Þjóðviljinn - 16.02.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.02.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. febrúar 1980. MOBVIUINM Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir úmsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Kekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Elinar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. IþróttafréttamaÖur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handtiia- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigrifiur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ólafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröar- dóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Kitstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavfk, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Umbætur í tryggingamálum • ,Það er að verða eitt af helstu skammaryrðum í ís- lenskri stjórnmálaumræðu að eiga sér óskalista í félags- og réttindamálum almennings. Alþýðubandalagið tekur ekki þátt í þessu klifi og hefur ávallt stefnt að aukinni samhjálp og samneyslu og á sér langa óskalista á þeim sviðum. Þótt kauptaxtar séu yfirleitt lágir hér á íslandi þá er tekjumismunur gífurlegur og oft uppgrip hjá stöku hópum launaf ólks. Þessvegna er það engin goðgá að ætla íslendingum að leggja meira í sameiginlega sjóði og bæta úr ýmsum ágöllum í þjóðfélaginu. • Verter að minna á að það tímabil sem Alþýðubanda- lagið fór með tryggingamál í vinstri stjórninni 1971 til 1974 var sleitulaust unnið að umbótum í þeim mála- f lokkum. Það f yrsta sem skrifað er í stjórnartíðindin um athafnir þáverandi vinstri stjórnar eru bráðabirgðalög um flýtingu á gildistöku laga um hækkun tryggingabóta og þá nýjung að þeir lífeyrisþegar, sem ekki hafa aðrar tekjur en tryggingabætur, skuli fá sérstaka uppbót sem kölluð hefur verið tekjutrygging. ( viðtali við Svavar Gestsson í Þjóðviljanum sl. laugardag, en hann fer nú með ráðuneyti heilbrigðis-, trygginga- og félagsmála í stjórn Gunnars Thoroddsen, er m.a. að því vikið að í stefnulýsingu stjórnarinnar er gert ráð fyrir hækkun tekjutryggingar aldraðra og öryrkja umfram verð- bætur. Þessi hækkun á að koma til framkvæmda 1. júní 1980 og 1. janúar 1981. „ í reynd hefur kaupmáttur tekju- tryggingar nær staðið i stað siðan 1971 er Magnús Kjart- ansson gerði stórátak í þessum efnum. Það er því ánægjulegt að stuðla að því að nýtt skref verði stigið framá við á þessu sviði", segir Svavar Gestsson í viðtalinu. ( þessu sambandi má einnig minna á að í efna- hagsmálatillögum Alþýðubandalagsins frá því í janúar var gert ráð fyrir að lífeyristryggingar almannatrygg- inga hækkuðu um 7-10% að raungildi á þessu ári. • Fyrir tilstuðlan Magnúsar Kjartanssonar var á árinu 1971 skipuð nefnd til þess að endurskoða allt tryggingakerfið og á vinstri stjórnar árunum til 1974 voru gerðar f jölmargar breytingar og umbætur á lögum um almannatryggingar. ( framhaldi af þessum umbótum var í ársbyrjun 1973 stofnuð félagsmála- og upplýsingadeild Tryggingarstofnunar, sem undir for- ystu Guðrúnar Helgadóttur hefur gert verulegt átak til þess að kynna almenningi rétt sinn. Endurskoðun almannatrygginganna er enn í gangi og þarf stöðugt að vera í endurskoðun. Fullur hugur er á því að hraða til- lögugerð á þessu sviði enda er tryggingalöggjöfinni ábótavant í mörgum atriðum og íslendingar eftirbátar nágrannaþjóða í flestu tilliti. Um þessi mál segir m.a. í stefnulýsingu núverandi ríkisstjórnar að endurskoðun á lögum um almannatryggingar verði hraðað, komið á verðtryggðum lífeyri fyrir alla landsmenn, lög um at- vinnuleysistryggingar verði endurskoðuð með tilliti til rýmri bótaréttar, fæðingarorlof verði greitt úr almanna- tryggingum og unnið að úrbótum í atvinnumálum aldr- aðra og öryrkja og bættri aðstöðu þeirra sem eru líkam- lega eða andlega fatlaðir. • í tillögum þeim sem Alþýðubandalagið setti fram í sambandi við stjórnarmyndunarviðræður á þess vegum í janúar er m.a. gert ráð fyrir að fæðingarorlof verði greitt úr almannatryggingum, og lögleiddur réttur for- eldris til fæðingarorlofs á f ullum launum í þrjá mánuði. Kostnaður verði að hluta borinn uppi með iðgjöldum at- vinnurekenda. Þá er lagt til að lög um atvinnuleysis- tryggingar verði endurskoðuð í því skyni m.a. að rýmka bótarétt, lengja bótatfma og hækka bætur. Opinberum starfsmönnum verði tryggður sambærilegur réttur til atvinnuleysistrygginga og annað launafólk nýtur. Einnig er gerðtillaga um að þeir sem gert hafa sjómennsku að ævistarfi sínu og stundað hana í 25 ár eða lengur öðlist f ullan rétttil ellilífeyris þegar þeir hafa náð 60 ára aldri. Þá má nefna áætlun um að færa inn i almanna- tryggingakerfið rétt launafólks f veikinda- og slysatil- fellum. í þessu sambandi er einnig rætt um að endur- skoða rétt sjómanna. • Þetta eru aðeins nokkur atriði af óskalista Alþýðu- bandalagsins. Ekkert skal um það spáð hér hverju tekst að hrinda í verk, en vert er að hafa í huga að á tímabili vinstri stjórnarinnar 1971-1974 hækkaði almennur ellilif- eyrir fyrir tilstilli Alþýðubandalagsins um 149%, og líf eyrir þeirra sem engar aðrar tekur hafa um 285%, en á sama tíma hækkaði framfærslukostnaður um 56%.-ekh H'ippt ■ j Dekurbarn j hér ■ Það er margt merkilegt og [ undarlegt I skrifum um Gunnar ■ Thoroddsen, sem lengi munu I halda áfram i islenskum blöð- um. Ritstjóri Alþýöublaðsins | var til að mynda nokkuð hrifinn ■ fyrst af taflmennsku dr. Gunn- I ars, og hvað sem ööru liði gat m hann ekki stillt sig um að veita ■ honum „fegurðarverðlaun fyrir * endatafl.” En síðan þá hefur Uppreisn hans nú, og herleið- ing i herbúöir Framsóknar og Alþýðubandalags, verður ekki skýrð með visan til neins mál- efnaágreinings við fyrri félaga. Hún er eingöngu sprottin af særðum persónulegum metnaði. 1 samræmi viö það hefur allur aðdragandi þessarar stjórnar- myndunar einkennst af undir- ferli og óheilindum.” Horft á álengdar Menn hafa annars verið aö velta þvi töluvert fyrir sér hvaöa stöðu Alþýöuflokkurinn mundi reyna að marka sér gagnvart Sjálfstæðisflokkinum við þær aðstæður sem upp koma Fyrst reiði, síðan undrun, — að lokum hryggð DEKURBARN - Á SPARIBRÓK Jón Baldvin smám saman verið að forherða sig I afstöðu til Gunnars og þar kemur aö hann er farinn aö viðhafa nokkuð rammar særingar: „Gunnar Thoroddsen er póli- tískt dekurbarn Sjálfstæðis- flokksins. Honum hefur verið lyft tröppu af tröppu i hátimbr uðum metorðastiga lögfræð- ingaveldis flokksins. Þær mannvirðingar eru vandfundn- ar, sem flokkurinn hefur ekki lagt i kjöltu þessa eftirlætis- barns sins, eins og dýr leikföng handa dekurbarni. En það er reynsla flestra foreldra, aö dek- urbörnum veröur seint gert til hæfis. Og þegar dr. Gunnar taldi fullreynt á efri árum, að honum var ekki treyst til flokksfor- mennsku og stjórnarforystu, firrtist hann mjög og beið færis að ná fram hefndum á fyrri samherjunuU nú. Þá hefur þaö flogið fyrir, að flokkurinn ætli að halda sér svo sem i nokkurri fjarlægð og láta það ekki henda sig aö verða um of negldur við stóra frænda i vit- und almennings — nógu oft hef- ur flokkurinn fariö illa á slikum uppákomum. Að sjálfsögðu láta Kratar sér heimilisböl Sjálf- stæðismanna i léttu rúmi liggja og munu jafnvel uppi nokkrar vangaveltur hjá þeim um að þeir sjálfir geti hagnast nokkuö á foringjakreppunni þar. Annars hlýtur hlutskipti Krata að vera tilefni til sárs- aukafulls endurmats: þeir sprengdu vinstri stjórnina meö þeim afleiðingum einum, aö þeir sjálfir vlkja úr stjórn fyrir hluta Sjálfstæðisflokksins. Og ekki bætir þaö úr skák, að dvölin «3 ---------- - -------------| i minnihlutastjórninni virðist hafa haft furðu lamandi áhrif á þá oddvita flokksins sem áður “ höfðu hæst. Sókrates þar En áfram meö skrifin um dr. ■ Gunnar. Meðan bölbænir eru * kveðnar i einu málgagninu er JJ honum sungiö lof i ööru og hefur I Dagblaðið haft sig mest i ■ frammi i þeim efnum. Þar hafa | m.a. birst lesendabréf svo hat- ■ römm að þau verða óvart I spaugileg. Einn segir: „Gunnar er Sjálfstæöismaður ■ og varaformaður flokks sins og ■ þegar honum tekst að mynda J stjórn með forustu hans sjálfs | sem sjálfstæðismanns er hann ■ kallaður svikari. Mætti ekki I likja þessari baráttu flokksins B við stórmennið Gunnar Thor- | oddsem við orösviöinn: Sókra- • tes veitti fólkinu þekkingu. J Fólkið gaf honum eitur”. ■ I Vort skjól i og hlíf i En það sem er einna mest á- ■ berandi I þvi sem Sjálfstæðis- I menn sjálfir láta frá sér fara JJ um málið er óttinn við klofning | til langframa. Ekki sist eru það ■ hinir yngri menn i flokkinum I sem ekki vilja leyfa örmum m þeim sem kenndir eru við Gunn- ■ ar eða Geir að rista flokkinn á I hol. Og kannski liggur á bak viö u öðru fremur viðurkenning á þvi ■ að það þurfi að smiða nýja for- I ystuog verða þá margir kallað- J ir. Þegar Ellert Schram ræddi I um þessi mál á flokksráðsfundi • gættihann vandlega aö gera allt Z í senn, ávita Gunnar en um leið I andmæla hefndaraðgerðum og ■ hafa fyrst og siðast uppi andlit | særðs trúnaðar og sátta. Ellert J sagði meðal annars: „Viö skulum ekki láta heiftina I ná tökum á okkur, enda þótt við J höfum ekki geð til þess að fagna | sérstaklega þeim mönnum, sem ■ hyggjast bjarga þjóöarhag I I náðarfaömi kommúnista. Þeir m eru sjálfum sér verstir og verða ■ dæmdir af verkum sinum. Gif- • uryröi og hefndarráöstafanir í breyta þar engu um né heldur | bæta stööu okkar. Fyrir þá sem eftir sitja i Sjálf- | stæðisflokknum er nauðsynlegt ■ aö sýna stillingu, ávinna flokkn- | um traust, og þjappa sér sam- jj an. Allir eru velkomnir til liðs • við Sjálfstæðisflokkinn, sem I vilja virða leikreglur og lög, lika ■ þeir sem nú hafa klofið sig frá | honum. ■ Þeir munu vonandi finna þaö I áður en langt um liður, að eng- . um verður það til gæfu að ganga g til liös við andstæöinga sina, ■ með þvl að skilja vini sina og “ samherja eftir I sárum. Þeir | munu uppgötva að Sjálfstæöis- ■ flokkurinn verður ekki brotinn á | bak aftur, og að þar er þeirra . skjól og styrkur.” sko rié Enginn rádherra úr Suöur- lands- og Reykjaneskjördæmi Löngum hefur það þótt styrkur fyrir einstök byggðarlög aö hafa þingmenn sina i ráöherrastólum. I núverandi rlkisstjórn eru ráö- herrar úr öllum kjördæmum nema Suðurlands- og Reykjanes- kjördæmi og skiptast þeir á eftir- farandi hátt milli kjördæma: Cr Reykjavikurkjördæmi eru ráðherrarnir Gunnar Thorodd- sen, ólafur Jóhannesson og Svav- ar Gestsson. Frá Vesturlandi kemur Friðjón Þórðarson og frá Vestfjörðum Steingrimur Her- mannsson. tir Noröurlandskjör- dæmi vestra koma þeir Ragnar Arnalds og Pálmi Jónsson, en frá Noröurlandi eystra kemur aöeins emn ráðherra Ingvar Gislason. Fra Austurlandi koma tveir ráð- herrar, þeir Tómas Árnason og Hjörleifur Guttormsson. — þ.m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.