Þjóðviljinn - 24.01.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.01.1980, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. janúar 1980 í'fRKSW FRA KJÖRSTJÓRN IÐJU Hér með auglýsist eftir uppástungum við stjórnarkjör i Iðju, félagi verksmiðju- fólks, fyrir árið 1980. A listanum skal tilgreina nafn formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera og 3 meðstjórnenda og 3 manna i varastjórn. Þá skulu vera nöfn 12 manna i trúnaðar- mannaráð félagsins og 8 varamanna þeirra, 2 endurskoðenda og 1 til vara. Hverjum lista skulu fylgja meðmæli minnst 100 fullgildra félagsmanna. Listunum ber að skila á skrifstofu félags- ins kl. 11 f.h., laugardaginn 26. þ.m.. Kjörstjórn Iðju. SÖLUSKATTUR Viðurlög falla á söluskatt fyrir desember- mánuð 1979 hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m.. Viðurlög eru 4% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byr jaðan virkan dag eft- ir eindaga uns þau eru orðin 20%, en siðan eru viðurlögin 4,5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið 21. janúar 1980. V erkamannaf élagið Hlíf Hafnarfirði TILLÖGUR uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið 1980 liggja frammi á skrifstofu Hlifar, frá og með fimmtudeginum 24. jan. öðrum tillögum ber að skila fyrir kl. 17.00 föstudaginn 25. jan. og er þá framboðs- frestur útrunninn. Kjörstjórn verkamannafélagsins Hlifar. Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra i Suðureyrarhreppi er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. feb. n.k.. Allar upplýsingar eru veittar hjá sveitarstjóra i sima 94-6122 eða hjá oddvita i sima 94-6170. Hreppsnefnd Suðureyrarhrepps Súgandafirði Húsráðendur athugið! Höfum á skrá fjölda fóiks sem vantar þak yfir höfuðið. , Leigjendasamtökin Bókhlöðustig 7 Opið: Kl. 13-18 alla virka daga,simi: 27609 ^Auglýsið í Þjóðviljanum J • • Ororkubætur og giftar konur í eftirfarandi bréfi til Jafnréttisráðs er greint frá at- hyglisverðu máli: Þar segir kona frá því, að örorka hennar hafi verið metin lægri en ella hefði verið vegna þess að hún er gift, og að synjun um örorkubætur hafi verið byggð á því, að eiginmaðurinn hefði háar tekjur. Bréfið fer á eftir. Reykjavik, 21. janúar 1980. Jafnréttisráð, Skólavörðustig 12,101 Reykjavik. Ég undirrituð, Pjetra Ingólfs- dóttir, vil með þessu bréfi vekja athygli ráðsins á eftirfarandi: Arið 1976 veiktist ég af krans- æöastíflu ásamt versnandi ast- ma, og ári siðar úrskurðaði heimilislæknir minn mig óvinnu- færa. Það ár lagði ég inn læknis- vottorð i Tryggingastofnun rik- isins og úrskurðaði stofnunin mig þá 65% öryrkja, og byggöi þann úrskurö sinn á þvi aö ég er gift.Ennfremur synjaði stofnun- in mér um örorkubætur (Ororkustyrk á þeim forsend- um að eiginmaöur minnhefði það háar tekjur. Þegar ég spurðist fyrir um hver örorkuprósenta min heföi oröið skv. vottoröi væri ég ógift, svaraði tryggingalæknir þvi til, að þá hefði ég verið (metin) úr- skurðuð 75% öryrki. Ég spurði þá: ,,En ef ég væri karlmaður og kvæntur?” Sami læknir svaraði þá: ,,Að likindum 75%”. Þegar ég spurði, hverju þetta sætti að ég væri þá bara metin 65% ör- yrki, sagöi læknirinn, aö reglan væri sú hjá Tryggingastofnun rikisins aö giftar konur væru aldrei metnar meira en 65% ör- yrkjar. Með þessu álit ég að gengið sé á rétt minn sem einstaklings. Ég hef unniö fyrir mér sem sjálf- stæður eins taklingur i þjóöfelag- inu siðan ég var 14 ára og greitt mina skatta og skyldur tii þess. Ég er fædd áriö 1926 og gifti mig ekki fyrr en árið 1972. Arið 1976 hætti ég svo að vinna úti af heilsufarsástæðum. Eg hef þvi starfað sem „sjálfstæður ein- staklingur” I 32 ár, en sem gift kona i aðeins 4 ár. Oll þessi ár hef ég starfaö við venjuleg störf bæði til sjós og lands. Ég sætti mig þvi ekki við að ég skuli ekki lengur talin sjálfstæður einstak- lingur, heldur hluti af eiginmanni minum — og lái mér hver sem vill. Meö þeirri meöferð sem min mál fengu hjá Tryggingastofnun rikisins, tel ég raunar að verið sé að troöa á einstaklingsrétti minum og þar með almennum mannéttindum skv. 2. gr. mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem Island hefur und- irritaö. Ég vil i framhaldi af þessu beina eftirfarandi spurningu til jafnréttisráðs: 1. Telur jafnréttisráð réttlætan- legt að starfsgeta giftrar konu sé metin eftir launum maka hennar. 2. Telur jafnréttisráð réttlætan- legt að giftar konur séu aldrei metnar meira en 65% öryrkjar, þegar aörir geta verið metnir um 75% öryrkjar. 3. Telur jafnréttisráð þaö yfir höfuð réttlætanlegt að giftar kon- ur skuli meöhöndlaðar af opin- berum stofnunum sem eiginkon- ur manna sinna, en ekki sem sjálfstæðir einstaklingar ? Pjetra Ingólfsdóttir. fólks frá Haiti: Hundruö flóttamanna frá Haiti sem hafa smyglaösér til Florida eru leiddir til skráningar. Mannasmyglarar hentu konu og börnum í sjóinn Lögreglumenn leggja lfk barna Lorfilsfjölskyldunnar á börur. Rétt viö strönd Florida gerðist fyrir skömmu dap- urleg saga: tveir glæpa- menn/sem hafa tekið að sér að smygla flóttafólki frá Haiti til Bandaríkj- anna, urðu hræddir við strandgæsluna og hentu fyrir borð konu og fimm börnum hennar. Þau drukknuðu öll. Sextán farþegar voru um borð i báti smyglaranna, sem taka 400-500 dollara fyrir hvern mann sem þeir smygla frá Haiti til Florida. Allt var þetta fólk að flýja eymd og harðstjórn á Haiti, en þar ræður nú rikjum Jean - Claude Duvalier, sonur þess haröstjóra sem einna lakastur hefur orðiö. Þegar mannasmygl- ararnir urðu hræddir um aö morgunskiman og strandgæslan myndu koma upp um þá, drógu þeir fram skammbyssur og skipuðu fólkinu að henda sér fyr- ir borö. Eiaiane Lorfils, sem var um borð með fimm börn sin, vildi af eölilegum ástæðum ekki frá boröi. Þá henti annar smygl- aranna einu barna hennar i sjó- inn og hún kastaði sér á eftir þvi. Þvi næst köstuðu sjóræningjar þessir hinum börnunum á eftir. Maður Elaiane hafði smyglað sér til Florida nokkrum mánuö- um áöur og lagt nótt við dag til að spara saman 1500 dollara til aö borga smyglurunum fyrir aö koma fjölskyldunni á eftir. Vandi þúsunda Þessir 16 Haitimenn eru ekki einsdæmi: á nokkrum mánuð- um hefur um átta þúsundum manna frá Haiti verið smyglað til Bandarikjanna. Blöð i Florida hafa skrifað mikið um mál þetta og varpa sökinni á harmleik flóttafólksins á stjórnvöld I Was- hington. Bandarikjastjórn hefur stuttmeðýmsum ráðum við bak- iö á hinu grimma alræði á Haiti — og á hinn bóginn er þeim sem flýja vilja eymd og skelfingar á Haiti meinaö aö komast löglega til Bandarikjanna að freista gæf- unnar. Þetta ástand hrekur nauðstatt fólk upp i hendur glæpamanna af þvi tagi sem fluttu sextán manna hópinn. Þverstœður Haiti er blökkumannalýðveldi á vesturhluta eyjarinnar Santo Domingo, þéttbýlt og örsnautt. Ibúar þessa rlkis hafa um lang- an aldur veriö taldir með ógæfu- samasta fólki á jörðu — vegna haröstjórnar þeirra Duvalier- feöga, sem fræg hefur orðiö aö' endemum. Flóttinn þaðan hlýtur að vekja upp ýmsar erfiðar spurningar Bandarikjamönnum og beina þá einkum athygli að þeirri þverstæðu, aö það eru helst flóttamenn frá löndum sem kennd eru viö kommúnisma sem geta átt von á þvi aö finna athvarf I velmegunarlöndum Norður - Evrópueða Norður-Ameriku. Ef að menn þurfa að flýja eymd eða harðstjórn sem nýtur einhvers- konar utanrikispólitiskrar vel- vildar eöa umburðarlyndis þessara sömu efnuðu Vestur- velda, þá er eins vist að það fólk komi að harðlæstum dyrum. - ( Byggt á Stern).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.