldinni, sem leið. Þá er greinin Vélar og tæki til að létta störfin. Július J. Daniels- son ræðir við Þorstein Geirsson bónda á Reyðará i Lóni: Bar köfnunarefni á sandtúnið i júni- byrjun — blandaðan áburð hálf- um mánuði seinna. Stefán Aðal- steinsson, ullarmatsformaður skrifar um könnun á samræmi i ullarmati. Gísli Kristjánsson, fyrrv. ritstjóri, segir fuglafrétt- ir. Eggjaflutningar milli dýra nefnist grein eftir Halldór Run- ólfsson, dýralækni. Þá eru Er- lendir þættir og Molar o.fL.Loks eru birt 114 ærnöfn, sem Magnús Þór Jónsson i Smára- túni hefur sent Frey. Um myndir þarf ekki að geta. Þær eru alltaf margar i hverju tbl.. — mhg. Hrossakjöt til Noregs Allar horfur eru á þvl að nú verði fellt mun meira af hrossum en undanfarin ár, þvi almennt þurfabænduraö létta á fóðrum. Af þeim sökum hefur Sambandið leitað markaða er- lendis fyrir hrossakjöt og er þegar búið að senda sýnishorn til Noregs. Er nú beðið eftir mati og verðlagningu. Norðmenn kaupa hrossakjöt sem vinnslukjöt i ákveðnar pylsutegundir. Hafa þeir árlega flutt inn 200—300 lestir i þessu skyni. Þá hefur og verið leitað markaða viðar.t.d. I Sviþjóð, en án árangurs að þessu. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.