Þjóðviljinn - 25.03.1980, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 25. mars 1980
4skak
Umsjón: Helgi ólafsson
Áskorendaein vigin:
Hiibner
með
vinnings
forskot
Vestur-Þýski stórmeistarinn,
Robert Hilbner, nóöi forystunni i
einvfgi þeirra Anders Adorjan,
Ungverjalandi, með sigri í þriðju
skákinni, sem tefld var um
helgina. Htibner hafði hvitt og
upp kom Lasker afbrigöið i
Sikleyjarvörn og mátti Adorjan
gefast upp eftir 35 leiki. Skákin
mun birtast i Þjóðviljanum á
morgun.
Fjórða skákin var siðan tefld á
sunnudag, og eftir aðeins 13 leiki
bauð Adorjan jafntefli, sem var
þegið. Staðan i einviginu eftir
fjórar umferðir er þvi 2.5—1.5
Htibner i vil.
— O —
Hún var ekki rismikil baráttan i
1. einvigisskák þeirra Htibners og
Adorjan i Bad Lauterberg.
Frá fræðilegu sjónarmiði þ.e. fyr-
ir þá sem gaman hafa að glugga i
skræöurnar var þó skákin býsna
athyglisverð. Fyrir þaö fyrsta þá
beitir Adorjan einu uppáhalds-
vopni andstæðingsins þ.e.
Grunfeldsvörninni. Hubner fetar
i fótspor Kortsnojs, Miles og
fleiri góðra manna og viðhefur
leikaðferð sem valdið hefur unn-
endur Grunfeeldsvarnarinnar
talsverðum höfuðverk upp á sið-
kastiö. Adorjan hefur greinilega
tekið afbrigðið tii gagngerrar at-
hugunar og hann á ekki i miklum
erfiöleikum með að jafna taflið:
Robert Hubner
— og Hiibner bauð jafntefli eftir
að hafa leikið þessum leik sem
Adorjan vitaskuld þáði. Sannköll-
uð drepskák.
Lokastaðan.
Kortsnoj heldur
forustunni
Þeir Kortsnoj og Petrosjan
tefldu sjöundu og áttundu skák-
irnar i einvigi sinu á laugardag og
sunnudag. Báðar skákirnar end-
uðu með jafntefli. í sjöundu skák-
inni hafði Kortsnoj hvitt og stóð
baráttan i 38 leiki.
Eftir aðeins 20 leiki bauð
Petrosjan, sem hafði hvitt i 8.
skákinni, jafntefli. Hann verður
nú heldur betur að hysja upp um
sig buxurnar og tefla grimmar til
vinnings ef hann ætlar sér ekki að
missa af lestinni.
Hvitt: Robert Hubner
Svart: Andras Adorjan
Grtinfeldsvörn
1. d4-Rf6
2. c4-g6
3. Rc3-d5
4. Rf3-Bg7
5. cxd5-Rxd5
6. e4-Rxc3
7. bxc3-c5
8. Be3-Da5
9. Dd2-o—o
10. Hcl-cxd4
11. cxd4-Dxd2+
12. Rxd2
(Hér hefur einnig verið reynt 12.
Kxd2.)
12. ,..-e6
13. Bb5-Bd7
14. Bxd7-Rxd7
15. Ke2-Hfc8
16. Rc4-Bf8
17. Bf4-Hc6
18. Ra5-Ha6
19. Rxb7-Hxa2
20. Kf3-e5
21. dxe5-He8
22. Ha 1-Hb2
23. Hhbl-Hxbl
24. Hxbl-Rxe5 +
25. Kg3-Rd3
26. Be3-Hxe4
27. Bxa7-h5
28. h3
Lokastaöan i 8. skákinni, eftir 20.
leik Petrosjans, Dd2.
Staðan i einviginu er nú 4.5/3.5
fyrir Kortsnoj.
ÚTBOÐ
Fjarhitun Vestmannaeyja óskar eftir til- ,
boðum i lagningu 10. áfanga hitaveitu- |
dreifikerfis.
útboðsgögn eru afhent á bæjarskrif-
stofunum Vestmannaeyjum og verk-
fræðistofunni Fjarhitun hf. Álftamýri 9
Reykjavik gegn 50 þús. kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð i Ráðhúsinu Vest-
mannaeyjum þriðjudaginn 8. april kl.
16.00.
|
Stjórn Veitustofnana
Vestmannaeyjabæjar
Betri horfur meö hrossaútflutning 1
tsienskir hestar i Austurriki
&2H
Söluhorfur á hrossum úr landi
erunúheldur betri en i fyrra.að
þvi er Sambandsfréttir upplýsa.
Útflutningur á hrossum i ár er
nú að hefjast. Nú á næstunni
munu 100 hestar fara til ýmissa
staða i Evrópu.Verða þeir flutt
ir flugleiðis og mun flugfélagið
Iscargo annast flutningana.
Gerter ráð fyrir þvi að Búvöru-
deildin sjái um sölu á 5—600
hestum úr landi á þessu ári.
1 fyrra voru talsverðir
erfiðleikar á þessum viðskipt-
um, m.a. vegna vorkulda og
vandkvæða á að fá hey handa
hestunum. Atti þetta m.a. við
um eitt helsta viðskiptaland
okkar á þessu sviði, Vestur-
Þýskaland, en I ár er útlitið þar
mun betra en á sl. ári. _ mhg
Frá Styrktarfélagi van-
gefinna á Vestfjörðum
Bæjarstjórn Isafjarðar
úthlutaði nýlega Styrktarfélagi
vangefinna á Vestfjörðum
byggingarlóð innan við Selja-
landshverfi á Isafirði. Jafn-
framt var fallið frá úthlutun
lóðar, sem áður hafði verið ætl-
uð félaginu austan Olfarsár á
Isafirði.
Byrjað er að teikna
mannvirki á lóðina og eru arki-
tektar Vilhjálmur og Helgi
Hjálmarssynir, Reykjavik. Þaö
er ætlun stjórnar, að fram-
kvæmdir á lóðinni verði hafnar
á þessu ári og skakkar þá einu
ári frá þvi, sem upphaflega var
fyrirhugað að hefja fram-
kvæmdir 1979.
Hinn 1. jan. sl. tóku gildi ný
lög um aðstoð viö þroskahefta.
Eru Vestfirðingar eitt 8 starfs-
svæða á íslandi með tilliti til
aöstoðar við vangefna. Skal
starfa hér 5 manna svæðisstjórn
og er hún þannig skipuð:
Magnús Reynir Guðmundsson,
bæjarritari á Isafirði og
Guðmundur Kristjánsson,
bæjarstjóri í Bolungarvik,
tilnefndir af Fjórðungs-
sambandi Vestfirðinga og skip-
aðiraf ráðherra félagsmála, frú
Evlalia Sigurgeirsdóttir húsfrú i
Bolungarvik, tilnefnd af
Styrktarfélagi vangefinna á
Vestfjörðum, skipuð af ráö-
herra, auk fræðslustjóra, séra
Sigurðar K.G. Sigurðssonar og
héraðslæknis. Þar með er það
komið I hendur rikisins að koma
á fót þeim stofnunum, sem
þroskaheftir þurfa á aö halda.
Af kostnaði vegna reksturs
þeirra greiðir rikissjóður 85%
en sveitarsjóðir 15%. Fram-
kvæmdir eru fjármagnaðar af
sjóöi, er nefnist Framkvæmda-
sjóður. Tekjur hans eru fyrst og
fremst tillag rikissjóðs, a.m.k.
1000 milj. árlega, og hækkar i
hlutfalli viö verölagsvisitölu.
Félaginu hafa borist margar
rausnarlegar gjafir að undan-
förnu. A árinu 1979 bárust þess-
ar gjafir; Lionshreyfingin á
Vestfjörðum kr. 3.659.721,
Kvennadeild slysavarnafélags-
ins Snæljóss á Flateyri kr. 100
þús^Kvenfélag Mosvallahrepps
kr. 10 þús., Kvenfélagið Vonin á
Þingeyri kr. 103 þús,
Ogurhreppur 20 þús.; Onefndur
100 þús., Aheit 15 þús., Lions-
klúbbur Isafjaröar kr. 500 þús.
og frá Vigursystkinum til minn-
ingar um foreldra þeirra,
Björgu Björnsdóttur og Bjarna
Sigurösson skuldabréf að
innlausnarverði 1. jan. 1979 kr
1.020.217.
Það sem af er þessu ári hafa
Umsjón: Magnús H. Gísiason
eftirtaldar gjafir bonst téiag-
inu: Kvenfélag Isafjarðarkirkju
kr. 100 þús., Kvenfélagið Hlif á
ísafirði kr. 500 þús., frá þremur
ungum piltum: Arna Marias-
syni, Birki Helgasyni og Rúnari
Karlssyni ágóði af hlutaveltu
kr. 7.120 og frá þremur öðrum
piltum, þeim Þóri, Óskari og
Daniel Jakobssonum, ágóði af
hlutaveltu kr. 1.610. Samtals
nema ofantaldar gjafir kr.
6.136.668.
Aðalfundur félagsins verður
haldinn að Hótel Flókalundi i
Vatnsfirði,laugardaginn 14. júni
1980, og eru áhugamenn um
málefni félagsins hvattir til þess
að sækja hann.
I stjórn félagsins eru: Séra
Gunnar Björnsson i Bolungar-
vik,formaður, Ragnheiöur Þóra
Grimsdóttir, tsafirði, ritari,
Ólafia Aradóttir Isafirði, gjald-
keri, Kristjana M. Olafsdóttir
Isafirði og Páll Jóhannesson,
Bæjum. 1 varastjórn eiga sæti:
Kristján J. Jónsson, hafnsögu-
maður á Isafirði, Elias H.
Guðmundsson, stöðvarstjóri i
Bolungarvik og Evlalia Sigur-
geirsdóttir, Bolungarvik.
I byggingarnefnd eiga sæti:
Guðmundur Kristjánsson,
Bolungarvik, Kristján J. Jóns-
son, ísafirði og Kristinn Jón
Jónsson rekstrarstjóri, Isafirði.
Búnaðarþing:
Framkvæmd
Allsher jarnefnd Búnaðar
þings lagði fyrir þingið erindi
um framkvæmd byggingarlaga.
Búnaðarþing afgreiddi erindið
meö eftirfarandi ályktun:
„Búnaðarþing felur stjórn
Búnaöarfélags Islands að safna
upplýsingum frá öllum bún-
aðarsambandssvæöum um
fyrirhugaða framkvæmd nýrra
byggingarlaga og með hvaða
hætti ráðgert væri, að störfum
byggingarfulltrúa verði háttað,
þegar hin nýju byggingarlög
koma til framkvæmda.
Upplýsingasöfnun verði lokið,
áöur en Búnaöarþing 1981 kem-
ur saman, svo aö þaö þing geti
fjallað um málið, ef þurfa þyk-
ir”.
I greinargerö segir: „Breyt-
ingar á byggingarlögum hljóða
m.a. upp á breytta skipan á
störfum byggingarfulltrúa i
sveitum og greiðslu á launum
þeirra og öðrum kostnaöi við
þessi störf.
Að loknum 5 ára aölögunar-
tima skal allur kostnaöur við
þessi embætti greiddur af
heimaaðilum, þ.e. sveitarfélög-
um eða sýslunefndum eftir þvi,
hvernig málum verður skipað á
viðkomandi stöðum.
Sú hætta er fyrir hendi, að
skipulag þessara mála geti
riðlast og einhver sveitarfélög
veröi án eða eigi erfitt meö aö
ná til þeirrar þjónustu, sem
byggingarfulltrúum er ætlað að
veita.
Þá eru i þessum lögum ýmis
ákvæði önnur, sem erfiö kunna
aö reynast, er til framkvæmda
kemur, og jafnvel óæskileg.
Þvier ástæða til þess, að Bún-
aöarfélag íslands fylgist hér vel
með og hafi áhrif á gang mála
og fari fram á breytingar á lög-
unum, ef það sýnist ráðlegt að
vel athuguöu máli
— mhg
hg j