Þjóðviljinn - 16.02.1980, Blaðsíða 1
Sambandið og SH ganga frá:
Stórhýsi verslunarsamtakanna hækk- varpshúss bíða átekta og óhreyfðir í
ar nú með hverjum degi sem líður nágrenninu. Þetta er kannski dæmi-
meðan grunnur Borgarleikhúss, sem gert um hvar peningarnir liggja í
sést í forgrunni á myndinni, og út- þjóðfelaginu. (Ljósm.: gel)
Ungir sjálfstœðismenn:
Hvorki með né
á móti Gunnari
en óska eftir landsfundi þegar í haust
til að leysa innanhássvandamálið
Stjórn Sambands ungra Sjálf-
stæbismanna samþykkti á
stjórnarfundi fyrir skömmu aö
taka hvorki afstöbu meö né á móti
Gunnari Thoroddsen forsætisráb-
herra, hcldur óska þess I staö eft-
ir þvi, ab hobab verbi til iands-
fundar SjálfstæöisflokksinS strax
á þessu ári, þar sem reynt veröi
aö ná sáttum i innanhússvanda-
máli flokksmanna.
Þá hafa ungir Sjálfstæöismenn
ekki heldur gert upp hug sinn til
núverandi rikisstjórnar og
hyggjast biba meb þann úrskurb
þar til aö loknum Sambandsráös-
fundi ungliöanna sem veröur
haldinn 23. febrúar nk.
Þeir Albert og Gunnar viröast
hafa nokkuö trygga stööu hjá
ungliöasamböndum flokksins eft-
ir þessum samþykktum aö dæma,
og viröist sú tilgáta vera aö sann-
ast sem sett var fram þegar deil-
ur Gunnar og Geirs komu fyrst
almennilega upp á yfirboröiö nú i
siöasta mánuöi, aö eftir þvi sem
neöar drægi i flokkskerfinu og
nær hinum almenna stuönings-
manni flokksins, væri stuöningur
viö Gunnar mun meiri en á æöstu
vigstöövum.
I samþykkt SUS segir ennfrem-
ur, aö ungir Sjálfstæöismenn
harmi þá stööu sem komin sé upp
i Sjálfstæöisflokknum, þar sem
Sjálfstæöismenn séu klofnir i af-
stööu sinni til rikisstjórnar.
Stjórn SUS skorar þvi á alla for-
ystumenn Sjálfstæöisflokksins aö
foröast nú allt þaö sem getur gert
sættir Sjálfstæöismanna erfiöari,
jafnframt þvi sem stjórnin skorar
á Sjálfstæöismenn um allt land aö
vinna eftir mætti aö samkomu-
lagi og sáttum innan flokksins.
-lg
Fisksölu til
Sovétríkjanna
Samið um mun minna magn
en selt var þangað í fyrra — verðið
ekki gefið upp
t fyrradag var gengib frá fisk-
sölusamningi miIiiSÍS og SH ann-
arsvegar og Sovétmanna hins-
vegar fyrir áriö 1980. Samiö var
um sölu á 9.500 lestum af frebfiski
og greinist magn þetta i 6.500 Iest-
ir af flökum og 3.000 lestir af heil-
frystum fiski. Heildarverbmætib
er 13.3 miljónir dollara eba um 5,4
miljarbar isl. króna. Þetta er
heldur hærra verb en fékkst fyrir
fisk i Sovétrikjunum i fyrra.
— Viö gefum veröiö ekki upp af
ákveönum ástæöum, sagöi Olafur
Jónsson hjá sjávarafuröadeiia
SIS er viö inntum hann eftir
þvi I gær. Hann sagöi aö áriö
1979 heföu veriö seldar 17.000
lestir af freðfiski til Sovét-
rikjanna og væri þvi hér um
minna magn aö ræöa. Hins-
vegar benti hann á, aö i fyrstu at-
rennu heföu veriö seiöár 10.000
lestir til Sovétrikjanna i fyrra, en
siðan heföi komið til viðbótar-
sölusamningur i september i
fyrra. Slikt gæti allt eins gerst á
þessu ári og þvi væri alls ekki vist
aö hér væri um lokatölur að ræöa.
Þaö heföi oft komiö fyrir, að sam-
ið heföi verið við Sovétmenn
tvisvar á sama árinu. _S.dór.
Prúttað við Japani
Eins og skýrt var frá i Þjóö-
viljanum fyrir skömmu sendu
Norömenn og tslendingar sam-
eiginlegt tilbob til Japana um
sölu á loönuhrognum. Bubu
Norbmenn og tslendingar
lobnuhrogn föl fyrir 1950 dollara
tonnib. Þessu hafa Japanir nú
hafnuö, en segjast vilja kaupa
hana á 1.000 dollara tonnib.
1 fyrra var 'veröiö 2.400
dollarar tonnið, en fyrsta boö
Japana i vetur var ekki nema
800 dollarar.
Þaö er sem sé I gangi heljar
prútt, eins og þaö er kallað á
vondu verslunarmáli, milli
þessara aðila og ekki ótrúlegt
miöað viö þann leik, að mæst
verði á miðri leið og sæst á verö
i kringum 1500 dollara fyrir
tonniö. Sllkt væri mikið veröfall
frá I fyrra.
Fróöir menn segja aö Japanir
borði loönuhrogn til aö auka
kyngetu sina og er þvi ljóst að
annaöhvort er ekki þörf á aö
auka hana frá þvi sem nú er,
eðaur hitt aö framboð af þessum
lifselexir sé oröiö of mikiö,
nema hvort tveggja sé.
— S.dór
MOWIUINN
Laugardagur 16. febrúar 1980. —39. tbl. —45. árg.
Bjallan
ófundin
Bjalla neöri deildar Alþingis,
sem sagt var frá i gær var enn
ófundin siödegis i gær. Rann-
sóknarlögregla rikisins fékk
skýrslu um máliö i gærmorgun og
er máliö i hennar höndum.
Ekki eru menn á eitt Sáttir um
hvort hér hafi veriö um eiginleg-
an þjófnaö að ræða eöa prakkara-
strik einhvers, en sumir spá þvi
aö bjallan eigi eftir aö skjóta
óvænt upp kollinum á næstunni.
— þm
Sævar KE
strandaði í Sand-
gerðishöfn;
Sigldu
framhjá
innsigl-
ingunni
1 dag stendur til ab reyna
aö ná á flot vélbátnum
Sævari KE 19 sem strandaöi
i gærmorgun sunnan vib
syöri grjótvarnargarbinn i
Sandgerbishöfn.
Var báturinn, sem er 70
lesta eikarbátur, smlöaöur i
Danmörku 1960 að koma úr
róöri um sjöleytiö i gær-
morgun, en svo viröist sem
skipverjar hafi siglt honum
fram hjá innsiglingunni meö
fyrrgreindum afleiöingum.
Vonuðust menn til þess i gær
að báturinn næðist út á flóö-
inu.en um miöjan dag lagöist
hann á hlibina og tók sjór að
streyma inn i hann. Voru
skipverjar þá fluttir frá
borði i gúmbátum og hafist
handa við að reyna að ná
aflanum, sem var um 10 lest-
ir,úr bátnum. — A1
<■ >>>><»»
. >>»..,.>>
NVMvíOlk
2Lfnuu)
NyOJOlK
uftnu)
Nýtt bú-
yöruverð
1. mars
Samkvæmt venju á búvöruverö
aö hækka 1. mars n.k. Ekki liggur
þó fyrir hverju sú hækkun muni
nema, þar eö Hagstofan, sem
reiknar út hækkun rekstrarvar-
anna á þriggja mánaba fresti,
hefur enn ekki lokiö þeim útreikn-
ingum, aö þvi er Hákon Sigur-
grimsson, hjá Framleiösluráöi
Landbúnaöarins tjáöi Þjv. I gær.
Viö ákvörðun búvöruverös aö
þessu sinni, koma svo að sjálf-
sögðu við sögu þær kostnaðar-
hækkanir, sem fráfarandi rikis-
stjórn frestaði greiðslu á.
1 Morgunblaöinu i gær var upp-
sláttarfréttþarsem m.a. sagöi aö
búvöruverð myndi hækka um 1-
2% i næstu viku og slöan aftur 1.
mars n.k. Var Guðmundur Sig-
þórsson, deildarstjóri I landbún-
aðarráðuneytinu, borinn fyrir
þessari frétt, en hann sagði I sam-
tali við Þjóðviljann I gær aö hér
væri farið með staðlausa stafi og
ranghermt eftir sér. Ef búvöru-
veröshækkunin sem koma átti til
framkvæmda i desember heföi
verið leyfö, heföi það þýtt 1-2%
hækkun þá, sagöi Guömundur.en
engar samþykktir hafa veriö
geröar um þaö I núverandi rikis-
stjórn að hún komi til fram-
kvæmda nú um helgina eins og
sagöi i Morgunblaðinu.
Þess i stað hefur rikisstjórnin
ákveðiö að þessi hækkun komi til
framkvæmda með almennri bú-
vöruhækkun um næstu mánaöa-
mót og veröur það framkvæmt
með aukaniðurgreiðslum og
þannig verði heildartekjur mjólk-
urbúa i landinu þær.sem til er ætl-
ast viö verðlagningu sexmanna-
nefndarinnar. — mhg/AI/S.dór.