Þjóðviljinn - 26.02.1980, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 26. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Sveigjanlegur vinnu-
tími hjá borginni?
Borgarstjórn lœtur kanna möguleikana
Borgarstjórn samþykkti á
fimmtudaginn var aö láta kanna
aö hve miklu leyti sé hægt aö
koma viö sveigjanlegum vinnu-
tima starfsmanna borgarstofn-
ana og fyrirtækja Reykjavlkur
borgar og aö koma slíkri vinnu-
tilhögun á, þar sem slikt þykir
henta bæöi starfsfólki og starf-
semi.
Tillaga þessi, sem samþykkt
var I einu hljóöi, var flutt af
borgarfulltrúum Sjálfstæöis-
flokksins og mælti Elin Pálma-
dóttir fyrir henni. Hún vakti
athygli á þvi aö bæöi hérlendis og
erlendis heföi á undanförnum ár-
um veriö tekiö upp bætt og breytt
skipulag vinnunnar meö
fráhvarfi frá föstum og
óumbreytanlegum vinnutima.
Meö sveigjanleika kæmi aukiö
sjálfstæöi og valfrelsi varöandi
tímasetningu vinnunnar, og
möguleikar á því aö laga vinnu-
timann aö persónulegum þörfum
einstaklingsins, heimilanna og
barnanna.
Erlendis hefur sveigjanlegur
vinnutimi veriö aö vinna á viöa
um lönd frá því hann var fyrst
tekinn upp i Þýskalandi 1967. Á
Islandi hafa aö sögn Elinar mörg
fyrirtæki tekiö þetta fyrirkomu-
lag uppteftir aö Skeljungur reiö á
vaöiö 1974. Má þar nefna Flug-
leiöir, Olis, Bæjarútgerö Hafnar-
fjaröar, IBM og Skýrsluvélar
rikisins og Reykjavikurborgar.
Nú liggur fyrir alþingi tillaga til
þingsályktunar frá tveimur
þingmönnum Sjálfstæöisflokksins
um sveigjanlegan vinnutima hjá
rikisfyrirtækjum og rikisstofnun-
um.
Góð reynsla
Elin sagöi aö reynslan af þessu
fyrirkomulagi væri viöast góö.
Fjarvistir minnkuöu og eins dags
veikindum fækkaöi. Þá tækju
útréttingar ekki tima frá vinn-
unni. Elin sagöi aö sveigjanleiki i
vinnutima væri meö ýmsum
hætti. Ýmist væri mönnum skylt
aö vinna 8 tima á dag á timabilinu
kl. 7—18 eöa þeir fengju aö skulda
vinnustundir út vikuna eöa jafn-
vel mánuöinn.
Þeir borgarfulltrúar sem til
máls tóku um tillöguna voru Sjöfn
Sigurbjörnsdóttir, Kristján
Benediktssoq, Magnús L. Sveins-
son, Guörún Helgadóttir og
Siguröur Haröarson. Voru þau öll
fylgjandi tillögunni og lögöu
áherslu á góöa samvinnu viö
Starfsmannafélag Reykjavikur-
borgar og önnur verkalýösfélög
starfsmanna borgarinnar. Sjöfn
taldi aö meö þessu móti myndi
unnt aö lengja þjónustutima
borgarstofnana en hann er nú frá
kl. 8.20 til 16.15 en Magnús L.
Sveinsson taldi þaö ekki þurfa aö
fara saman. Þá var einnig lögö
áhersla á aö neytendur
Framhald á 13. siöu
Leikgieöin var ósvikin.
Kabarett
Leikklúbburinn Aristófanes I
Fjölbrautaskólanum Breiöholti
sýnir um þessar mundir söngieik-
inn „Kabarett” i Breiöholtsskóla,
og er næsta sýning i kvöld kl.
20.30.
„Kabarett” er eftir Joe Mast-
eroff (texti), Fred Ebb (söngtext-
ar), og John Kander (tónlist), en
Leiðrétting
Misritun hefur oröib i vlsu
þeirri, sem Arnór Þorkeisson
botnaöi meö „Opna bréfiö” til Jó-
hannesar Straumland og sem
núveriö birtist hér i biaöinu. Rétt
er vlsan þannig:
Menn fikta oft viö
framhaldsdrauminn
fram hjá rökum sannleikans.
En ef þú beitir upp I strauminn
áttu máské von til lands.
Flytja inn hey
Fyrstu sjö mánuöi ársins 1979
fluttu Norömenn inn alls 27.488
tonn af heyi fyrir jafngildi 2,3
miljaröa íslenskra króna, aö þvl
er Freyr upplýsir.
Er þetta þvinær jafnmikiö og
þeir fluttu inn af heyi allt áriö 1978
en þá var þaö 29.558 lestir. Ekki
vitum viö meö vissu hver varö
heildarinnflutningur Norömanna
á heyi áriö sem leiö,en liklegt er
aö þaö sé metár hvaö þetta snert-
ir. Verö á innfluttu heyi til Noregs
hefur aö meöaltali veriö 75 kr.
islenskar fyrir kg. —mhg
Frá v.: Arthur K. Farsetveit, framkvæmdastjóri og Morten Fleischer,
aöalforstjóri a.s. Wichmann. Mynd:—gei.
70 Wichmann-vélar
í íslenska flotanum
Um langa hrlö hafa tslendingar
veriö drjúgir aöiiar aö kaupum á
Wichmann skipa- og bátavélum.
Komu fyrstu Wichmann-vélarnar
til tslands upp úr 1920 og náöu
þegar hylli. Þessi viöskipti milli
tslendinga og Norömanna stóöu
svo þar til heimsstyrjöldin klippti
á þráöinn.
Upp úr 1950 hófust þessi viö-
skipti aö nýju og var þá m.a.
keypt vél I hiö kunna aflaskip
Guömund Þóröarson RE. Og nú
eru 70 Wichmann-vélar i Islenska
flotanum einkum I hinum stærri
skipum svo sem togurum, frakt-
skipum og Herjólfi.
Framleiðsla á Wichmann-vél-
um fyrir áriö 1980, er öll seld. A sl.
ári afgreiddi fyrirtækiö vélar I
eftirtalin skip Islensk: Björk,
Neskaupstaö, Fifil Hafnarfiröi og
Sæberg, Eskifirði. Þá er aö ljúka
smiöi á tveimur islenskum skip-
um, sem búin veröa umræddum
vélum: Hilmi, Fáskrúösfiröi, og
Sölva Bjarnasyni, Tálknafiröi.
Enn má nefna aö tveir togarar,
sem nú eru I smiöum fyrir Islend-
inga I Portúgal eru meö Wich-
mann-vélar. Alls eru nú um 70
Wichmann-vélar I notkun i is-
lenska flotanum og kaupa Islend-
ingar 15% af árlegri framleiöslu
fyrirtækisins.
Ariö 1978 átti fyrirtækiö I f jár-
hagserfiöleikum vegna samdrátt-
ar i skipasmlöum. Þessir erfiö-
leikar leystust þó bráölega m.a.
vegna þrýstings á norsk stjórn-
völd bæöi frá norskum og Islensk-
um útgeröarmönnum og samtök-
um þeirra auk þess sem þrjú
stærstu fyrirtæki Noregs samein-
uöust um aö koma Wichmann-
fyrirtækinu á réttan kjöl.
I sept. 1978 tók Morten Fleisch-
er viö sem aöalforstjóri a.s.
Wichmann. Er hann verkfræöing-
ur aö mennt meö langa reynslu aö
baki innan norsks iönaöar.
Umboösaöili á Islandi er Einar
Farestveit og Co. hf. og hefur
hann annast alla þjónustu fyrir
vélarnar siðan 1964. A vegum fyr-
irtækisins starfa 2 viögeröar-
tæknifræöingar, sem annast viö-
hald og reglulegt eftirlit meö vél-
unum á Islandi. Þá er ávallt fyr-
irliggjandi á lager hjá umboðsaö-
ila I Tollvörugeymslunni h.f. lag-
er af varahlutum, sem tryggja
nægar varahlutabirgöir. En þaö
er bara litiö aö gera þar þvi aö
Wichmann-vélarnar eru svo treg-
ar til aö bila, skaut Páll Scheving
i Vestmannaeyjum aö okkur.
— mhg.
islenska þýöingu geröi Oskar
Ingimarsson. Leikstjóri er Sigrún
Björnsdóttir. Kabarett hefur ver-
iö sýndur hér i Þjóöleikhúsinu, og
einnig hefur bandariska kvik-
myndin, sem gerö var eftir söng-
leiknum, veriö sýnd hér i bió og I
sjónvarpi. Flestir kannast viö
lögin I leiknum, enda voru þau ó-
spart trölluö útum allt Breiöholt,
aö aflokinni sýningu s.l. föstu-
dagskvöld.
Salurinn var þéttskipaöur á-
horfendum á öllum aldri, og allir
virtust skemmta sér konunglega.
Einkum var hljómsveitinni
klappaö lof i lófa, enda hlutverk
hennar stórt i leiknum og hún lék
af þrótti meöan verið var aö
skipta um leiktjöld, sem tók
stundum langan tima, enda
þröngt baksviös. Ekki spillti þaö
fyrir, aö strákarnir i hljómsveit-
inni voru I kvenmannsfötum,
málaöir og uppstrilaöir einsog
kabaréttmeyjar.
Auöséð var á öllu, aö mikil
vinna lá aö baki sýningunni. Sýn-
ingarskráin er rikulega mynd-
skreyttog full af upplýsingum um
leikritið, leikstjórann og leikar-
ana,og einnig eru i henni hugleið-
ingar um nasismann og þann
vonda heim sem viö. lifum i.
Kabarett ervandasamt viöfangs-
efni og hlýtur aö hafa kostaö átak
mikiö aö koma þvi á sviö, ekki
sist þar sem verkiö er unniö I
aukavinnu og bætist viö fullt starf
i skólanum.
Blaöamanni er nokkur vandi á
höndum þegar aö þvl kemur aö
meta slika sýningu. Var hún góö
eöa vond? Auövitaö er út I hött aö
bera hana saman viö sýningar at-
vinnuleikhúsa, og undirrituö hef-
ur ekki séö nógu margar skóla-
sýningar, til aö hafa verulega
góöa viömiöunarmöguleika.
Kannski er eölilegast aö taka miö
af viötökunum, sem sýningin fékk
hjá áhorfendum. Þaö voru mjög
góöar viötökur. Og er ekki einmitt
markmiöiö meö slikum skólasýn-
ingum þetta: aö skemmta sjálf-
um sér og öörum: Þaö þótti mér
takast framar öllum vonum.
Leikararnir voru auövitaö mis-
jafnir, einsog gengur. Sumir
sýndu góö leikræn tilþrif, aörir
áttu erfiöara meö aö feta sig eftur
fjölum Þaliu. Þaö var ekki viö þvi
aö búast aö þau gætu komiö til
skila þvi þrúgaöa andrúmslofti,
sem rikti i Þýskalandi á þeim ár-
um þegar nasisminn var i upp-
gangi. Sem betur fer gekk þeim
lika hálfilla aö koma allri þeirri
úrkynjuöu spillingu, til skila, sem
leikritiö nærist á.
Þaö sem mestu máli skiptir er
leikgleöin, sem var ósvikin, og
gaf sýningunni allri geöfelldan
blæ. Hafi leikstjóri og leikarar, og
allir aörir sem aö þessari sýningu
unnu, þökk fyrir góöa skemmtun!
— ih.
Jazz
leikinn
fyrir
Amnesty
Jazzhljómleikar ársins
veröa haldnir I hátiöarsal
Menntaskólans viö Hamra-
hliö miövikudaginn 27.
febrúar. Allur ágóöi mun
renna til starfsemi Islands-
deildar Amnesty
International og þeir sem
fram koma á hljómleikunum
gera þaö án þess aö fá fyrir
þaö borgun.
Jazztrió Guömundar Ing-
ólfssonar mun
leika af fingrum fram og
siðan mun Stormsveitin
harögera sýna tilþrif.
Fyrrverandi götusöngvari
kemur i heimsókn og kyrjar
söngva sina og Trad
kompaniiö mun lifga uppá
samkomuna meö léttri
sveiflu.
Hljómleikarnir hefjast
klukkan 20.30 og miöarnir
kosta litlar 2000 krónur.
Frá „Tafl-
félaginu
hans Nóa”
Fyrsta hluta af þremur er
lokið i „hálftima-móti” Tafl-
félagsins hans Nóa. Efstur er
Sævar Bjarnasonmeö 3 vinn.
I 2.-3. sæti eru Elvar
Guömundsson og Torfi
Stefánssonmeö 2,5 vinn. 1 4. -
7. sæti eru þeir ótter Hauks-
son, Július Friöjónsson,
Björn llalldórsson og
Hrólfur Hjaltason meö 2
vinn.
Meöalstig keppenda, sem
eru 14 talsins, eru 2100.
Tefldar veröa 9 umferöir
eftir Monrad, og er teflt i
Valsheimilinu v/HlIðarenda
á þriöjudögum kl. 20.
Vísna-
kvöld
Vfsnavinir halda visna-
kvöld á Hótel Borg I kvöld og
hefst þaö kl. 20.30. Ýmislegt
veröur þar til skemmtunar
og eru allir velkomnir sem
jafnan aö heyra hvaö syngur
I visnavinum.
—eös
Pétur
sjómaður
1. vara-
forseti
Albert og Guðm. J.
voru næstir og jafnir
Pétur sjómaöur Sigurös-
son var fyrir þinghlékjörinn
fyrsti varaforsetl Sameinaös
Alþingis meö 40 atkvæðum,
nlu seölar voru auöir, en
Albert Guömundsson og
Guömundur J. Guömunds-
son fengu hvor eltt atkvæöi.
Gunnar Thoroddsen for-
sætisráöherra haföi fyrir jól
veriö kjörinn i þetta em-
bætti, en hann óskaöi eftir
þvi aö vera leystur frá
störfum er hann tók viö for-
sætisráðherraembætti.
þ.m.