Þjóðviljinn - 23.02.1980, Síða 3
Laugardagur 23. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Guörún Helgadóttir, borgatfulltrúi:
Þetta er okkur til vansa
Félagsmálaráð fékk ekki vitneskju um kœrur vegna aðbúnaðarins
^Dagbl.könnumn*
Óskabyr
hjá
stjórninni
1 skoðanakönnun þeirri
sem Dagblaðið gekkst fyrir
um siðustu helgi meðal 600
kvenna og karla á öllu land-
inu kom i ljós að yfirgnæf-
andi meirihluti aðspurðra
var hlynntur rikisstjórninni.
Jafnvel Geirsmenn og
Alþýðuflokksmenn kváðust
ekki vera reiðubúnir til and-
stöðu við stjórnina og vildu
að minnsta kosti gefa henni
sjens, að þvl er Dagblaðs-
menn segja 1 útskýringum
sinum.
Miðað viö þaö fylgi stjórn-
arandstöðunnar, Alþýðu-
flokksins og Geirs
Hallgrimssonar, I fyrri hlut-
um könnunar Dagblaðsins
hefði mátt ætla, að andstæð-
ingar rfkisstjórnarinnar
reyndust vera um 20 af
hundraði. Aðeins átta af
hundraði reyndust henni
andvigir i könnuninni.
Stjórnin hefur þvi mikinn
meöbyr, fylgi Sjálfstæöis-
flokksins hefur að verulegu
leyti færst yfir á Gunnar
Thoroddsen og kjósendur
Alþýðuflokksins sjálfsagt
reiðubúnir til þess að gefa
sinum mönnum fri I bili.
Fylgi stjónrarinnar reyndist
nokkuð jafnt meðal karla og
kvenna og eftir landshlutum.
Mest bar á andstöðu við
stjórnina meðal karla á
höfuöborgarsvæðinu.
Niðurstöður skoðanakönnun-
arinnar urðu þessar:
Hlynntir stjórninni 425 eða 70
5/6%
Andvigir stjórninni 48 eða
8%
Óákveðnir 127 eða 211/6%
Ef aðeins eru teknir þeir,
sem tóku afstöðu verða
niðurstööurnar þessar:
Hlynntir st jórninni 89.9%
Andvigir stjórninni 10.1% _
liiaiBiiaiiBiiBiiJ
„Mér er óskiljanlegt
hvernig þaö má gerast að
skjólstæðingar Félags-
málastofnunar eru Ijós-
myndaðir í bak og fyrir á
heimilum sínum í því
ástandi að þeir geta sjálfir
ekki komið neinum
vörnum við. Þetta getur
ekki skrifast á reikning
blaðamannanna, þar sem
starfsmaður Félagsmála-
stofnunar var viðstaddur
Ijósmyndunina. Þetta er
nýlunda í vinnubrögðum og
frá mínu sjónarmiði em-
bættisafglöp sem ekki eiga
sér hliðstæðu," sagði Guð-
rún Helgadóttir, borgar-
fulltrúi og fulltrúi í félags-
málaráði borgarinnar í
gær í tilef ni skrifa um hús-
næði sem Félagsmála-
stofnunin endurleigir í
Borgartúni 27.
„Við i félagsmálaráði munum
að sjálfsögðu halda sérstakan
fund um þetta mál strax eftir
helgina þegar formaður okkar,
Gerður Steinþórsdóttir er komin
til landsins”, sagði Guðrún. „Það
er alveg ljóst að þessum skjól-
stæðingum Félagsmálastofn-
unarinnar hefur ekki verið sinnt
sem skyldi”, sagði hún enn-
fremur. „Fjölskyldudeild
stofnunarinnar hefur ekki annast
málefni ibúa hússins og þetta
húsnæði er einungis notað sem
húsaskjól. Augljóst er, að ekki
hefur verið sinnt um að hrein-
lætisaðstaða þar væri boðleg, þar
sem ekkert bað er á hæðinni og
ekkert eftirlit með ibúunum af
hálfu stofnunarinnar, hvorki
varðandi heilsufar né umhirðu.”
Félagsmálaráð hundsað
„Það alvarlegasta i þessu máli
er þó það, að algjör tilviljun réði
þvi að það kom upp á yfirborðið.
Upphaf þess er að 3 hjúkrunar-
nemar sem voru að skrifa ritgerð
um félagslega þjónustu I borginni
komu i húsnæðið 31. janúar s.l. og
sáu sig tilneydda til þess að kæra
aðbúnaðinn til heilbrigðiseftir-
litsins. Siðan eru liðnar 3 vikur en
félagsmálaráð hefur ekkert um
málið heyrt og heldur ráðið þó
fundi einu sinni i viku hverri!
Húsnæði og húsnæðisaðstaða á
ekki að fara eftir þvi hversu erfið
vandamál og aðstæður skjól-
stæðinga Félagsmálastofn-
unarinnar eru, — til þess er stofn-
unin að leysa hin erfiðustu mál
eftir bestu getu og ég tel að hér
hafi það ekki verið gert. Það er
auðvitað löngu ljóst að erfiðustu
tilfellin af þessu tagi eru stundum
nær óleysanleg, enda hefur stofn-
unin takmarkaðan aðgang að
sjúkrastofnunum. Okkur er lika
ljóst að stundum er lögreglan
eina skjólið, sem umkomulaust
fólk i bænum á, þó það sé vissu-
lega ekki hennar verkefni að
leysa félagsleg vandamál þess.”
Breytt verkefnaskipting
— Hvað er þá til úrræða?
„Við höfum unnið að þvi undan-
farið að láta gera úttekt á starf-
semi Félagsmálastofnunarinnar
og þvi verki hefur miðað vel
áfram,” sagði Guðrún. Þegar þvi
lýkur sem ég vona að veröi innan
skamms, má vænta breytinga á
verkefnaskiptingu innan stofn-
unarinnar. Að lokum vil ég þó
segja þetta: Vel má vera að þetta
mál séuppsláttarmál gegn hinum
nýju ráðamönnum borgarinnar.
Að minnsta kosti minnist ég þess
ekki að hafa áður kynnst mynda-
tökum og myndbirtingum af
þessu tagi, — sist af öllu að
viðstöddum starfsmönnum
Félagsmálastofnunar. Það er
hins vegar ekki hægt að lasta það
að dagblaö upplýsi borgarana um
kjör þeirra sem erfiðast eiga i
samfélaginu og frétt af þesu tagi
er okkur vissulega til vansa. Ég
hirði hins vegar ekki um það
hvort fréttaflutningur sem þessi
er smekklegur gagnvart þeim
sem ihlut eiga. Mér er meira mál
sem ábyrgum fulltrúa i félags-
málaráði að þurfa að horfast i
augu við að einhverjir samborg-
aranna búi við slik kjör. Það er
ekki mitt hlutverk aö verja slikt,
heldur horfast i augu við það og
bæta úr þvi.” —ai
Borgartún 27:
Startismenn Félagsmála-
stofnunarinnar voru við-
staddir myndatökurnar
Reyndu ad hindra þær að sögn húsnæðisfulltrúa
1 gær birtist enn i Visi ljósmynd
af einum ibúa Borgartúns 27 og er
m.a.s. tekið fram I myndatexta
að hann sé þar ósjálfbjarga. Af
myndinni er hins vegar ljóst að
starfsmenn Félagsmálastofn-
unarinnar voru viðstaddir
myndatökurnar, þar sem einn
þeirra sést þar og er tilgreindur.
Hljóta myndatökur þessar þvi að
skrifast á reikning stofnunar-
innar þó birting myndanna sé að
sjálfsögðu á ábyrgð ritstjóra
VIsis og beri smekk hans vitni.
Gunnar Þoriáksson húsnæðis-
fulltrúi Félagsmálastofnunar-
innar sagði I samtali við Þjóð-
viljann af þessu tilefni i gær, aö
um hádegisbil á þriðjudag hefði
maður, sem vinnur við afleys-
ingar hjá stofnuninni komið I
Borgartúnið ásamt sendibilstjóra
og hafi þeir ætlaö að hreinsa út úr
húsnæðinu. Hefði hann siðan
kallað á Ágúst Isfjörö, (sem er
fulltrúi Gunnars), þegar honum
varð ljóst ástandiö á ibúunum og
Ágúst kallað á lögreglu og komið
sjálfur á staðinn. Hefði blaöa-
menn Visis borið að um leið og
hefði Agúst ekki fyrr vitað en
blossi frá ljósmyndaranum skall
á honum.
Gunnar sagði, að vakin hefði
veriö athygli ljósmyndara og
blaðamanns á þvi að myndatökur
af fólkinu væru ónauðsynlegar og
ennfremur sagöist Gunnar sjálfur
hafa lagt á það áherslu i samtali
við blaðamanninn dagin eftir að
þeim einstaklingum, sem þarna
áttu I hlut yrði haldiö utan við
málið sem slikum, enda bæri sér
að gæta réttar skjólstæðinga
stofnunarinnar. Honum heföi
virst blaöamaöurinn skilja það
sjónarmið mætavel og þvl hefðu
myndirnar komið sér mjög á
óvart. Gunnar sagði að hann vissi
reyndar ekki hvernig þvi væri
Framhald á 13. siöu.
BSRB:
Samningafundir
byrja á mánudag
I gær ræddi 8 manna nefnd
BSRB við Ragnar Arnalds fjár-
málaráðherra og fleiri frá fjár-
málaráðuneytinu. „Það var
skipst á skoðunum á stöðunni I
samningaviðræðunum og upplýs-
ingum varðandi kröfúgerð okkar
Fundaröð
ABR um
jafnréttis
mál:
Edda óskarsdóttir myndlistar-
maður
Guðrún Ásmundsdóttir leikari
Helga Kress bókmenntafræð-
ingur
KONUR OG LISTIR
Þriöji f undurinn í f undaröð Alþýðubandalagsins um
konur og sósíalisma verður haldinn nk. þriðjudags-
kvöld í fundarsal Sóknar á Freyjugötu 27 og er fund-
arefnið að þessu sinni Konur og listir.
Þrír ræðumenn hafa skipt með sér framsögu, þær
Helga Kress, sem f jallar um Konur og bókmenntir,
Edda óskarsdóttir talar um Konur og myndlist og
Guðrún Ásmundsdóttir um Konur og leiklist. Fulltrú-
ar annarra listgreina munu og mæta á fundinn og
ræða sín viðhorf.
Góð aðsókn og líflegar umræður hafa verið á fyrri
fundunum um þetta efni, en alls er ráðgert að þeir
verði fimm.
-vh
og fleira”, sagði Haraldur Stein-
þórsson f ra mk v æm das t jóri
BSRB i samtali við blaðið I gær.
Fyrsti sáttafundur opinberra
starfsmanna og rikisvaldsins
hefst kl. 10 á mánudagsmorgun i
húsi BSRB aö Grettisgötu 89.
Samningafundimir verða haldnir
þar, vegna þess að húsnæöi þaö
sem sáttasemjari rikisins á aö fá
undir sáttafundi er ekki tilbúiö.
Frumvarp um að
þrengja heimild
til fóstureyðingar
Félags-
legar
ástœöur
dugi ekki
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
hefur iagt fram frumvarp á
Alþingi sem felur i sér að þrengd
verði heimild til fóstureyðinga.
Samkvæmt frumvarpi Þorválds
er lagt til að fella niður að félágs-
legar ástæður geti heimilað fóst-
ureyðingu.
Samkvæmt gildandi lögum er
fóstureyðing heimiluð af þrenns
konar ástæðum, þ.e. i fyrsta lagi
af félagslegum ástæöum, i öðru
lagi af læknisfræðilegum ástæð
um og I þriðja lagi ef konu hefur
verið nauögað eða hún oröið
þunguð sem afleiðing af öðru
refsiverðu atferli. þ.m.