Þjóðviljinn - 07.03.1980, Side 5

Þjóðviljinn - 07.03.1980, Side 5
Föstudagur 7. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Umhvetfismálin veröa efst á baugi næsta áratuginn Miklar pólitiskar sviptingar hafa veriö i Svlþjóð á seinustu árum. Borgaraflokkunum tókst að hremma rikisvaldið úr höndum sósialdemókrata og þrfflokkastjórn hefur setið að völdum með harmkvælum og innbyröis deilum. Spurningin um notkun kjarnorku i orkukerfi Sviþjóðar er nú i brennidepli þar og sú þjóðaratkvæðagreiðsla klýfur þjóðina pólitiskt I heröar niður og riðlar flokkaböndum. i þessu pólitíska óvissuástandi hafa flokkarnir til hægri og vinstri fengið óvæntan byr og sumir pólitfskir fréttaskýrendur spá þvl að framundan sé söguleg uppstokkun á sænska flokkakerf- inu, sem einkennst hefur I hálfa öld af sterkum jafnaðarmanna- flokki, og smáflokkum til hægri og vinstri við hann. A þingi Norðurlandaráðs sem stóð hér I vikunni voru meðal annarra formaður og varafor- maður Venstre partiet kommunisterna I Svlþjóö, Lars Werner og Eivor Marklund. Lars Werner tók fyrir nokkrum árum við formennsku I flokknum af hinum vinsæla C.H. Hermanns- son og við siðustu kosningar I Svi- þjóð i haust þótti þessum unga járniðnaðarmanni takast mjög vel upp og er staða hans nú sterk innan flokks sem og I almenn- ingsáliti I Svíþjóð. Eivor Mark- lund er af annarri árgerð en þessi roskna kona er vinsæll varafor- maður flokksins og fulltrúi á þingi fyrir Norðlendinga i Sviþjóð, en einmitt á þeim slóðum hafa sósialistar átt I illdeilum og „Moskvukommar” þar klufu sig frá flokknum með málgagnið Norrskensflamman sem var eina dagblaö sænskra kommúnista. Þessi klofningur hefur ekki orðið VPK til trafala. Þvert á móti hefur flokkurinn eflst mjög, ungt fólk streymir inn I flokksstarfið og I skoðanakönnunum fær flokkurinn nú 7-12% eftir að hafa verið lengi á 4-5% stiginu. Grasrótapólitik Werner sagði i samtalinu við Þjóðviljann að ástæðurnar fyrir þvi aö það blæs I seglin hjá VPK um þessar mundir væru margar. Mikilvægast væri þó aö flokknum hefði tekist aö reka áróður fyrir málum sem stæðu almenningi næst hjarta og tengja þau við hugmyndafræðilega baráttu flokksins. Það sem snertir dag- legt lif hins almenna manns og VPK berst fyrir er til að mynda veröstöðvun, afnám söluskatts á matvöru (sem Alþýðubandalagiö knúði I gegn I siöustu vinstri stjórn), rétturinn til vinnu, baráttan gegn gróðaöflunum á húsnæöismarkaöinum, og fleira sem snertir daglega lifsafkomu fólks. Þessi barátta VPK hefur orðið trúverðug I augum almenn- ings i Sviþjóð og ýmis baráttumál sem merkt eru VPK eru nú oröin dagskrármálefni verkalýðsfélaga og samtaka. Hörö barátta VPK hefur ásamt Miðflokknum og umhverfisverndarsamtökum sameinast um linu nr. 3 i sam- bandi við þjóöaratkvæöagreiösl- una um notkun kjarnorkunnar i Sviþjóð. Þessi baráttusveit vill að hætt verði við byggingu fleiri kjarnorkuofna og stefnt að þvi aö hætta notkun kjamorku I Svíþjóð á Rætt við Lars Werner og Eivor Marklund formann og varaformann Vánsterpartiet kommunisterna í Sviþjóö tiu ára timabili. Enda þótt að svo horfi nú að lina 1. og 2. sem kratar, hægri flokkurinn og þjóðarflokkurinn styðja sigri I þjóðaratkvæðinu eru likur á þvi að Nei-menn nái um 40% atkvæöa. í kjölfar slikra úrslita hljóta að koma upp ný pólitisk vandamál i Sviþjóð, bæði innan þriflokkastjórnarinnar sem er illa klofin I málinu, og hjá Jafnaðarmönnum, sem hafa gert kjarnorkumálin aö flokkspóli- tisku trúnaðarmáli. Kratar í kreppu 1 samtalinu viö Eivor og Lars kom fram að þau gera sér grein fyrir þvi aö VPK nýtur nú góðs af því „þverpólitiska” samstarfi sem þaö á nú viö ýmis önnur öfl i landinu. En þó bendir margt til þess að VPK sé aö ná nýrri og sterkari stöðu I Sviþjóð. Meöal annars sú staðreynd að unga fólkiðvelur frekar VPK heldur en sósialdemókrata. Sænskir jafnaðarmenn eru i hugmynda- fræöilegri kreppu og ekki er lik- legt að þeir nái aftur þeirri stöðu að hafa nær helming atkvæða sænskra kjósenda á bak við sig. Það er meginregla innan VPK að berjast ekki gegn sósialdemó- krötum. VPK hefur aldrei fellt verkalýðsst jórn i Sviþjóð og berst fyrir þvi að I landinu sé sósiaUskur meirihluti við völd. Hinsvegar hafa sænskir kratar hikað við að setja fram slika kröfu að hafa sýnt mikla tilburði I þá átt að taka upp formlega stjórnarsamvinnu við sænsku miðflokkana. Rússagrýlan Þegar innrás Sovétrikjanna i Tékkóslóvakiu var á dagskrá 1968 beið VPK mikinn hnekki, en nu þegar svipað mál kemur upp i Afganistan virðist þaö ekki hafa áhrif á afstöðu Svia til flokksins. Eivor Marklund taldi aö i þessu efni hefðu orðiö straumhvörf og fólk skildi að VPK væri ekki útibú frá Sovétrikjunum heldur flokkur sem fengist við vandamál almennings I Sviþjóð. Þá hefði það sitt að segja að svokallaðir „Moskvukommar” hefðu klofið sig frá flokknum. Aukin áhrif Aðspuröur um áhrif VPK I sænsku verkalýðshreyfingunni sagði Lars Werner að I kosn- ingum innan verkalýðsfélaganna hefði VPK átt mjög auknu fylgi að fagna á siðustu árum. Kynslóða- skipti færu nú fram viða i verka- lýösfélögum og i starfsmanna- félögum og það sýndi sig aö viö þau ykist hlutur VPK verulega. Rannsóknarstofnun í marxisma Lars Werner sagði að VPK héldi uppiskipulegu fræðslustarfi sem einkum beindist aö þvi aö uppfræða nýja félaga. Þvi miður heföist ekki undan i þessu starfi þvi straumur nýrra félaga er svo striður aö erfitt væri að anna eftirspurninni. í grunneiningum flokksins er haldið uppi fræðslu- starfsemi sem aðallega ungt fólk sækist eftir en einnig eldri félagar blanda sér I. Þá gefur flokkurinn út blaöiö Socialistisk debatt, og heldur reglulega námskeiö i grundvallaratriðum marxis- mans. Þá hefur fyrir tilstilli flokksmanna verið stofnuð sjálf- stæð stofnun til marxiskra rann- sókna, „Centret för marxistiska studier”. A vegum hennar hefur verið efnt til umræðufunda, námsstefna og Alþýðuháskóla yfir sumartimann. Sósialismi með stórum staf Lars Werner lagði mikla áherslu á það að hin fræðilega hliö baráttunnar mætti ekki vera of iþyngjandi I daglegu starfi sósialisks flokks. Það heföi háö VPK á fyrri tið að flokkurinn hefði lagt meiri áherslu á SOSIALISMANN með stórum staf heldur en dagleg viðfangsefni og vandamál almennings. Hér þyrfti þaö aö fara saman aö flokkurinn glimdi við vandamál dagsins en kynni aö setja þau I samhengi við framtiðarmarkmið og þróun þjóðfélags I áttina til lýðræðislegs sósialisma. Konur og sósialismi Meðal baráttumála VPK 1 dag eru eins og áður sagði krafan um veröstöövun og krafan um aö kreppa kapitalismans og verð- bólgan verði ekki eingöngu látin bitna á launafólki eins og borgaralegir hagfræðingar og borgarastjórnin er áfram um. Þá er þaö ofarlega á dagskrá flokkg- ins að berjast fyrir þvi aö hús- næöismál I Sviþjóð séu tekin allt öðrum tökum en nú, markaðsöflin séu ekki látin spila meö hagsmuni launafólks á þvl sviði, og hefur flokknum orðið mjög vel ágengt innan samtaka leigjenda i Svi- þjóð. Þá eru dagheimilismálin einnig mjög fyrirferðarmikil I flokksstarfinu og einn flokka I Svlþjóð hefur VPK gert sér stefnuskrá i jafnréttismálum kvenna. Bæði Eivor Marklund og Lars Wemer eru sýnilega stolt yfir þvi sem þau kalla „Kvinno- politiskt program” og telja aö konur séu aö verða áhrifarikar i flokksstarfinu án þess að til hafi komiö kvótakerfi eða annars- konar timabundinn forgangur. Um 32% virkra félaga I flokknum eru konur og I trúnaðarstörfum eru nú 25-30% konur innan flokks- ins. s Obeinn árangur Starf VPK á þingi er erfitt. Flokkurinn hefur 20 af 150 þing- mönnum og á ekki sæti I helstu nefndum þingsins. Þessvegna verða flokksmenn að taka mjög virkan þátt i hinum almennu umræöum. Eivor Marklund sagði aö auðvitað væri árangurinn af tillöguflutningi og röksemdum VPKI þinginu littsýnilegur, en þó geröist þaö að frumkvæöi VPK I ýmsum málum gengi aftur i breyttri mynd i tillögum annarra flokka og með slikum áhrifum næðist stundum árangur. Umhverfismálin efst á baugi Að lokum var rætt við Werner og Marklund um þau mál sem setja myndu mestan svip á starf flokksins á næsta áratug. Lars Werner sagöi að I sinum huga væri enginn efi á þvi að umhverfismálin myndu þar bera hæst. Fleiri og fleiri væru nú aö vakna til meðvitundar um umhverfi sitt og væru farnir að spyrja, hverskonar þjóðfélag er það sem við höfum byggt upp? Var það þetta sem við vildum? - spyr fólk. Segja mætti að flokkurinn hafi tekið seint við sér varðandi það að taka undir þessi nýju viöhorf en nú mætti segja að VPK hefði tekið vissa forystu á þessu sviði og hefði gengið þar á undan öðrum flokkum. Mikilvæg viöhorfsbreyting ætti sér nú stað meöal almennings til umhverfis- mála 1 viðasta skilningi þess orös og VPK hefði einsett sér að gerast málsvari þessarar nýju vakn- ingar. _ekh. Skákfélagið Mjölnir Unglingameistaramót Mjölnis hefst laugardaginn 8. mars kl. 13.00 i Fellahelli. Skákfélagið MIÖLNIR Húsgagna- eða húsasmiðir vanir innréttingavinnu óskast til starfa. GLUGGASMIÐJAN Siðumúla 20. UTBOÐ Hampiðjan h.f. óskar eftir tilboðum i jarð- vinnu vegna byggingar 1. áfanga verk- smiðjuhúsa við Bildshöfða i Reykjavik. Útboðsgögn verða afhent hjá Almennu verkfræðistofunni h.f. Fellsmúla 26, Reykjavik.frá og með föstudeginum 7. mars gegn 30.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað til almennu verk- fræðistofunnar h.f. fyrir kl. 11.00 mánu- daginn 17. mars n.k.. Hampiðjan.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.