Þjóðviljinn - 28.12.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.12.1979, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. desember 1979 t»JÓÐVILJINN — StÐA 5 Afganistan: Valdarán Teheran, Islamabad (Reuter) Opinbera íranska fréttastofan PARS haföi í gær eftir útvarpinu i Afganistan, að valdarán heföi veriö framiö I landinu og Hafizullah Amin forseti rekinn frá völdum. PARS skýröi ekki frá tildrögum valdaránsins, en sagði aö viö völdum heföi tekið Babrak Karmal, sem áður var varafor- seti og varaforsætisráðherra i Afganistan. Karmal var i stjórn Noor Mohammad Tarakki heit- ins, fyrrum forseta Afganistan. Haft er eftir Karmal, aö hann hyggist leysa pólitiska fanga úr haldi og koma á lýöræði i Afganistan. Karmal hefur undan- farna 18 mánuði veriö i pólitiskri útlegö, sem sendiherra Afganist- ans i Tékkóslóvakiu. en hann átti ÍRAN: Samræmdar ad- gerðir á báða bóga Sadeq Teheran (Reuter) Námsmennirnir I bandariska sendiráðinu hafa ásamt iranska byltingarráöinu myndað nefnd sem á aö samræma afstööu Iranskra aöila i deilunni viö Bandarikin. Nefndin á aö koma I veg fyrir misræmi milli yfirlýsinga náms- mannanna og byltingarráðsins. Talsmaöur námsmannanna sagöi i gær, aö nefndin muni ekki hafa þaö hlutverkaö efna tilsamninga um lausn gislanna i sendiráöinu. Iranski utanrikisráðherrann Sadeq Qotbzadeh veröur tengi- liöur stjórnarinnar við nefndina. Bretar hafa fækkaö starfsliöi sinu i sendiráöi Bretiands i Teheran, og Noregur hefur kallað heim sendiherra sinn i Iran. Diplómatar skýrðu Reuter— fréttastofnunni frá þvi aö þessar ráöstafanir séu geröar með hliö- sjón af fyrirhuguöum efnahags- aögeröum gegn Iran. Carter Bandarikjaforseti hefur farið þess á leit viö Sameinuöu þjóðirnaraö Iran veröi beittefna- hagslegum þvingunaraögeröum, og hefur Carter krafist fúndar öryggisráðsins um þetta efni. Bæði Bretar og Norömenn eiga aöild aö öryggisráöinu. þátt I valdatöku hins marxiska Lýöræðisflokks alþýöu i april 1978. Karmal var fyrst i staö varaforseti, en var leystur frá völdum, og i september s.l. fór Tarakki forseti einnig frá, viö valdarán sem þá var framiö. Karmal veitti þeim hluta Lýö- ræöisflokks alþýðu forystu, sem vill náin tengsl við Sovétrlkin. Frá Isiamabad berast þær frengir að siðustu daga hafi sovéskar flutningaflugvélar flutt mikinn fjölda sovéskra hermanna og hergagna til höfuöborgar Afganistan, Kabul. Aður höfðu miklir flutningar átt sér staö til Bagram-herstöðvarinnar fyrir noröan Kabul, en Sovétrikin hafa þar afnot af herflugvelli. Vestrænir diplómatar i Islamabad segja að sovéska her- aflanum sé ætlaö aö verja ýmsa mikilvæga staði i Afganistan á meðan afganski herinn berjist við múhameðska uppreisnarmenn sem hafast við á ýmsum stööum i landinu. Múhameöstrúarmenn i Afgan- istan voru mjög andvigir rikis- stjórnum Tarakki og Amin, en i útvarpinu i Kabul hefur rikis- stjórn Amint sem Karmal tekur við af, veriö fordæmd og notuö um hana sömu orö og iranska út- varpiö notar um keisarann fyrr- verandi. Enver Hoxha sem ræöur rikjum i Albaniu telur aö læknar hafi myrt Jósef Stalin, sem myndin er af. Likur eru á þvi aö Jósef Stalin, fyrrum einræðisherra Sovétrikjanna, hafi veriö myrtur, segir Enver Hoxha leiötogi Albaniu. I nýjasta bindi endurminn- inga sinna segir Hoxha, sem er yfirlýstur stalinisti, og hef- ur ráðið rikjum i Albaniu i 35 ár, að eftirmaöur Stalins, Nikita Krústsjef, hafi eyöilagt sósialismann i Sovétrikjunum. „Allur þessi þorparaskapur hófst skömmu eftir dauða, eöa nánar tiltekiö moröiö á Staiin”, segir Hoxha i bók sinni „Með Stalln”. Hoxha segir, að Anastas Mikoyan, sem var meölimur i stjórnmálanefnd sovéska Kommúnistaflokksins, hafi sagt sér, að nokkrir sovéskir forystumenn auk Krústsjefs hafi haft uppi áform um að drepa Stalin. Þeir hættu viö, en Hoxha segir aö margt sé enn ekki ljóst um dauða Stalins. Hoxha telur að Stalin hafi veriö myrtur af hópi lækna, sem ákæröir voru árið 1953 fyrir aö hafa ætlað aö eitra fyrir ýmsum forystumönnum Sovétrikjanna. Eftir dauða Stalins fréttist ekkert meira um ákæruna. „Hversvegna var þetta þaggað niður? Voru þessir læknar uppvisir aö glæpsamlegu atferli eöa ekki?” spyr Enver Hoxha i bók sinni. Og Albaniu-leiðtog- inn heldur áfram : „Þarna gæti verið fundin rétta 'ástæð- an fyrir skyndilegum dauða Stalins”. Var Stalín myrtur? Ródesía: Skæruliöaforingi lést í bílslysi Skæruliðaforingi ródesísku Föðurlandsfylk-* ingarinnar, Josiah Tongo- gara, lést í bílslysi í Mósambík i gær, sögðu stjórnvöld í Mósambík í gær. Hann var yfir- herforingi Afrísku þjóðar- samtakanna í Zimbabwe (ZANU), sem Robert Mugabe veitir forystu. Diplómatar i Lusaka i Zambiu telja dauða Tongogara mikiö áfall fyrir friöarsamningana um Ródesiu, vegna þess að hann átti mikinn þátt i viöræðunum i Lond- on. Tongogara naut viröingar meðal leiðtoga Afriska þjóöar- ráðsins I Zimbabwe (ZAPU) og var talinn hafa haft afgerandi áhrif til aö sameina ZANU og ZAPU i Fööurlandsfylkingunni. Deilt hefur verið um hvort hinir tveir armar Föðurlandsfylk- ingarinnar eigi aö bjóða fram sameiginlega eöa sitt i hvoru lagi i komandi kosningum i Ródesiu. Tongogora haföi lagt mikla áherslu á að úr sameiginlegu framboði yrði, Malvern Lumsden: Atómstöðin Noregur tsland er alls ekki fjarri kjarnavopnaátökum, ef áætianir NATO- foringjanna fá aö ráöa feröinni. Höfundur þessarar greinar er rannsóknarmaöur viö Alþjóö- legu friöarrannsóknastofnunina I Stokkhólmi (Stockholms inter- nationella fredsforskningsinsti- (ut, skammstafaö SIPRI), og hann starfaði áöur I sjö ár I Noregi. Hann útlistar hér áhyggjur sinar vegna sifellt stærra hlutverks Noregs I striösáætlunum NATO sem byggja á kjarnavopnum. Grein- ina skrifarhann einungis á eigin ábyrgö, og hana ber ekki aö skoöa sem opinbera afstööu SIPRI-stofnunarinnar: Hafa breytingar NATO á hernaöaráætlunum i kjarna- vopnastriöi aukiö hlut Noregs i kjarnavopnakerfinu? Þessi spurning er manni ofar- lega i huga, eftir aö hafa kannaö gaumgæfilega vigbúnaöarþróun siöari ára og þær hernaöar- áætlanir sem henni fylgja. Varnarmálastefna Noregs, eins og henni er lýst i skýrslu Varnarmálanefndar norska þingsins frá 1974, rennir stoöum undir þá kenningu, aö þaö eina sem eftir er af vörnum Noregs séhlutverk landsins sem aöset- ur fyrir bandariskar og breskar flugvélar. A meðan umræöurnar um nýju kjarnavopnin I Evrópu hafa komist i hámæli, hefur ver- iö hljótt um ýmsa atburöi á undanförnum árum, sem hafa mjög hættulegar afleiðingar fyrir öryggismál Noregs. Noregur sem fram- varðarstöð Aratugum saman hafa stór- veldin bitist um hernaðarlega aöstööu um allan heim. Arið 1854 notfæröu England og Frakkland sér Krim-striöiö sem afsökun fyrir aö leggja nýja rússneska flotastöö á Álands- eyjum í rúst. Þessi riki tóku þaö óstinnt upp aö Rússar höföu komiö sér upp framvarðarstöö i Eystrasalti. Lengi vel fluttu Bretar her- stöövar sinar sifellt lengra til noröurs frá Indlandi, en Rússar fluttu herstöövar sinar suöur á bóginn til mótvægis. Hugtakið „framvaröarstöö” er þvl ekki nýtt af nálinni. En eftir aö fhigvélar voru þróaöar sem árásarvopn hafa framvarðarstöðvar öölast nýtt gildi. Allar flughernaöaráætlan- ir Breta frá þvi I fyrri heims- styrjöld (og bandariskar flug- hernaðaráætlanir siöari tíma) hafa miöast viö aö flugvélarnar gætu gert árásir langt aftur fyrir átakasvæöiö á hverjum tima. Alltaf hefur veriö miöað viö aö hægt væri aö gera árásir langt inn yfir landamæri óvin- anna — hvort sem um var aö ræöa hiröingjaþjóöir i Vestur-Asiu eöa iðnaöarriki I Evrópu. (Þessari „loft- hernaöaraögerö” hefur breski lofthersmarskálkurinn J. Sless- or lyst endurminningum sinum „The Central Blue” sem komu út áriö 1956). Þaö er villandi, þegar norska Varnarmálanefndin segir aö framvarðaráætlanir byggist á þvi, aö mæta óvininum viö landamærin. Slikar áætlanir byggjast þvert á móti á þvi, aö geröar eru árásir langt fyrir innan landamæri óvinarins. Og slikar árásir beinast ekki aðeins gegn óvinahermönnum, heldur miklu fremur gegn öllum lifs- nauösynjum og fjarskiptasam- böndum. 1 þessu ljósi ber aö skoöa þýöingu framvaröar- stöövanna i Noregi — séö bæði frá austri og vestri. 1 grófum dráttum byggjast tillögur Varnarmálanefndar- innar norsku á þvi aö lagðar veröi niöur flugskeytavarnir loftsvæöisins yfir suö-austur- hluta Noregs. 1 staöinn á aö fá nýjar eldflaugar til aö verja nokkra norska flugvelli. Ekki veröur reynt aö verja oliu- vinnslusvæöin eöa norsk skip. Minni áhersla veröur lögö á aö landherinn geti ráöist gegn skriödrekum, og ekki reynt aö bæta aöstööu sjóhersins meö fjölgun eftirlitsbáta. Frá þess- um herdeildum hafa borist óskir til þingsins um slikar ráöstafan- ir. Aftur á móti vill Varnar- málanefndin aö megináhersla verði lögö á eflingu varna viö flugvelli og á fjölgun F-16 herþota. Þaö hljómar skynsamlega, þegar talaö er um nauösyn þess aöhægtsémeöskjótum hætti aö flytja mikiö herliö frá öðrum löndum til Noregs.til aö aöstoöa viö varnir. Hins vegar er ekki minnst á aö Bandarikin, Kanada og Bretland hafa af- numið herskyldu, og hafa þaraf- leiöandi litinn herafla aflögu fyrir Noreg — þessi riki gætu kannski séö af 10-20.000 her- mönnum. Sjálfir geta Norð- menn kallaö 280.000 manns til vopna — og þaö er fólk sem kann aö ganga á skíbum, en ekki bara snjóþrúgum! Þaö hljómar þvi ótrúlega, aö þaö sem Norömenn geta ekki sjálfir, eigi nokkur þúsund Ut- lendingar aö framkvæma betur. Trúlegast á þessi herstyrkur frá öörum NATO-rikjum aö taka viö norsku flugvöllunum og eflavarnir viö þá,meö þaöfyrir augum aö þeir veröi notaöir til árása langt inn yfir hin hernaöarlega viökvæmusvæöi á Kolaskaganum nyrst I Sovét- rikjunum. Það er ekki veriö aö verja Noreg. Þvert á móti meö þessum hætti veröur þaö Sovét- rikjunum bráðnauösynlegt aö ráöast á norsku flugvellina, ef til striös kæmi. Hlutverk flugvallanna I umfangsmiklum rannsókn- um, sem bandariska RAND- stofnuningeröi fyrir bandaríska flugherinn, var m.a. komist aö þeirri niöurstööu, að þaö væri Bandarikjunum afar mikilvægt, aö umkringja Sovétrikin meö flugvöllum. En þaö varekkital- iö æskilegt, aö staösetja her- flugvélar á framvaröarstöövun- um, vegna þessaö auövelt er aö granda flugvélum á jöröu niöri. Lausnin var sú, aö staösetja flugvélarnar lengra i burtu, en byggja þess I staö upp flugvelli og bensfnbirg)astöövar á fram- varöarstöövunum. 1 framhaldi af þessháttar rannsöknum, hafa 82 prósent af framlagi NATO til mannvirkja- geröar I Noregi fariö til flug- valla, fjarskiptabúnaðar, bens inbirgðastööva, radarbúnaöar og flugstjórnartækja. Auövitaö getur norski herinn notfært sér þessa aöstööu. En megintil- gangur þessarar mannvirkja- geröar er aö þjónusta banda- riska* og breskar árásarflug- vélar á leiö inn yfir Sovétrikin eöa hafsvæöin umhverfis þau. Nýjasta þróunin Jafnframt þvi sem Sovétrikin og NATO hefja framleiöslu á nýjum kjarnavopnaeldflaugum, fer fram aukning á kjarna- vopnabúnaöi sem flugvélar bera og tilheyrandi vopnakerf- um. A siöustu árum hafa Bandarikin flutt 154 F-lll her- þotur til Bretlands og aö öllum likindum er áformaö aö nota norska herflugvelli til aö fylla bensin á þessar þotur, eöa þær F-15 og F-16 þotur sem fylgja hinum (sjá t.d. The Guardian, 5. mai 1978). Auk F-lll þotanna hafa bens- fnflutningaþotur veriö fluttar til Bretlands, og þær er siöan hægt aö flytja til Islands eöa Noregs, til að stækka umsvifasvæöiö. F-lll herþotur geta boriö sex B-43 kjarnaspraigjur, saman- boriö viö aö B-52 sprengju- þoturnar bera fjórar. Einnig geta F-lll þoturnar boriö sex SRAM-eldflaugar sem bera aft- ur kjarnasprengjur af geröinni W-69, en slikar sprœgjur bera langdrægu flugskeytin sem nefnast Minuteman III. SRAM-eldflaugar draga 60-160 kflómetra. F-lll þotur geta feröast 5000 kilómetra vega- lengd aö skotmarki, og geta þvi flogiö langt inn yfir Sovétrikin, ef þær fá bensm einhvers staðar nálægt þeim. Til viðbótar þessum vlg- búnaöi hafa komiö AWACS-þoturnar (sem Þjóö- viljinn hefur einnig sagt frá undir nafninu E-3A, en tvær slikar eru staösettar á Kefla- víkurflugvelli, Þjv.) sem auð- vitaö eru sagöar vera eftirlits- flugvélar einvöröungu. En þaö er alveg eins rétt aö nefna þær fljúgandi stjórnstöðvar sem geta stýrt árásarflugvélum langt inn yfir óvinasvæöi og varaö viö gagnárásum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.