Þjóðviljinn - 24.01.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.01.1980, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Dr. Jón Hálfdánarson i rannsóknastofunni á Grundartanga: Borgar sig betur aö framleiöa kfsilryk en kisiljárn i framtlöinni? Verður kísilryk arð- bærara en kísiljám? I ! Dr. Jón Hálfdánarson efnafræð- ! ingur í járnblendiverksmiðjunni ! telur ýmislegt benda til þess ..Rykmengunin eykst vegna þe s aö sementið þarf meira loft þegar blandaö er i þaö kisil- ryki”, sagöi dr. Jón Hálfdánar- son efnafræöingur og forstööu- maöur rannsóknastofu járn- blendiverksmiðjunnar, er hann var spurður um mengunina af völdum kisilryksins. Starfs- ínenn Sementsverksmiöjunnar hafa sem kunnugt er kvartaö um óþægindi og útbrot eftir aö farið var aö blanda kisilrykinu i sementið. Kisilrykið hefur verið flutt kögglað frá Grundartanga, en einnig hafa verið geröar til- raunir riieð að flytja það i venju- legum tankbilum og blása þvi siðan i geymana i Sementsverk- smiðjunni. En til þess að hægt L. verði að hafa þann háttinn á i framtiðinni þarf aö byggja mót- tökusiló og geyma i Sements- verksmiðjunni og verður þá hægt að blanda rykinu i sementið eftir aö búið er að mala það. Sementið yrði þá lik- lega ekki eins létt og nú. Verið er að hanna fyrrnefndan búnað i Noregi. Einnig mætti auka iblöndun- ina i sementið og ef fblöndun kisilryks i allt sement verður 10-12% i stað 7% i hluta sements eins og nú er, getur járnblendi- verksmiðjan með þeim hætti losnað viö allt kisilryk sem til fellur af tveimur ofnum. Reynt hefur veriö að nota malaö liparit i sement til að hamla gegn alkalivirkni. Kisil- rykið er fi'nna og virkara en liparitið og eykur jafnframt styrkleika sementsins, en ekki þó byrjunarstyrkleika. Með þvi að endurbæta fram- leiðsluhætti i járnblendiverk- smiðjunni má minnka úrgangs- rykið. Hinsvegar taldi dr. Jón sennilegt að nú væri að opnast markaður erlendis fyrir þetta ryk. Það er notaö nú þegar i Danmörku og tilraunir hafa m.a. verið gerðar með notkun þess sem fylliefnis i gúmmi. Jón taldi aö ymislegt benti jafnvel til þess, að i framtiðinni gæti borgað sig betur að framleiða kisilrykið en kisiljárnið sjálft! Þannig yrði sá hluti verk- smiðjunnar, sem tekur reykinn, kælir- hann og hreinsar, fyrir- tækið.sem bærisig i framtiðinni. Reykhreinsivirkið kostaði i byggingu sem nemur 13% af heildarfjárfestingu járnblendi- verksmiðjunnar. Það nýtir 5% orkunnar eða um eitt megawatt. —eös Rœtt á fundi um „Sósialisma og kvenfrelsi”: Hvernig komum viö fleiri konum á þing? Kæmust fleiri konur á þing ef ekki væri raðaö upp á listana, en kjósendur númeruöu sjálfir röö frambjóöenda á þeim lista sem þeir kysu, þannið að prófkjör færi i rauninni fram i kjörklefan- um? Þetta var ein af þeim hug- myndum sem fundarmenn veltu fyrir sér á fyrsta fundinum i fundaröð Alþýöubandalagsins i Reykjavik um Sósialisma og kvenfrelsi, en á honum var fjall- að um „Konur og stjórnmál” og haföi Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi framsögu. Sem sjá má af ofangreindri hugmynd er rikjandi óánægja með uppröðun á framboðslista til alþingiskosninga, þar sem konur komast sjaldnast i vonar- sæti og nær aldrei i örugg, sama hvort þar er um að ræða borg- aralegu flokkana eða sósialiska. Enda sanna merkin verkin: Þrjár konur höfum við á þingi nú, allar i uppbótasætum. Og i ræðu sinni rakti Adda Bára ,,A1- þingiskvennatal ” þar sem fram kom að þær hafa aldrei verið fleiri og alls aðeins 12 konur ver- iðkosnar á alþing íslendinga frá þvi að sú fyrsta fékk þar sæti 1922. Meðan konur eru 25% þing- manna á Norðurlöndum eru þær 5% hér. Framsöguerindi öddu Báru verða vonandi gerð nánari skil i blaðinu siðar, en það var bæði fróðlegt og vakti upp spurningar og opinskáa umræðu um mörg atriði, sem fundarmenn voru ekki sammála um, einsog td. hvort þverpólitiskt kvennasam- starf i þvi skyni að koma fleiri konum á þing væri æskilegt og hvort jafnréttissinnar væru nokkru bættari með fleiri full- trúa auðvalds og ihalds þótt kvenkyns væru. Þá var velt fyrir sér baráttu- aðferðum innan flokks til að þrýsta á um stærri þátt kvenna á hans vegum og reynt að gera sér Framhald á bls. 13 Landsbankinn: Kannast ekki yid bréf frá Eurocard Mikið hefur veriö rætt um hiö nýstofnaöa fyrirtæki „Kredit- kort” i blööum undanfarna daga. Einn stærstu hluthafa fyrirtækis- ins á nú i gjaldþrotamálum. Komiö hefur fram aö fyrirtækiö Eurocard, sem Kreditkort er umboösaöili fvrir, hafi ritaö Landsbankanum bréf I nóvember si. og óskaö upplýsinga um væntanlega hiuthafa i islenska lánakortafyrirtækinu, en svar hafi ekki cnn borist frá bank- anum. Helgi Bergs bankastjóri i Landsbankanum sagðist ekki kannast við aö bankinn heföi fengiðumrætt bréf, er Þjóöviljinn hafði tal af honum i gær. ,,Ég hef spurst fyrir um það i þeim deildum þar sem ég helst gæti ætlað að svona bréf heföi lent, og ég hef ekki haft uppi á þessu bréfi ennþá,” sagði Helgi. Hann sagði að það yrði kannað, hvort þetta bréf hefði borist til Landsbankans. „Við svörum alltaf slikum bréfum, þegar fyrirspurnirnar koma frá viðurkenndum bönkum,” sagði Helgi. „Ég veit ekki hvort Eurocard er slik stofn- un, að við myndum svara þeim, enef við ekki svöruðum myndum við senda þeim linu og biðja þá að gera fyrirspurnina gegnum sinn banka.” —eös Starf forstjóra Norræna hússins: Auglýst laust til umsóknar 1 fyrradag var starf forstjóra Norræna hússins auglýst laust til umsóknar og verður staðan veitt frá 1. janúar 1981 til fjög- urra ára. Nú verandi forstjóri er Erik Sönderholm frá Dan- mörku og lætur hann þá af störf- um en hann hefur fengiö styr ki til aö semja bók um Halldór Lax- ness. Norr æna húsið var vigt ár- ið 1968 og hafa forstjórar til þessa verið frá Noregi, Finn- landi, Sviþjóö og Danmörku. -GFr Hátiö Rauðsokkahreyfingarinnar: Frá morgni til kvölds Rauðsokkar hugsa sér heldur beturtil hreyfings á laugardaginn kemur, (26. jan). Verður þá efnt til hátíðahalds á tveimur stööum hér i borginni. Byrjað veröur I Tónabæ, kl. 10 aö morgni og flutt þaö samfelld dagskrá til kl. 18.00. (Verður að visu rofin meö hléi á milli kl. 12.00 og 14.00. Siðan veröur þráöurinn tekinn upp aö nýju i Fáksheimilinu kl. 21.00 um kvöldið og veriö aö til kl. 3 eftir miönætti. Dagskráin i Tónabæ verður á þessa leið: Kl. 10-12. Hópumræður. Til um- ræðu verða 4 kröfur barnaárs- nefndar ASI þ.e. um fæðingar- orlof, dagvistarheimili, veikinda- daga foreldra og vinnutima barna. Kl. 14.00. Avarpfrá Rauðsokka- hreyfingunni um kröfur barna- ársnefndar ASÍ. Kl. 14.20. Söngur — Katjana. Kl. 14.30. Annáll i tilefni 10 ára afmælis Rauðsokkahreyfingar- innar á þessu ári. Kl. 15.00. Söngsveitin Kjarabót leikur og syngur. Kl. 15.20. Ragnheiður Jóhanns- dóttir, bóndakona frá Bakka i ölfusi fiytur ávarp. Kl. 15.30. Vals — verölaunaleik- rit Jóns Hjartarsonar. Kl. 16.00 Hlé. Kl. 16.20. Bókakynning — Kvinde kend din krop. Kl. 16.45. Söngsveit Rauösokka- hreyfingarinnar. 17.00. Skáldkonur lesa upp úr verkum sinum. Fram koma m.a. AuðurHaralds, Asa Solveig, Norma E. Samúelsdóttir og Ingi- björg Haraldsdóttir, sem les upp úr verkum Steinunnar Sigurðar- dóttur. Kl. 17.45. Fjöldasöngur. Frá blaöamannafundi rauösokka I gær. (Ljósm.: eik) A milli atnða veröur sprell. Fáksheimilið verður opnað kl. 21.00. Þar hefst samfelld söng- dagskrá þarsem m.a. koma fram Bubbi og Tolli Morthens, Hjördis Bergsdóttir, o.fl. Loks verður dansað til kl. 3 að nóttu, (þvi ekki til kl. 7 eins og i sveitinni i gamla daga?). Geðþóttaklæðnaður gildir á ballinu i Fáksheimilinu. Fóstrur annast barnagæslu i kjallara Tónabæjar frá kl. 10-18 fyrir börn á öllum aldri. Aðgöngumiðar veröa seldir við innganginn og kosta kr. 1500 fyrir daginn og kr. 2000 fyrir kvöldið. „Hittumst öll á hátiðinni 1 Tónabæ 26. jan.” segja Rauð- sokkar og við tökum undir það. Þegar við inntum Rauðsokka eftir þvi hvað væri efst á baugi hjá þeim annað en fyrirhugað hátfðahald þá má þar einkum nefna áform um að hefja reglu- bundna útgáfustarfsemi. öðru hvoru hefur komið út blað á veg- um hreyfingarinnar en útgáfa þess nokkuð verið háö veðri og vindum. Nú er verið að safna áskrifendum og hugmyndin aö fella útgáfu ritsins i fastan far- veg, þannig að það komi út fjór- um sinnum á ári. Er von á næsta tölublaði nú i febrúar. Þá er meiningin að minnast með einhverjum hætti alþjóðlegs baráttudags kvenna 8. mars n.k. A það skal svo minnt aö á hverjum laugardegi er „opið hús” i Sokkholti, (Skólavörðustig 12. efsta hæð). frá kl. 11.30 til 13.00. Þangað eru allir velkomnir. Er ýmist að viðstaddir rabba saman yfir kaffibolla eða að ein- hver kemur til þess ,,að láta ljós sitt skina". -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.