Þjóðviljinn - 19.01.1980, Qupperneq 15
Laugardagur 19. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
Námur Salómons konungs
Lauga rdags mynd sjón-
varpsins aö þessu sinni heitir
„Námur Saiómons konungs”,
geröáriöl950 hjá Metro Gold-
wyn Meyer. Aöalhlutverkin
leika Deborah Kerr og
Steewart Granger.
Myndin er byggö á sam-
nefndri skáldsögu eftir H.
Rider Haggard og fjallar um
ævintýri nokkurra
Bandarikjamanna í frum-
skógum Afriku. Þessi saga
var fyrst kvikmynduö i
Bretlandi áriö 1937 og tókst
þá mjög vel til. Cedric Hard-
wick. lék þá aöalhlutvekiö,
leiðsögumanninn Allan Quart-
ermain, en leikstjóri var
Robert Stevenson.
Myndin sem viö fáum aö sjá
i kvöld er hinsvegar Utþynnt
útgáfa frá Hollywood og fær
ekki háa einkunn i uppsláttar-
bókinni minni.
— ih
Sjónvarp
kl. 21 ,50
Sitt lítid
af hverju
„Vegir liggja til allra átta”
nefnist þáttur meö blönduöu
efni, sem veröur á skjánum i
kvöld, i umsjá Hildar
Einarsdóttur.
Tage Ammendrup stjórnar
upptökunni, og sagöi hann aö
gestir þáttarins yröu fimm
talsins: Helga Möller, helm-
ingurinn af ,,ÞU og ég”, Jón
Steinar Jónsson, diskómaður
og rúlluskautastjarna, Jón
Oddsson hrl., verjandi Sævars
Ciecielskis i Geirfinnsmálinu,
Ólafur Lárusson, nýlistamað-
ur eða gjörningamaður einsog
það er kallað, og loks Kristin
Bernharösdóttir, feguröar-
drottning.
— Viö reynum aö sýna um-
hverfi þessa fólks, — sagöi
Tage, — og sýnum þá myndir
af þvi' heima hjá sér og á
vinnustað, og svo veröur stutt
spjall viö hvern gest. Þá má
geta þess aö ,,ÞU og ég” munu
syngja i þættinum og einnig
verður sýndur dans.
íslenskir þættir meö blönd-
uðu efni eru á dagskrá annan
Tage Ammendrup stjórnar
upptökunni á þættinum Vegir
liggja til allra átta.
£ >- Sjónvarp
TF kl. 20.55
hvern laugardag. Ekki er
ákveöiö hvort þeir verði allir
meö þessu nafni, Vegir liggja
til allra átta, enda ekkert vist
að þeir veröi alltaf meö þessu
sniöi, — sagöi Tage aö lokum.
— ih
Moröinginn í
sykurreyrnum
A morgun, sunnudag, verö-
ur fluttur i útvarpinu 3. þátt-
urinnúr flokknum „Stjórnmál
og glæpir” og nefnist hann
„Trujillo, moröinginn i sykur-
reyrnum”. Höfundur er Hans
Magnus Enzensberger, en
Viggo Clausen hefur búið þátt-
inn til útvarpsflutnings.
Þýöinguna eeröi Torfev
Steinsdóttir, en Gisli Alfreös-
son er stjórnandi. Flytjendur
eru: Arni Tryggvason,
Erlingur Gislason, Benedikt
Árnason, Jónas Jónasson,
Hjörtur Pálsson og Gisli
Afreösson. Flutningstimi er 70
minútur.
Fyrir tæpum 20 árum fannst
lik i farangursgreymslu bils
skammt frá höfuöborg
Dóminikariska lýöveldisins á
Karabiahafi. Þetta heföi samt
ekki þótt i f rásögur færandi, ef
ekki heföi verið þarna kominn
sjálfur Trujillo, einræöisherr-
annsem hafði arörænt og kúg-
aö þjóö sina i 30 ár. Hann
kallaði sig ýmsum fögrum
nöfnum, svo sem „velgeröar-
mann fööurlandsins”, en þjóö-
in valdi honum annaö nafn og
óglæsilegra: „morðinginn i
sykurreyrnum.
Haröstjórinn Trujillo, ööru
nafni moröinginn í sykur-
reyrnum.
Útvarp
sunnudag
Hringið í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka
daga eða skrifið Þjóðviljanum
Síðumúla 6, 105 Reykjavík
Geseitdum
Gunnar Ijósmyndari tók eftir þessum minnisvarða þegar hann var að keyra inn i
Þorlákshöfn á dögunum. Þetta er minnisvarði um stækkun landshafnar í Þorláks-
höfn 1974-76. Enginn myndhöggvari hef ur þó komið nálægtgerð hans svovitað sé,
heldur er þetta stykki eitt af mörgum sem notuð voru við stækkun hafnarinnar.
Ljósm. — gel. —
300% hækkun á lóðamati!
Húseigandi i Brautar-
landi í Fossvogi biður
blaðið að koma þeirri
spurningu fyrir sig til
Fasteiqnamats ríkisins,
hver sé ástæðan til þess,
að lóðamatið hjá honum
sé hækkað um 300%, eða
úr 4.900.000 krónum 1979 í
14.497.000 krónur fyrir ár-
ið 1980.
I viðtali við fjölmiðla
segir forstjóri Fasteigna-
matsins að hækkun á
fasteignum á Stór-
Reykjavíkursvæðinu sé
50-60%. Og ef þetta er
villa i skýrsluvélum, hver
á þá hækkunarprósentan
að vera af lóðinni?
Svar óskast birt í blað-
inu sem fyrst.
Guðrúnu
Hallgrims-
dóttur
í forseta-
framboð
Bjarni Kristjánsson, Selja-
vegi 23, hringdi:
Mig langar til aö viö i Al-
þýðubandalaginu komum okkur
upp tveimur Guörúnum. Nú er
Guðrún Helgadóttir komin á
þing, og þá vil ég fá Guörúnu
Hallgrimsdóttur fyrir forseta.
Fyrirspurn
til Rikis-
útgáfu
námsbóka
Á miöju ári 1979 auglýsti
Rikisútgáfa námsbóka eftir
handritum I samkeppni um
barnabækur og skyldi handrit-
um skilaö fyrir 1. desember
1979. Daginn fyrir 1. desember
birti Rikisútgáfan meö smæsta
prentsmiöjuletri smáklausu
eöa tilkynningu um aö fresti til
aö skila handritum i sam-
keppnina yröi framlengt til 31.
mars 1980. — Þaö munaöi ekk-
ert um þaö, fjögurra mánaöa
framlenging. Hvaö veldur?
Þessi frestun er grófleg
misþyrming gagnvart þeim
höfundum, sem sent hafa hand-
rit samkvæmt ósk Rikisútgáf-
unnar . Þeir höfundar hafa lokiö
sinu verki, en eiga nú ekki kost
á aö vinna meira eöa betur aö
verkum sinum. öörum eru aft-
ur á móti gefin góö tækifæri. Nú
er Rikisútgáfan beöin aö svara,
hversvegna þessi ákvöröun
var tekin um framlengingu.
Hversu mörg handrit höföu út-
gáfunni borist fyrir 1. desem-
ber?
Rithöfundur
Guörún Hallgrimsdóttir á vís-
an stuöning ef hún býöur sig
fram til forseta, segir Bjarni.
Ég er alveg viss um aö hún á
visan stuöning og myndi ná
kosningu ef hún byði sig fram.
Framsýn skáldkona
Þó konum sé ýtt oní aftaní-bát
í alls konar framsóknum þjóða,
þá var það þó, manstu ekki, hún Eva, sem át
af eplinu skilningsins góða!
Jafnréttissinnaður lesandi
sendi okkur meöfylgjandi visu
og mynd af Ólöfu frá Hlöðum,
svona til aö minna okkur á aö
jafnréttisbaráttan er ekki fædd
i gær, og aö viö höfum átt
margar góöar skáldkonur bótt
nöfn þeirra hafi kannski stund-
um horfið i skuggann.
Ólöf frá Hlöðum orti þessa
visu. Hún fæddist áriö 1857 og
lést 1933. Mestan hluta ævinnar
gegndi hún ljósmóðurstörfum
og átti lengi heima á Hlöðum i
Hörgárdal. Ljósmóöurfræöi
læröi hún i Reykjavik og Kaup-
mannahöfn.
En hér kemur visan: