Þjóðviljinn - 22.12.1979, Side 12
f2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. desember 1979.
4skáh
Umsjón: Helgi ólafsson
^ “
Jólaskákþrautir útvarpsins
S.l. þriðjudag birtust hinar árlegu jólaskákþrautir I skákþætti út-
varpsins. Fyrir þá fjölmörgu sem misstu af lestrinum birtast hér
stööumyndir af þrautunum:
Mátar i öörum leik.
Mátar i öðrum leik.
Mátar i þriðja leik
Mátar I þriðja leik
Mátar i fjórða leik
Mátar i fjórða leik.
Leiðréttlng
t jólablaði Þjóðviljans birtust
skákþrautir, eins og menn
væntaniega muna. Eftir gifurleg-
ar rannsóknir hafa nokkrir á-
hugasamir skákdæmaieysar
komist að þeirri niðurstöðu að
þrautir no. 3 og 4 hreinlega stand-
ast ekki. Okkur þykir þetta mjög
leitt. — Hinar þrautirnar eru allr
réttar, og vonandi hafa menn ekki
ofreynt heilasellurnar vegna
þessara mistaka. — Gieðileg jól.
Demantur
æðstur eðalsteina
Góð fjárfesting
sem -
k, varir að eilífu J
Leiftursóknin brást í borgarstjórn:
Tillögur íhaldsins um 2,6
miljaröa nidurskurd felldar
hagsáætlunina frá þeim Sjálf- tillögur við fjárhagsáætlun án
stæöismönnum og að tillöguflutn- þess að gera grein fyrir þvi
ingur frá þeim yrði innan marka hvernig endar ættu að ná saman
þess mögulega. bau vinnubrögð og væri þaö ótrúlega óábyrg af-
væru ný i borgarstjórn Reykja- staða hjá minnihlutanum.
vikur að leggja fram breytinga- ^I
Lokaátak fyrir
Málfrelsissjóö
Magnús Kjartansson i dag
Þessa daga hafa margir rithöfundar lagt málstað Málfrelsis-
sjóðs lið meö þvi að undirrita bækur slnar I hans þágu. í dag er
lokaátakið I þessum áfanga og undirritar Magnús Kjartansson
bók slna Elds er þörf I bókabúö Máls og menningar kl. 15-18.
Myndin er af Jóni óskari, sem undirritaði bók slna „Týndir snill-
ingar” fyrr I vikunni.
Þyrlan verdur ekki
fjarlægð strax
Við fyrri umræðu um fjárhags-
áætlun Reykjavikurborgar lögðu
borgarfulltrúar Sjáifstæðis-
flokksins fram tillögu um að
tekjur borgarinnar yröu lækkaö-
ar á næsta ári um 2.6 miljaröa
króna án þess að benda á hvað
skyldi skorið niður á móti! Tillög-
ur þeirra voru felldar meö 8 at-
kvæðum meirihiutans og sam-
þýkkt að beita sömu álagninar-
reglum varðandi aðstöðugjöld og
fasteignaskatta og á yfirstand-
andi ári.
Birgir tsl. Gunnarsson lagði i
ræðu sinni áherslu á að Sjálf-
stæðismenn hefðu ávallt I sinni
stjórnartlð látið sér nægja lægstu
leyfilegar álögur I formi aðstööu-
gjalda og fasteignaskatta, þó svo
þeir hefðu þurft að beita
miskunnarlausum niðurskuröi
þess vegna. Breyttar álagningar-
reglur vinstri meirihlutans hefðu
fært borginni 1800 miljónir króna i
tekjur á þessu ári og gengu tillög-
ur Sjálfstæðisflokksins út á aö
færa skattlagninguna aftur i
fyrra horf, og lækka með þvl
tekjuhlið fjárhagsáætlunarinnar
um 2.6 miljarða króna. Birgir
Isleifur lagði einnig áherslu á að
fasteignaskattar yrðu Reykvik-
ingum þungbærir á næsta ári, þar
sem fasteignamat hefði hækkaö
um 60% en tekjur borgarbúa ein-
ungis um 43% á sama tima.
Sigurjón Pétursson sagði Birgi
nú vera að „hefna þess i héraði
sem hallaðist á alþingi” og nú
skyldi leiftursóknin, sem brást I
alþingiskosningunum flutt inn I
borgarstjórn Reykjavikur. Sigur-
jón sagði að þó rekstrarafgangur
fjárhagsáætlunarinnar væri 9.7
miljarðar króna þá væri þaö fé
ekki allt til frjálsrar ráðstöfunar
og hann lýsti eftir tillögum Sjálf-
stæöismanna um þaö hvaö ætti
að skera niður á móti tillögum
þeirra. Engar athugasemdir
hefðu komið frá Birgi um rekst-
urinn og raunar heldur ekki um
framkvæmdirnar. „Tekjufærðar
eftirstöðvar upp á 1 miljarð króna
verða ekki notaðar I annað og ef
reka á SVR á næsta ári verður
borgin aö leggja fyrirtækinu til 2
miljarða króna. I afborganir fara
600 miljónir, I byggingasjóö og
verkamannabústaði 1.1 miljarður
og til bygginga stofnana i þágu
aldraðra færu 1150 miljónir.
Samtals gerir þetta 5.8 miljarða
króna sem er bundiö fé,” sagði
Sigur jón. „Ef siðan á aö draga frá
afgangnum 2.6 miljarða skv. til-
lögum Sjálfstæðisflokksins verða
eftir 1.2 miljarðar sem dugir ekki
einu sinni til þess að standa viö
samninga upp á 1.5 miljarð vegna
togarakaupa til Bæjarútgeröar
Reykjavikur. Þetta dæmi gengur
þvi ekki upp”, sagði Sigurjón
„nema með þvi aö taka erlend lán
á okurkjörum eins og tiökaðist I
stjórnartlð fyrrverandi meiri-
hluta”. Sigurjón sagðist hafa átt
von á raunhæfri gagnrýni á fjár-
Herstjórnin á Keflavikurflug-
velli hefur sent frá sér fréttatil-
kynningu þar sem m.a. kemur
fram að þyrlan sem fórst á Mos-
fellsheiði sl. þriðjudag verði ekki
þaöan færð fyrr en rannsóknar-
nefnd hefur fullkannað orsakir
slyssins. Engar upplýsingar
verða gefnar Ut um orsakir slyss-
ins fyrr en nefndin hefur lokið
störfum.
Síðan er sagt frá hve vel þyrlu-
flug hersins hefur tekist hér á
landi, þetta sé aðeins 3ja slysið
sem þyrla frá hernum lendir I hér
álandi og hafi verið flognar 7.125
flugstundir dn siyss síöan 1971.
-S.dór
Jólavaka
Kristilegt stúdentafélag og
Kristileg skólasamtök gangast
fyrir jólavöku I Dómkirkjunni i
kvöld, laugardag, kl. 21.00. Er
hugmyndin sú að fólk geti
standráö viö i bæjarferð og hvllt
lúin bein um leið og þaö tekur þátt
I þessari stuttu helgistund. Boöið
verður upp á hugvekju, einsöng
og jólasalmarnir sungnir. Allir
eru velkomnir á þessa jólavöku.
Helgi Hálfdánarson þýdir Stille Nacht:
Blíöa nótt,
blessaöa
nótt!
Helgi Hálfdanarson hefur sent Gunnari Ey-
jólfssyni leikara ágæta jólakveðju: þýðingu á
þýska jólakvæöinu STILLE NACHT eftir J.
Mohr, sem hér á landi er sungið við textann
Heims um bói, helg eru jól. Þýöing Helga er sem
hér segir:
Blíða nótt/
blessaða nótt!
Blundar jörð/
allt er hljótt.
Fátæk móðir heilög og hrein
hljóðlát vakir, á lokkprúðan svein
horfir í himneskri ró.
Blíða nótt,
blessaða nótt!
Blikar skær
stjarna rótt.
Hijómar englanna hátíðarlag,
heimur, fagnaðu! Þér er í dag
frelsari fæddur á jörð.
Blíða nótt,
blessaða nótt!
Heilagt barn
brosir rótt;
ást og mildi af ásjónu skín.
Enn er friður að leita til þín,
Kristur, kominn í heim.
Það var á Gunnari Eyjólfssyni að heyra, aö
hann vonaðist til að þessi texti yrði fluttur við
messur á jólum, en engu varð um það spáð.
Þýöingin er til orðin fyrir beiðni Gunnars, sem
tók það sérstaklega fram, að ekki væri um neitt
tilræöi að ræða við Heims um bó'ii, sem væri
áfram Islenskur jólasálmur I sinum rétti.
Mér finnst þetta einkar falleg gjöf til Islenskra
barna nú þegar liður að lokum barnaárs, sagði
Gunnar Eyjólfsson, er hann hafði lofaö blaða-
manni að heyra kvæðiö. — áb