Þjóðviljinn - 07.03.1980, Side 1

Þjóðviljinn - 07.03.1980, Side 1
DioovnnNN Föstudagur 7. mars 1980. — 56. tbl. — 45. árg. ÁSKORUN NÁMSMANNA I II ALÞINGIS Samþykkiö strax lánat'rumvarpiö! Þrenn náms- mannasamtök/ SHI, SiNE, og BISN efndu til útifund- ar á Arnarhóli í gær til að leggja áherslu á kröfur sínar í lánamálum. Að loknum fundinum var Ragnari Arnalds fjár- málaráðherra, Ingvari Gíslasyni menntamálaráð- herra og Matthiasi A. Mathiesen forseta Norður- landaráðs afhentar ályktanir fundarins. Ályktun sú sem send var Norðurlandaráði var gerð til þess að undirstrika samstöðu íslenskra náms- manna með norrænum námsmönnum i kjara- baráttu þeirra. Eins og fram kom i Þjóöviljan- um I gær eru þær kröfur sem námsmenn hafa sett fram i meginatriðum eftirfarandi. 1) Frumvarp það um Lánasjóð- inn sem samstaða var um i fyrra milli Ragnars Arnalds þáverandi menntamálaráðherra og náms- manna verði nú þegar samþykkt sem lög. 2) Við úthlutun aðallána i mars veröi veitt 90% af lánsfjárþörf námsmanna. 3) Allar tekjur námsmanna drag- ist ekki frá reiknaöri fjárþörf. 4) Fleiri bekkjardeildir en nú fái aðild að Lánasjóðnum. Greint er frá viðbrögöum fjár- málaráðherra hér á slðunni, en ekki tókst að ná tali af mennta- málaráðherra Ingvari Gislasyni, en það er I hans höndum ab leggja fram áöurgreint frumvarp um Lánasjóðinn. - -þm A útifundi námsmanna I gær var þess krafist að lán frá Lána- sjóði islenskra námsmanna mæti raunhæfu kostnaðarmati á framfærslubyrði námsmanna. Skoðanakönnun i Borgarnesi: Vigdís langefst Fyrsta skoðanakönnunin, sem við vitum til að gerð hafi verið i Borgarnesi fyrir for- setakosningarnar i sumar, fór fram meðal starfsmanna Vegagerðarinnar þann 29. febrúar. Könnunin fór fram I siðari kaffitimanum þennan dag. 40 menn áttu rétt til þátt- töku. 26 menn voru á staðnum og tóku 24 þeirra þátt i könnun- inni. Atkvæði féllu þannig: Vigdis Finnbogadóttir, 14 Guðlaugur Þorvaldsson, 5 Rögnvaldur Pálsson, 3 Albert Guðmundsson, 2 Pétur Thorsteinsson, 0 Könnunin fór fram á veg- um starfsmannafélagsins og er ákveðið að hún veröi endurtekin tvisvar áður en að hinum raunverulegu kosningum kemur. J.Ó., Borgarnesi Er her- innhér fyrir Norð- menn? Aðild islands að Nató og her- stöðin 1 Kefiavik skipta mikiu máli fyrir Nató, ekki síst séð i samhengi við þróunina I Sovét- rikjunum og yfirráðastefnu þeirra á heimshöfunum, sagði Guttorm Hansen krataleiðtogi og forseti Stórþingsins i Noregi á fundi með Alþýðuflokkskonum i gær. Hann og Olof Palme leiðtogi svöruðu ma. spurningum kvenn- anna um Atlantshafsbandalagið og ólika afstöðu Norðurlanda til þess. Um aðild tslands og hvort þeir álitu að tslendingar ættu að breyta sinni afstöðu vildi Olof Palme ekkert segja, — það væri tslendinga sjálfra að taka ákvörðun, sagði hann. Guttorm Hansen lagði hins- vegar rika áherslu á mikilvægi tslands i Nató. Hann sagöi, að ef til styrjaldar kæmi væri herstöðin hér samt einskis virði, en hún skipti hinsvegar miklu á friðar- timum i sambandi við eftirlit og öryggi á hafinu. Tillaga um könnun á erlendum fjárstuðningi við stjórnmálaflokka Kratar felldu Norrænu kratarnir á þingi Norðuriandaráðs felldu í gær tillögu um að ráðherranefnd ráðsins yrði falið að kanna hvort ein- stakir stjórnmálaflokkar á Norðurlöndum nytu fjár- hagsstuðnings frá aðilum i öðrum löndum. Nokkrar umræöur urðu umþessa tillögu á fundi ráðsins I gærmorgun, og varaði Stefán Jónsson alþm. við þeirri hættu sem smáum þjóðum stafaöi af þvi ef erlendir stjórnmálaflokkar eða Ragnar Arnalds um lánamál námsmanna For gangsverkefni að hækka lánaprósentuna „Ég tel að forgangsverkefnið I iánamálum námsmanna sé að hækka lánaprósentuna úr 85% I 90% og ég vonast til að frumvarp um breytingu á lögum Lána- sjóðsins verði afgreitt i vor þannig að þetta verði að veru- leika er kemur að haustúthlutun” sagði Ragnar Arnalds fjármála- ráðherra er Þjóðviljinn leitaði álits hans á þeim kröfum sem námsmannasamtökin hafa sett fram. „Ég vil jafnframt leggja á það áherslu” sagði Ragnar enn- fremur ,,að I stjórnarsáttmála núverandi rikisstjórnar er kveöiö á um endurskoðun á lögum sjóðsins i samræmi við það sam- komulag er varð milli min og námsmanna s.l. vor. Við Alþýöu- bandalagsmenn erum hvenær sem er reiðubúnir að standa við þetta samkomulag sem felur i sér að komið verði til móts við óskir námsmanna um 100% brúun láns- fjárþarfar i þremur áföngum. Það er ljóst að sú úthlutun námslána sem nú er hafin hlýtur aö miöast við óbreyttar reglur. Þetta þýðir þó ekki að útgjöld rikissjóðs vegna Lánasjóösins aukist ekki neitt. 1 f járlagafrum- varpinu sem lagt verður fram eftir helgi hækkar framlag til Lánasjóðsins um 1220 miijónir og lántökuheimild er aukin um 500 miljónir, en hér er f báðum til- vikum um aö ræða hækkun frá þvi fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram I haust. I reynd er þessi hækkun stærsta breytingin i hækkunarátt I framlögum til ein- stakra sjóða og stofnana við gerð núverandi fjárlagafrumvarps. Meö þessari hækkun er beint rikisframlag komið i 5400 milj- ónir auk lántökuheimilda. Sam- svarandi tölur voru fyrir árið 1978 um 1440 miljónir og um 2200 milj- ónir 1979. Þessa gifurlegu aukningu i fjárframlögum til sjóðsins má fyrst og fremst rekja til fjölgunar lántakenda. Þegar fjárþörf sjóösins eykst með slikum risaskrefum veröur vitaskuld erfiðara að útvega fé á sama tima til að koma til móts við óskir um að fleiri bekkjardeildir fái aðgang að sjóðnum eða að tekjur námsmanna dragist ekki að fullu frá fjárþörfinni. Þessi atriði verða þó til athugunar á næstunni, en ég vil undirstrika að forgangsverkefni okkar hlýtur að verða að fá samþykkt það frum- varp um Lánasjóðinn sem stjórn- völd og námsmenn urðu sammála um á siðasta vori og tryggja þannig að fyrsta skrefið til að hækka lánaprósentuna verði stigið næsta haust með hækkun lána úr 85% i 90%.” —þm Viðtai við Ragnar Arnalds um skattamálin SIA OPNU hagsmunaaðilar mokuðu fé til bræðraflokka sinna eða annarra stuðningsmanna i viðkomandi landi. Nefndi hann sem dæmi að slikur fjárhagsstuðningur bryti i bága við islensk iög, en eins og menn muna samþykkti alþingi vorið 1978 lög um bann við er- lendum fjárhagsstuðningi við islenska stjórnmálaflokka en þessi lög voru samþykkt i beinu framhaldi af umræðu sem spratt út af stuðningi norrænna jafnaðarflokka við Alþýöuflokk- inn fyrir kosninganar 1978. Fyrir fundinum i Norðurlanda- ráði i gær, lá niðurstaða norrænu laganefndarinnar, þar sem ekki er talin þörf á slikri könnun, auk þess sem vafi er talinn á að slik könnun yröi framkvæmanleg. Eins og áður sagði var framan- greind tillaga felld. 43 greiddu at- kvæði á móti, 17 með en 19 sátu hjá. Enginn jafnaðarmaöur tók til máls i umræðunni um málið. — lg Skipaður skrii'stofustjóri Ólafur Björgúlfsson deildar- stjóri i Tryggingastofnun rlkisins mun i dag eftir þvi sem Þjóðvilj- inn hefur frá áreiöanlegum hcim- ildum verða skipaður t stöðu skrifstofustjóra stofnunarinnar. Tólf umsækjendur voru um embættið og var fjallað um þá af Tryggingaráði i gær. Fékk Ólafur meðmæli þriggja ráðsmanna en tveir aðrir deildarstjórar Tryggingastofnunarinnar fengu eitt atkvæði hvor. Þeir eru Hi l mar Björgvinsson og Guðjón Albertsson. Það er Svavar Gests- son tryggingaráðherra sem skipar i stöðuna. Ólafur Björgdlfsson er lög- fræðingur af mennt og hefur starfaö i Tryggingastofnuninni frá árinu 1963 og frá 1969 sem deildarstjóri slysatrygginga- deildar. Hann er 52 ára gamáll. —GFr

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.