Þjóðviljinn - 22.12.1979, Side 7

Þjóðviljinn - 22.12.1979, Side 7
Laugardagur 22. desember 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Soffia Guðmundsdóttir: Karlamál, kvennamál eöa vinstri og hægri Nú siöustu vikur og mánuöi hef- ur átt sér staö nokkur umræöa um jafnréttismál, og var vissuiega mál til komiö aö taka þau mál til umfjöllunar. Nýafstaöiö kosn- ingaat sem næsta óvænt skall yfir þjóöina eins og öllum er i fersku minni, beindi þessari umræöu aö nokkru inn á hugleiöingar um þá staöreynd hve konur standa höll- um fæti innan stjórnmálaflokk- anna. Þaö var líkast þvi sem margir hrykkju upp af værum blundi, þegar kosningabaráttan meö til- heyrandi aödraganda gekk sem glaöast og spyröu: „hvar eru eiginlega konurnar, eru engar konur i landinu?” Halldór Laxness segir aö vlsu á einum staö ,,þaö hafa alltaf veriö konur á Islandi”, en nú blasti þaö viö rétt einn ganginn, aö sjaldnast eru þær nærstaddar, þegar ráöa skal til lykta mikilvægum úrslausnarefnum samfélagsins. Afstaöa Rauösokkahreyfingar- innartil kröfunnar „fleirikonur á þing” vakti aö vonum upp þó nokkra umræöu, en á helgarráö- stefnu sem haldin var á Selfossi i lok október voru Rauösokkar á einu máli um þaö, „aö fjöldi kvenna á þingi skipti i raun ekki sköpum fyrir framgang jafn- réttismálanna. Fjöldi kvenna á þingi endurspeglar jafnréttis- ástandiö i landinu. Þegar þaö ástand skánar, hlýtur (leturbr. mln) konum aö fjölga bæöi á þingi og annarsstaöar þar sem ráöum er ráöiö I þjóöfélaginu. En fyrst þurfum viö aö berjast fyrir jafn- rétti, raunverulegu jafnrétti. Sú barátta snýst ekki um þingsæti, heldur um félagslegar lausnir á þeim málum, sem okkur standa næst, dagvistarmálum og at- vinnumálum kvenna svo eitthvaö sé nefnt”. Mikilvœgur vinnustaður Svo mörg voru þau orö, og ekki er mér ljóst hvaö þaö er, sem Rauösokkar kalla raunverulegt jafnrétti, og þaö liggur nærri aö spyrja sem svo hvar þetta fólk hafi eiginlega aliö manninn aö undanförnu svo gersamlega viröist þaö vera úr takt viö þjóöfélagslega baráttu. Dagvistarmál barna og atvinnu- mál kvenna eru ekkert smáræöi, og hefur margur færst minna f fang en aö þoka þeim málum áleiöis og ekki kippt sér upp viö þá tilhugsun, þótt baráttu- vettvangurinn sé einnig og ekki sist Alþingi Islendinga. Alþingi er nefnilega réttur og sléttnr vinnu- staöur einn af mörgum,en aö visu sérdeilis mikilvægur, þvi aö þar eru sett lög, sem eru ákvaröandi um lif fólksins i landinu, og þar gefst færi á aö koma fram málum sem horfe til heilla og framfara fyrir okkur öll. Égerekki frá þvi, aö Rauösokkar og eflaust fieiri gleymi þvi, aö’ jafnréttisbaráttan er háö um þjóöfélagiö allt, llka innan vébanda Alþingis og stoöar ekki aö draga þar hring um eins og sú stofnun skipti ekki máli. Hvernig eiga svo þeir aö knýja fram mikilvægar breytingar á þjóöfélaginu, sem engin tök eöa áhrif hafa innan helstu valda- stofnana þess? Mér flaug einnig I hug hvenær konum ætlar aö lærast þaö aö styöja konur til ýmissa starfa og áhrifa og hætta því aökjósa karla og styöja þá á alla lund vegna þess aö þeir eru karlar eöa af gömlum vana. Kon- ur gætu lært eitt og annaö nýti- legt, sem heyrir til samstööu af karlveldinu, sem sjaldnast lætur sig muna um þaö aö styöja viö meöalskussa fremur en standa meö hæfri konu, ef þvi er aö skipta. Þótt sist skuli mælt meö þvl, aö hæfni fái engu ráöiö, þá er einmitt þessi samstaöa karla ihugunarefni, og hana hafa margar konur mátt sannprófa. Þvi er hart undir aö búa þegar konurnar koma svo og segja, aö engu máli skipti aukin áhrif kvenna á Alþingi og þá væntan- lega einnig I sveitarstjórnum og hvaö meö f orystu i launþegasam- tökum ? Róttækni og borgaraskapur Fram kemur, aö til aö mynda Rauösokkar vilja ekki konur til opinberra starfa i stjórnmálum nema þær séu róttækar. Þarna sýnist mér, aö hreyfingin sé úti á hálum is og stórra mótsagna gæti. Vitanlega eigum viö I höggi viö afturhaldiö og borgaraskap- inn, en getum viö virkilega ekki hugsaö okkur þá baráttu nema þar sé viö karlmenn aö etja? Finnst okkur óeölilegt, aö líka konur séu i þeim fjandaflokki? Mér er ómögulegt aö sjá réttmæti þess, aö jafnréttishugmyndir okkar séu á þann veg skilyrtar eöa þrengdar aö merkingu og inntaki, aö viö eigum meö engu móti aö geta hugsaö okkur eöa viöurkennt jafnrétti til handa öör- um en þeim sem skoöanalega eru á sömu slóöum og viö sjálf. Þar meö er fariö aö bianda saman hugmyndum, og slik viöhorf hljóta fyrr eöa siöar aö lenda i blindgötu. Ef viö aöhyllumst jafn- réttishugmyndir, sem t.d. fela i sér jafnan rétt til atvinnu, efna- hagslegt jafnrétti, sömu laun fyrir sambærileg störf og sömu möguleika til starfa yfirleitt, þá verðum viöaö viöurkenna aö líka þeim konum, sem viö myndum telja borgaralegar eöa Ihalds- samar, ber þessi réttur. Aösjálfsögöuætlum viö ekki aö fara aö skipta okkur af hvaö þá slást innan borgaraflokkanna. Þaö veröa þær sjálfar aö gera hver og ein á sinum flokkslega heimavelli, en viö verðum aö vera tilbúnar aö mæta konum sem andstæöingum á sama hátt og karlmönnum sem sjálfstæö- um, fullveöja einstaklingum, en ekki sem edginkonu þessa eöa hins. Ég er þeirrar skoöunar, aö þaö væri beinlinis ávinningur aö þvi aö fá fleirikonur til pólitískra starfa á opinberum vettvangi en nú er þar aö finna. Ef þaö gerist, held ég, að þaö gæti breytt yfir- bragði stjórnmálabaráttunnar aö meötöldum vinnubrögöum Alþingis. Lif kvenna er mjög frábrugöiö lifi karla og reynsla kvenna er önnur. Þær eiga sér þá sameiginlegu reynslu aö vera mæöur, sem i flestum tilvikum hafa veg og vanda af umönnun og uppeidi nýrrar kynslóöar. Þess- arar mikilvægu sameiginlegu reynslu kvenna mætti vissulega fara aö gæta meira i valdastofn- unum þjóöfélagsins en veriö hef- ur, og áhrif hennar þyrftu að berast viöar um þar sem ráöum er ráöiö. Ég held, aö konur myndu langflestar nálgast viöfangsefnin frá öörum sjónar- hóli en karlmenn gera, og það gæti dregiö nokkuö áleiöis aö breyta ásýnd þjóömála- áttunnar. Feimni við „kvennamál” Þessgætirnokkuö, aö svokölluö mál kvenna séu rædd i heldur niörandi tóni þegarstjórnmál eru annars vegar, og ekki ber á þvl, aö pólitikusar, sem annt er um heiöur sinn, vilji láta um sig spyrjast, aö þeir hafi teljandi afskipti þar af. Meira aö segja konurnar eiga þaö til aö sverja og sárt viö leggja, aö þarna hugsi þær sér ekki endilega aö beita sér neitt sérstaklega, komist þær eöa séu þegar komnar til pólitískra áhrifa, enda vilji þær ekki ein- angrast I sérstökum kvennamál- um eins og þaö heitir stundum. Þarna eru konurnar einfaldlega vitandi eöa óvitandi aö ganga erinda karlveldisins, því aö þaö eru einmitt karlmennirnir, sem ákveöa þaö, aö sumir málaflokk- ar séu mikilvæeir, en aörir ekki. megi a.m.k. biöa. Þeir ákveöa forgangsrööina, og þaö er karl- veldiö, sem skammtar konunum tóminn þ.e.a.s. ef þær ekki vara sig á þessum staöreyndum. Karlveldiö ákveöur hvernig kon- ur eigi aö haga sér i pólitiskri baráttu og markar þeim sviö, þeir segja til um hvernig þeir vilja hafa þær og hvernig þær eigi aö taka sig út I þeirra selskap. Þetta þurfa koriur að gera sér ljóst og þær mega ekki láta karl- menn komast upp meö slikt og þvilikt. Þær veröa aö vita sjálfar hvaö þær vilja og standa fast á þvi, sem þær hafa fram aö færa. Þessi kvennamál heyra sem kunnugt er til þeim málaflokkum, er áhræra félagslega þjónustu margskonar, tryggingamál af ýmsu tagi, dagvistarmál barna, velferöarmál aldraöra svo nokk- uö sé nefnt aö ógleymdum mál- um, er lúta aö atvinnulegu öryggi kvenna, stööu þeirra I atvinnulif- inu. Þarna veröa einmitt konur aö beita sér, þvi að þetta hafa um langa hrlö veriö vanræktir mála- flokkar, og þar þýöir ekkert aö vera meö hik eöa bollaleggingar um, að konur þurfi endilega aö sinna einhverju öðru til þess aö sýna aö þær séu gjaldgengar i pólitiskri baráttu og samkvæmis- hæfar i karlasamfélaginu. Þessi mál eru hluti af pólitískum verk- efnum, stjórnmálabaráttan snýst einnig um framgang þessara mála. Þeim hefur sannast sagna ekki reitt svo glæsilega af undir forræöi karlveldisins, aö það veiti af, aöþarsé tekiö til hendi. Þarna veröa konurnar sjálfar aö vera I fararbroddi, og þess eru engin dæmi, aö forréttindahópar gangi fram fyrir skjöldu og berjist fyrir málstað þeirra, sem bera skarðan hlut frá boröi og eru órétti beittir. Þaömá vissulega til sanns vegar færa, aö ofangreindir málaflokkar, einatt kenndir viö kvennamál, heyra til almennum farmfaramálum sem snerta hag allra þjóöfélagsþegnanna meö beinum eöa óbeinum hætti, en meðan karlmenn, sem hafa allt pólitiskt vald i höndum sér rækja þessa málaflokka ekki betur en raun ber vitni, þá veröa konur aö beita sér fyrir þvi, aö t.d. dag- vistarmál barna og málj sem lúta aö atvinnuöryggi kvenna, nái aö veröa f organgsverkefni til úrlausnar. Karlmenn veröa einfaldlega aö sannréyna þaö, aö konum er alvara, og þær eru ekkert feimnar viö kvennamálin þaöveröuraöhalda áframaö tala um þau og vinna aö þeim þar til þau hafa fengiö þann sess, sem þeim ber. Þaö þætti saga til næsta bæjar hygg ég, ef t.d. verkalýðsforingi svaraöi þvineitandi, væri hann aö þvi spuröur hvort hann hygöist beita sér sérstaklega fyrir verka- lýösmálum t.d. á Alþingi eöa inn- an sveitarstjórnar, og um ieiö lægi þaö I loftinu, aö þetta væri hálfgert leiðinda nudd aö standa einlægt 1. Fyrr og nú t þeirri umræöu um jafnréttis- mál, sem staöiö hefur um hrlö, hefur mfn aö nokkru veriö getiö og þá I sambandi viö tvær grein- ar, sem ég setti saman og birtust' iÞjóöviljanum um miöjan júnl og i lok október.Ekki finnst mér, aö þar sé öllu rétt til skila haldiö. Fram kemur, aö ég horfi meö eftirsjá til þeirra „góöu, gömlu tlma” um og eftir 1970 og haldi jafnvel, aö þeir geti runniö upp aftur meö sömu formerkjum. Ennfremur, aö mér hafi ekki veriöfyllilega ljós sú stefnubreyt- ing af hálfu Rauösokkahreyf- ingarinnar, sem mörkuö var á fyrstu ráöstefnu þennar aö Skóg- um 1974, en þar var sett jafnaöar- merki milli kvennabaráttu og stéttabaráttu, þaö þýddi I raun, aö margar konur yfirgáfu hreyf- inguna og ekki bara þær borgara- legu og ihaldssömu, og hún tók aö einangrast meö afleiöingum, sem einmitt hafa veriö til umræöu i seinni tið. Þetta var vitanlega ærin breyting, þaö sér hver og einn, og má heita fáránlegt að standa I þvi aö leiðrétta svona nokkuð. Þaö er rétt á takmörkun- um, að maöurnenni þvi,en þaöer eins og fyrri daginn aö maöur er berskjaldaöur fyrir rangtúlkun- um. Þá koma fram i grein, sem Vésteinn Lúöviksson ritar i Þjóöviljann 1. nóv. atriöi, sem vert er aö ýja ögn aö. Þar bendir hann réttilega á það, aö jafn- réttishreyfing hin nýja á sér heimkynni mebal menntaörar millistéttar, og er þaö I sjálfu sér ekkert nýtt fyrirbæri I sögu framfarasinnaöra félagslegra hreyfinga, aö ekki sé nú sagt byltingarhreyfinga. Þar hafa einatt menntaöar yfirstéttarkon- ur komið viö sögu i forystuliöi, og nægir þar aö minna á byltinguna i Rússlandi 1917. Vésteinn telur að jafnréttishreyfing siöari ára hafi ekkji teljandi mæli náö til verka- fólks og verkalýöshreyfingar, og tel ég ekki fært aö bera brigöur á þá staðhæfingu. Siöan segir, aö „konur i borgara og millistétt hafa aö nokkru (leturbr. mln) fengiö viöurkenndan rétt sinn til sjálfstæös lifs innan þess ramma, sem rlkjandi skipulag setur þeim, en meöal verkalýösstéttarinnar er allt svipaö og áður, og kúgunarmunstrin I öllum stéttum hafa ekki breyst i neinum megim atriöum”. Þetta er einmitt lóöið. Konurnar eiga i höggi viö karl- veldiö, og eöli þess birtist meö svipuðu móti hverjar svo sem stéttarlegar forsendur eöa efna- hagslegar undirstöður þess eru. Þaö eru allsstaöar karlmenn, sem ráöa, þótt ekki sé ævinlega veröleikunum fyrir að fara, en konur eru vegnar og æöi oft létt- vægar fundnar, þótt hæfar séu. Yfirborðsatriði? Enn segir Vésteinn: „á meöan markið var ekki sett hærra en að hrófla viö (leturbr. mín) nokkrum yfirborösatriðum kynjamisréttisins var auövelt fyrir konur úr öllum stéttum aö taka höndum saman”, og er hér átt viö byrjun þessa áratugs, hápunkt og endalok þessa skeibs meö kvennaverkfallinu 24. okt. 1975. Mér ofbýður svona grunnfært tal, og hér veröur aö gera kröfu til stærri yfirsýnar. Hver voru svo þessi „yfirborðs- atriöi”? A þessum árum, þegar Rauðsokkahreyfingin var fremst I flokki á sviöi jafnréttis- baráttunnar, beindist sú barátta m.a. aö þvl að sýna fram á þaö meö órækum dæmum hve konur búa við mikið öryggisleysi á vinnumarkaöi, þar sem þær eru hreyfanlegt varavinnuafl, sem atvinnurekendur geta kallað út og sent heim til skiptis, réttlítiö eöa vita réttindalaust til atvinnu. Þarna var bent á falið atvinnu- leysi meö öllu þvi efnahagslega misrétti og öryggisleysi um afkomu, sem slikt felur i sér, og karlmönnum væri seint boöiö upp á aö sæta. Réttur kvenna til náms og starfa, til sömu launa fyrir sambærileg störf var á dagskrá, einnig skipan i launaflokka t.d. eftir þvi hvort karl eöa kona gegnir starfi, stööuveitingar voru teknar fyrir, og fyrirvinnuhug- takið var undir smásjánni. Þaö blasti viö, aö konur hafa fullar skyldur, en takmörkuð réttindi, dagvistarmál barna voru i brennidepli umræöna og sett fram sem réttindamál barna fyrst og fremst, réttur konunnar til umráöa yfireiginllfiog llkama var eitt baráttumáliö og krafan var sett fram um frjálsar fóstur- eyöingar aö ósk konu, i slíkum málum yröi konan sjálf að fá endanlegan ákvöröunarrétt. Skiptingin i karlastörf og kvennastörf var dregin fram i dagsljósiö og bent á einokun karla áforystuogábyrgöarstööum, þ.e. vellaunuöum störfum, meöan kvennastörf eru að sama skapi lágt launuð og gerðar voru kann- anir, sem sýndu yfirgnæfandi fjölda kvenna einmitt I láglauna- hópunum. Ekki get ég fallist á, að þessi atriði, sem ég nefndi, og fleiri mætti ti'na til, séu nein yfirborös- atriöi, sem ekki komi viö kjarna málsins, þegar jafnréttismál og jafnréttisbarátta er annars vegar. Rauösokkahreyfingin fékk vissulega hljómgrunn og átti brýnt erindi viö islenskar konur, en þaö þurfti að halda áfram aö slást út á við, og vonandi bregöur til betri tiöar hvað þaö áhrærir. Þá veltir Vésteinn þvi fyrir sér, og er reyndar ekki einn um það, hvort það geti verið baráttumál sósialista aö koma borgaralegum konum til valda fremur en borgaralegum körlum, og sýnist mér, að hér gæti hugtakaruglings og aö beinlinis rangt sé spurt. Er íhaldið karlkyns? Varla þarf aö taka fram, að auðvitað styöja sósialistar ekki Ihaldssöm eöa borgaraleg öfl til valda, heldur berjast gegn þeim, en ég skil ekki almennilega hvers vegna sumum sósialistum finnst, aö afturhaldiö eigi endilega aö vera karlkyns. Aö sjálfsögöu kjósa sósialistar hvorki ihalds- karla né ihaldskonur á þing i sveitarstjórnir auk heldur til forystu i launþegasamtökum, en þeir hljóta þó aö viöurkenna, aö konur eiga sama rétt og karlar til þess aö stunda stjórnmála- og félagsstörf rétteins oghver önnur störf, og veröur þá hverri og einni aö leyfast þaö aö skipa sér þar i flokk sem hún telur sitt rétta pólitiska heimkynni. Ekki getum viö krafist þess, aö allar konur, sem taka þátt I stjórnmála- baráttu, séu sóslalistar fremur en karlar. Slíkir þankar eru ekki innan neinna marka sæmilegs raunsæis, og viö skulum heldur ekki gleyma þvi, að hver sú kona, sem brýst fram á nýjum leiðum oghaslar sér völl á hefðbundnum yfirráðasvæöum karlmanna, hún er þar meö aö raska þeirri gamalgrónu mynd, sem einkenn- ist af véldi karla og forræöi þeirra á öllum sviöum. Það framlag skulum viö ekki vanmeta, þótt skoöanalega kunnum viö aö eiga eitt og annaö vantalaö. Bræður i kommó Ekki fæ ég varist þeirri hugsun, aö okkur sósialistum, ftokks- bundnum I Alþýöubandalaginu, sé þaö nærtækt verkefni aö huga af fullri alvöru aö því hvernig jafnréttismálin standa innan okk- ar flokks, hverig tryggja megi konunum til jafns viökaría rétt til starfa hver s vo sem þau eru innan flokks eöa á hans vegum á fjölmörgum sviöum þjóöfélags- ins. Þarna er æriö verk aö vinna, og ekki er til neins aö stinga höföinu i sandinn og telja sér og öörum trú um, aö allt sé i himna- lagi, enda viö sósialistar. Svo einfalt er þetta ekki, en viö félag- ar I Alþýöubandalaginu,konur og karlar, veröum aö taka þessi mál tilumræöu. Þarværitilaö mynda flokksráðsfundur eöa þá lands- fundur kjörinn vettvangur, nema hvorttveggja væri,aö ógleymdum einstökum flokksdeildum. Viö konurnar megum ekki láta „bræöur vora i kommó” i friöi meö kvennamálin og stööu jafn- réttismála I okkar flokki. Þeir veröa aö fara aö huga ne.nar þar aö en gert hefur veriö fram aö þessu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.