Þjóðviljinn - 19.01.1980, Qupperneq 3
Laugardagur 19. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Rarik: fimm ára áœtlun
Framkvæmdir ráö-
geröar fyrir 69
milj ar öa
Búið er að ganga frá fram-
kvæmdaáætlun Rzfmagnsveitna
ríkisins fyrirnæstu 5 ár, þ.e. árin
1980—1984. Var hún kynnt frétta-
mönnum sl. fimmtudag af þeim
Kristjáni Jónssyni rafmagns-
Fasteignamat:
Ætti að
vera 7 %
lægra en
íbúðar-
verðið
A fundi Fasteignamats
ríkisins með fréttamönnum
kom fram, að til jafnaðar
ætti mat Ubúða i Reykjavik
að liggja um 7% undir gang-
verði miðað við staðgreiðsiu.
Menn geta þvi séð glögg
dæmi um hina gifurlegu
þenslu á fasteignamarkað-
inum með þvi að bera saman
ibúðarverð samkv.
fasteignaauglýsingum ann-
arsvegar og fasteignamat
samsvarandi ibúða hinsveg-
ar. — eös
veitustjóra og Pálma Jónssyni
stjórnarformanni Rarik.
Aætlunin tekur til almennra
framkvæmda Rarik, styrkingar
dreifikerfa i sveitum, sem að
hluta hefur veriö fjármagnað af
Orkusjóði, byggðalinu-
framkvæmda, sem kostaðar eru
af rfkissjóði og Kröfluvirkjun, en
framkvæmdir þar eru jafnframt
kostnaðuraf rikissjóöi. Kostnaður
við áætlaðar framkvæmdir er um
69 miljarðar kr. og er þá stuðst
við verðlag á miðju ári 1979 og
það framreiknað til 1980 með 35%
hækkun.
Aætlunin er samin með það fyr-
ir augum að geta þjónað þvi
markmiði að á áætlunartimabil-
inu verði hægt með viðunandi
öryggi að fullnægja eftirspurn
eftir raforku á orkuveitusvæðum
Rarik. Er þá ætlast til að á tima-
bilinu geti raforka að mestu eða
öllu leyti tekið við af olíu til upp-
hitunar, þar sem litlir eða vafa-
samir möguleikar eru taldir á öfl-
un jarðvarma meö hagkvæmum
hætti. Aætlunin synir
erutaldir á öflun jarðvarma með
hagkvæmum hætti. Aætlunin syn-
ir hvaða framkvæmdir þarf að
ráðast i á áætlunartimabilinu og
hvernig þeim þarfað haga svo að
framangreindu markmiði verði
náð.
Þá er þaö ekki siður mikilvægt
að áætlunin leiöir i ljós hversu
miklum fjármunum þarf að verja
til þeirra raforkuframkvæmda,
sem hún tekur til.
Vilji stjórnvöld fara hægar i
sakir en framkvæmdaáætlunin
greinir veröa þau að reikna með
þvi að bera ábyrgð á að ekki
reynist unnt að tryggja afhend-
ingu á raforku með eðlilegum
hætti til notenda og að ekki takist
að útrýma olíuupphitun húsnæðis
á áætlunartimabilinu.
Þær framkvæmdir sem nú er
einkum unnið að og á næstunni er
lina frá Grimsárvirkjun til Egils-
staða, linulögn frá Laxárvirkjun
til Kópaskers, sæstrengur yfir
Eyjafjörð, li'na frá Akureyri til
Ólafsfjarðar um Dalvik og lagn-
ing linu frá Laxárvirkjun til
Vopnafjarðar og bygging aö-
veitustöðvar þar.
Hvað byggöalinur áhrærir ber
hvað hæst lagningu vesturlinunn-
ar og byggingu aðveitustöðva i
sambandi við hana. Reynt verður
og að halda áfram meö Austur-
linu um Djúpavog til Hafnar.
Gert er ráð fyrir að bora á þessu
ári 3 holur við Kröflu og stefnt að
þvi að tengja tvær þeirra. A næsta
ári er gert ráð fyrir að bora f jórar
holur og siðan áfram þar til
fyllstu afköstum virkjunarinnar
hefur verið náð.
Flutningslinur eru viða úr sér
gengnar og verður unniö að
endurbótum á þeim, trúlega eink-
um á Suður- og Vesturlandi.
— mhg
Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri og Pálmi Jónsson, stjórnar-
formaður. —Mynd: —eik._________________________________
Fiskverðið
Enn gefinn frestur
Frestur til að ákveða fiskverö
var enn framlengdur I gær, til 25.
þessa mánaðar, en siðasti frestur
rann út i gærkvöld. Heldur virðist
vera að draga saman með samn-
ingsaðilum I yfirnefnd verðlags-
ráðs sjávarútvegsins.
Nefndin hefur þannig komiö sér
saman um atriði er varða
veröjöfnun milli tegunda, þe.
aflajöfnunargjaldið. Þá hefur
orðið samkomulag um útflutn-
ingsgjald og ráöstöfun þess.
Alþingi hefur þó endanlegt
ákvörðunargjald um þessi efni.
Eftir er að ákveða hvort og
hverskonar framhald verður á
oliugjaldinu utan skipta, sem
ásamt fiskverðinu ræöur tekjum
útgerðar, en einsog Þjóðviljinn
skýrði frá i gær mun fyrirhugað
að lækka oliugjaldiö úr 9% i 5%.
— vh
Hrauneyjafossvirkjun:
4 tilboð i byggingu flóðgátta
í gær voru opnuð tilboð hjá
Landsvirkjun i byggingu flóð-
gátta i aðalstiflu og inntaks i að-
veituskurð Hrauneyjafossvirkj-
unar, en hér er um steinsteypt
mannvirki aö ræða, og á að fram-
kvæma verk þetta að mestu á
þessu ári.
Fjögur eftirtalin tilboð bárust:
Aöalbraut h.f. kr. 979.425.000, —
Fossvirki kr. 1.557.480.000, —
Hraunvirki h.f. kr. 1.546.850.000,
— Smiður h.f. og Vöröufell h.f.
1.002.432.000,
Aætlun ráðunauta Landsvirkj-
unar nam kr. 1.165.000.000.
Tilboöin verða núkönnuð nánar
með tilliti til útboðsgagna og bor-
inendanlega saman. Að þvi búnu
mun stjórn Landsvirkjunar taka
afstöðu til þeirra.
Ruth L. Magnússon: Og hugsaðu þér bara, nú er fariö að halda
tón leika innan um málverkin á Kjarvalsstöðum. — Mynd: — eik.
Sama hugsunin á
tveim tungumálum
Einn þeirra tóniistarmanna
scm hönd leggur aö Myrkum
músíkdögum er Ruth L.
Magnússon. Hún syngur meö
Kammersveit Reykjavlkur i
Bústaðakirkju kl. 17 á morgun
(sunnudag). Viö hittum Ruth
sem snöggvast vestur i Há-
skólabiói i gærmorgun og áttum
við hana stutt viötal. Fcr hrafl
Ur þvi hér á eftir.
— Það vaknaöi snemma hjá
mér áhugi á tónlist.sagði Ruth.
Raunar hugsaöiégmérnú fyrst
að leggja fyrir mig læknisfræöi
og byrjaði á henni. En söngur-
inn og tónlistin sáu mig aldrei I
friði og þegar ég uppgötvaði að
læknisfræöin lét mér ekki sem
best þá var valið auðvelt.
— Hvar stundaðirðu svo nám-
ið aðallega?
— Ég lærði við Guild Hall i
London, enda er ég Englending-
ur aö uppruna þó að ég sé sjálf-
sagt oröin meiri Islendingur
núna. Við Guild Hall stundaði ég
bæði söngnám og söngkennara-
nám, mér fannst skynsamlegt
að hafa sviðið sem breiðast.
— Hvaðkom svo til þess aö þú
skyldir flytjast til tslands?
— Svo vildi nú til, að
prófessorinn minn var i flug-
hernum á striðsárunum og
dvaldi þá hér á tslandi. Honum
likaði vel við tslendinga og vildi
gjarna greiða götu þeirra. Ein-
ar Vigfússon, sellóleikari, kom
út eftir striö og siðar Jósef
Magnússon, sem nú er flautu-
leikari meö Sinfóniuhljómsveit-
inni. Þeir stunduðu þarna nám
og þar kynntumst við Jósef. Er
ekki að orðlengja það að við
giftum okkur 1963 og fluttumst
til tslands 1966. Ég haföi reynd-
ar áður komið til tslands. Fyrst
i sumarfri'i minu 1961 og svo
söng ég hér á vegum Tónlistar-
félagsins 1963.
— Ég efast ekkert um að
þér hafi litist vel á Jósef, en
hvernig leist þér að öðru leyti á
land og þjóð?
— Mérfannst landið skritið en
afskaplega fallegt og ég kunni
strax vel við fólkið. Mér fannst
ég einhvern veginn kannast viö
þetta allt, það var engu likara
en ég heföi verið hér áður. En
það fær nú vist ekki staöist
nema þá eftir kenningum
guðspekinnar.
— Fékkstu strax nóg að gera
hér?
— Já, ég var nú meö nýfætt
barn og hugmyndin var nú bara
— mhg ræðir
við Ruth L.
Magnússon
að hvila sig til að byrja með og
læra málið. En maöur var kom-
inn á kaf i sönginn fyrr en varði.
Ég þekkti Stefán Þengil. Hann
söng þá meö Liljukórnum undir
stjórn Þorkels Sigurbjörnsson-
ar. Kórinn var að æfa Gleðileg
jól, kantötu eftir Karl O. Run-
ólfsson.
— Hver fannst þér helsti mun-
urinn á músiklifi hér og i
London og er nú ógáfulega
spurt?
— Já, ef ég á að tala bara sem
einstaklingur þá var munurinn
ekki hvaö sist fólginn I þvi, að
þar sat maður fastari i þvi fari,
sem maður haföi einu sinni lent
i. Maður var söngvari eöa kenn-
ari eða hljómsveitarstjóri
o.s.frv. Hér gat maður gengið i
hvað sem var á þessu sviði ef
menntunin var fyrir hendi. ís-
lendingar voru i þessum efnum
einskonar þúsund þjala smiðir,
kannski af þvi aö þeir voru svo
fáir, hver maður þurfti aö sinna
svo mörgum verkefnum, en
þetta átti ákaflega vel við mig.
Ég er t.d. meö Háskólakórn-
um, vinn með Sinfóniuhljóm-
sveitinni, kenni við Tónlistar-
skólann. Maöur veröur eigin-
lega að horfa samtimis I marg-
ar áttir. Þetta er heillandi. Ég
hef mikinn áhuga á nútimatón-
list. Hún er eins og óþekkt land
sem mann tangar til að kanna.
— Nú komst þú hingað 1966.
Finnst þér mikil breyting hafa
orðiði' tónlistarmálum á Islandi
siöan?
— Já, mjög mikil. Tónlistar-
áhugi er hér mikill og fer sifellt
vaxandi, ekki sist meðal ungs
fólks og það er nú það ánægju-
lega. Tökum t.d. þessa Myrku
músikdaga. Menn byrja gjarn-
an á einhverju en svo dettur þaö
niður. Hér er haldið áfram. Það
væri ekki hægt ef ekki bhggi aö
baki mikil gróska i tónsköpun og
lifandi áhugi margra á að flytja
tónlist og hlýöa á tónlist. Ég
held að það hljóti aö vera leitun
á landi þar sem jafn stór hluti
þjóðarinnar er á einn eöa annan
hátt þátttakandi i tónlistarlifi,
eins og hér á sér staö.
En nú skal ég segja þér eitt.
Ég held að við eigum ekki að
draga eins skörp skil á milli
hinna einstöku tegunda tónlistar
og við gerum, ýmis hver. List
getur veriö að finna i allri tón-
sköpun. Og listin lifir hvort sem
hana er að finna i „sigildri tón-
list” eða t.d. „poppi”. Ég fann
þetta best þegar kórinn hans
Ingólfs Guðbrandssonar var að
flytja Mattheusarpassiuna og
jafnframt var Superstar á ferð-
inni. Þarna varsama hugsunin
bara orðuö á tveim tungumál-
um. Annað var mál Bachs.hitt
nútimans, en hugsunin sú sama
á bak við bæði verkin. Ég held
þaö væri ákaflega skemmtilegt
aðheyraallar tegundir tónlistar
fluttar á sömu hljómleikunum.
Mér finnst að brjóta þurfi niður
þá múra, sem þarna hafa
myndast ámilliog trúlega kem-
ur að þvi, aö mörkin milli list-
greina smá-máist út. Og hugs-
aöu þér bara, nú er farið aö
halda tónleika innan um mál-
verkin á Kjarvalsstöðum.
— mhg