Þjóðviljinn - 01.04.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.04.1980, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 1. aprll 1980 ÞJ<)ÐVILJINN — SÍÐA 5 " Herstöö vaandstœðingar: Gífurleg aðsókn var að baráttusamkomu Samtaka herstöðvaandstæðinga 30. mars í Félagsstofnun stúd- enta. Varðf jöldinn allur að standa í salnum, og margir komust ekki nema í and- dyrið. Aðalræðuna flutti Kjartan Ölafsson ritstjóri, en dagskráin stóð frá kl. 2 til kl. 6,30 og var mjög f jöl- breytt með ávörpum, leik- þætti, söng, Ijóðalestri og fl.. Hluti fundarsalar sést á myndinni að ofan, en á hinni leikarar úr Alþýðu- leikhúsinu, sem fluttu þátt eftir Gunnar Karlsson um lýðveldisstofnunina og að- ursamningnum. — Ljósm. dragandann að Keflavík- — eik. Sprengdu utanaf sér húsið Jazzvakning; Niels- Henning med tónleika 19. apríl Danski jazzbassaleik- arinn Niels-Henning ör- sted Pedersen, sem er öllum islenskum tónlist- arunnendum að góðu kunnur fyrir snilli sina, mun halda tónleika á- samt brasilisku söng- konunni og pianistanum Tania Maria 19. april nk. á vegum Jazzvakningar. Niels-Hennig hefur þrivegis áö- ur heimsótt Island og I öll skiptin hefur hann sannaö svo um munar aö hann er einstæöur tónlista- maöur. Hann handleikur bassann Niels-Henning örsted Pedersen er talinn einn besti djassbassa- leikari heims um þessar mundir. einsog ekkert væri auöveldara og töfrar fram seiðmagnaöa og tryllta tóna úr þessu erfiöa hljóö- færi. Söngkonan Tania Maria hef- ur undanfarin 2 ár heilaö ibúa noröur Evrópu meö söng sínum og píanóleik, ýmisst ásamt braslilisku triói sinu eöa meö evrópskum jazzleikurum. Niels-Hennig og Tania Maria hafa leikiö saman inná eina hljómplötu fyrir Medley útgáf- una, en þau feröuöust saman og héldu tónleika viösvegar i noröur Evrópu sl. haust viö mikinn orö- stý og lof gaghrýnenda sem leik- manna. Eru þau aö hefja hljóm- leikaferöalag aö nýju nú og er ís- landsför þeirra hluti af þessu feröalagi. Vel heppnuð baráttu- samkoma á Breiðumýri Baráttusamkoman sem starfshópur herstöðvaand- stæðinga í Mývatnssveit og Reykjadal boðaði til á Breiðumýri að kvöldi 30. mars fór hið besta fram og var allvel sótt. Hópurinn fékk góöa aöstoö og gesti frá Húsavlk, en aöalræöu kvöldsins flutti Svava Jakobs- dóttir og þótti mönnum mikill fengur aö henni. Sigriöur Einarsdóttir tónlistar- kennari og Jóhann Böövarsson léku saman á pinanó og fiölu og Jón Aöalsteinsson og Leifur Bald- ursson saman á harmoniku og gitar. Þá voru flutt fleiri ávörp og ræöur og aö lokum var almennur söngur. Þetta er i fjóröa sinn sem hald- inn er 30. mars fundur á Breiöu- mýri. „Samkoman er aö veröa fastur liöur og veföur þaö von- andi áfram svo lengi sem Island er i Nató og herinn I landinu, nú og kannski lengur og yröi þá sig- urhátiö,” sagöi Starri i Garöi, er hann flutti Þjóöviljanum fréttiar af samkomunni. „Maöur vonast til aö lifa þaö.” — vh. tfrslit i 27 skoðanakönnunum: Vigdís og Guð- laugur hníQöfn Eftir þvi sem Þjóðvilj- inn kemst næst hafa birst úrslit i 27 skoðana- könnunum um forseta- kosningarnar i dagblöð- unum siðustu vikur. Ef lagðar eru saman tölur úr þeim er Vigdis efst með 775 atkvæði (41.76%), en Guðlaugur fylgir fast á hæla hennar með 769 atkvæði (41.43%). Siðan koma Albert með 215 atkvæði (11.58%), Pétur með 70 atkvæði (3.77%) og Rögnvaldur með 27 at- kvæði (1.45%). Marktækasta skoöanakönnunin mun vera sú sem nemenduri Fé- lagsfræöi i Fjölbrautaskólanum á Akranesi geröu undir leiösögn tveggja kennara sinna um miöjan mars. Þar var um aö ræöa sima- könnun og var tekiö tilviljana- kennt úrtak meöal ibúa Akraness. Þar kom i ljós aö rúmlega þriöj- ungur kjósenda var óákveöinn en Vigdis fékk flest atkvæöi (138), þá Guölaugur (112), Albert (42), Pétur (12) og Rögnvaldur (2). Hinar kannanirnar eru flestar vinnustaöakannanir og eru úrslit- in þannig (tölurnar eru f þessari röö: Vigdis — Guölaugur — Al- bert — Pétur — Rögnvaldur): Skrifstofa Landsvirkjunar (21- 22-3-7-0), Starfsliö Vighólaskóla (15-14-4-1-0), Véladeild SIS (16-27- 2-0-0), Verslanir og skrifstofur Kaupfélags Arnesinga (41-31-11-1- 2), Prentsmiöjan Hólar (8-10-2-1- 0), Isfélag Vestmannaeyja (53-25- 15-2-3), Mjólkursamsala Reykja- vikur (46-90-10-9-1), Hraöfrysti- hús Stöövarfjaröar (44-34-1-0-0), Isal (34-65-28-2-1), Búrfellsvirkj- un (25-12-6-8-0), Kristján Ó. Skag- fjörö (13-19-6-0-3), Blaöaprent (14-14-2-0-6), Vegageröin Borgar- nesi (14-5-2-0-3), Meitillinn *Þor- lákshöfn (8-2-4-1-0), Kaupfélags- verksm. Selfossi (38-30-6-2-0), Kaupfélag Borgfiröinga (84-59-17- 4-2), Kosningabærir nemendur Fisk vinnsluskólans (7-4-6- 1-0), Skýrsluvélar rikisins og Reykjavikurborgar (18-36-11-3-0), Pfaffhúsiö viöBorgartún (11-9-12- 0-1), Hraöfrystihúsiö Drangsnesi (3-20-2-1-0), lbúar Nauteyrar- hrepps (15-2-2-0-0), Rafha Hafn- arfiröi (18-15-6-2-2), Kaupfélag Vopnfiröinga (18-23-2-0-0), Frystihús Noröurtangans Isa- firöi (42-29-8-11-0), Samvinnu- tryggingar og Andvaka (26-45-6-2- 1), og Sölufélagngaröyrkjumanna (5-15-0-0-0). ( GFr. Enn Vigdis og Guðlaugur | Þjóðviljanum hafa bor- ist úrslit i fimm vinnu- staðakönnunum varð- andi forsetaframboð og er Guðlaugur Þorvalds- son efstur i þremur þeirra en Vigdis Finn- bogadóttir i tveimur. Úrslit i prófkjöri meöal starfs- fólks Rafha i Hafnacfiröi uröu á jþann veg aö Vigdis fékk 18 at- kvæöi, Guölaugur 15, Albert 6, en Pétur og Rögnvaldur 2 hvor. IKaupfélagi Vopnfiröinga voru 47 seölar sendir út til starfsfólks- ins og skiluöu 43 sér til baka. Guö- laugur fékk 23 atkvæöi, Vigdis 18 og Albert 2 en aörir fengu ekk- ert. Ifrystihúsi Noröurtangans á Is- afiröi tóku 93 þátt i skoöanakönn- un og fékk Vigdis flest atkvæöi eöa 42, Guölaugur fékk 29, Pétur 11 og Albert 8. Auöir seölar voru 3. Hjá Samvinnutryggingum, Andvöku og Endurtryggingafé- lagi Samvinnutrygginga greiddu 93 atkvæöi af þeim 103 sem þátt- tökurétt höföu en 12 seölar voru auöir eöa ógildir. Guölaugur Þor- valdsson fékk 45 atkvæði, Vigdls, 26, Albert 6, Pétur Thorsteinsson 2 og Rögnvaldur 1. 1 prófkjöri hjá Sölufélagi garö- yrkjumanna hlaut Guölaugur 15 atkvæði en Vigdis 5. Aörir fram- bjóðendur fengu ekki atkvæði. —GFr. Hvammstangi: Vorvaka 1980 Vorvaka 1980 veröur sett I Fé- lagsheimili Hvammstanga kl. 2 eh. fimmtudaginn 3. april af Helga Ólafssyni og stendur til laugardagsins 5. april. Málverkasýningar veröa opnar frá kl. 2-9 á fimmtudag og hina dagana kl. 2-5. Þeir sem sýna eru: Einar Helgason, örn Ingi, Geir Magnússon, Magnús Jó- hannesson og Elfsabet Harðar- dóttir. Kl. 9 um kvöldið veröur flutt eftirfarandi dagskrá: Þorgeir Þorgeirsson les upp úr bók sinni Yfirvaldið. Elinborg Sigurgeirs- dóttir leikur á pianó. Benedikt Axelsson les frumort ljóð. Frá- sögn eftir Bjarna Þorláksson, Siguröur Eiriksson les. Þorrakór- inn syngur. Ljóð eftir Gunnar Dal, Þóra Eggertsdóttir les. Konur úr ungmennafélaginu Kormáki veröa meö kaffiveiting- ar frá kl. 3 á fimmtudag og laug- ardag. Ágóöi af kaffisölunni renn- ur til sundlaugarbyggingar á Hvammstanga. Á laugardaginn kl. 4,30 verður eftirfarandi dagskrá: Visnaþáttur; Ingþór Sigur- björnsson. Einsöngur: Jóhann Jóhannsson. Eyjólfur R. Eyjólfs- son les frumort ljóö. Af gömlum blööum, Siguröur Eiriksson les. „Komdu nú aö kveöast á”: Þóra Agústsdóttir og Bjarni Aöal- steinsson. Vorvöku slitiö. Aögangseyrir að Vorvökunni er enginn. Málverkin á svningunni eru til sölu. —ere/mhg. Húsráðendur athugið! Höfum á skrá fjölda fólks sem vantar þak yfir höfuðið. Leigjendasamtökin Bókhlöðustig 7 Opið: Kl. 13-18 alla virka daga.simi: 27609'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.