Þjóðviljinn - 23.02.1980, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. febrúar 1980
Af flugvelli sem „rís”
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að f lug-
völlur eigi ekki að vera í miðbænum í Reykja-
vík. Málið er mér svolítið skylt þar sem ég er
borinn og barnfæddur í téðum miðbæ, hef búið
hér alla ævi og ætla mér meira að segja að
geispa hér golunni.
Sem sagt hér á ég heima.
Og til þess að gera langt mál stutt, þá er
lausnin á þeim vandamálum sem samf ara eru
f lugumsvifum á Stór-Reykjavíkursvæðinu svo
augljós fyrir mér, að mér finnst vangaveltur
um málið nánast tímasóun og þjóna helst þeim
eina tilgangi að koma í veg fyrir aðsteðjandi
atvinnuleysi sérfræðinga.
Á AAiðnesheiði, sem er í nágrenni Reykja-
víkur. er fullkominn alþjóðlegur flugvöllur,
kenndur við Keflavík og kallaður Keflavíkur-
flugvöllur. Að dómi sérfræðinga hefur sá
f lugvöllur aðeins einn ókost, en hann er sá að
f lugbrautirnar eru ekki niðri í neinum miðbæ
og verða það ekki i nánustu framtíð.
Fyrir mér er það svo sjálfsagt að Keflavík-
urflugvöllur þjóni öllu millilandaf lugi og inn-
anlandsflugi Stór-Reykjavíkur að ég hefði
ekki nennt að vekja máls á þessu, hef ði ég ekki
rekistá kostulega baksíðufyrirsögn í Þjóðvilj-
anum á dögunum. Fyrirsögnin kom mér í gott
skap eins og allt sem mér f innst svolítið skrýt-
ið: — „RlS NÝR INNANLANDSFLUGVÖLL-
UR í KAPELLUHRAUNI?"
Það var einkum tvennt sem mér fannst
skemmtilegt við þessa fyrirsögn. f fyrsta lagi
það að f lugvellinum skyldi ætlað að„rísa" og í
öðru lagi að það skyldi eiga að vera í Kapellu-
hrauni.
Og ég hugsaði með mér: Flest er nú farið að
risa. Ætli þess verði langt að bíða að nýjar
borholur „rísi" við Kröflu, jarðgöng „rísi" í
gegnum f jöll til samgöngubóta og að nýir
áveituskurðir „rísi" austur í Fióa.Og af því
flugvellinum er nú einu sinni ætlað að rísa í
Kapelluhrauni, þá komu mér í hug orð spá-
mannsins: „Hann rís og hrekst fyrir vindi"
Jak. 1.6. Upprisu holdsins kannast flestir við,
en ekki það að flugvöllur rísi og síst af öllu í
Kapelluhrauni.
Þó er það víst staðreynd að sérfræðingar
eru farnir að hugleiða það í fúlustu alvöru að
koma fyrir einu stykki flugvelli miðja vegu
milli Reykjavíkur og Keflavíkur í
margnefndu hrauni, sem er í næsta nágrenni
við Álverksmiðjuna og væri þá sem hægast
hægt að hugsa sér að þarna væri nokkurskon-
ar mengunarmiðstöð Reykjanessskagans:
öskuhaugar Hafnarfjarðar, Álverksmiðjan,
og hljóðmengandi flugvöllur. Síðan mætti
leggja saurindarennu þeirra Hafnfirðinga í
Straumsvíkina svo að þarna verði regluíega
umhverf islegt.
Fyrir framan mig hef ég greinargóða, sér-
f ræðilega skýrslu um málið, gerða af opinber-
um aðilum og er í þessu plaggi bent á það að
helstu kostirnir við það að hafa flugvöllinn
áfram í Reykjavík séu þeir að fólk hafi gaman
af því að horfa á flugvélar hef ja sig til flugs
og lenda. Þá er og á það bent að ávallt sé
„mannlíf" í f lugafgreiðslunni og að slíkt auki
á „f jölbreytileika borgarlífs í annars atvika-
snauðri borg."
Það sem helst er f undið f lugvellinum til for-
áttu er að hann sé „eins og opið sár í borg-
inni" og að hann hafi „mjög óaðlaðandi áhrif
á þessi svæði sakir hávaða og Ijótleika". Undir
kaflanum um öryggismál er það látið i veðri
vaka að nokkur slysahætta sé af því ef f lugvél
með 200 farþegum hrapaði á Lækjartorg á
fögrum sumardegi, en að þessi hætta sé alls
staðar fyrir hendi þar sem f lugvellir séu stað-
settir í miðborgum.
Þá er í þessari skýrslu bent á það að til séu
að vísu tvær frábærar lausnir á hávaða-
vandamálinu sem samfara er flugvellinum.
önnur er sú að loka f lugvellinum gersamlega
fyrir flugumferð, en hin að flytja íbúa
Reykjavíkur úr bænum.
Eitt get ég að endingu f ullyrt. Ef að við sem
byggjum þessa borg verður þess vör að
haf nar verði f ramkvæmdir sem benda til þess
að flugvellinum sé ætlaður staður í miðborg
Reykjavíkur í framtíðinni, þá mun það ekki
látið kyrrt liggja.
í sambandi við Kapelluhraun dettur manni
auðvitað fyrst í hug að komið sé vatn í munn-
inn á ýmsum stórspekúlöntum, svonefndum
„verktökum". Það væri nú ekki ónýtt að fá að
byggja eitt stykki f lugvöll, sem borgaður væri
af almannafé, miðja vegu milli Reykjavíkur
og Kef lavíkur. Ég legg til að samgöngumála-
ráðherrann og f jármálaráðherrann hugsi sitt
mál vel. Og eitter víst-.f lugvöllurinn skal burt
úr Reykjavík og á AAiðnesheiðina, þar sem
sagt er að menn hafi unun af þotugný. Hvað
orti raunar ekki ástfangni járnsmiðurinn í
Keflavík til konu sinnar á silfurbrúðkaups-
daginn:
Ástin vaknar enn á ný,
ástin verður meiri
þegar fyrir þotugný
í þér ég ekki heyri.
Flosi
Fundur farandverkafólks í Þorlákshöfn
Skoraö á verkalýðsfélög að
framfylgja kröfunum
aðgerðir farandverkafólks í
Þorlákshöfn og vera jafnframt
tengiliður við baráttuhópinn i
Reykjavik.
Milli 60 og 70 manns sóttu
umræðufund sem Baráttuhópur
farandverkafólks stóð fyrir á
miðvikudagskvöld i matstofu
Meitilsins i Þorlákshöfn í
samvinnu viö innlent og erlent
farandverkafólk og með aðstoð
verkalýðsfélagsins á staðnum.
Meðal fundargesta var hópur
nemenda i Félagsmálaskóla
alþýðu.
Björn Gislason greindi á fund-
inum frá þróun baráttunnar,
reifaði helstu kröfur og benti á
nauösyn skipulegrar baráttu
farandverkafólks.
Blekking við ráðningu.
Jiil Johnstone frá Astraliu, lýsti
þvi ósamræmi sem er i upplýs-
ingum vinnumiðlana erlendis og
þvi sem við blasir þegar til lands-
ins er komið. Nefndi hún sem
'dæmi að erlendis var stúlkunum
sagt aö um leiö og þær byrjuöu að
vinna fengju þær am.k. 60 pund i
laun á viku, en er hingað kom
uröu launin mest 40 pund.
Erlendis var þeim sagt að laun
þeirra væru gengistryggö og ört
fallandi gengi islensku krónunnar
skipti þær þvi ekki máli. Þetta
reyndist ekki rétt. Þá sagði hún
ibúðaraðstöðu, m.a. hreinlætis-
og eldunaraðstöðu i engu
samræmi viö það sem þeim var
sagt. Hún sagði erlendu verka-
konurnar enga tilsögn hafa fengið
i vinnuaðferðum og bónuskerfi.
Þær yrðu þvi að læra af reynslu
sinni án aöstoðar sem bæði væri
seinlegt og erfitt og þá ekki sist
vegna misjafns gæðaeftirlits i
húsinu frá degi til dags. Upplýs-
ingar um aðra þætti kjarasamn-
inga, skatta- og útsvarsgreiöslur
og annað sem máli skipti heföu
þær engar fengið.
Ræða Jill var samhljóða þvi
sem fram hefur komið frá útlend-
ingum á fundum farandverka-
fólks, og eru dæmi þess að
erlendar farandverkakonur væru
notaðar sem varavinnuafl og
fengju ekki vinnu nema einn og
einn dag i viku, þó annaö
verkafólk hjá viðkomandi fyrir-
tæki fengi yfirvinnu á sama tima.
Þær njóta engra atvinnuleysis-
bóta, eiga við þessar aöstæður
naumast til hnifs og skeiöar, og
komast ekki úr landi þar sem þær
þurfa að greiða fargjald sitt
sjálfar, fari þær fyrr en gert er
ráð fyrir. Veröur ekki annað séð
en verkalýðshreyfingunni beri
nú þegar að stöðva innflutning
erlends verkafólks, á meðan aö-
stæöur þess, réttarstaöa og starf-
semi erlendra vinnumiölana er
könnuð, og kjara- og samfélags-
leg réttindi þessa fólks betur
tryggö.
9 manns í sama herbergi.
I almennum umræðum á fund-
inum kom fram frá innlendu
farandverkafólki að verbúðar-
húsnæði á Þorlákshöfn er
sumstaðar mjög slæmt. Einn
ræðumanna lýsti verbúð þeirri er
hann býr á þannig, að þar væru
allt að 9 manns saman i herbergi.
Þar byggi einn farandverkamaö-
ur f gluggalausri kytru við músa-
gang.
Brunahætta væri mikil en
eidvarnir engar. Opið væri milli
vinnslusalar á neðri hæð og ver -
búöar og því megn ólykt á her-
bergjum og af fötum og öörum
eigum farandverkafólksins.
Hreinlætisaðstaða væri nánast
engin. Einnig kom fram að
samgöngum viö staöinn væri
þannig háttað, að farandverka-
fólk úr nærliggjandi byggðar-
lögum ætti mjög erfitt með aö
komast heim til sin í frium.
Fram kom mikill áhugi farand-
verkafólksins á baráttu fyrir
úrbótum, og á fundinum var
kosin nefnd sem i eiga sæti inn-
lendir og erlendir fulltrúar af
öllum vinnustööum farandverka-
fólks i Þorlákshöfn. Var nefndinni
faliö aö samræma umræöu og
Áskoranir á verkalýðs-
samtökin.
Ræddur var á fundinum
árangur farandverkafólks i
Grindavik sem tókst að fá
lækkaðan fæðiskostnað, eins og
Þjóðviljinn greindi frá i frétt i
gætsungnirvoru baráttusöngvar
á islensku og ensku og að lokum
samþykkt ályktun, þar sem
skorað er á verkalýðsfélög um
allt land að ræða málefni farand-
verkafólks, styðja að kröfur þess
verði meðal forgangskrafna ASl i
samningunum nú og skipuleggja
samstarf við farandverkafólk á
sinum félagssvæðum.
Skorað var á framkvæmda-
stjórn VMSl að fram fylgja
samþykktum 9. þings sins um
farandverkafólk og á ASI og
BMSl að koma inn i samninga
kröfum þess og hrinda af stað
umræðu um hvernig félagsleg
réttindi þess veröi best tryggð.
A Sjómannasamband Islands
skoraði fundurinn að sýna
farandverkafólki samstöðu og
taka upp baráttu fyrir kröfum
þess og benti á aðstæður farand-
sjómanna sem búa þurfa um borð i
bátum alla vertiöina og þá slysa-
hættu sem af þvi leiðir.
Farandverkafólk um allt land
var hvatt til umræðu um málefni
sin og til samvinnu við
viðkomandi verkalýðsfélög.
Fagnað var árangrinum i Grinda-
vik þar sem tókst að knýja fram
fæðislækkun og bent á möguleika
á hliöstæðum tilraunum á fleiri
stööum. Aö loknum var erlent
farandverkafólk á tslandi hvatt
til að láta frá sér heyra um sin
málefni nú þegar umræður
um þau fara fram á alþingi.
Háskólinn:
Kandídatar
braut-
skrádir
í dag
Afhending prófskirteina til
kandidata fer fram við athöfn i
hátiðasal háskólans i dag kl. 2
e.h. Rektor háskólans, prófessor
Guðmundur Magnússon, ávarpar
kapdidata, en siðan afhenda
deildarforsetar prófskirteini. Að
lokum syngur Háskólakórinn
nokkur lög, stjórnandi frú Rut
Magnússon.
Aö þessu sinni verða braut-
skráðir 49 kandidatar og skiptast
þeir þannig: Embættispróf i
lögfræöi 1, kandidatspróf i
viöskiptafræði 4, kandidatspróf i
ensku 1, B.A.-próf i heimspeki-
deild 13, lokapróf i rafmagns-
verkfræði 1, B.S.-próf i raun-
greinum 19, kandidatspróf i tann-
lækningum 1, B.A.-próf i félags-
visindadeild 9.
Húsráðendur athugið!
Höfum á skrá fjölda fólks sem
vantar þak yfir höfuðið.
Leigjendasamtökin Bókhlöðustig 7
Opið: Kl. 13-18 alla virka daga.simi: 27609