Þjóðviljinn - 03.04.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.04.1980, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. april 1980 Fimmtudagur 3. aprU 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11' Skipulag Hvamma Aö minu mati er skipulag Hvamma ekki einungis byggt á forkastaniegum skipulagshug- myndum, heldur einnig mjög slæm iltfærsla á þeim. Ég ætla mér hér á eftir aö ræöa litillega um nokkrar hliöar þessa skipu- lags. Skipting lands i Hvömmum Hvammar er eitt af ákjósanleg- ustu byggingarsvæöum bæjarins meö tilliti til staösetningar, útsýnis og fl. Þaö er þvi aö færa fólki fé á silfurfati aö úthluta þvi lóö þarna, alla vega sé miöaö viö þau markaöslögmál sem ráöa viö kaup og sölu húsnæöis i þessu landi nú. Þaö heföi þvi aö minu mati átt aö vera eitt af mark- miöum bæjarins viö skipulagn- ingu þessa svæöis aö tryggja réttláta skiptingu þeirra gæöa sem landiö býöur upp á. Samkvæmt skipulagi hverfisins þeas. fyrir samkeppni, var ibúöum i fjölbýlishúsum (á 3—6 hæöum) eöa ca. 55% ibúöa á svæöinu ætlaö tæplega 30% lands- ins, en hinum ca. 45% ibúöa i raö- og einbýlishúsum (á 1 og 1 1/2 hæö) ca 70% landsins. Upptöku- gjald og gatnageröargjald á hvern fermetra lóðar réttlætir ekkertaö minu mati, þar sem þaö veröa smámunir, þegar mark- aöslögmálin fara aö ráöa. Nýting lands I Hvömmum tltgjöld bæjarins til hönnunar og byggingar nýrra ibúöarhverfa ár hvert eru mikil. Gatnageröar- gjöld og önnur gjöld gera ekki meira en aö standa undir hluta þess kostnaöar. Sama gildir um viöhald og rekstur. Meö tilliti til þessa og óæskilegra áhrifa sem mikil úþensla bæjarins hefur I för meö sér sem ég hef hér getið um áöur, þá er ákaflega mikil- vægt aö landiö sé nýtt vel eöa meö öðrum orðum þvi ekki beinlinis sóaö. Samkvæmt skipulagi Hvammahverfisins er gert ráö fyrir um 300 ibúöum á svæöinu. Þar af 170 í f jölbýlishúsum og 130 i raö- og einbýlishúsum. Sé rhiöað viö meöalf jölda Ibúa á ibúö I landinu nú, má áætla aö þarna komi til aö búa um 1000 manns þegar svæöiö verður full- byggt. Meö þvi aö skipuleggja þetta hverfi á annan hátt, þar sem svo kölluð lág þétt byggö heföi veriö rikjandi, heföu helm- ingi fleiri Ibúar geta búiö á sama svæöi eöa um 2000 manns. Og er þá ekki langt gengiö I nýtingu landsins. Lág þétt byggð Lág þétt byggö hefur aö minu mati marga kosti fram yfir þá tegund byggöar sem nú er aö risa I Hvömmum. Ef vel er aö verki staöið má meö slíkri byggö tryggja réttlátari skiptingu og betri nýtingu lands og fyrir- byggja þaö misrétti aö fólki sé skipaö i hús og hverfi eftir tekjum þess. Lág þétt byggö hefur einnig ýmsa aöra kosti, t.d. varöandi orkusparnaö, skjól, gróöur, rækt og fl. Þaö skal undirstrikaö hér ab lág þétt byggö er engin ný bóla eöa tiskufyrirbrigöi. Þessir skipulagshættir eru bæöi reyndir og þróaöir hérlendis. Þeir upp- fylla þær kröfur sem flestir gera til húsnæöis og umhverfis og hafa gefiö góöa raun og ættu ekki aö vera Hafnfiröingum framandi, þvi þeir hafa svo að segja haft hana fyrir framan nefiö á sér alla tiö. Allt fram yfir striö byggöu Hafnfiröingar ákaflega þétt og lágt og er byggöin umhverfis Hamarinn gott dæmi um þaö. Hún sómir sér svo sannarlega vel. Umferðarskipulag Hvamma. Umferöarskipulag hverfisins finnst mér taka út yfir allan Háhýsin uröu ekki til hérlendls á þeirri forsendu aö betta fbúöarform hefði verið taliö geta uppfyllt þarfir fólks i sinu umhverfi eða félagslega, heldur fyrst og fremst vegna þeirrar trúar ráðamanna og ýmissa sérfreðinga að leysa mætti þáverandi húsnæðis- vanda á hagkvæman hátt með byggingu þeirra. JBB r '■íM $ 1 ▼ .Jit I HAFNARFIRÐI þjófabálk. Þaö er eins meö þaö og annaö I þessu skipulagi aö þaö byggir á skipulagshugmyndum, sem reynslan hefur sýnt aö eru meingallaöar. Allt skipulag hverfisins miöar fyrst og fremst aö því aö tryggja aö hinn akandi vegfarandi komist fljótt leiðar sinnar og allt er lagt i sölurnar til ,að ná þvi marki. Engu er skeytt um hin skaölegu áhrif bilsins á umhverfi, lif og heilsu fólks. notkun bilsins, skapaö mun betri möguleika til betri nýtingar lands, og ekki sist tryggt aukið umferöarörýggi innan hverfisins. 1 þessu skipulagi er ákaflega litiö gert til aö auka á öryggi barna i umferöinni. Á einum staö I báglegri greinargerö meö skipu- laginu er þess getiö aö viö inn- keyrslur aö húsgötum skuli lagöir þröskuldar til aö draga ilr hraöa umferöar og þær einnig merktar tengja þennan veg viö Reykjanes- veg, þó svo aö i framtiöinni risi byggö ofan Reykjanesvegar. A þennan hátt eykst slysahætta verulega innan hverfisins fyrir fáeinar sekúndur eða minútur sem ferö vissra akandi vegafar- enda styttist með tengingu þess- ari. Eitt af þvi sem vekur furöu manns I þessu skipulagi er staö- SNEIDING B-B: ...4....................... , ,SS". Þvividdarmynd af svoköiluðum „Keilishúsum”. Fjölbýlishús f tillögum þeirra Manfreðs Vilhjálms- sonar, Þorvalds S. Þorvaldssonar, Guðmundar Kr. Guðmundssonar og Ólafs Sigurðssonar. Meö þessu skipulagi er beinlinis veriö aö ýta undir aö fólk noti bil- inn til aö komast leiöar sinnar. Þaö þykir mér skjóta skökku viö þegar allt útlit er fyrir aö I fram- tiöinni minnki möguleikar fólks til þess, sökum stöðugt hækkandi orkuverös. Þaö heföi aö mlnum dómi veriö hyggilegra aö búa vel aö hjólandi og gangandi vegfar- endum og reyna af fremsta megni aö halda bílaumferöinni utan hverfisins. Slikt heföi haft marga ótviræöa kosti i för meö sér, t.d. tryggt betra umhverfi, oröiö til aö létta undir meö fólki aö draga úr „Börn aö leik.” Þetta er I mlnum augum óttalegt yfirklór, þvi mitti gegnum hverfiö er gert ráö fyrir vegi sem bæöi tengist Reykjanes- vegi og Asbraut og fyrirsjáanlega veröur mikil umferöargata. Yfir hana þarf stór hluti barna hverf- isins aö fara á leiö sinni til og frá skóla og þykir mér aö hér sé veriö aö bjóöa hættunni heim. Þaö er kannski meiningin aö tryggja umferöaröryggi barna á þessari götu meö því aö setja upp skilti sem á stendur „Bannaö aö keyra á börn.” Ég get ekki séö hvaöa tilgangi þaö þjónar aö Afstöðumynd af tillögu arkitektanna Ingimundar Sveinssonar og Gylfa Guðjónssonar af svæði A. Það er grunur minn aö bæjar- stjórn Hafnarfjarðar hafi viljaö losna viö fjölbýlishúsin úr þessu skipulagi vegna þess aö þeir vissu af fenginni reynslu hvaöa afleiö- ingar bygging þeirra hefði i för meö sér. Og aö þar sem þeir hafi ekki mátt viö þvi aö draga úr þéttleika byggöar á þessum svæöum, af fárhagsleg- um ástæöum og ýmsum öörum, þá hafi þeir valiö þann kostinn aö beita sér fyrir samkeppni um út- færslu á þeim og á þann hátt hugsaö sér aö fá fram lausn á þeim vandamálum sem fylgja fjölbýlishúsunum samtimis þvi aö halda sama nýtingarhlutfalli lands. Sú tillaga sem fékk hæstu eink- unn og mælt var með til útfærslu á svæöi A var unnin af arki- tektunum Manfreö Vilhjálms- syni, Þorvaldi S. Þorvaldssyni, Guömundi Kr. Guömundssyni og Ólafi Sigurössyni. Þessi tillaga byggir á sömu hugmyndum og liggja aö baki skipulagningu og byggingu fjölbýlishúsanna, eöa þeirra sem ég hélt aö bæjarstjórn væri að reyna aö forðast. Húsin eru samliggjandi fæst 3 og flest 16, ýmist raöhús á 3 hæöum eöa fjölbýlishús á 5 hæöum. Form húsanna er jafnhliða þrihyrnt prisma, þar sem topphornið eöa mænirinn er eilitiö rúnnaður. Ibúöirnar ganga þvert I gegnum prismaö og taka aöeins inn ljós I endum. Þaö kemur ekki aö sök varöandi raöhúsin og ekki heldur I efstu ibúöum fjölbýlishúsanna en þær eru á tveimur hæöum. En tvær neöstu íbúöirnar eru mjög djúpar og þvi ákaflega dimmar. Yfirhangandi svalir af ibúöum fyrir ofan og handriö Ibúöanna sjálfra skyggja enn meira á ljós- streymiö inn i ibúöirnar. Næst- neöslu ibúöirnar I fjölbýlishúsun- um eru t.d. 18 m aö lengd. Finnst mér þetta stór galli á þessum ibúöum. Skipulagning svæöisins finnst mér handahófskennd. 1 staö þess aö reyna aö brjóta niöur skalann og gefa sem flesum ibúum mögu- leika á garöi og aö mynda lltil skjólgóö útirými til ýmissa nota, eru hér mynduö faein stór óskil- greind svæöi sem opin eru fyrir veöri og vindi. Trjáreitnum fyrr- nefnda er þó aö stórum hluta til leyft að standa og er þaö góöra gjalda vert. Umferöarskipulag finnst mér einnig ófullkomiö. Form húsanna segja höfundar sig hafa sótt I fjalliö Keili, en ég fæ ekki skiliö hvernig þaö má vera, þvi samkvæmt þrividdar- skynjun minni er Keilir keilulaga en ekki þrihyrnt prisma, en sitt setning fjölbýlustu Ibúöarsvæö- anna innan hverfisins meö tilliti til umferöar. Hún er þannig aö öll umferö til og frá þessum svæöum er leidd inn I hverfiö og um þaö. Skynsamlegra heföi veriö aö velja þessum svæöum staö þann- ig aö umferö til og frá þeim heföi veriö haldiö sem mest utan hverfisins. Ekki fæ ég skiliö hvaö hefur ráöiö staöarvali, ef til vill fagurfræöilegur samruni fyrir- hugaöra fjölbýlishúsa á þessum svæöum og Fagradalsfjalla eöa Sveifluhás, eöa kannski kall af himni ofan. Trjáreitur séra Garðars heitins A skipulagssvæöinu er aö finna trjáreit sem séra Garöar heitinn og eftirlifandi kona hans lögöu mikla alúö viö aö rækta upp og er hann til mikillar prýöi. Viö skipu- lagningu hverfisins voru ekki viö- haföar neinar ráöstafanir til aö tryggja aö garöur þessi fengi aö standa. Tel ég þaö vera skipu- leggjanda og skipulagsnefnd til skammar aö hafa ekki sýnt verk- um þeirra sem hér áttu hlut aö máli meiri viröingn ekki sist þar sem um náttúruverömæti er aö ræöa. Trjáreitur þessi er innan ann- ars þess svæöis sem efnt var til samkeppni um útfærslu á. 1 út- boösgögnum samkeppninnar er ekki orö aö finna um tilurö hans né aö þess sé óskaö aö hann fengi aö standa. Þaö var fyrir ábend- ingar fólks úti I bæ og athygli þátttakenda sjálfra aö þeir fengu vitneskju um þennan trjáreit og af áhuga hliföu honum I tillögum sinum. Aftur á móti er I fyrr- nefndri greinargerö meö skiöulaginu aö finna eftirfarandi klausu. „Áopnum svæöum viö götu- kjarna er fyrirhugaö aö land njóti sin sem best I upprunalegri mynd (ætti að vera.. landiö fái aö njóta sin I upprunalegri mynd...), klappir og stórir steinar séu látnir standa óhreyföir og þar myndist minniháttar leiksvæöi.” Ekki er hægt aö segja annaö en aö mis- jafnt er gildismat manna á þvi hvaö séu náttúruverömæti. Samkeppnin og tillögurnar Eins og fyrr getur var efnt til samkeppni um skipulagningu og útfærslu á Ibúöarhúsum á tveim- ur reitum innan hverfisins, sem samkvæmt skipulagstillögu voru ætlaðir undir 170 Ibúöir I f jölbýlis- húsum á 3-6 hæöum. Þessir reitir liggja syöst i hverfinu (næst Reykjanesvegi), þaö stærra merkt A (ca. 100 ibúöir) nær klaustrinu, og er innan þess aö finna fyrrnefndan trjáreit, og þaö minna merkt B (ca. 70 Ibúöir) nokkru vestar. Samkeppnin var lokuö þeas. aöeins 5 aöilum var boöin þátttaka. Fjórir skiluöu inn tillögu og mælti dómnefnd meö tveim þeirra til útfærslu. Valdimar Harðarson, arkitekt, skrifar sýnist hverjum. En þetta form húsanna, sem i minum augum er nokkuö , yfirþyrmandi, er þaö eina sem mér finnst verulega frá- brugöiö I þessari tillögu og þeirri sem var aö finna á þessu svæöi samkvæmt skipulagstillögu, en form húsa I þeirri tillögu hefur ef- laust veriö sótt i Esjuna, eöa ein- hverja framleiðslu kassageröar- innar. Vonandi leysir þetta form þau vandamál sem fylgt hafa fjölbýlishúsunum, þvl ekki er aö sjá aö annaö i þessari tillögu geri það. Sú tillaga sem fékk næst-hæstu einkunn og dómnefnd mælti meö til útfærslu á svæöi B, var unnin af arkitektunum Gylfa Guöjóns- syni, Ingimundi Sveinssyni og aö- stoöarfólki þeirra. Aö minum dómi er þessi tillaga best útfærö af þeim sem i samkeppnina bár- ust. Hún byggir á skipulagshug- myndum sem kallaðar hafa veriö iág þétt byggö. Húsunum sem flest eru raöhús á 2 hæbum er haglega fyrirkomiö, þannig aö hver húsgarður nýtur vel sólar, og þar sem þau liggja þétt saman mynda þau gott skjól i göröum og á sameiginlegum útivistarsvæö- um, sem þau raöa sér um. Götur aö húsunum eru aöeins ætlaöar gangandi og hjólandi umferö. Byggöin er vel felld aö umrædd- um trjáreit, og er hann notaöur sem nokkurskonar þungamiöja útiathafna á svæðinu. Austan viö hann eöa nær klaustrinu er aö finna heföbundn- ar blokkabygginar á þremur hæö- um. Blandast byggðin viö þetta, en aö minum dómi er þetta lak- asti hluti tillögunnar. tbúöirnar finnst mér vel úr garöi gerðar, en vissulega er hér um of mikla ein- hæfni I ibúðargeröum aö ræöa þar sem fjöldi þeirra er mikill. Miöaö viö forsendur samkeppninnar, er kannski ekki I þvi sambandi hægt aö sakast viö keppendur. Lausn umferöarmála er meö ágætum og vel er búiö aö hjólandi og gang- andi umferð. Finnst mér ef á heildina er litið aö þessi tillaga sýni glögglega hversu mikla möguleika þær skipulagshug- myndir sem hún er byggö á, gefa til sköpunar góös umhverfis og góöra hibýla fyrir fólk. Ég hef sagt hér aö framan að mér finnist skipulag Hvamma forkastanleg vinnubrögö og fært rök fyrir þeirri ályktun minni. Þessi samkeppni bætir að mlnum dómi þar ekki mikið úr, en þó hef- ur bæjarstjórn, það er að segja ef hún lætur til skarar skriöa viö framkvæmd útvaldra tillagna tekist aö losa sig viö skemmdasta epliö úr körfunni, en þau eru mörg skemmd eftir. Fjörutíu hús á einu fati Þaö er eitt mál tilheyrandi þessu skipulagi sem ég get ekki látið hjá liöa aö nefna þó grein þessi sé oröin æriö löng, en þaö er varöandi þá ákvöröun bæjar- stjórnar Hafnarfjaröar aö úthluta 40 raöhúsalóöum meö þeim skil- yröum aö á þeim yröu byggö ákvebin hús sem teiknuö eru af sama aöila og skipulagbi hverfiö Hvamma. Látib var i veöri vaka aö þetta væri gert á þeim forsend- um aö verkið væri verulega vandasamt, þar sem um mjög sérstæöa staösetningu lóöanna á svæðinu væri aö ræöa, vegna nær- veru þeirra viö klaustrið. Ég hef meö tilliti til þessa skoö- aö staösetningu lóöanna og þau hús sem á þau eru teiknuð og get ekki séöaö forsendur þessar eigi vib nema hluta þeirra húsa sem um ræöir og aö leysa heföi mátt sérstöðu þeirra meö ákvæöum I byggingarskilmálum. Þar sem ég get ekki heldur séö neinar aörar forsendur fyrir þvl aö lóðunum sé úthlutaö meö þessum húsum þá grunar mig aö hér sé.eitthvaö ó- hreint I pokahorninu. Skrifaö i Lundi i janúar 1980. Valdimar Harðarson «1 Síðari hluti á dagskrá Snorri Styrkársson: Formleg tengsl við Abl. eru engin. Æskulýðsfélagið kemur ekki til með að kjósa fulltrúa sina i stofnanir Alþýðubandalagsins. Sá sem gengur i félagið er ekki þar með orðinn flokksmaður Abl. 12. apríl Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þaö aö æskulýðs- starfið og sóslalisk skólun hefur veriö hornreka innan Alþýðu- bandalagsins undanfarin ár. Æskulýösnefnd flokksins var sett á laggirnar strax áriö 1968, en var litt starfandi þar tU 1976. Slöan þá hafa veriö haldnar ár- lega ráöstefnur ungra Alþýöu- bandalagsmanna þar sem nefndin hefur veriö kosin. A þessum ráöstefnum hefur skipulag starfsins alltaf veriö til umræbu, enþaö var ekki fyrr en I nóvember 1979 aö einhugur var um stofnun æskulýösfélags sósialista (til að byrja meö á Reykjavlkursvæðinu). Þab er algeng einföldun i um- ræöum um þessi mál, aö flokks- menn (les: flokksforustan) hafi verib hræddir viö skipulagt starf ungra sósialista innan flokksins. Þvert á móti hefur þaö veriö almennt viöurkennt aö þaö væri mál unga fólksins sjálfs hvaöa skipulag væri á starfi þess. Vel má vera aö erfiöleika- timahiliö 1968-74 hafi skapaö óþarfa „ábyrgöartilfinningu” hjá þeim mönnum sem i upphafi þess timabils völdu sér starfs- vettvang innan Abl., en hitt er þó allt eins liklegt aö ástæöan fyrir þvi aö ekki var fyrr talin þörf á æskulýössamtökum liggi fyrst og fremst I þvi. að viö stofnun flokksins var farin sér- stök herferö til aö auka tölu flokksfélaga og margt fólk kom iflokkinn á þessum tima og fékk þar af leiöandi allmikil áhrif I honum. Aöstæöurnar i dag eru á hinn bóginn aörar og erfiöari. Vinstri bylgjan hefur hjaönaö, aub- valdssinnar hafanáö sérá strik i áróöri sinum, Æskulýösnefnd Abl., hefur ekki tekist aö fá fólk til aö starfa með sér og sfðast en ekki slst þá er Alþýðubanda- lagið ekki þesslegt i dag aö þaö sé mjög gimilegur valkostur fyrir unga sósíalista. Þetta siöasta atriöi skýrir þá uppbyggingu sem undirbún- ingsnefnd Æskulýösfélags sósialista leggur til aö veröi á félaginu. Formleg tengsl viö Abl. eru engin. Æskulýösfélagiö kemur ekki til meö aö kjósa fulltrúa sina i stofnanir Alþýöubanda- lagsins. Sá sem gengur I félagiö er ekki þar meö oröinn flokks- maður Abl. Þau tengsl sem félagiö mun hafa viö Abl. eru fyrst og fremst þau, aö félagiö mun leggja stefnuskrá Alþýöubandalagsins til grundvallar starfi sinu aö framgangi sóslalisma og þjóö- frelsis. Æskulýösfélagiö er þvi félag þeirra sem geta skrifaö undir þá þjóðfrelsisgreiningu og baráttu- og markmiöslýsingu sem þar kemur fram. Þaö leiöir af þessu aö þeir sem hafa valiö aö starfa innan t.d. Alþýöu- flokks eöa Fylkingarinnar hafa ekki erindi I félagið. Hinsvegar er þaö grundvallarskilyröi að við höfum ekki viljaö binda félagiö viö flokksbundna Al- þýöubandalagsmenn, heldur eru allir sósialistar, sem ekki eru meölimir annarra flokks- pólitiskra samtaka en Alþýðu- bandalagsins, hvattir til aö ganga til liðs viö Æskulýðsfélag sóslalista. Félaginu er ætlaö þaö hlut- verk — auk baráttu fyrir sóslal- isma og þjóöfrelsi — aö annast þá sósialisku skólun meöal ungs fólks sem Abl. hefur vissulega vanrækt og I annan staö aö búa til starfsvettvang fyrir hin sér- stöku hagsmunamál æskulýös- ins. Fyrir stofnfundinum liggur aö taka ákvaröanir um starfsáætl- un félagsins og þar meö þau verkefnisem félagiö munvinna aö á fyrsta starfsári sinu. Einn- ig þarf aö taka ákvaröanir um ýmis atriöi viövikjandi upp- byggingu félagsins, þám. um aldurstakmörk fyrir inngöngu- rétti. Lesendur Þjóöviljans hafa aö öllum llkindum fengiö þá hugmynd — og þaö réttilega — af grein félaga Benedikts Kristjánssonar á föstudaginn slðasta, aö skiptar skoðanir væru um þessi aldursmörk, en ég tel hinsvegar siöur Þjóövilj- ans kolvitlausan vettvang fýrir rök meö eöa móti einstökum sjónarmiöum 1 þessu máli. Þetta veröur auövitaö útkljáö á stofnfundi félagsins. En hinsvegar mega lesendur Þjóöviljans ekki draga þá álykt- un af grein félaga Benedikts ab meöal okkar. sem aö félags- stofnuninni standa, sé deilt um nauösyn á sóslallsku fræöslu- starfi sem hornsteini annars starfs. Þvert á móti höfum viö alla tiö frá þvi haustið 1979, þeg- ar félagsstofnunin var endan- lega ákveðin, gengiö aö þvi sem gefhu aö koma yröi á fót skipu- lagöri skólun meöal nýrra félagsmanna. Undirbúnings- nefndin mun leggja þá tillögu fyrir stofnfundinn aö innan sex mánaöa frá inngöngu skuli félagsmaöur hafa lokiö grunn- námshring félagsins. Lág marksþekking félagsmanna é kenningum sósialismans yrbi þannig tryggö. Þaö er mikilvægt aö stofn- fundur félagsins veröi fjöl'- mennur og aö þar veröi sleginn öflugur tónn fyrir sósialisku þjóöfélagi. Þvlhvet ég alla, sem áhuga hafa á aö taka þátt i stofnun þess félags sem hér heS* ur veriö lýst,til aö koma á stofn** fundinn i Lindarbæ 12. aprll. Snorri Styrkársson erlendar bækur lch Wolkenstein. Eine Biographie. Dieter KQhn. Insel Verlag 1979. Oswald von Wolkenstein átti 600 ára afmæli áriö 1977. Þessi ágæti söngvari fagurra ljóöa, skáld, prangari, flækingur, riddari og ævintýramaöur fæddist 1377 og gaf upp andann 1445. Hann er tal- inn meöal betri skálda á slnum tima og hann lét eftir sig nægar upplýsingar I ljóöum og ööru til þess aö Dieter KOhn gat sett sam- an þessa skemmtilegu ævisögu þess gamla riddara og skálds, sem fór svo vlöa og kynntist kjör- um manna og háttum á löngu liönum tlmum. Oswald var frá Tlrol, af aöals- ættum. Hann strauk aö heiman tiu ára gamall. Hann feröaöist vltt um Evrópu, var I þjónustu Sigismundar keisara, hann gisti svarthol sinnar heittelskuöu. Eft- ir hann liggja um 125 kvæöi og ljóö og eru mörg þeirra meö þvi besta sem kveðiö var á Þýska- landi á siömiööldum. Dieter Kuhn er vel kunnur höf- undur og I þessari bók dregur hann upp lifandi mynd Wolken- steins og tlmanna sem hann liföi; hann birtir kvæöin og ljóöin og byggir frásögn sina á þeim heim- ildum. Auk kvæöanna notar Kiihn aör- ar samtima heimildir tii þess aö ævisagnan veröi sem fyllst. Megaliths and their Mysteries The Standing Stones of Old Europe. Alastair Service and Jean Brad- bery. Weidenfeld and Nicolson 1979. Vltt um Evrópu og reyndar vlöar finnast uppistandandi steinaraöir sem viröist raöaö eft- ir vissum reglum. Þessi mann- virki voru reist á árabilinu 5000- lOOOfyrir okkar timatal. Snemma vöktu þessi fyrirbrigöi athygli og ýmsar kenningar voru uppi um tilgang þeirra I árdaga. t þessari bók leitast höfundarnir viö aö út- skýra tilganginn meö þessari gerö mannvirkja. Höfundarnir fjalla um stærstu steinaraöir og hringa I Vestur-Evrópu i alls’ fimmtán löndum. Höfundarn- ir fjalla um merkustu mannvirk- in, þau stærstu og viðamestu, en meöal þeirra er Stonehenge á Englandi, sem mun vera einna kunnast. Birtur er mikill fjöldi mynda af steinum og steinaröö- um, einnig skreytingu þeirra og svo skýringarmyndir . Höfundarnir telja aö forsendurn- ar aö byggingu þessara hörga, ef nota má þaö orö, séu frjósemis- trúarbrögö I ýmsum myndum á þessu fjögur þúsund ára tlmabili og einnig tengsl þessara trúar- bragöa viö stjarnfræöiþekkingu og himintungladýrkun. Eiraldar- menn hafa ætlaö þessum hörgum ab vera smækkaöa mynd af hug- mynd sinni um alheiminn og framhald llfsins, æxlun og ávöxt jaröar. Undanfarið hafa komib út margar bækur um þessi efni og menn hafa lengi ihugaö.mælt og skrifaö um þessi efni ekki sist á Bretlandseyjum. Sumir halda þvi fram aö viss talnaspeki liggi til grundvallar rööun steinvirkj- anna, grunnmáli piramidanna á Egyptalandi, musteri Salómóns konungs og talnaspeki Pyta- górasar. En talnaspekin er vafa- söm sem grundvöllur, hún er ekki óskyld hagfræöitölum nútim- ans, sem nota má eins og allir vita til þess aö rökstyöja hinar hrikalegustu lygar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.