Þjóðviljinn - 28.12.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.12.1979, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. desember 1979 Or jólaóperu Þjóöleikhússins Orfeivi og Evridls eftir Gluck Stórmerkur áfangi Orfeifur og Evridis. Öpera í þremur þáttum eftir Christoph W. Gluck. Texti eftir: R. Calzabigi. Þýðing: Þorsteinn Valdimarsson. Kór og hl jómsveitar- stjóri: Ragnar Björnsson. Dansar: Kenneth Tillson. Leikmynd og búningar: Alistair Powell. Lýsing: Kristinn Daníelsson. en flestir tónsmiöir fyrr og siB- ar: hann gerir rétta múslk á réttum stööum. I hans höndum veröur óperan meira en aríu- eöa dúettasyrpa — röö af auö- læröum melódíum. Gluck sem- ur músikdrama eöa músikleik- hús. Vissulega fá áheyrendur slagarann sinn, t.d. arlu Orfeifs: Ég hef glataö Evridisi eöa ballettmúsikkina á Ódáins- völlum, þar sem hinir sælu and- ar dansa menúett — alþekkt óskalagaþáttamúsikk. En þetta eru aöeins þættir I órjúfanlegri heild leikrænnar og músikk- alskrar framvindu hjá Gluck. Ollu þessu hefur leikstjórinn Kenneth Tillson gert sér grein fyrir: hann setur á sviö klasslskt músikkdrama I anda verksins og höfundarins. Klassík er misskiliö hugtak — söngur Orfeifs og Evridlsar I 3ja þætti, einnnig þrlsöngurinn I sama þætti. (Hér er sennilega aö finna kveikjuna aö þrisöngn- um fyrir sama raddhóp I Rósa- riddaranum, sem Richard Strausssamdi 150árum slöar!). Aöþessu sinni hefur Þjóöleik- húsiö, rétt eins og önnur óperu- hús, annan hóp einsöngvara æföan til aö syngja til skiptis á móti frumsýningarhópnum: þær Sólveigu Björling, Elísa- betu Erlingsdóttur og Ingveldi Hjaltested. Veröur spennandi aö hlýöa á þær. Leikmynd og búningar Alistairs Powells, svo og lýsing Kristins Danlelssonar, eru meö þvi besta sem ég hef séö I Þjóö- leikhúsinu, enda var leikmynd og lýsing órjúfanleg heild. Ragnar Björnsson stjórnaöi Atli Heimir Sveinsson skrifar um jólasýningu Pjóöleikhússins Jólasýning Þjóöleikhússins á hinu gamla meistaraverki Glucks var sérlega falleg og yndisleg. Þaö var vel til fundiö aö taka þetta verk til sýningar og vonandi mun þaö ganga sem lengst. Óperusýningar Þjóöleikhúss- ins hafa frá upphafi veriö nokk- uö skrykkjóttar og misjafnar. Þar hafa veriö sýnd jöfnun höndum hin ágætustu verk óperugeröar, óperettumoö, og mjúsiköl — verslunarvara, sem ekki er unnt aö leggja á listræn- andóm. Allttil aö uppfylla laga- kvöö Þjóöleikhússins um söng- leikjasýningar. En á siöari ár- um, undir forystu Sveins Ein- arssonar, hefur verið vel unniö, þrátt fyrir slþrengdan fjárhag leikhússins I veröbólguþjóðfé- laginu. Orfeifur og Evridls er óbrot- gjarnt meistaraverk, sem allir merkustu óperusmiöir siöari tima hafa tekið miö af. Ég nefni aðeins nokkur nöfn: Mozart, Weber, Wagner, Debussy, Alban Berg og Bernt Alois Zimmermann. Allir þessir höf- undar hafa reynt aö fram- kvæma hugmyndir gamla Glucks um allsherjarlistverkiö — Gesámtkunstwerk. óperan um Orfeif og Evridis er ekki eingöngu arluópera eöa einsöngvaraópera — hún er jafnframt kórópera, hljóm- sveitarópera, ballettópera, leik- tjaldaópera, leikbúningaópera, bókmenntaópera, o.s.frv.. Hér fléttast saman allir þættir leik- hússins I einu verki. Ópera merkir (bókstaflega) verk — I fleirtölu. Gluck var mjög gott tónskáld, en margir starfsnautar hans höföu meiri laglinugáfu og betri úrvinnslutækni. En hann haföi meiri listræna greind til aö bera teigt og togaö. Gluck (fæddur 1714, dáinn 1787) skildi hiö forn- griska hugtak þannig aö listin ætti aö vera auöskilin, einföld, viröuleg, upphafin, en bæri samt í sér léttleik og þokka. Aö þessu sinni leikur betri helmingur Sinfóniuhljómsveit- arinnar meö I Þjóöleikhúsinu og er þaö vel. Vonandi veröur svo I framtiöinni. Hljómsveitin geröi lika margt mjög vel. Þjóöleik- húskórinn hefur aö mlnu mati aldrei veriö eins góöur, þvl hann hefur endurnýjast. lslenski ballettflokkurinn var prýöileg- ur. Leikstjórinn, sem einnig samdi dansana, geröi rétta og skynsamlega dansmynd sem féll vel saman viö sviösstööur kórsins. Einsöngshlutverkin i óper- unni eru aöeins þrjú. Aö þessu sinni voru þau i höndum Sigrfö- ar Ellu Magnúsdóttur, sem söng Orfeif; Ólafar Kolbrúnar Harö- ardóttur,sem söng Evridisi,og Onnu Júllönu Sveinsdóttur sem söng ástarguöinn Amor. Þær fóru allar vel meö hlutverk sln, og gaman er aö heyra unga kyn- slóö söngvara á sviöi Þjóö- leikhússins. Sigrlöur Ella haföi mesta tækni og reynslu til aö bera. Túlkun hennar á Orfeifi var mikill sigur fyrir hana. Ólöf og Anna sungu ai mikilli næmi og innlifun og vissulega vel. Einkum var áhrifamikill tvl- tónlistinni röggsamlega: hraöa- val hans var mjög „klassiskt” I samræmi viö hinn músikkalska texta. Styrkbreytingar heföu þó mátt vera greinilegri. Óperanvarsunginá islensku I þýöingu Þorsteins heitins Valdemarssonar. Ég man óljóst eftir textanum á þýsku og Itölsku, sem ég skil illa, og hef hvorugan til samanburöar. Þó grunar mig aö þar sé ekki svo tæra lýrikk aö finna: ...Sem vordögg hlý hrynji niöur: fuglakliöur krónum frá; lágvært hvisl I lind og á, ljóshvit ský, er vart sig bæra — allt lofar ljúfri fró og laöar hug I dá. Þvi miöur skildist textinn ekki nógu vel, hvorki hjá einsöngv- urum né kór. En þaö er gömul saga I söng hérlendis. Fyrir tæpu ári eöa svo urðu mikil blaöaskrif hér um óperu á íslandi. Mikið var sagt og margt miöur spaklegt. En hvaö um þaö —sýning sem þessi réttlætir tilurö íslenskrar óperu meir en ótal langhundar. Hún var stór- merkur áfangi óperusýninga hérlendis, og mikill sigur fyrir alla aöstandendur. Atli Heimir Sveinsson. Fimmtadagsgleði stúdenta verður í Sigtúni í kvöld 28. des. kl. 10-3. Miðasala í dag frá kl. 10-16 á skrifstofu Stúdentaráðs HITTUMST í TÚNINU Stúdentaráð Háskóla íslands MINNING Gísli Dan Daníelsson f. 23. nóv. 1957 d. 15. des. 1979 1 dag er til moldar borinn elskulegur tengdasonur okkar og vinur Gisli Dan Danielsson. Hörmulegt slys hrifur nú þennan unga mann á morgni lifsins, frá unnustu sinni og ófæddu barni þeirra, foreldrum, systkinum og öörum ástvinum. Söknuður og sár harmur gagn- tekur hugann og leggst meö full- um þunga á viökvæmu augnabliki og gerir skammdegisnóttina nær endalausa. Litillátur, Ijúfur, kátur. Þessi fögru heilræði eru sem lýsing á lyndiseinkunn Gisla heit- ins. Frá honum stafaöi birtu og gleöi hinnar hrekklausu sálar. Einlægni og hjartahlýja var hans viömót. Hann var öllum góöur og hjálp- samur og svo laus vib þaö dramb og eigingirni, sem sýrir hugann og er rót þess illa i mannheimi. Frá honum stafaöi þeirri birtu sem er ljós heimsins. Þau ólust upp saman i Garðabæ Maria dóttir okkar og Gisli. Kom hann nánast sem unglingur inn á okkar heimili, er þau felldu hugi saman. Hreint hjarta og trúfesta voru siðan þræöir er knýttu þau bönd er hönd dauöans ein megnar aö rjúfa. Þau opinberuöu siöan trúlofun sina fyrir rúmu ári og horföu nú fram á veginn full bjartsýni og tilhlökkunar um lifið og framtið- ina, einmitt þá daga er Gisli lauk starfstima sinum sem vélvirkja- nemi i Stálvik I Garöabæ. En þá er öllu lokiö, nema þvi lifi, sem eftir lifir, og þeim_björtu minn- ingum sem þessi góöi drengur lætur eftir sig. Gisli ólst upp meö foreldrum slnum i stórum systkinahópi. Hann var foreldrum sinum góður sonur og systkinum sinum stoð og stytta, er gegndi vissu forystu- hlutverki. Þaö er stórt skarö höggið en Guö gefi þeim nýjan styrk og trú á hið fagra og góöa. Innilega samúö okkar vottum við unnustu hans, foreldrum, systkinum og öörum ástvinum og biöjum góöan guö að styrkja þau i sárri sorg. Við kveðjum kæri vinur og þökkum allt og allt. Það vorar senn og birtir þótt nú sé myrkt og kalt. Þá vex úr grasi lltiö barn er brosir móti sól. Og endurvekur gleðina sem sorg um tima fól. Tengdaforeldrar. -0- Viö gátum ekki trúaö þessari helfregn, hann Gisli dáinn, hann svo fullur af lifi. En nú þegar okk- ur er ljóst að þetta er ekki vondur draumur, heldur iskaldur veru- leiki.veröur harmurinn sem ljúf- sár viö minningu. Gisli og Maja eru svo samtengd fjölskyldu okk- ar aö þau eru sem eitt og Gisli okkur sem kær bróöir. Já betri bróöur gátum viö vart átt. Hann var alltaf svo glaður aö öll sorg vék I návist hans, þó svo hógvær og nærgætinn aö oröa var ekki þörf. Þaö stafaöi frá honurn hlýju sem yljaöi öllum. Fjölmargar góöar minningar rifjast upp. A stóru heimili eins og okkar i Grenilundi var i mörgu aö snúast og margt þurfti aö gera en alítaf var Gisli jafn reiöubúinn til hjálp- ar, jafn ljúfur og góður og þvi fremur sem meiri hjálpar var þörf. Þess vegna hændust börn og dýr aö Gisla og var hann þeirra besti vinur, það breikkaöi brosiö hans i þeirra návist og varö að glaðværð og leik sem hann naut Framhald á bls. 13 Bréí’- korn til Þjóð- yiljans Réttfyrir jólin skrifaöi ég i Þjóöviljann umsögn um Snorrabók Sögufélagsins. Þegar ég sá ritsmið mina á prenti I blaöinu hugsaöi ég meö mér aö ég heföi átt aö láta þaö vera. 011 vargreinin morandi i prentvillum, svo sem tiökast isóöablööum, en i einhverju sakleysi og fljót- færni tók ég upp þaö sem viö fyrsta augnabragð sýndist verst (niöurfelling tveggja lina I heilu lagi) og bað rit- stjóra fyrir leiðréttingu sem birtist degi siöar. Aö svo búnu fór ég aö lita á þetta nánar og sá þá aö einhverjir höföuekki reynzt menn fyrir þvi aö tveir Halldórssynir heföu fjallaö um Snorra Sturluson samkvæmt hand- riti mínuj höföu gert einn Ur báöum, valiö Óskar aö nafn- inu til og eignaö honum þaö sem ólafur vann, en sleppt I staöinn verki Óskars: ein- hverskonar málamiölun. Aö visu má segja aö Þjóöviljinn gæti stundum tamiö sér meiri oröasparsemi á ýms- um sviöum, en séu aöstand- endurhans aö reyna þaö meö þessu, þá fullyröi ég aö þeir eru á rangri braut. — Siöar i greininni, þar sem mér var ákaflegaannt um aö skoöan- ir minar kæmust til skila, var þeim breytt I óskapnaö meö niöurfellingu lína, svo sem ég drap á áöan; sparsemi li"ka? Mér er um- hugaö aö þaö sem ég skrifa af frjálsum huga komi ekki afskræmt fyrir augu ann- arra. Slælegur prófarkalestur er fyrir löngu oröinn Þjóöviljanum til van- sæmdar. Vonandi veröur þar bót á ráðin, en þaö veröur þá aö gerast af heilum hug, en ekki eingöngu fyrir tilmæli og þráhyggju utanað komandi aöila. Þaö á aö vera sjálfsagður hlutur aö krefjast menningarlegra vinnubragöa. Þorsteinn frá Hamri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.