Þjóðviljinn - 03.04.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.04.1980, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. april 1980 Björn Þorsteinsson Einar Laxness; Jón Sigurösson forseti 1811-1879 Yfirlit um ævi og starf i máli og myndum. Sögufélag Reykjavik 1979. Fyrir allmörgum árum bauð gamall Hafnarislendingur mér i kynningargöngu um Kaup- ’mannahöfn. Hann hafði búið þar langdvölum milli striða, en varla litið staðinn siðustu 20 árin. Hann var nýkominn aö heiman og ætl- aði að rifja upp gömul kynni. Fyrst skyldi farið á Indisk bar, sem mér skildist að heföi veriö huggulegur gleöistaöur i den tid. Þegar þangað kom var Snorrabúö oröin stekkur og haföi breyst i ameriskan milk-bar meö hænsna- prikum i staö hæginda. Viö héld- um þvi áfram göngunni I leit að gömlu Kaupmannahöfn. Eftir rúmlega tveggja stunda rjátl milli öldurhúsa fundum við loks góöan og gildan næturstað að dómi leiötoga mins. Þar voru mikil salarkynni, lágvær músik, en mikið skvaldur og loft mettað vindlasvælu og vinangan. Við vorum varla sestir, þegar leiðtog- inn færðist i hraukana og tók að syngja fullum hálsi: Snemtna löan litla i iofti bláu „dirrindi”, — Ég varö skelfdur, þvi að vinur- inn hafði enga tenórrödd, og reyndi að stööva hávaðann. Þegar hann komst til sjálfs sin aftur, þvi að hann hafði hrokkiö úr sambandi viö hversdagsleik- ann rétt sem snöggvast, — leit hann á mig meö þjósti. Hann kvaðst vonast til þess að ég vissi að nú loks værum við komnir heim til draumalandsins. ,,A slik- um stöðum hefur islensk tunga jafnan hljómað skærast, hér hafa innilegustu ættjarðarljóðin verið ort. Þegar reykjarsvælan er oröin svo þykk að hnifur getur staðið i henni, þá tekur heiölóan fyrst aö syngja í hjarta Islendingsins, sól- in að roða tindana við fjallavötnin og skina yfir landið á sumarvegi. Hér i borginni við sundið varð til hugtakið islensk menning, hér var íslendingi forðað frá þvi aö troðast ofan i dægurþras og hreppakryt heima á Islandi — hér varö hann sómi íslands, sverð og skjöldur.” Ég man að vinurinn rak hnef- ann i borðið siðustu setningunum til áherslu og glösin stigu þjóð- ræknisdans, en hann var þegar kominn upp á Heklutind og horföi yfir landið friöa. Góðlátlegur, hæruskotinn Dani kom þá að boröinu og spuröi kankvis, hvort slest heföi upp á vinskapinn. Eg kvað okkur hjartans vini, en greina á um tónlist, en hann taldi þaö ekki jafnalvarlegt ágrein- ingsefni og kvenfólk og pólitlk. Aö þeim töluðum orðum tóku þeir að ræða um forystuhæfileika Staun- ings og ættjarðarhyllingarnar köfnuðu i svælu og reyk. Sögufélagið gaf út á aldarártfð Jóns Sigurðssonar óvenjufagra bók til kynningar i máli og mynd- um á ævi hans og störfum. Ef Kaupmannahöfn verndaði hann frá þvi að mengast „við daglegt slabb og querelas þeirra Reyk- Björn Þorsteinsson skrifar um bókmenntir JÓN FORSETI samtíð hans og forystulið vikinga”, eins og hann orðaði það sjálfur, 1850, þyrfti Reykjavik aö leysa minningu hans úr einangr- unarviðjum fræðimanna, sem draga ekki framar aö sér fróð- leiksþyrstan lýð. Ekkert alþýð- legt rit var tii um Jón Sigurösson, áður en Einar gaf út bók sina.Um frelsishetjuna hafa menn helsí fræðst af fullyrðingaklausum i kennslubókum, en þar sigrar Jón Sigurðsson I hverju máli „með ó- yggjandi rökum”, svo að sigrarn- ir verða ieiðinlega auöveldir. Úr þessu bætir Einar meö fagurri bók, sem hefur að geyma knapp- an texta með vel völdum tilvitn- unum og mikiö myndasafn. Þetta er þarft rit, og þá sem fýsir meira að heyra, geta leitað til Jón Sigurðsson fjölfróðari bóka. Mér finnst ég þurfa að taka fram að fræðimenn eru mikiö nytsemdarfólk sem hlýtur oft litil laun fyrir mikið erfiði en morrar þolið við „að marka og draga á land, og koma þvi undan kólgu, svo það kefði ekki alit I sand”. Svo kvaö Jón Þorkelsson og vildu fleiri sagt hafa um aðdrátt- armennina, sem sækist oft seint úrvinnslan og sjá ekki stundum atburöi fyrir mönnum. Þeim get- ur verið fariö eins og bændum á 18. öld, sem skrifuðu kóngi bæna- skrár og minntust ekki á annan samfélagsvanda en hórdóm, og biðja auömjúklega um náðun fyr- ir að hafa fallið á svelli freisting- anna en amast ekki við Stóra- dómi. Eftir þvi sem þekkingin vex, harðna kröfur um úttekt, skilning og knappar skýringar á mönnum og málefnum. Hér hefur Egill Stardal staðið fyrir útgáfu á kynningarritum, sem hann nefnir Menn i öndvegi. Meö útgáfu bók- anna um Jón forseta og Snorra Sturluson s.l. ár hefur Sögufélag- ið farið inn á sömu braut. I stuttum inngangi gerir Einar grein fyrir ástandi lands og þjóð- ar i byrjun 19. aldar og hlutverki Jóns Sigurössonar. Þá er rakinn aöalþáttur stjórnmálabaráttu hans og sögö deili á hinum póli- tiska réttindaflokki, sem hann skipulagði og Siguröur Lindal segir mér aö hafi veriö best skipulagi stjórnmálafiokkur i Evrópu á sinum tima. Að lokum fjallar Einar um einkahagi Jóns, samneyti hans við samferðar- menn, snúninga hans i Kaup- mannahöfn fyrir landann, og vitnisburöir annarra um hann eru tilgreindir að lokum. Þessir þættir eru raktir bæði i myndum og máli. Ég veit ekki hve margar mannamyndir skreyta bókina, en þær hljóta aö vera á annaö hundr- aö. Auðvitað eru þær flestar af körlum, þvi að hér rikti karla- veldi, en þó var það ekki jafnvold- ugt og fram kemur I bók Einars. Þetta mannamyndasafn er mikið hnossgæti og yfirleitt allvel prentað, en þar hefðu mátt birtast fleiri konuandlit. Formæður okk- ar voru litlu minna myndefni en karlarnir á 19. öld. 1 Einarsbók munu samankomnir flestir myndarmenn, sem eitthvað komu opinberlega við islenska sögu á dögum JónsSigurössonar. Sjálfur birtist hann i mörgum útgáfum, sjálföruggur höfðingi og kyrrlát- ur i fasi. A siöum bókarinnar munu margir Islendingar geta litiö ættfeöur sina og skyldmenni, og tugir mynda af bréfum og skjölum og prentörkum færa les- andann nær atburðunum en flest annaö, sem fráer sagt. Fyrir um 40 árum skoöaöi ég gerðabók þjóðfundarins á þjóð- skjalasafni. Ég gleymi aldrei, hve undrandi ég varð, þegar ég sá að fundargerðin var eins og speg- ill atburðanna; — þeir birtust I sjálfri skriftinni. Ritarinn, Bene- dikt Gröndal,hafði teiknaö fagur- lega stórum stöfum undir lokin: Vér mótmælum allirl — Ég hafði aldrei áður séð pólitik opinberast i skrift einni saman. Mynd af nið- urlagi fundargerðarinnar hefði fyrir löngu átt að skreyta íslenska 19. aldar sögu, en af þvl hefur ekki orðið fyrr en hjá Einari Lax- ness. — Hann birtir myndir af bókum og ritum Jóns Sigurðsson- ar, sem vann mikiö brautryðj- andastarf með útgáfu fræða- safna um Islenskar bókmennt- ir, lög og sögu og lagði ásamt vinum sinum og velunnurum, eins og Konrad von Maurer, grunninn að nútima sagn- fræði hér á landi. Ariö 1874 gaf Konrad út áhrifamestu bók slöustu alda um íslenska sögu, Islandvon seiner Entdeckung bis zum Untergange' des Freistaats. Þar með tendraðist þjóðveldis- rómantikin, og hundraö árum sið- ar var enginn íslenskur sagnfræð- ingur fær um að leggja neitt hlið- stætt af mörkum til skýringar á Islenskri sögu og e.t.v. verður það aldrei gert. Við erum enn að miklu leyti undir áhrifum þess sagnfræð- ingaskóla, sem þeir Konrad og Jón Sigurðsson áttu mestan þátt i að móta á 19. öld. Jón mótaði mjög skoöanir manna á islenskri fortið og framtiðarstefnu þjóðar- innar, en hann var ekki siður maður hins hagnýta lifs og gaf út m.a. Litla fiskibók handa fiski- mönnum á íslandi og Litla varn- ingsbók handa bændunum og þóttu báðar nytsemdarrit á sinum tima og heföu átt skilið ögn meiri umfjöllun en Einar leyfir sér. Margar feröabókarmyndir af skipum, stöðum og mannvirkjum skreyta rit hans og gera það að hugþekkri kynningarbók um 19. öld. í upphafskafla eru myndir af torfbæjunum, sem komu leiö- angursmönnum Gaimards kyn- iega fyrir sjónir 1836, en undir lokin sést Aöalstræti 1880 á mynd af útför forsetahjónanna. Þar hreyktu sér engar hallir i þann tið, en samt er þar ólikt vistlegra en á fyrra hluta aldarinnar. öldin 19. var ekkert stórbylt- ingaskeið á íslandi, og fáar og smáar urðu breytingarnar I fé- lagsmálum, þótt flestu þokaði fram á leiö. Islendingar voru enn mjög frumstæð bændaþjóð meö öllum sérkennum slikra samfé- laga. Arið 1850 og næstu árin á eftir voru Islendingar pólitiskt þreyttir og töldu Jónspólitik gagnslitla eins og sakir stóðu. Sumariö 1855 lögðu Reykhóla- menn vestra fram 47 rikisdali til styrktar Jóni Sigurðssyni, svo aö hann þyrfti siður ,,aö neyöast til aðyfirgefa málefni vor”, og skor- uöu á fólk meö bréfi i Þjóðólfi aö senda honum fé. Undirtektir uröu dræmar, en á sama ári skutu ls- lendingar saman 600 rikisdölum til að kristna Kinverja, og 1858 söfnuðust hér 1480 rikisdalir handa stórhertoganum i Hessen svo að hann gæti reist myndar- lega styttu af Luther i Worms. Nú oröiö þykir fróðlegt að frétta um þetta misræmi á örlæti manna, en sú frétt út af fyrir sig er misvisandi eins og margar aðrar. Mannlifið er svo marg- slunginn vefur að honum veröur illa komiö á bók. Islenskir stjórn- málamenn hafa gert góöa hluti á öllum öldum og átt misjöfnu gengi að fagna. Á 19. öld voru Is- lendingar mjög frumstæð bænda- þjóð meö öllum sérkennum slikra samfélaga. Þeir voru flestir i- haldssamir og hræddir við breyt- ingar eins og frumstæöra bænda er siöur. Þeir þrengdu hjúskapar- takmarkanir öreiga 1959 og hertu á vistarbandinu 1861/63 gegn vilja konungkjörinna þingmanna. Þá var félagsmálalöggjöf Islendinga „óréttlát I mörgum greinum og valla mannsæmandi i öörum”, — segjum viö I dag, og danska stjórnin var á sama máli, en is- lenskir þingmenn á öðru. Bændasamfélagiö ánauðarbatt öreigalýð á hungurskjörum i sveitum, af þvi menn kunnu fá ráö til bjargar. Islenskur land- búnaður hafði i raun aldrei staðiö undir leigum og landskuldum, sem krafist var af kotbændum. Um 80-85% bænda teljast leigulið- ar um 1300, um 1500 telst hlutfall- ið 90%, en þar með var kotabú- skapur og örbirgð einkenni is- lensks samfélags um aldir. Engin markviss barátta var háð fyrstu þrjá fjóröunga 19. aldar fyrir sjálfsábúö og þar meö afnámi leigugjalda, sem höföu staðiö Is- lendingum fyrir þrifum i orösins fyllstu merkingu. Sjálfsábúö, bættir framleiðsluhættir og auk- in landnýting voru lausnarorö I raunverulegri baráttu Islendinga fyrir sjálfstæöi sinu. Landnáms- maöur þessara hugmynda var einkum Torfi i ólafsdal, og þær grafa ekki um sig i verki fyrr en þéttbýliskjarnar fara að vaxa og sjávarútvegur að eflast. Eftir þaö tók mannfélagiö aö breytast, og margir bændur losnuöu úr á- nauö, en borgarastétt óx fiskur um hrygg og öreigar bæjanna bjuggu viö skárri kjör og meira öryggi en ánauöarlýöur sveitanna haföi gert, en út i þessa sálma fer Einar litiö. Ekki er lengur I tisku aö hæla mönnum, en vandlæting og hót- fyndni I meiri hávegum höfö. Hnökrar eru finnanlegir I bók Einars eins og flestum öörum rit- um. Einari hættir til að vera meiri stjórnarandstæöingur en Jón var sjálfur, þvi aö hann fylgdi stjórninni I kláðamálinu, þótt „margar forsendur hafi brostiö til þess að stefnu hans væri unnt aö framkvæma skilyröislaust”, eins og Einar segir (bls. 107). Þá hefur Sigurður Lindal bent á að andlát en ekki rökþrot hafi for- fallaö J.E. Larsen prófessor frá þvi aö svara ritgerö Jóns Um landsréttindi lslands (bls. 100). Kostir Einarsbókar um Jón Sigurðsson eru að flytja mjög að- gengilegan yfirlitsfróðleik um manninn, sem hlaut að verða þjóðhetja og sigild imynd hins fullkomna stjórnmála- skörungs sökum andlegs at- gervis og framsýni. Gáfur hans, atorka, eldmóður og umhyggja fyrir þjóö, sem svaf þyrnirósarsvefni noröur viö Dumbshaf, uröu töfrasproti, sem vaktihana til dáöa. Eflaust mætti gagnrýna sumt i fari Jóns for- seta, og hann var svo stór aö minning hans mundi styrkjast viö hverja slika raun, en aöalatriöið er aö hún lifi. Einar Laxness hef- , ur kveikt lif kringum Jón Sigurös- son aö nýju. Björn Þorsteinsson Einar Laxness afhendir þjóðminjaveröi eintak af bók sinni i des. sl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.