Þjóðviljinn - 25.03.1980, Síða 6
6 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. mars 1980
Hjón meö tvö börn og annað hjóna aflar tekna:
Skattlaus miðað við
5,7 miljónir í tekjur
Eins og skýrt hef ur verið
frá áður hefur ríkisstjórn-
in gert tillögur um
eftirfarandi skattstiga við
útreikning á tekjuskatti:
Af fyrstu 3 miljónun króna
af tekjuskattsstofni reikn-
ast 20%/ af næstu 3 miljón-
um reiknast 35%, en af
tekjuskattsstofni yfir 6
miljónir reiknast 50%. Frá
þeirri fjárhæð skal síðan
dregin persónuafsláttur
sem er 440 þúsund á
einstakling. Sú fjárhæð er
Þíngsjá
þannig fæst tekjuskattut
ársins.
Sé miðað viö að almennur
frádráttur sé 10% (sem er lág
marksfrádráttur) verða skatt-
frelsismörk einhleypings í tekju-
skatti (þ.e.a.s. hámark tekna sem
ekki þarf að greiða af tekjuskatt
til rikissjóðs) 2 miljónir og 444
þúsund, en sé miðað við að
frádráttur sé 15% af tekjum
verða mörkin 2 miljónir 588
þúsund. Vegna sérsköttunar
hjóna er ekki auðvelt að tala um
skattfrelsismörk þeirra sam-
eiginlega, en hafi t.d. annað hjóna
aflað allra teknanna verða barn-
laus hjón skattlaus séu tekjur
þeirra undir 4 miljónum og 470
þúsundum (og er þá miðað við
15% frádrátt frá tekjum).
Skattfrelsismörk hjóna með 2
börn (annað yngra en 7 ára), þar
sem annað hjóna aflar allra
teknanna og frádráttur er 15% af
tekjum, verða 5 miljónir 735
þúsund krónur og og skattfrelsis-
mörk sömu hjóna verða 7 miljónir
248 þúsund krónur ef þau skipta
tekjuöfluninn jafnt á milli sin.
— þm
Eignaskattur hjóna:
Skattfrjáls eign 30 miljónir
Skattfrjáls eign hvers einstak-
lings verður 15 miljónir króna, en
af þeim hluta eignarskattsstofns
sem umfram er greiðist 1,2%.
Samkvæmt þessu nemur skatt-
frjáis eign hjóna í sameiningu 30
ntiljónir króna.
Þessar upplýsingar koma fram
i frumvarpi til breytinga á tekju-
og eignarskattslögunum sem
Ragnar Arnalds fjármálaráð-
herra mælti fyrir i gær. Sam-
kvæmt gildandi skattalögum skal
eignarskattsstofni hjóna skipt til
helminga milli þeirra og skal
hvort um sig skattlagt af sinum
hluta sem einhleypingur væri, en
samkvæmt eldri skattalögum var
eignarskattur lagður sameigin-
lega á hjón og var skattfrjáls eign
þeirra þá einungis 50% hærri en
skattfrjáls eign einhleypings. Af
þessari breytingu leiðir að hjón
hljóta að bera minni hluta af
heildarskatti, sem álagður
veröur, en hlutur einhleypinga
vex að sama skapi.
—þm
Keflavíkurbær
óskar að ráða starfskraft til aðstoðar
félagsmálafulltrúa. Laun skv. kjara-
samningi STBK.
Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 15.
april n.k.
Bæjarstjórinn i Keflavik.
! ísfirðingar — j
j Vestflrðingar j
í tilefni af 30. mars halda herstöðvaand- j
stæðingar kvöldvöku i Gúttó fimmtudag- j
inn 27. mars kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá.
Mætið öll
Herstöðvaandstæðingar ísafirði.
til greiðenda fasteignagjalda i Kópavogi.
Hér meðerskoraðá alla þá, sem eigi hafa lok-
ið greiðslu fyrri hluta fasteignagjalda fyrir
árið 1980 að gera skil innan 30 daga frá
birtingu áskorunar þessarar.
Hinn 25. apríl n.k. verður krafist nauðungar-
uppboðs skv. lögum nr. 49 1951 á fasteignum
þeirra er þá hafa eigi gert f ull skil.
Kópavogskaupstaður.
- J
Einstæö foreldri:
Njóta hæstu
barnabótanna
Barnabætur veröa 130 þúsund
krónur meö fyrsta barni en 200
þúsund krónur með hverju barni
umfram eitt, samkvæmt frum-
varpi þvi til breytinga á tekju- og
eignarskattslögum sem Ragnar
Arnalds fjármálaráðherra mælti
fyrir i gær.
Þá er gert ráð fyrir að barna-
bætur með börnum yngri en 7 ára
verði 50 þúsund krónum hærri.
Einstæð foreldri skulu ætið njóta
hæstu barnabóta eða 250 þúsund
króna með hverju barni. Barna-
bætur þessar eru nokkuð hærri en
gert var ráð fyrir i gildandi
skattalögum, en þó kemur brevt-
ingin einkum einstæðum foreldr-
um til góða, en i gildandi lögum er
gert ráð fyrir að barnabætur til
einstæðra foreldra séu 40% hærri
en barnabætur með öðrum börn-
um.
— þm
Hærri frádráttur
hjá námsmönnum
Námsmannafrádráttur verður
á þessu ári 500.000 hjá mönnum 16
ára og eldri.enda sé nám stundað
i a.m.k. sex mánuði á tekjuárinu.
Sé nám stundað skemur en I sex
mánuði lækkar frádrátturinn
hlutfallslega. Sé nám stundað
erlendis skal framangreindur
frádráttur verða tvöfalt hærri.
Þessar upplýsingar koma fram
i frumvarpi um breytingu á tekju-
og eignarskattslögum sem
Ragnar Arnalds fjármálaráð-
herra mælti fyrir i gær. Hér er um
að ræða hækkun á náms-
mannafrádrætti, þvi eins og
kunnugter þá haföi verið gert ráð
fyrir að námsmannafrádráttur-
inn yrði 430 á þessu ári. Þá er i
frumvarpinu gerl ráð fyrir að
frádrátturinn sé ekki lengur
tengdur launatekjum þess er
námið stundar. Af þessari breyt-
ingu leiðir að frádrátturinn nýtist
maka tekjulauss námsmanns.
— þm
Bændur fá þriggja
miljarða króna lán
I gær var samþykkt sem lög frá alþingi heimild til að veita bændum
3ja miljarða króna lán vegna tekjutaps sem þeir urðu fyrir á siðasta ári
af völdum óverðtryggðs útflutnings búvara.
Four Marality Plays
Edited with an introduction and
notes by Peter Happé. Penguin
English Library. Penguin Books
1979.
Exempla eða dæmisögur voru
mjög vinsælar á miðöldum, þær
voru ætlaðar mönnum til and-
legrar uppbyggingar og umþenk-
inga. Sjónleikir taka siðan smátt
og smátt við hlutverki dæmisög-
unnar og hér eru prentaðir fjórir
slikir leikir þar sem höfundarnir
stefna að andlegri uppbyggingu
sýningargesta. The Castle of
Perseverance lýsir vegum sálu-
hjálparinnar, Magnyfycence
Skeltons og King Johan kenndur
við Bale eru ma. áróðurskenndir
og sömuleiöis Ane Satire of the
Thrie Estaitis. Ágætur inngangur
skýrir efni og tilgang höfundanna
með verkunum. Leikritin eru
skrifuð milli 1400 og 1562.
The Mill on the Floss
George Eliot. Edited with an
introduction and notes by A.S.
Byatt. Penguin English Library.
Penguin Books 1979.
Bók þessi kom út i fyrstu 1860
og er nokkurs konar lokabindi
fyrsta áfanga skáldsagnagerðar
Georges Eliots. Sagan er tilraun
til raunsærrar lýsingar á venju-
legum fjölskyldum, eins og
Scenes of Clerical Life og Adam
Bede. Allar þessar þrjár skáld-
sögur gerast á fyrri hluta og um
miðbik aldarinnar og mjög tengd-
ar lifshlaupi skáldkonunnar
sjálfrar. Sögusviðið í Mill on the
Floss er Lincolnshire og aðalper-
sónan er Maggie Tulliver, sem
rýfur hefðbundin. hegöunarmáta
og kemst i andstöðu við umhverf-
ið og einnig við bróður sinn.
Hér er dregin upp nærfær mynd
af mannlifi próvinsunnar, baráttu
þess, sem neitar að hlýta almenn-
ingsáliti um hegðun og tilfinn-
ingar, þ.e. mynd skáldkonunnar
sjálfrar.
IHeaven's Command —
Pax Britannica —
Farwell the Trumpets.
James Morris. Penguin Books
1979.
Bækurnar komu út i fyrstu út-
gáfu á árunum 1968-1978 hjá
Faber & Faber og eru nú endurút-
gefnar hjá Penguin. Sagan
spannar timabilið frá valdatöku
Viktoriu drottningar 1837 og allt
til jarðarfarar Sir Winstons
Churchills 1963. Þetta er saga
breska heimsveldisins saga
Viktoriutimabilsins og eftir-
hreyta þess. Það má segja að
breska heimsveldið væri jarðað
meö Churchill, þótt jarðarför
þess hafi lfklega dregist nokkuð
lengi. Morris segir þessa sögu i
þessum mjög svo læsilegu þremur
bindum. Frásögnin er lifleg og
skemmtileg aflestrar en efniö er
vitaskuld viðameira en svo að það
veröi afgreitt með 1500 blaðsið-
um. Höfundurinn fjallar eðlilega
um geðslegri og dramatiskari
hliðar þessa heimsveldis, þvi
varð bókin vinsæl og hún er einnig
ætluö þeim sem syrgja með við-
hlitandi kurteisi það sem hefur
lifað sjálft sig. Að lokum má geta
þess, aö höfundurinn skipti um
kynferði á meðan hann vann að
þessari samantekt, og skrifar nú
undir heitinu Jane Morris.
Selected Essays and Note-
books.
Albert Camus. Edited and trans-
lated by Philip Thody. Penguin
Books 1979.
Þetta er endurútgáfa útgáf-
unnar frá 1970. Camus er kunnur
hér á landi m.a. af þýðingu Jóns
Óskars á La Peste. 1 þessu úrvali
er leitast við að fram komi hinar
ýmsu hliöar þessa ágæta höfund-
ar, sem féll alltof ungur. Hér
eru birtar úrvalsritgerðir höf.
skrif hans varðandi L’Etranger
ogLa Peste og kaflar úr minnis-
bókunum. Úrvalið er hentugt sem
inngangur að frekari lestri verka
_ Camus.