Þjóðviljinn - 07.03.1980, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. mars 1980
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
C'tgefandi: tJtgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Hitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir
Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson.
Kekstrarstjóri: Olfar Þormóösson
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón FriÖriks-
son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson.
Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon.
tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eltsson
Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson
Handriia- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: Sigriöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir.
Afgreiösla: Kristín Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröar-
dóttir.
Símavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir
Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavfk.simi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Kvikmyndamál
• í nýlegum Hagtíðindum er ýmsar upplýsingar að f inna
um menningarmál, sem á skýrslum geta tollað. Þar
kemur meðal annars mjög greinilega fram, hve mjög
þær rösklega tvær miljónir manna, sem á ári hverju
sækja kvikmyndahús hér á landi eru háðir afar einhliða
mötun að því er varðar áhrifaríkustu og vinsælustu list-
grein tímans.
• I yf irliti yf ir f rumsýndar langar kvikmyndir í Reykja-
vík og nágrenni segir, að árið 1964 hafi þessar myndir
verið alls 281. Af þeim voru 219 af engilsaxneska menn-
ingarsvæðinu, 183 bandarískar og 36 breskar. Þrjú Vest-
ur-Evrópulönd áttu alls 45 kvikmyndir — Vestur-Þýska-
land, Italía og Frakkland. Norðurlöndin, sem margir sjá
í hverju horni með ísmeygileg menningaráhrif áttu 12
kvikmyndir — og það var ekki frumsýnd nema ein ís-
lensk kvikmynd umrætt ár.
• Arið 1978 höfðu litlar sem engar breytingar orðið.
Frumsýndar myndir voru allmiklu færri, eða alls 214,
þar af voru 172 engilsaxneskar, sem er svipað hlutfall og
árið 1965. Frá fyrrnefndum þrem vesturevrópskum
kvikmyndaveldum komu alls 26 kvikmyndir og aðeins
níu frá Norðurlöndum. Ekki varð nein íslensk kvikmynd
til þetta ár.
• Hér er tvennt mjög áberandi. I fyrsta lagi hin sterku
undirtök bresks og bandarísks iðnaðar. I annan stað eru
heilir heimshlutar sem svotil aldrei heyrist neitt frá —
árið 1965 voru aðeins f jórar kvikmyndir sýndar hér sem
áttu uppruna annarsstaðar en í þeim átta löndum sem
hér eru nefnd. Árið 1978 voru þær f leiri eða sjö— munaði
þar mestu um að Japanir komu til skjalanna með nokkr-
ar myndir.
• Margir munu segja sem svo, að ekki sé nein sérstök
ástæða til að hafa áhyggjur af því ástandi sem hér um
ræðir: þetta er það sem fólkið vill, munu menn segja,
þetta eru markaðslögmálin að verki, ekki er hægt að
draga menn nauðuga á einhverja framsækna og marg-
breytilega kvikmyndalist. Þegar svo er talað forðast
menn jafnan að gera sér grein fyrir hvernig smekkur
fólks mótast og verður til, hvernig búnar eru til með
ýmsum hætti þær forsendur sem negla ákveðinn kvik-
myndasmekk niður, festa hann í sessi. Inni í þessu dæmi
hafa menn heldur ekki upplýsingar um það, hvernig
pólitískum og efnahagslegum þrýstingi var beint í lönd-
um Vestur-Evrópu eftir stríð til að tryggja bandarískum
kvikmyndaiðnaði mikil viðskipti. Og síðast en ekki síst
láta þeir sem yppta öxlum yfir óbreyttu ástandi yf ir því
að fslendingar hafa sjálfir ekki komið sér upp þeirri
starfsemi sem vinnur gegn einstefnu í kvikmynda- og
öðrum f jölmiðlamálum og þar með innrætingu sem er
orðin svo langvinn og margþætt og yfirgripsmikil, að
fæstir gera sér grein fyrir því að hún er i fullum gangi.
• Að vísu hef ur ýmislegt gerst í þessum ef num sem ger-
ir ástandið skárra en áður. Framhaldsskólanemendur
hafa með klúbbastarfi aukið á fjölbreytni og alið upp
drjúgan hóp manna til aukinnar forvitni um kvikmyndir,
aukins skilnings á því sem gerist á þeim vettvangi. Kvik-
myndahátíðir i tengslum við Listahátíðir hafa virkað
með svipuðum hætti. Sum kvikmyndahús hafa tekið mið
af þessari þróun að nokkru leyti. Og þótt að seint hafi
gengið með að koma á fót kvikmyndasjóði og veita þang-
að fé, þá er hann þó farinn að hafa nokkur áhrif, sem
hafa tvinnast saman við dugnað þeirra sem orðið hafa
liðsauki í hópi íslenskra kvikmyndara. Árið 1980 sýnist
ætla að skila ríkulegri kvikmyndauppskeru en liðin ár.
Þetta er allt jákvætt, en gefur sannarlega ekki ástæðu til
sjálf umgleði: f irnamörg og mikil verkef ni eru óleyst áð-
ur en við getum sagt að hér ríki sú virka forvitni sem ein
losar kvikmyndalíf úr viðjum sljóvgandi færibanda-
iðnaðar— í samhengi við íslenska kvikmyndagerð sem
ris vel undir nafni.
— áb.
Klippt
Auglýsingastríð
bíóanna
Sú sta&reynd, aö kvikmynda-
húsin i Reykjavik og nágrenni,
að Gamla Biói undanskildu, eru
hætt að auglýsa i Morgunblað-
inu, hefur óneitanlega vakið
verulega athygli og um leið
spurningar. Fram hefur komið i
fjölmiðlum að kvikmyndahúsin
hafa greitt 10 sinnum meira
stöðu Morgunblaðsins, þvi að
ekki er óliklegt, að ýmsir aðrir,
sem mikið hafa auglýst i
Morgunblaðinu og þá fyrir
hærra verð en i öðrum blöðum,
fylgi á eftir. Hér eru fyrst og
fremst hafðar i huga fasteigna-
auglýsingar Morgunblaðs-
ins, en fasteignasalar hafa orðið
að greiða mun hærra verð fyrir
auglýsingar i Morgunblaðinu en
i öðrum blöðum. Þessar fast-
eignaauglýsingar eru hins veg-
ar einn helsti fjárhagsgrund-
völlur blaðsins.
Bíóauglýsingarnar:
Kosta meira í
Morgunblaðim
—en i öllum hinum blööur,un tíl samai
JSS—„Þarna er vitaskuld á ferö- nv*ir
inni auglýsingastrið, eins og hægt* <*|S #. -................
eraðgera sér i hugarlund”, sggív / t/Ojn. blaöinu,
eigandi eins af kvikmyndaítí^ v /* ’ er
um í Reykjavik, er Timi’*' V? ♦
við hann I gær. ■'q. X ',klci
auglýsa þar
ekki nema <
blaðinu, i
við hann 1 gær. -■> y -w r +
db ^ "lar
En Félag k'©ífc Á. 'Í>SK 'ri
samþyk’«ÍL,%V ✓ VV*
/- - ><*>
/ /
#
/
fyrir auglýsingar i Morgunblað-
inu en i öðrum blöðum. Morgun-
blaðið hefur undanfarna áratugi
komist upp með þetta i krafti
áhrifa sinna og útbreiðslu. Þessi
aðgerð kvikmyndahúsanna seg-
ir núna hins vegar meira en
mörg orð um stöðu Morgun-
blaðsins i dag. Einn forstjóri
kvikmyndahúss lætur hafa eftir
sér i blaðaviðtali, að ,,sú tið er
liðin að Morgunbiaðið sé i að-
stöðu einkasölu á sviði auglýs-
inga sem öðrum sviðum”. Það
er þvi ljóst, að Morgunblaðið er
i augum kvikmyndahúsanna
ekki lengur það afgerandi fjöl-
miðill að það borgi sig að
auglýsa i blaðinu með þeim
fjárhagslegu afarkostum sem
blaðið setur.
1 viðtali við einn af talsmönn-
um kvikmyndahúsanna kemur
fram, að þeir hyggjast halda
þessu auglýsingabanni sinu
gagnvart Morgunblaöinu til
streitu. Ekki er gott að spá fyrir
um viöbrögö Morgunblaðsins,
en rétt er að minna á aö ekki er
mjög langt ' siðan Dagblaöiö
reyndi að fá sama verð fyrir
bióauglýsingar og Morgunblað-
ið, en þá neituöu flest kvik-
myndahúsanna að auglýsa i
blaðinu. Deilan endaði meö þvi,
aö Dagblaöiö varö aö láta i
minni pokann og sætta sig viö
þaö verö, er önnur dagblöö en
Morgunblaöiö hafa fengiö.
Fylgja fasteigna-
salar á eftir?
Ef kvikmyndahúsunum tekst
aö neyöa Morgunblaöiö til aö
sætta sig viö sama auglýsinga-
verö og önnur dagblöð hafa orð-
ið aö gera, gæti slikt haft
ófyrirsjáanlegar afleiðingar i
för með sér fyrir fjárhagsað-
Fasteignasalar gera sér nú
orðið grein fyrir þvi eins og
kvikmyndahúseigendur, að út-
breiðsla og áhrifamáttur ann-
arra blaða en Morgunblaðsins
hefur farið vaxandi og það sé
þvi ekki siður áhrifarfkt að
auglýsa i þeim. Ýmsir þeir, sem
vel þekkja til á auglýsinga-
markaðinum, telja þvi að það sé
aðeins spurning um tima
hvenær fasteignasalar láti til
skarar skriða gegn Morgun-
blaðinu.
Aristókratísk
einangrunarstefna
1 næstu viku eru hinar árlegu
stúdentaráðskosningar og setja
málefni Háskólans mjög svip
ætla sér að leggja hugmyndir
finnska arkitektsins Alvars
Aalto til grundvallar skipulagi
svæðisins. Sér i lagi gagnrýna
þeir að þessar hugmyndir skuli
ekki hafa fengið nægilega um-
fjöllun meðal „háskólaþegna”.
Telja þeir, að þessar skipulags-
hugmyndir feli i sér það sem
þeir kalla aristókratiska ein-
angrunarstefnu og birtist i þvi
að háskólinn verði sjálfur sér
nægur um flesta hluti og þurfi
sem minnst til annarra svæða
að sækja. Gegn þessari ein-
angrunarstefnu tefla þeir þvi
sem þeir kalla samrunaskipu-
lag og lýsa á eftirfarandi hátt:
„Uppbygging og staösetning
mannvirkja fari fram eftir þvi
grunnsjónarmiöi, aö tenging
svæðisins við umhverfi sitt skuli
vera sem mest og sem greiðast-
ur aðgangur að þvi. Reynt verði
frekar aö stuðla að umferö ann-
arra en háskólaborgara um
svæöiö, en aö hindra hana. Þátt-
ur i þessu er m .a. aö sú þjónusta
sem veitt er á svæöinu sé miöuð
viö það, að aðrir noti hana einn-
ig. Ekki verði reynt að byggja
upp riki i rikinu. Eins, að þeir
sem á svæðinu vinna sæki sina
þjónustu i nærliggjandi svæði.”
Lokaorð þeirra félaga eru
eftirfarandi:
Samvinna við
skipulagsyfirvöld
borgarinnar
„Markmið Háskólayfirvalda
ætti þvi að vera, i stað þess að
vinna að sérskipulagi Háskóla-
svæðisins, að hafa sem nánust
tengsl viö skipulagsyfirvöld
borgarinnar. Þar kemur margt
til, svo sem nálægö háskóla-
svæðisins við annars vegar mið-
bæjarsvæðið og hins vegar flug-
vallarsvæöiö og framtiöar-
skipulagningu þess. Ef Háskól-
inn fer sinu fram og heldur sinu'
striki i einangrunarstefnu
svæðisins er þar meö rekinn
fleygur i hugsanlega tengingu
flugvallarsvæðisins og miö-
bæjarsvæöisins. Þar meö væri
fariö inn á mjög óheillavænlega
braut. Reykjavíkurflugvöllur
hlýtur og verður aö vikja, þvl
meö tilveru sinni á þessum staö
er hann stærstu mistök og
mesta mein i skipulagsmálum
borgarinnar i heild fyrr og sið-
ar. Hann hlýtur þvi að vikja og
sú byggð er þar mun risa
'tengjast gamla miðbænum. Það
er þvi fullkomlega óraunhæft að
!
- kosningar — kosningar — kosninfrar — lcosningar — kos
Jón Guðmundsson:
Þorsteinn Bergsson:
ARISTOKRATISK
EINANGRUNARSTEFNA
sinn á kosningabaráttuna. 1 siö-
asta stúdentablaöi, sem helgaö
er kosningunum, rita tveir af
forystumönnum vinstrimanna,
þeir Jón Guömundsson og Þor-
steinn Bergsson, grein þar sem
þeir fjalla um skipulag háskóla-
lóöarinnar. 1 grein sinni gagn-
rýna þeir mjög harölega þá
fyrirætlan háskólayfirvalda, aö
Háskólinn haldi áfram ein-
angrunarstefnu sinni meö
skipulagi Alvars Aalto eða þeim
hugmyndum er að baki þvi
liggja. Með þvi væri hann að
fara inn á óheillavænlega braut
i eigin málum og jafnframt að
stuðla að mestu mistökum i
skipulagi Reykjavikurborgar.”
-þm
m
m skoríð