Þjóðviljinn - 27.02.1980, Qupperneq 5
Miðvikudagur 27. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Senn dregur
til úrslita í
E1 Salvador
Alda pólitískra morða - Vinstri öflin
eru sameinuð - Stjórnin máttvana
Nýlegar fréttir frá El
Salvador: ríkissaksókn-
arinn myrtur, svonefnd-
um hægri öfgasinnurrt
kennf um. Ramero erki-'
biskup fordæmir ofbeld-
isverk til hægri og vinstri
— þunginn í ádeilu hans
iBfi.HONDOHAS
1 HOWÐUflAS
GOATCMALft
SAIVADORX
NKARAGUA V-
COSTARICA"
Salvador er minnst rfkja Mið-
Ameriku og þeirra þéttbýlast
er þó á mannránum og
pólitískum morðum
vopnaðra sveita hægri-
manna. Bandarískir
ráðamenn lýsa miklum
áhyggjum yfir afdrifum
stjórnar, sem er að
kremjast á milli tveggja
andstæðra fylkinga og
reyna að gefa henni líf
með innspýtingu fjár-
magns. Sú fégjöf gerír
illt verra og eykur kúgun i
landinu, segir erkibiskup.
Hvað er á seyði?
E1 Salvador er minnsta og
þéttbýlasta riki Mið-Ameriku.
Það er aðeins 21.5 þús. ferkm.
og ibúarnir um fimm miljónir.
Þjóðfélagshættir hafa allir
borið svip af gifurlegu djúpi
sem staöfest er milli rikra og
fátækra: innan viö tvö prósent
ibúanna eiga 60% alls ræktan-
legs lands, þar sem auöur
landsins verður til: kaffi, baðm-
ull, sykur. En helmingur allra
býla landsins hefur aöeins 5%
jarðnæöis til ræktunar. Slik
samþjöppun auös einkennir og
önnur svið efnahagslifsins. Og
hin fámenna yfirstétt (svo-
nefndar fjórtán fjölskyldur)
hafa stuðst viö litt dulbúið ein-
ræði hersins i nær fimmtiu ár.
Aðdragandi
Arið 1977 var ef nt til kosninga.
Carlos Romero hershöfðingi
„vann” þær — en mjög þótti sá
sigur kosnigasvikum mengað-
ur. Hófst nú meira og öflugra
andóf gegn valdhöfum en dæmi
eru til áður. Innan tiðar höfðu
um 100 þúsúndir manna skipað
Hermenn bera á brott lfk vinstrisinna: Bandarfkjamenn eru farnir að spyrja hvort þeir eigi að senda
„ráðgjafa” á vettvang.
sér I fern byltingarsinnuð
fjöldasamtök. Eins og búast
mátti við svöruðu hægriöflin
með þvi að efla morðsveitir
gegn vinstrihreyfingum, stund-
uöu sveitir þessar mannrán og
morð i stórum stil og nutu þegj-
andi samþykkis hersins og há-
stéttanna til þeirra verka.
Hin pólitiska barátta fór si-
harðnandi og valdhafarnir ótt-
uöust æ meira, að til yrði mjög
breið vinstrifylking sem bæri
fram til sigurs þjóðfrelsis-
baráttu á borð við þá sem þegar
hafði rekið Somoza, einvald
Nicaragua, frá völdum. í októ-
ber i fyrra tóku svonefnd hóf-
semdaröfl i hernum völdin I sin-
ar hendur með valdaráni án
blóðsúthellinga. Sú stjórn her-
foringja og miðjumanna úr
stjórnmálum, sem þá tók viö,
hefur slöan reynt að friða al-
menning með fyrirheitum um
uppskiptingu jarðnæðis, þjóö-
nýtingu banka og öðru þesshátt-
ar. En það hefur orðið minna
um efndir og þvi hefur
valdagrundvöllur stjórnarinnar
rýrnaö smám saman, vinstri-
hreyfingum hefur vaxið fiskur
um hrygg og þær náð að taka
upp náið samstarf sin á milli.
Ognarsveitir hægrimanna hafa
og hert á sinni starfsemi.
Gangan mikla
Kommúnistar og sósialdemó-
kratar höföu veitt hinni blönd-
uðu stjórn herforingja og miöju-
manna stuðning, en sögðu skiliö
við hana upp úr áramótum. I
janúar tókst að koma á sam-
starfsnefnd róttækra afla, CNR,
sem efndi þann 22. janúar til
mikillar kröfugöngu i höfuö-
borginni sem um 200 þúsundir
manna tóku þátt I — og var þó
mörgum úr nærliggjandi sveit-
um meinað að komast inn I
borgina til aö ganga með.
Vinstrimenn sýndu að sögn
sjónarvotta mikinn sjálfsaga
við skipulagningu göngunnar og
framkvæmd — en þeim var
svaraö með byssukúlum: þjóð-
varðlið skaut á göngumenn og
drap a.m.k. um 40 manns og
særði 200. Siðan þá hafa átökin
stigmagnast og kostaö a.m.k.
um 50 vinstrisinna lifiö. Meðan
Bandarikin reyna að hressa við
hina máttvana stjórn, sem ger-
ist i reynd æ hlýðnari hægriöfl- |
unum, með 50 miljón dollara
skyndiaðstoð, brýna fylkingarn-
ar vopn sin til úrslitaátaka I
stéttastriði. ■
Kröfur vinstrisinna
■
Sem fyrr segir hefur neyöin ■
kennt vinstrisinnum að starfa
saman. Þeir hafa og komiö sér á
saman um þær kröfur sem þeir I
telja forsendu fyrir friösamlegri ■
lausn á þeirri kreppu sem landið |
er I. Þeir vilja að stjórnin, sem ■
nú nýtur aðeins stuönings kristi-
legra demókrata, fari frá, og I ■
staðinn komi byltingarstjórn
margra flokka. Sú stjórn leysi
jpp öryggissveitir landsins og
pólitisku lögregluna og skipu-
leggi i staðinn vopnaöar sveitir ■
alþýðu. Auk þess vilja þeir að
jarðnæði sé skipt, utanríkis- m
verslun og nokkrar lykilgreinar ■
iðnaðar verði þjóðnýttar, stutt '
viö bakið á smærri iðnfyrirtækj-
um og gert stórátak i húsnæöis-
málum og heilsugæslumálum. ■
En það eru engar llkur til að
hægriöflin fallist á kröfur af ■
þessu tagi. Ekkert sýnist llk-
legra en uppreisn alþýðu. AB ]
Vikingasýningin í London:
hún hugmyndir
um þá bófa?
Þessi nákvæma eftirllking af Gaukstaöarskipinu norska stendur fvrir
utan British Museummeðan á sýningu stendur. Skipi þessu vari Ifyrra
siglt frá Noregi til eyjarinnar Manar I tilefni þinghátfðar þar.
Námsmenn í
Frakklandi:
Kjaraskerð-
ing verði
bætt í vorláni
Fundur Parísardeildar
Sambands íslenskra náms-
manna erlendis hefur sent
frá sér eftirfarandi álykt-
un á fundi fyrr i mánuðin-
um:
„I vetur hefur veröbólgan hér I
Frakklandi veriö mun hærrien al-
menn prósentutala gefur til
kynna. Nægir I þvi sambandi aö
benda á húsaleigukostnaðinn sem
rokiö hefur upp úr öllu valdi hér )
Paris. Vill fundurinn minna á að
85% brúun framfærslukostnaðar
eins og hann er reiknaður, nægir
ekki til framfærslu. Mótmælir
fundurinn þvi harölega þeirri
stefnu aö draga allar tekjur
námsmanna beint frá námsláni
og er það krafa fundarmanna að
þessi kjaraskerðing verði bætt i
vorláni.
Eins og málum er nú háttað er
ekki gerlegt aö framfleyta sér á
námslánum einum og ætti þaö aö
vera öllum ljóst aö sú stefna bitn-
'ar fyrst og fremst á þeim sem
hafa ekki annan stuðnings til
náms en L.l.N þvi vill fundurinn
minna á þá eölilegu jafnréttis-
kröfu að lánið brúi 100% fjárþörf,
að lániö sé reiknað i gjaldmiðli
þess lands sem nám er stundaö og
aö endurgreiðslur fari eftir
tekjum að námi loknu.”
Vilhemina Hansson með nokkra
sýningargripi.
íslendingar
sýna í Malmö
Menningarmiöstöð innflytjenda
i Malmö I Sviþjóð efnir nú til
Islandsmánaðar sem stendur
fram i miöjan mars.
Islendingafélagiö I Malmö, sem
telur um 300 manns, hefur m.a.
skipulagt sýningu I Menningar-
miðstöðinni. Þar eru ýmsir munir
sem fengnir eru til láns af söfnum
i Reykjavlk, einnig listmunir
(silfurmunir, munir úr skinni,
prjónles, keramik, tréskurður og
fleira). Fleiri sýningar um Is-
lensk efni veröa haldin I Malmö
með vorinu.
Formaöur Islendingafélagsins I
Malmö er Vilhelmina Hansson.
Tilgangurian meö sýningar-
starfi I Menningarmiðstööinni er
sá, að „reyna að færa Svia og
innflytjendur nær hver öörum”,
segir Irma Karlsen, ein þeirra
sem veitir miðstöðinni forstööu.
Fegrar
manna
Um þessar mundir er haldin I
British Museum mikil sýning um
menningu Vlkinga. Þetta er
stærsta sýning um þetta efni sem
hingað tií hefur verið sett saman
og mun hún, þegar komið er fram
á sumar, verða tekin upp og flutt
til Metropolitan safnsins I New
York.
Ýmsir þættir hafa komið sam-
an til að gera þessa sýningu sem
stærsta og glæsilegasta. Fjár-
munir frá breskum stórblöðum,
SAS og Norræna menningar-
sjóðnum. Og mikill áhugi á vik-
ingatimunum, sem hefur gripið
um sig siðan bústaðir vikinga
voru grafnir upp I Dyflini og Jór-
vlk og þótti þá fleira koma fram
um hversdagslegt lif hinna her-
skáu forfeöra Norðurlandabúa en
menn höföu áður gert sér almennt
grein fyrir.
Mikið hefur verið um sýning-
una skrifað i breskum blöðum og
eru þau skrif einatt á þá leið, að
hún breyti verulega þeirri mynd
sem einmitt Ibúar Bretlandseyja
hafa gert sér af þeim blóöþyrstu
ræningjum og siölausu brenni-
vörgum, sem lögðu I rúst klaust-
ur, brenndu bækur og bilæti og
nauöguöu konum. Finnst mönn-
um sýningin bera þvi vitni að þeir
hafi kunnað meira fyrir sér I list-
um ýmislegum og handverki en
áöur var taliö. Ekki eru þó allir á
sama máli.
Til dæmis skrifar W. Janusczak
grein um sýninguna i Guardian
og lætur sér fátt um finnast. Hann
segir sem svo: „Viö þekkjum hér
aftur þá vikinga sem irskar forn-
sögur hafa gert ódauölega sem
„miskunnarlaust, ofsafengiö,
framandi og hundheiðiö fólk”.
Einhvernveginn er það svo, aö
sýningunni i British Museum
mistekst aö opinbera okkur eitt-
hvað þaö sem kæmi okkur veru-
lega á óvart um þessa menn. Þeg-
ar gerðar eru eftirlikingar af hi-
býlum Norðurlandabúa til forna
gerist ekkert annað en það, aö
lögð er áhersla á það sem okkur
grunaöi hvort sem var: að hinir
grimmu og heiftúðugu heiðingjar
áttu sér ofur venjulegt heimili
sem þeir gátu snúið aftur til”.