Þjóðviljinn - 16.02.1980, Blaðsíða 16
MOÐVIUINN
Laugardagur 16. febrúar 1980.
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til
föstudaga, kl. 9 — 12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum.
Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs-
menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn él382, 81257 og
81285, afgreiðsla 81527 og Blaðaprent 81348.
VI81333
Kyöldslml
er 81348
Innflutningsgjald
af bensíni:
Endur-
greiðslur
felldar
niður
Kemur hart niður
á bændum og
vélabátaeigendum
A þessu ári munu falla niöur
endurgreiðslur vegna bensins
sem notað er á dráttarvélar i bú-
rekstri og vélbáta til fiskiveiöa,
þar sem rikisstjórn Alþýðuflokks-
ins nam úr gildi reglugerö um
þessar endurgreiðslur hinn 28.
desember sl.
Ýmsir eru að vonum óhressir
yfir þessari ákvöröun fyrrverandi
stjórnvalda og þvi hefur stjórn
Bunaðarfélags Islands ákveðið að
leggja málið fyrir Búnaðarþing
það, sem nú er nýhafiö.
Gunnlaugur M Sigmundsson hjá
,íjármálaráðuneytinu kvað ekki
auðgert að sjá i fljótu bragði
hversu hárri upphæö endur-
greiðslurnar hefðu numið t.d. sl.
ár, en hins vegar færi ört fækk-
andi þeim dráttarvélum, sem
gengju fyrir bensini. Þó munu
þær vera allmargar i notkun enn.
Hitt stingur kannski ofurlitið i
augu aö erlendir sendiráösmenn
hér fá endurgreiðslu á innfiutn-
ingsgjöldum af bensini, og er ekki
auövegt að sjá ástæðu til þess að
þeir skuli njóta þessara friðinda
umfram þá lslenska bændur og
fiskimenn, sem enn búa við ben-
sinvélar. — mhg
Skoða
uiigverskii
vagnana
1 næstu viku mun þriggja
manna sendinefnd frá Reykja-
vikurborg skoöa ungversku
IKARUS-strætisvagnana sem
skv. tilboöum eru þeir ódýrustu
sem völ er á.
Þeir sem fara utan eru Egill
Skúli Ingibergsson, borgarstjóri,
Jan Jansen yfirverkstjóri SVR og
ögmundur Einarsson forstöðu-
maður Vélamiðstöðvar borgar-
innar. Einnig mun Karl Arnason
forstj. Strætisvagna Kópavogs
slást I förina.
A fundi stjórnar SVR i gær voru
tilboðin 11 sem bárust kynnt, en
engar ákvarðanir teknar. Til tals
haföi komið aö fulltrúar úr stjórn-
inni færu utan en sökum ónógs
fyrirvara gat ekki af þvi orðið, en
sendinefndin heldur utan i dag.
— AI
10 þúsund manna ibúðarhverfi myndi rúmast á núverandi flugvallarstæöi og er uppbygging þess mun ódýrari en uppbygging á landi Úlfarsfeils
eöa annars staðar,utan borgarmarkanna. Ljósm. — gel.
Verður Reykjavíkurflugvöllur loks lagður rtiður?
Rís nýr innanlandsflug-
í Kapelluhrauni?
völlur
Þróunarstofnun Reykjavíkur er
andvig þvi aösamþykkt verði nýtt
skipulag að Reykjavíkurflugvelli
og Ieyfð mannvirkjagerð þar sem
festa muni flugvöllinn f sessi á
núverandi stað. Hefur stofnunin
lagt til að stefnt verði að af-
lagningu Reykjavikurflugvallar
hið fyrsta og að sérhæfðum aðil-
um verði strax falið aö gera ná-
kvæma og endanlega könnun á
byggingu innanlandsflugvallar.
1 niðurstöðum skýrslu, sem
Þróunarstofnun hefur unnið um
flugvöllinn segir, að umhverfisleg
áhrif flugvallarins i hjarta borg-
arinnar séu mjög neikvæð, auk
þess sem ibúum Reykjavikur
stafi alltaf nokkur hætta af flug-
Kapelluhrauni rétt við Alveriö.
velli inni i miðri borg. Hávaða-
mengun sé nú þegar mjög mikil i
sumum borgarhverfum vegna
flugvallarins og litlar likur á að
hún muni minnka. Hins vegar
myndi hún aukast ef teknar verða
upp þotur i innanlandsflugi.
I skýrslunni kemur fram, að
bæjarstjórn Reykjavikur mót-
mælti harðlega, þegar Bretar
byggðu flugvöllinnn á núverandi
stað i striöinu og taldi að bæjar-
búum stafaði stórhætta af honum
svo nálægt byggðinni. Þegar flug-
völlurinn var afhentur Islending-
um að striöinu loknu hófust strax
deilur um hvort byggja ætti nýjan
á öðrum staö eða hafa hann þar
sem hann var kominn. Samgöng-
ur á landi voru þá erfiðari en nú
og þótti mönnum eðlilega þægi-
legt að hafa flugvöllinn svo ná-
lægt sér. Deilur um flugvöllinn
hljóðnuðu nokkuö þegar milli-
landaflugið var flutt til Keflavik-
urflugvallar áriö 1957 en á sjötta
áratugnum voru athugaðir
nokkrir möguleikar á flutningi
flugvallarins úr miðborg Reykja-
vikur.
Komu þá þrir kostir helst til á-
lita, Alftanes, sem ráðherra kvað
uppúr með að ekki kæmi til
greina, Kapelluhraun og Garða-
hraun norðan Hafnarfjarðar.
Vegna vaxandi byggöar i nálægð
Garðahrauns þykir flutningur
þangað ekki raunhæfur möguleiki
svo eftir stendur Kapelluhraunið
eitt, auk Keflavikurflugvallar,
sem flestum finnst æði langt i
burtu frá höfuðborgarsvæðinu.
Um fleiri flugvallarstæði viröist
ekki vera að ræða á þessu svæði,
þar sem m.a. hæð yfir sjávarmáli
er ráðandi atriði i vali flugvallar-
stæða.
1 skýrslunni kemur fram að
uppbygging flugvallar i Kapellu-
hrauni myndi taka um 5 ár.
Myndi hann ekki valda teljandi
hávaðatruflun i byggð né hefta
byggðaþróun um fyrirsjáanlega
framtið ef hann væri takmarkað-
ur við innanlandsflug. Fyrstu
veöurfræðilegar athuganir benda
til þess að nýting flugvallar i
Kapelluhraúni myndi verða 4-
11% minni en nýting núverandi
flugvallar, en forsendur þeirra
Framhald á bls. 13
Verkalýðsfélögin á Akranesi:
Ráðstefim um hottustu-
hætti á vinnustöðum
Aðbúnaður i Sementsverksmiðjunni hefur ýtt á að slik
ráðstefna sé haldin, segir Herdis Óskarsdóttir
t dag, laugardag milli kl. 14.00
og 18.00 verður haldin i Rein á
Akranesi ráðstefna um holl-
ustuhætti á vinnustöðum þ.e.
vinnustaði og atvinnusjúkdóma.
Það eru öll verkalýðsfélögin á
Akranesisem gangast fyrir ráð-
stefnunni.
Herdis ólafsdóttir hjá Verka-
lýðsfélagi Akraness sagði I
samtali við Þjóðviljann I gær,
að það væri ætlun verkalýðs-
félaganna á Akranesi að gang-
ast fyrir fundaröð á næstunni,
en ástæðan fyrir þvi að byrjað
væri á þessu málefni væri sú, að
Sementsverksmiðjan ,og aðbú-
aður manna þar eftir að farið
hefði verið að blanda kisilryki i
sementið, hefði verið mjög i
brennidepli að undanförnu.
A ráðstefnunni i dag, mun
Sigrún Clausen ræða um
baráttuna fyrir bættum vinnu-
aðstæöum, Helgi Guðbergsson
læknir mun ræða um vinnuum-
hverfi og atvinnusjúkdóma,
Haraldur Halsvik ráðunautur
hjá Heilbrigðiseftirliti rikisins
mun svo flytja erindi. Þá mun
Hrafn Friðriksson læknir, for-
stöðumaður verða gestur ráð-
stefunnar og svara fyrirspurn-
um og Guðjón Jónsson formað-
ur Sambands málm- og skipa-
smiða mun ræða um löggjöf um
aðbúnað og hollustuhætti á
vinnustöðum.
Herdis sagðist vonast til að
sem flestir mættu á ráðstefnuna
til að fræöast um þessi mikils-
veröu mál vinnandi manna. S.dór
BÍLASÝNING
Sýnum laugardag og sunnudag frá kl. 1—6
Komið og skoðið hina vinsælu og sparneytnu Renault bíla íhúsakynnum okkar að
Suðurlándsbraut 20
KRISTINN GUÐNASON Hl.
SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633