Þjóðviljinn - 01.04.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.04.1980, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1. april 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Viðrœður ASÍ og félagsmálaráðuneytisins Skipar þrjár unairnefndir Þrjár undimefndir hafa ntl tekiö tilstarfa i viðræðum ASÍ við félagsmálal- heilbrigðis- og tryggingaráöuneytið um þá félagslegu þætti i kröfugerð ASl sem aöþessum ráðuneytum snúa. A fundi fulltrúa ASÍ með forsætis- ráðherra 19. febrúar sl. var ákveöið að viðkomandi ráöherrar fjölluðuásamt samningamönnum ASt um þá þætti er féllu undir þeirra ráðuneyti. A vegum félagsmálaráðherra hafa nú verið skipaðar þrjár undirnefndir til þess að ræöa þessi mál áfram. Fjallar sú fyrsta um fæðingaror- lof, leyfi og launagreiðslur til for- eldra i veikindum barna og orlofsmál. önnur nefad á að f jalla um húsnæðismál almennt og dvalarheimilismál aldraðra og sú þriöja um orlofsheimilamál. Tveir heildarfundir hafa veriö haldnir I þessum viðræðum og verður sá næsti föstudaginn 18. april. Félagsmálaráöherra hefur eins og kunnugt er skipað nefnd um málefni farandverkafólks og er formaöur hennar Arnmundar Backmann. Nefndin á að skila áliti.innan þriggja :mánaða. Fyrir utan þau mál sem hér Hefðigetað farið verr 1 fyrrinótt voru tveir sjómenn fiskaðir upp úr Þorlákshafnar- höfn. Voru þeir I fangbrögðum á bryggjunni með þeim afleiðingum, aö báðir fóru i sjóinn. Sem betur fór var fólk þarna nærstatt og tókst að bjarga mönn- unum á þurrt áður en þeir yrðu þrekaðir að ráði. Vitað var að mennirnir höfðu verið þrir saman.Hóf lögreglumaður leit aö hinum þriðja. Tók hann eftir þvi að reyk lagði upp úr lúkar á bát sem lá viö bryggjuna. Fór hann um borð og i lúkarnum fann hann þann sofandi, sem leitað var aö. —mhg hafa verið nefnd er einnig rætt milli fulltrúa ASl og félagsmála- ráðuneytisins um atvinnuleysis- bætur, eftirlaunaaldur og bætur almannatrygginga, aöbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum, uppsagnarákvæði og laun i slysa- og sjúkdómatilfellum. Þátttak- endur 1 þessum viðræðum af hálfu hins opinbera hafa verið Svavar Gestsson ráðherra, Arnmundur Backmann, Öskar Hallgrimsson, Jón Ingimarsson og Þröstur ólafsson fyrir hönd fjármálaráö- herra. —ekh Siguröur Karlsson leikari HSaut styrk úr Brynjólfssjóði Sigurður Karlsson leikari hlaut að þessu sinni styrk úr Leiklistar- sjóði Brynjólfs Jóhannessonar, en veitt var úr honum I sjöunda sinn á aðalfundi Félags islenskra leik- ara nýlega. Styrkurinn neraur kr. 700 þúsundum. Formaður sjóðsstjórnar er Val- ur Gislason. Suðurnesjatiðindi Leita liðsauka „Nei — við erum ekkert að leggja upp laupana heldur erum við að kanna hvort ekki séu ein- hverjir hér I bænum, sem hafa áhuga á blaðaútgáfu af þessu tagi,” sagði Sigurjón Vikarsson, ritstjóri Suðurnesjavtiðinda f gær, en I siðustu viku auglýsti blaðið sjálft sig til sölu. Sigurjón sagði að lítið hefði komið út úr auglýsingunni enn sem komið væri, en tilboðið væri opið á alla vegu.Sólarhringurinn væri einfaldlega of stuttur hjá sér ogSteingrimi Lilliendahl en fleiri eru starfsmenn blaðsins ekki. Þeir Sigurjón og Steingrimur starfa báðir hjá prentsmiðjunni Grágás sem á útgáfufélagiö og sinna blaðinu meöfram öörum störfum. Auk þess eru frétta- ritarar i Sandgerði, Garöi, Vog- unum og i Grindavik. Um siðustu áramót fóru Suður- nesjatiðindi aö koma út vikulega I II SÖI I I H Vikublaðið Suðurnesjatíðindi l*cir sem áhuga hata er hent á að hata sam- haiul \ið Sigurión K Vikarsson. Heiðar- uarði 2l.simi 2*íhK.eða Vilhjálm Þórhalls- son lull . Vatnsnesvegi 20. Ketlavik.simar I2M eða 2h*ítl. og sagöi Sigurjón að viötökurnar hefðu verið góðar og léttara hefði reynst aö fá efni. og auglýsingar en meðan blaðiö kom út hálfs- mánaðarlega. útgáfan gengi vel og stæði undir sér. Suöumesjatiðindi flytja einkum fréttir úr hinum ýmsu byggðar- lögum á Suðurnesjunum og eru ópólitiskt fréttablað að sögn Sigurjóns. Hann lét það samt fylgja aö ekki væru allir sammála um það, en blaðið væri opið fyrir öllum skoðunum. —AI. FIDE ráðið þingar ; Fimmtudaginn 10. april nk. hefst I Reykjavik árlegur fundur FIDE rá'ðsins, sem I eiga sæti 11 fulltrúar. Verður fundurinn hald- inn að Hótel Holti. í ráðinu eiga sæti auk Friöriks Ólafssonar, forseta FIDE, vara- forsetarnir: R. Belkadi frá Túnis, F. Campomanes, frá Filipseyj- um, próf. K. Jungwirth frá Aust- urriki og J. G. Prentice frá Kan- ada. Aðalritari FÍDE, Ineke Bakker, Hollandi, og fjórir sér- kjörnir fulltriLar, þeir: Y. Aver- bach, stórmeistari frá Sovétrikj- unu, H. M. Hsasan frá Indónesiu, A. Kinzel, V-Þýskalandi, og J. Vega Fernandez frá Kúbu. D.r Max Euwe, heiðursforseti FIDE, á og sætii ráðinu og mun sitja fundinn. Jafnhliða fundi ráðsins , mun kynningar og útgáfunefnd FIDE, CPI-nefnd, halda fund sinn hér, en i henni eiga 9 menn frá', jafn- mörgum löndum sæti. Change hin nýja á æfingu fyrir skömmu. Ljósm. Ketilbjörn A. Tryggvason. SATT-kvöld í Klúbbnum I kvöld verða tónleikar I Klúbbnum á vegum SATT— ( Sambands Alþýðutónskálda og tónlistarmanna). Þar koma fram hljómsveitirnar Geimsteinn, Start, Change og Helga Möller sem syngja mun nokkur lög við eigin undiríeik. Að þessu sinni er ein gömul hljómsveit með I spilinu eins og á fyrri SATT-kvöldum. Það er Change sem þeir skipa Magnús Þór Sigmundsson, Jóhann Helga- son, Siguröur Karlsson og Birgir Hrafnsson. Aðstandendur SATT-kvölda hafa hug á þvi að fá framvegis eina hljómsveit utan Reykjavíkur til þess að koma fram á hljóm- leikum i hvert sinn, og einnig eru uppi hugmyndir um að koma á fót plötuklúbbi. Flugleiðamálið: Er í biðstöðu segir Steingrimur Hermannsson samgönguráðherra ,,Ég get ekkert nýtt sagt um málið á þessari stundu, það má eiginlega segja að það sé I bið- stöðu eins og er, en ég á von á að við tökum þetta fyrir i rikis- stjórninni á morgun”, sagði Steingrímur Hermannsson sam- gönguráðherra er við spuröum hann hvernig staðan væri i Flug- leiöamálinu. Aður hefur verið skýrt frá skil- yrðum þeim sem rikisstjórnin hefur sett Flugleiöum fyrir um- beðinni aðstoð og rikisábyrgö, og sagöi Steingrimur, aö siðustu daga hefðu menn rætt oröalag á þessum skilyrðum. Þá sagðist hann ekki vita betur en að búið væri að taka þá flugiiða sem sagt var upp störfum aftur inná skrá, enda fyrirhugaö að 3ja DC 8 vélin yrði i notkun næsta sumar. 1 dag ættu linur eitthvað að skýrast ef málið veröur tekið fyr- ir á rikisstjórnarfundi, en Stein- grimur sagöi, aö siðustu daga hefði fiskverðið tekið allan tima rikisstjórnarinnar. — S.dór. Ný staða hjá Búnaðarfélaginu: Hhinnmdaráðimautur Arni G. Pétursson hefur nú tek- ið við starfi sem hlunnindaráðu- nautur hjá Búnaðarfélagi tslands. Arni hefur um margra ára skeiö verið ráðunautur I sauðfjárrækt. Búnaðarfélag íslands hefur til þessa ekki haft i þjónustu sinni hlunnindaráðunaut nema að litl- um hluta, en I nokkur ár hefur Arni leiðbeint æðarræktarbænd- um jafnhliða sinu aðalstarfi við sauöf járræktina. Nú verður þetta hinsvegar fullt starf og undir þaö falla, auk leiðbeininga um varpið, reki, silungsveiði, selveiði, jarð- efni, og ýmiss konar önnur hlunn- indi einstakra jarða. öráöið mun enn hver tekur viö hinu fyrra starfi Arna hjá Búnaðarfélaginu og má vera, að Sveinn Hallgrlmsson, sem verið hefur sauðfjárræktarráðunautur ásamt Arna, komi til með að gegna þvi einn i bili a.m.k. -mhg Kraftaverk aö nokkur skyldi sleppa lifandi A sunnudaginn varð bilslys á Kleppsveginum I Reykjavlk og miðað við þaö sem geröist og hvernig bifreiðin var útleikin eftir óhappið gengur það kraftaverki næst að nokkur hinna sex ung- menna sem i bifreiðinni voru skyldi sleppa lifandi. Tveir slös- uðust a 11 mikiö og voru á gjör- gæsludeild I gær með höfuðkúpu- brot, en hinir fjórir eru mun minna slasaðir og fengu raunar þrlr að fara heim eftir aögerð á slysadeild. Bifreiðin sem í óhappinu lenti var að taka framúr annarri bif- reið, en fór utan I hana, og viö það virðist sém bifreiðarstjórinn hafi misst stjórn á bilnum, sem kast- aöist yfir götuna og á stóran her- trukk, og þaðan fór bíllinn svo I loftköstum margar veltur og hafnaði um 60 m frá trukknum. Bifreiðin er gerónýt, aðeins járnahrúga eftir slysið og menn skilja það ekki að farþegar og ökumaður skyldu sleppa jafnvel og raun ber vitni. Leikstjóra- deilan enn óútkljáö Ég vona aö næstu dagar muni skera úr um hvert stefnir i þess- um málum, sagði Hinrik Bjarna- son, yfiranaður Lista- og skemmtideildar sjónvarpsins I samtali við Þjóðviljann I gær um deilu þá sem risin er milli Féiags kvikmyndagerðamanna og Leik- stjórafélagsins um leikstjórn fyrir sjónvarpið. Hinrik vildi ekki tjá sig um deiluna að öðru leyti. Hann sagði að forsvarsmenn félaganna beggja heföu ræðst viö undanfar- ið, —-þetta væri þeirra mál og þau þyrftu að komast _að niöurstööu um hvernig þau höguöu samskiptum sinum I vinnu fyrir sjónvarpið. Meðan deilan er enn óútkljáð liggja æfingar á nýju islensku sjónvarpsleikriti eftir Davíð Oddsson niðri, en Hinrik baö um að leiðrétt yrði ffétt Þjóöviljans frá því fyrir helgi aö þvi leyti að engir samningar hefðu verið gerðir viö leikara og hefðu þeir þvi ekki undirritað þá meö nein- um fyrirvara. Er beðist velvirð- ingar á þeim misskilningi. -AI MðHó sófaset&ð - alltaf jafri ódýrt! Staðgrelðsluverö kr. 495.000 Verð m/atborgunum 550.000 Húsgagnadeild Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 sími10600 Malló sófasettið er ekki einungis með léttu og skemmtilegu yfirbragði, heldur einnig einstaklega létt á pyngjuna. Fjölbreytt úrval af áklæðum - og þú faerð í hendurnar fallegt og vandað sófasett fyrir ótrúlega lágt verð. Sendum i póstkröfu. •' Muniö hina ágætu greidsluskilmála - 1/3 út og eftirstöövar á 6 mánuöum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.