Þjóðviljinn - 01.04.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.04.1980, Blaðsíða 16
WODVIUINN t'iiujuudgui apru i»öu A&alstmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til fostu- daga. Utan þess tíma er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins í þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná i afgreiöslu blaósrns i sima 8l6fi3. Blaöaprent hefur slma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öil kvöld. Aðalsímí 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 3% gengisfelling Gengi islensku jafna út þá hækkun sem krónunnar hefur verið orðið hefur á krónunni lækkað um 3% gagnvart gagnvart ýmsum erlendum gjaldmiðlum Evrópumyntum í kjölfar til þess að greiða fyrir hækkunar dollarans á fiskverðsákvörðun og alþjóðamarkaði. ___/_______ Flugleiöir: 76 endurráðnir til haustsins Skuttogarinn Karlsefni RE Nýtt heimsmet Seldi 270 tonn af karfa fyrir 132,4 milj. kr. Flugleiðir hafa boðið 76 manns endurráðningu af þeim 139 sem sagt var upp 1. janúar s.l. en uppsagnirnar áttu að taka gildi i dag, l. april. Af fréttatilkynningu Flugleiða um þessar endurráðn. iþgar er ljóst að þær gilda aðeins til haustsins eða þær eru tilkomnar vegna aukinna verkefna yfir sumartímann. Græðir Pétur 12 miljónir? Þjóðviljinn fór á stúfana i gær eftir blaðamannafund með Pétri Sveinbjarnarsyni þar sem hann skýrði frá vægast sagt mjög einkennilegum bilainnflutningi til landsins. Eftir nokkra eftir- grennslan komst blaðið að þvl að hreinn gróði Péturs af þessum skyndiinnflutningi yrði aldrei undir 12 miljónum króna. Blaðiö sló á þráðinn til hans og bar þetta undir hann en hann færðist undan að svara en benti á hversu góð kjör þessi innflutningur færir landsmönnum þar sem kaupverð bilanna er helmingi lægra vegna hins smávægilega útlitsgalla. Hin siauknu umsvif Péturs og ótrúlegsamböndhljótaengu siður að vekja ýmsar spurningar og mun Þjóðviljinn hafa augun opin gagnvart þessum áróðurmeistara ihaldsins á næstunni. —GFr. ^Það var rétt fyrir áramótin að tijkynnt var um gifurlegan sajndrátt i starfsemi Flugleiða og 139 manns var sagt upp störfum en'hálfu ári áður höfðu um 200 manns fengiö reisupassann. Akveðið var að hafa einungis 2 vélar i förum millli Evrópu og Bandarikjanna og „tian” var leigð i tvö ár til Flórida. Um svipað leyti hófust opinberar viðræður við Luxemburgara um stofnun nýs flugfélags. Nú tveimur mánuðum siðar hefur útlitið heldur skánað, — ákveðið hefur verið að bæta þriöju vélinni við i Ameriku- flugið, leiguflug hefur orðið meira en búist var við, unnið hefur verið að lækkun lendingar- gjalda i Keflavik og Luxemburg og rikisábyrgð hefur fengist fyrir rekstrarláni með ákveðnum skil- ' yrðum. Ekki er að efa að mörgun flug- liðum svo og starfsfólki á Kefla- vikurflugvelli léttir nú stórum þar sem rúmur helmingur fær kost á endurráðningu. Þeir heppnu eru 14 flugmenn á DC-8, 2 flugmenn á Fokker Friendship, 7 flugvélstjórar á DC-8 og 20 flug- freyjur auk 7 flugvirkja i viðhaldsdeild og 26 manns i flug- stöðinni i Keflavík. Tekið er fram i fréttatilkynningunni að flug- liðarnir séu ráðnir vegnaverkefna i Luxemburg sem standa frámi september og vegna aukins flugs i sumar yfir Atlantshafið. Einnig er tekið fram að starfsliði i flug- stöðinni hafi verið boöin endur- ráðning til haustsins. —AI. Gengisstefnan mun að öðru leyti verða óbreytt frá þvi á s.l. ári, þ.e. hægfara gengissig til þess að jafna kostnaðar- hækkanir innan lands og utan og mun verða tekið mið af þeirri stefnu stjórnvalda að draga smám saman úr verðbólgunni. Frá áramótum hefur gengissig islensku krónunnar gagnvart dollar numið 5%, en vegið meðal- gengi krónunnar gagnvart öllum myntum hefur haldist óbreytt á sama tima vegna hækkunar dollarans á alþjóðamarkaði. Hins vegar hafa gjaldmiðlar ýmissa Evrópuþjóða, sem við kaupum mikið af og innlendur iðnaður á i samkeppni við, lækkað gagnvart krónunni. Þannig hefur danska krónant.d. lækkað um 6.6% gagn- vart þeirri islensku, sú sænska um 2.7% og v-þýskt mark um 7%. í gær kostaði hver dollar kr. 429.70 en kostar i dag 442.60. Danska krónan kostar nú 73.35 og v-þýskt mark 228 krónur. -AI. Odvar Nordli, forsætisráðherra Noregs, lýsti yfir þjóðarsorg í Noregi i gær vegna slyssins á borpallinum Alexander Kielland, þar sem sem 123 týndu lifi. Fánar voru dregnir I hálfa stöng á öllum opinberum byggingum I Noregi I gær, skemmtunum öllum frestað og sorgarlög leikin I útvarpi og sjónvarpi. Tölur um þá sem voru um borð á pallinum hafa verið mjög á reiki af þeirri einföldu ástæðu að oliufélögin hafa ekki fengist til að sinna manntali á borpöllunum, eins og lögreglan i Noregi hefur marbeðið þau um. Nú mun þaö nokkurn veginn vist að 212 manns hafi veriö á pallinum, 89 var Skuttogarinn Karlsefni RE seldi I Cuxhafen i Þýskalandi 270 lestir af karfa fyrir 132.4 miljónir islenskra króna um siðustu helgi og er þetta hæsta fisksala sem dæmi eru um i heiminum. Þetta gera 489 kr. isl. fyrir hvert kg. Þetta er 10 þúsund mörkum hærri sala en áöur er vitað um i Þýska- landi og 2 milj. kr. hærri sala en metið sem ögri RE setti 9. janúar s.l. þegar hann seldi 242 lestir af þorski fyrir 130 millj. kr. i Bret- landi. bjargað en 123 létu lifið. Formlegri leit að þeim sem saknað er var hætt s.l. laugar- dagskvöld.. Norska rikisstjórnin hefur ákveðið aö tilraunaborunum þeim,sem hún hafði samþykkt að gerðar yrðu fyrir norðan 62. breiddarbaug, veröi frestað þar til orsakir slyssins á Norðursjó eru ljósar. Undirstaða pallsins sem gaf sig verður dregin til Stavangurs þar sem opinber 4ra manna nefnd mun stjórna rannsókninni á slysinu. Tæknilegir ráðgjafar frá Phillips-fyrirtæk inu, sem hafði pallinn á leigu, verða nefndinni til aðstoðar. Að sögn Agústs Einarssonar hjá LIÚ er ástæðan fyrir þessari háu sölu Karlsefnis fyrst og fremst sú, að karfi er afar eftir- sóttur fiskur I Þýskalandi, páska- vikuna. Frá þvi i janúar og fram að páskum væri besti timinn til að selja fisk i Þýskalandi og mætti segja að 2 siðustu Y.ikurnar fyrir páska næði verðið hámarki. 1 dag mun skuttogarinn Ýmir seljai'Þýskalndi, en ekki er vitað um fleiri sölur þar fyrir páska. -S.dór. Pallurinn sjálfur er enn á 70 m dýpi og hefur ekki verið hægt að sendaniöurkafara vegna veðurs. -S.dór. Samúðar- kveðjur Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra,. hefur sent Odvar Nordli, forsætisráðherra Noregs, samúðarkveðjur vegna slysfaranna á Norðursjó. Þjódarsorg í Noregi vegna slyssins á borpallinum Alexander Kielland — frekari tilraunaborunum frestað Fyrstu 300 Mihitzubilarnir til landsins i dag: jAðeins 2.2 miljónir vegna útlitsgalla — Tekiö viö pöntunum ; i Hafnarfiröi i dag It dag koma til landsins 300 fólksbilar af gerðinni Mihitzu, I* sem er mjög þekkt I Japan en hefur ekki veriö áður á markaði hérlendis. Það er Pétur Svein- bjarnarson, fyrrverandi for- Imaður Umferöarráös,sem flyt- ur þessa bila inn,og boðaði hann til blaðamannafundar I gær til að kynna máliö en hann fékk þá Ikeypta á mjög lágu verði vegna smávægilegs útlitsgalla og reiknaði hann með að verð , þeirra yrði í þæsta lagi 2.2 Imiljónir króna en það er innan við helmingur venjulegs kaup- verös. Bflunum veröur skipað , upp i Hafnarfirði og ekið I dag i Igiröingu Bifrastar við Hvaleyr- arbraut. Verður einn bilanna til sýnis hjá Lýsi og mjöli hf. við a Hvaleyrarbrautina og þar tekur IPétur við pöntunum fyrir þá sem þess óska upp úr kl. 4 í dag. Pétur sagði á blaðamanna- ■ fundinum að hann hefði nýlega I veriö á ferö i Hollandi til að kynna sér rekstur veitingahúsa og hefði þá komist á snoðir um þessa bila en þá átti að senda aftur til Japans vegna þess að fram komu gallar i lakki. Hefði króm á stuðurunum runniö út i lakkið og einnig komið fram loftbólur i þvi. Svo vill til að for- maður Félags bifreiöainnflytj- enda frá Japan i Evrópu, sem haföi meö málið að gera, er Mr. Woodcar en hann er fyrrverandi formaður hollenska Umferöar- ráösins, kunningi Péturs og mikill íslandsvinur. Beitti hann sér fyrir þvi aö bilarnir yrðu sendir til íslands þar sem talið var að þeir myndu minnst skemma fyrir væntanlegri sölu- aukningu i Evrópu. Sagi Pétur að málið hefði bor- ið mjög snögglega að en hann hefði fengiö fyrirgreiöslu frá Landsbankanum og leyfi frá viðskiptaráöuneytinu enda væri hér um að ræöa mjög góð kjör fyrir tslendinga. Bilarnir eru fluttir inn i eigin nafni Péturs en ekki hefur formlega verið stofn- að umboösfyrirtæki. Þess skal getið að Landsbankinn hefur þegar tryggt sér 30 bfla og taldi Pétur þá vera ætlaða útibús- stjórum bankans. Ekki er endanlegt verð komiö á bilana en Pétur sagði að há- mabksverð væri 2.2 miljónir króna en það gætilækkað. Leyfi hefur fengist hjá tollyfirvöldum til þess að taka einn bil út úr girðingunni við Hvaleyrarbraut og eins og áður sagði verður hann til sýnis á athafnasvæði Lýsis og mjöls og verður tekið við pöntunum eftir kl. 4 þar gegn 100 þúsund króna trygg- ingu. Siðan verða boðin þau kjör að borga bílinn á 8 mánuðum með jöfnum greiðslum. Athygli hefur vakið að bila- gerðin Mihitzu skuli ekki hafa veriö flutt áður til tslands en hún er kennd við upphafsmann japanska bilaiðnaðarins. Bil- Pétur Sveinbjarnarson útskýrir kosti Mihitzu 200 á blaðamanna- fundi I gær en hann er talinn einn öruggasti bfllinn á markaönum , núna og hefur ýmsar nýjungar t.d. svokallaða töivustýröa nauð- • hemla og sérstakan styrktarbita að framan sem vörn gegn árekstr- um. (Ljósm.: — gel). arnir sem hér um ræðir eru af gerðinni Mihitzu 200, 5 manna fólksbifreiðir, fjögufra dyra, af árgerðinni 1979. Þeir eru mjög sparneytnir og reiknaði Pétur með að þeir eyddu 6-8 litrum á hundraöið i innanbæjarakstri entveimur litrumminna á þjóð- vegum. Verð bilanna er álika og kostar að reka eyðslufrekan jeppa á einu ári. Ýmsar nýjungar eru i þessari bilgerð, t.d. tölvustýrðir nauð- hemlar sem minnka hemlunar- vegalengdina um 20%. Þá eru þeir styrktir að framan meö sérstökum bita sem hrekkur i l sundur við árekstur. Eiga þeir að þola árekstur á 50-70 km hraða án þess að farþegum sé • stór hætta búin. Mun enginn bill I á markaðnum vera jafnfull- I kominn frá öryggissjónarmiði. Meðal annars fylgir þessum • bilum sjálfleitandi 6 rása útvarp I og fullkomið segulband með 3 stereóhátölurum. Bilarnir koma frá Hollandi • með japanska skipinu Mitzima- I maru en þaö mun siðan taka | loðnuafurðir til Japans. — GFr. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.