Þjóðviljinn - 16.02.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.02.1980, Blaðsíða 15
Laugardagur 16. febrúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 hnífur Stál og Á morgun veröur fluttur I útvarp fyrsti þáttur af þrem- ur um farandverkafólk i sjávarútvegi fyrr og nú, i um- sjá þeirra Silju Aöalsteins- dóttur og Tryggva Þórs Aöal- steinssonar. — Nafn þáttarins er fengið úr laginu Draumur eftir Bubba Morthens, — sagöi Silja, — Þeir bræður Bubbi og Tolli syngja nokkur frumsam- in lög i þættinum, og Draumur er eitt þeirra. Einnig flytur Stella Hauksdóttir, verkakona i Eyjum, nokkur af sinum lög- um. - — Þátturinn er að heita má sögulegur, en við byrjum i nd- timanum, nánar tiltekið sum- ariB 1979 þegar farandverka- fólk gerBi uppreisn i Vest- mannaeyjum. Siðan bökkum við alla leið aftur á landnáms- öld og rekjum sögu farand- Útvarp kl. 15.10 verkafólks gegnum aldirnar, með dæmum úr bókmenntum. Ein aðalheimild okkar er rit- gerð Skúla Thoroddsens um vistlaust verkafólk frá land- námsöld og fram á 20. öld. Þetta var lokaritgerð hpns til prófs i lögfræðideild HI. Lengi vel var það andstætt lögum að vera vistlaus verka- maður á tslandi, þótt farand- verkafólk hafi verið til hér frá þvi á landnámstið. Um þetta vinnuafl rikti mikil togstreita: annarsvegar var bændaaðalÞ inn, sem vildi hafa sitt ódýra vinnuafl, og hinsvegar vax- andi sjávarútvegur. Þegar sjávarútvegurinn varð ofaná sem aðalatvinnuvegur varð aftur löglegt að vera vistlaus verkamaður. Auk þeirra Silju og Tryggva Þórs koma fram i þættinum Gils Guðmundsson, sem segir sögur af lífi farandverkafólks frá 17. öld og fram á okkar daga, og Hjalti Rögnvaldsson leikari. Þættir þessir verða á dag- skrá næstu þrjá sunnudaga. — ih Andrée-leiöangurinn: Basl meö bátmn. Andrée-leiðangurinn Útvarpsleikrit barna og unglinga, Andrée-leiðangur- inn, er á dagskrá útvarps n.k. mánudag kl. 17.20. Fluttur verður 3. þáttur. Höfundur er Lars Broling, en Steinunn Bjarman gerði islenska þýð- ingu. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson og með hlutverkin fara m.a. Þorsteinn Gunnars- Útvarp kl. 17.20 son. Jón Gunnarsson og Há- kon Waage. Siöasta þætti lauk þar sem Andrée og félagar hans, Frænkel og Strindberg, leggja af stað i loftbelg frá Daney á Svalbarða. Akvörðunarstað- ur: Norðurheimskautið. 1 3. þætti segir frá loftsiglingunni, sem gengur ekki alltof vel, og er það ekki að undra þar sem stjórntaugarnar slitnuðu allar i upphafi ferðarinnar. Samt gera leiðangursmenn ýmsar athuganir, en óheppnin er með þeim og stöðugt sigur á ógæfu- hliðina. Breski aðallinn enn á ný Þeir sem enn sakna Hús- bænda og hjúa geta nú tekiö gleöi sfna á ný: Þaö er kominn annar framhaldsmyndaflokk- ur um breskt aðalsfólk og þjónustuliö þeirra. Aldrei fór þaö svo, osfrv. Sjónvarp Sunnudag 1 Hertogastræti heitir þessi nýi flokkur, og byrjaði á sunnudaginn var. Þátturinn annað kvöld heitir ,,Að heiðra og hlýða”. Sagan gerist um aldamótin siðusti, i húsi Henry Nortons lávarðar, sem hefur það sér til ágætis að vera i fyrsta lagi auðugur pipar- sveinn, og i öðru lagi vinur prinsins af Wales. Stúlkukind nokkur, Lovisa að nafni, nýtur þess heiðurs að vera aðstoðar- Hann er svosem ekkert slor, hann Norton lávaröur, eöa hvaö finnst ykkur? matselja i húsi þessa mektar- manns. 1 fyrsta þættinum gerðist það helst að prinsinn af Waies uppgötvaði matreiðslu- hæfileika Lovisu og þakkaði fyrir sig. -ih frá Sendibréf að austan Uhnar Brynjarsson á Hræ- rekslæk I Hróarstungu sendi okkur bréf um daginn. Þaö hefst á vangaveltum um stjórnar- myndun, sem ekki var afstaðin þegar Unnar byrjaöi aö skrifa bréfiö: — Alþýðubandalagið verður að vera með, segja hinir flokkarnir/ svo unnt reynist að halda friðinn við verkalýðs- hreyfinguna. En er það hlutverk Abl.að fara i samsteypustjórn til aö lappa uppá auðvaldsappa- ratið? Eða snúast meö skopparakringlupólitik Fram- sóknar? Ef rikisstjórn þarf aö láta framkvæma harkalegar að- geröir, þá skiptir þaö miklu málihvort Abl., sem er iraun og veru ekkert annað en samtök launafólks, er I rikisstjórninni eöa ekki. Ef Abl. er utan stjórn- ar við slikar aðstæður trúir fólk þvi einfaldlega ekki að þurfi svona haröar aðgerðir, en sé það innan stjórnar er mun auö- veldara aö telja þvi trú um að svona verði að gera. Hinir verða alltaf grunaðir um græsku vegna oftrúar sinnar á auð- valdskerfið, jafnvel þótt sé um sambærilegar aðgerðir að ræða i báðum tilfellum. Hægriflokkarnir þrir, ihald, framsóknarihald og alþýöu- flokkurinn með öfugmælanafn- iö, þora ekki að mynda stjórn saman. Sennilega af hræðslu við atkvæðatap i næstu kosningum, sem óhjákvæmilega hlýtur aö verða, hvað sem þeir gera. 1 kosningunum 1978 virtist þróunin ætla aö ganga i hag- stæða átt, a.m.k. fyrir Alþýðu- bandalagiö. Hlutföllin að liða inn á normalar brautir. En svo tapaöi Abl. I kosningunum 1979, og þá kom upp pattstaða i pólitikinni. Ekki er óliklegt aö ætla að sumum hafi fundist Abl. átt að vera utan stjórnar siðast, og tapiö sé til komið að ein- hverju leyti þess vegna. Slikur flokkur hlýtur aö vera eðli sihu samkvæmt stjórnarandstöðu- flokkur, vegna sérstöðu sinnar. Annars yröi hann aö fá verulega mikiö meira fylgi en verið hefur áöur. Ábyrgðarleysi til málefna og misnotkun á verkalýðshreyf- ingunni, segja andstæðingarnir. Getur þetta staðist? Eru félögin innan verkalýðshreyfingarinn- ar ekki frjáls, eða hvaö? Abyrgðarleysið sem talað er um, er það ekki til komiö vegna vantrúar Abl. á þjóðfélagskerfið einsog þaö er núna? En þaö hlýtur alltaf aö vera álitamál hvort sé betra fyrir Abl. að vera i stjórn og ná að mjaka sinum hugsjónamálum aðeins framá- við, eða berjast utan stjórnar fyrir áliti fólksins gegn ihalds- öflunum. Þó er það ekki mitt að segja til um það, hvað Abl. á að gera. Ég er ekki einusinni flokksbundinn, þótt ég fylgi þvi aö málum. Nú er ég búinn að vera svo lengi að skrifa þetta bréf, að nú er Gunnar Thoroddsen búinn aö mynda stjórn með þátttöku Abl. Það var gott að hann varð ekki forseti, á sinum tlma, þvi þá væri vafalaust stjórnarkreppa ennþá. En ef hann byði sig fram sem forseta núna og fengi ein- hvern annan til að veita stjórn- inni forstööu, þá hugsa ég að hann mundi sigra hina fram- bjóðendurna vegna þess álits sem hann er búinn að ávinna sér núna slöustu dagana. Þótt Gunnar Thoroddsen sé ekki sósialisti, þá held ég að mikill hluti alþýðubandalags- manna hljóti að fagna þessari lausn mála, þvl ekki er hægt að Hringið í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum Síðumúla 6, 105 Reykjavík lesendum Megas myndi taka sig vel út sem forseti, segir bréfritari. sjá aö annaö betra heföi orðiö að veruleika meö stjórn landsins. En úr þvl ég minntist á þaö að likur væru á þvi aö Gunnari Thoroddsenn myndi ganga vel, byöi hann sig fram núna, vil ég taka fram að ég hringdi I Dag- blaðiö um daginn og stakk upp á forsetaefni, nefnilega Megasi. Nú veit ég ekki hvort sá maður myndi vilja gefa kost á sér, þó eftir væri leitaö. Svo er verið að segja að forsetaefni verði að vera orðinn 35 ára. Ekki veit ég hvað Megas er gamall, en mér finnst hægt að gera undantekningu með hann, ef hann er yngri en 35. Nú skal ég reyna að gera grein fyrir hvers vegna ég mælti með Megasi. Ég er viss um að hann er I hávegum hafður meðal margs yngra fólks vegna tónlistar sinnar. En þó er hún ekki aðalatriöið, heldur texta- smlð hans. Þar leggur hann margt gott til þjóðfélagsum- ræðu, og er sýnilega nokkuð vel að sér um Islendingasögur og mannkynssögur yfirleitt, svo það hlýtur að mæla með honum I embættið. Ég hef fengið að heyra ými's- legt útaf þessu simtali, sem ég átti við þá á Dagblaöinu og mælti með Megasi. Og jafnvel kallaöur asni og álika virðuleg- um nöfnum, fyrir að láta mér detta sllkt i hug. Sennilega hefur það verið vegna þess að við- mælendur minir hafa veriö stuöningsmenn annarra fram- bjóðenda, og taliö þá I hættu ef Megas byði sig fram. En gaman væri að vita um álit fólks á þessari uppástungu. Allavega mundi Megas taka sig vel út sem forseti þegar hann smælar framani þjóðina, einsog þegar hann smælar framanl heiminn, en sllkar vangaveltur koma fram i texta hans. Sumir hafa haldið þvl fram að þetta hafi veriöeitthvert djók hjá mér að mæla með Megasi. En ég tek það fram að svo er alls ekki. En svo ég minnist aðeins á rikisstjórnina aftur, þá þykir mér liklegt að það eigi eftir að koma fram gagnrýni á hana frá sóslalistum, eölilega vegna þeirrar málamiölunar sem óneitanlega má sjá I málefna- samningnum. T.d. skilst mér I sambandi við hermáliö, að reynt sé að friða herstöðvaand- stæðinga með þvi að hefja at- vinnuuppbyggingu á Suðurnesj- um til meiri vegs. Þannig aö hægt sé með þvi móti að láta herinn fara, þegar fólk er ekki tilneytt að vinna hjá honum, þegar um aðra atvinnu veröur aö ræða. En ekki er vlst að her- stöðvaandstæöingar séu ánægðir með ágæti þeirrar ráð- stöfunar. Þeim finnst kannski að þetta geti jafnvel orðið sein- virkt markmið. Læt ég hér staðar numið að sinni. Mest af þessu er skrifað 9. febrúar. Unnar Brynjarsson, Hrærekslæk, Hróarstungu, N-Múlasýslu. Enn um Höfðabakkann 1 fimm ár hefur undiirituö bú- ið við Vesturberg I neðstu húsa- röð fyrir ofan brekkuna, þar sem fyrirhugaö er að leggja Höfðabakkann. Að visu erég flutt þaöan núna, en ég get ekki látiö hjá liða að segja frá þvi fjölbreytta lifi sem á sér stað I brekkunni. Fyrir utan all- an þann fjölbreytta gróður, sem þar er, ef grannt er skoðað, er þessi brekka leiksvæði barn- anna bæði I efra og neðra Breið- holti. Þau byggja sér kofa og fara I búleiki, berjamó á haustin,og yfirleitt er brekkan hið besta leiksvæði sem völ er á. Góð sleðabrekka þegar snjór er og á sumrin gróöursæl meö afbrigö- um. Margan blómvöndinn fékk ég að minnsta kosti úr brekk- unni frá minum börnum. Siðan byggö hófst‘1 Breiðholti hefur veriö mikið rætt um ómann eskjulegt umhverfi þar (hvað sem þaðnú þýöir), og hef ég oft- sinnis lent I stælum viö fólk, sem hefur fordóma gagnvart þessu hverfi, og þá gjarnan notað þau rök máli minu til stuönings að opnu svæðin þar I kring og brekkan margnefnda bjóði upp á óteljandi möguleika til útivist- ar bæði fyrir börn og fullorðna, sem önnur borgarhverfi hafa ekki. Geri ég það hér með að til lögu minni að I stað þess aö leggja hraðbrautina þarna verði ofanbyggðarvegurinn lagður og unglingar I Breiðholti fái það verkefni I sumar að leggja göngustiga um brekkuna, sem tengist útivistarsvæðinu viö Elliðaárnar, þannig að hægt væri aö ganga með kerrur, barnavagna eða hjóla og ganga þarna I óspilltu gróðurlendinu. Sigriöur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.